Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 48
I*/ Reghibundinn /• spamaður Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna ircgiiisilritaifrifr = FORGANGSPÚSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHOLF 3040/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Sj ónvarpsbúnaður Islenskt fyrirtæki aflar tilboða BRESKA sjónvarpsbúnaðarfyr- irtækið TranSat á nú í samninga- viðræðum við íslenskt fyrirtæki sem hefur leitað tilboða í búnað til sjónvarpssendinga. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er hér um að ræða „auð- ugt íslenskt einkafyrirtæki" eða nánar tiltekið fyrirtækjakeðju. Bún- aðurinn, sem um er að ræða, er -fyrir örbylgjusendingar á borð við þær sem Fjölvarp notar til endur- varps gervihnattasendinga. Ekki fékkst staðfest um hvaða fyrirtæki er að ræða. Ftjáls fjölmiðl- un hf. hefur fengið úthlutað al- mennu sjónvarpsleyfi. Einnig hafa Fijáls fjölmiðlun hf. og Háskóli ís- lands fengið hvert sína örbylgjurás- ina til tilraunasendinga. Ekki tókst að ná í forráðamenn Fijálsrar Tjöl- miðlunar í gær. Sjá bls. 21: „Yfir hundrað rás- ir á Bretlandi..." Afengis- útsala á Blönduósi ÁFENGIS- og tóbaksverzlun ríkisins hefur auglýst eftir húsnæði undir vínbúð á Blönduósi og samstarfsaðila um rekstur verzlunarinnar. I sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á Blönduósi 26. maí 1990 voru bæjarbúar jafn- framt spurðir að því hvort þeir vildu að vínbúð yrði opnuð í kaupstaðnum. Reyndust 405 vera því fylgjandi en 164 voru á móti. Aðventan gengin í garð Morgunblaðið/RAX FYRSTI sunnudagur í aðventu er í dag og í flestum kirkjum landsins verða sérstakar hátíðarguðsþjónustur af því tilefni. í dag hefst líka fyrir alvöru bið yngstu kynslóðarinnar eftir jólunum og víst er að hún mun sjá til þess að kveikt verður á kertum aðventukransanna alla sunnudaga til jóla. Endurskoðað frumvarp til lyfjalaga lagft fram á næstu dögum Búist við deilum um há- mark á smásöluverði lyfia NÝTT frumvarp til lyfjalaga hefur nú verið afgreitt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og verður líklega lagt fram á Alþingi í næstu viku. Er það í meginatriðum sama efnis og frumvarp Sighvats Björg- vinssonar fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem mikill styrr stóð um síðastliðinn vetur. Þó hefur verið komið til móts við áhyggjur lands- byggðarmanna af lyfjaverslun í dreifbýli. Heimilt verður að synja um nýtt lyfsöluleyfi í heilsugæsluumdæmum með færri en 5.000 íbúa ef sljórn viðkomandi heilsugæslustöðvar leggst gegn því. Gert er ráð fyrir auknu frelsi til að opna lyfjabúðir og hámark verður á smásöluverði lyfseðilsskyldra lyfja og búast menn við átökum um það ákvæði frumvarpsins. Ferðavakinn fluttur út til þriggja Norðuiianda ÍSLENSKI Ferðavakinn hf. hefur sainið við Accson Information AS í Svíþjóð um leyfi til að smíða, setja upp og nota íslenska tölvuupp- lýsingakerfið fyrir ferðamenn í Sviþjóð, Noregi og Danmörku. Upp- lýsingakerfið byggir á myndrænni framsetningu á ferðaupplýsingum í tölvu með snertiskjá. Kerfið hefur verið í notkun á tíu ■^töðum hér á landi síðastliðin sumur undir nafninu Ferðavakinn. í ár voru gerðar yfir 60 þúsund fyrirspurnir þar sem notendur leituðu sér upplýs- inga um gististaði og aðra ferðaþjón- ustu. Er það 50% aukning milli ára. Til Þýskalands Framleiðsluleyfið fyrir Norður- lönd felur í sér kost á að framselja leyfið til Þýskalands, sex mánuðum eftir að kerfið er komið upp.í Sví- þjóð. Til að byija með er gert ráð fyrir að 20 upplýsingatölvur verði settar upp í Svíþjóð á flugstöðvum, feijum og á öðrum ferðamanna- stöðvum og ennfremur í sendiráðum. Með samningnum sem gerður hafur verið verður mögulegt að veita upp- lýsingar um íslenskan ferðaiðnað á ferðavökunum á Norðurlöndum. Að undanförnu hefur ferðavakinn eingöngu verið rekinn á sumrin en framvegis verður þjónustan aukin með heilsársáskrift. Verður hann settur upp í innanlandsafgreiðslu flugvallanna í Reykjavík, á Akur- eyri, Höfn, Húsavík, Isafirði og í Vestmannaeyjum og auk þess á Umferðamiðstöðinni í Reykjavík, í Staðarskála í Hrútafirði og hjá Upp- lýsingaskrifstofu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyriitæki í lyfjadreifingu hafa haft þungar áhyggjur af því hvernig álagningarmálunum verður skipað í nýjum lyfjalögum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verður ekki kveðið á um hámarksálagningu á hveiju stigi fram að smásölu. Apó- tekum verður samt gert skylt að versla með öll lyfseðilsskyld lyf sem selja má hérlendis. Menn spyija hvort innflytjendur og heildsalar geti ekki hirt alla álagninguna áður en meðul- in komast í lyfjabúðirnar. Einar Magnússon deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu segir að gert sé ráð fyr- ir að lyfsalar og heildsalar leysi þetta með fijálsum samningum sín á milli. Ef apótek verði ósátt við sinn hlut geti þau t.d. flutt lyf inn framhjá innlenda umboðsmannakerfinu. Með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins mun einmitt opnast fyrir svokallaðan samhliða innflutning. Talið er að sú breyting muni draga úr mun lyfja- verðs í Evrópu sem ætti að þýða lækkun hérlendis vegna þess að verð hefur verið með hæsta móti á íslandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins að núverandi handhafar lyfsölu- leyfa haldi þeim. Ný leyfi verða bund- in því skilyrði að umsækjandi sé lyfjafræðingur með verslunarleyfi eða með samning við handhafa slíks leyfis. Hver leyfishafi má einungis reka eina lyfjabúð og ber hann sjálf- ur faglega ábyrgð á rekstri hennar. Gert er ráð fyrir að takmarka veit- ingar nýrra leyfa fram í mars 1995 til að gefa þeim apótekum sem nú starfa aðlögunartíma. Reglugerð um merkingar iyfseðla Allnokkrar deilur hafa verið í lyfja- geiranum um reglugerðarákvæði um merkingar lyfseðla frá 1. ágúst 1992. Þá var læknum uppálagt að merkja lyfseðla ýmist með „R“ eða „S“ eftir því hvort afgreiða bæri nákvæmlega viðkomandi sérlyf eða hvort selja mætti ódýrasta samheitalyf. Ráðu- neytismenn hafa reiknað út að fræði- lega mætti spara allt að 600 milljón- ir kr. á ári ef reglugerðin væri nýtt til hins ýtrasta. Síðustu fimm mán- uði ársins 1992 spöruðust að þeirra sögn 80 'milljónir króna. Heildsalar telja fyrirmæli ráðu- neytis brot á vörumerkjalögum og hafa kvartað til umboðsmanns Al- þingis. Ennfremur hefur Trygginga- stofnun ríkisins hótað að endurgreiða ekki lyfseðla ef fyrirmæli stjórnvalda eru virt að vettugi. í næsta dreifi- bréfi heilbrigðisráðuneytisins verður tilkynnt reglugerðarbreyting um þetta efni sem tók gildi 20. nóvem- ber þar sem apótekum er heimilað að víkja frá reglunni um ódýrasta samheitalyf ef sjúklingur hefur áður verið á dýrara lyfinu og verkan lyfj- anna er ekki sambærileg að öllu leyti. Sjá bls. 10-11: Uppstokkun í lyfjamálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.