Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 33 Vestur-Barða- strandarsýsla Starfsdag- ur grunn- skólanna Tálknafirði. SAMEIGINLEGUR starfsdagur kennara í grunnskólum V- Barðastrandarsýslu var haldinn um síðustu helgi í Grunnskóla Tálknafjarðar. 35 kennarar af svæðinu hlýddu á fyrirlestra og fjölluðu sín á milli um kennslu- gögn og ýmislegt annað varð- andi kennslu. Það voru kennarar úr Grunn- skóla Rauðasandshrepps, Barða- strandarhrepps, Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals sem fjölmenntu til Tálknafjarðar á starfsdaginn. Var þetta fyrsti starfsdagur sinnar tegundar á svæðinu, en sameiginlegir fundir höfðu verið haldnir fyrir nokkrum árum. - Helga. -----♦ ♦ ♦---- ■ HAFNARFJARÐARGANGA Hraunbúa, sú tuttugasta í röð- inni, verður sunnudaginn 28. nóv- ember kl. 14. Gengið verður frá Hraunbyrgi, húsi skátafélagsins Hraunbúa, undir stjórn Árna Hjör- leifssonar, bæjarfulltrúa. Farið verður um göngustígana í Norður- bænum og endað í slökkvistöðinni við Flatahraun og hún skoðuð. ■ LJÓSMYNDASÝNING verð- ur haldin í borðsal þjónustu- kjarna Sunnuhlíðar, Kópavogs- braut 1, til 1. desember. Sýningin er tvíþætt. I fyrsta lagi eru sýndar myndir tengdar sögu og þróun byggðar í Kópavogi 1900-1964 og í öðru lagi myndir úr atvinnu- lífi þjóðarinnar á ofanverðri síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar, einkum landbúnaði, fiskvinnslu og útgerð. Að sýningunni standa: Sunnuhlíðarsamtökin, Ljósmynda- safn Reykjavíkurborgar og hús- stjórnirnar að Kópavogsbraut 1A, Kópvogsbraut 1B og Fannborg 8. Sýningin er opin í dag frá 14-18 og virka daga frá kl. 16 til 18. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir Frá samstarfsdegi grunnskólanna í V-Barðastrandarsýslu, Nýdönsk kynn- ir nýja plötu HLJÓMSVEITIN Nýdönsk heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu þriðju- daginn 30. nóvember. Tilefnið er geislaplatan Hunang sem sveitin sendi nýlega frá sér og hyggjast Nýdanskir flytja hana í heild á tónleikunum. Nýdönsk munu einnig flytja brot af sínu besta efni og !ög af fyrri breiðskífum sem ekki hefur verið spilað mikið á tónleikum. Hljóm- sveitin frumflytur nokkur lög úr söngleiknum Gauragangi sem er eft- ir Olaf Hauk Símonarson við tónlist Nýdanskrar. Tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir í heimildarskyni því ekki hefur verið mikið um rokktónleika í Þjóðleikhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20. (90/-/cjc}o Saga Kvenréttindafélags íslands 1907-1992 skráð af SigríðiTh. Erlendsdóttur, sagnfræðingi, er vandað heimilda- og uppsláttarrit. Rit sem ekki er einungis saga eins félags heldur saga kvennabaráttu heillar aldar. I bókinni eru um 500 myndir valdar af Björgu Einarsdóttur, rithöfundi, og hafa margar þeirra ekki birst opinberlega áður. Veröld sem ég vil er bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Bókin fæst hjá bóksölum um land allt. Útgefandi og dreifingaraöili er KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS Túngötu 14, Reykjavík, sími 18156, bréfasími 625150.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.