Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Eru ljóðstafír og rím aðhlátursefni? eftir Guðmund Guðmundarson Það virðist svo að listir verði oft- ast tískunni að bráð. Nú er svo komið í ljóðagerðinni að allir geta lýst sig skáld og meiri- hluti þeirra, sem hljóta ljóðskálda- styrk, eru slíkir afburða snillingar að enginn kann eitt einasta ljóð eftir þá. Amsúgur fyrri skáldakynslóða virðist orðinn að einskonar væng- blaki þúfutittlinga, sem þykjast vera að umskapa eina okkar merk- ustu menningararfleifð. Það allra verstá er að blessuð 'oörnin halda að þau séu að yrkja ljóð, þegar þau skrifa einhverjar hugdettur lóðrétt á blað og bama- blöðin og Mogginn birta að sjálf- sögðu ljóð eins og þetta: I bréfinu frá Sigga í fríinu okkar var ofsalega gaman en ég sá þig ég var strax skotinn í þér ó ó ó ó ó Elskan giftum okkur strax fórum svo til London mín kæra Lísa. Kær kveðja Siggi ' Það er ung stúlka, sem sendi Mogganum þetta ljóð. Mér er spurn: Er einhveiju barni greiði gerður með því að birta fram- angreint rugl sem ljóð? Að sjálf- sögðu er þetta ekkert lakara en ruglið sem alstaðar veður uppi og sannar að búið er að rugla börnin gjörsamlega í ríminu, „svo sem þú sáir muntu uppskera". Það er tím- anna tákn að framangreindar hug- leiðingar teljist „ljóð“ og sannar að arfabeð óljóða blómstrar í hug og hjarta barnanna. Á villigötum Nú geta hámenningarvitarnir séð blasa við hvarvetna ávöxt niðurrifs starfseminnar í ljóðagerðinni. Framangreint „ljóð“ er sígilt dæmi um þá ljóðfölsun, sem þeir er ritstýra barnaefni telja sér sæmandi að birta. Það er margsannað að lestrarkunnáttu fer síhrakandi, utanbókarlærdómur forsmáður eða bannfærður (til að ofgera ekki börnunum). Jafnframt er armasta lágkúra hafin til vegs og virðingar. Æskan telur sér því óviðkomandi „rusl“ eins og ljóðstafí og rím og er á algjörum villigötum í ljóðlistinni. Á árum áður birtu barnablöðin stundum fyrriparta af vísum, sem börnin áttu að botna og veittu síðan verðlaun fyrir þá bestu. Þetta er að sjálfsögðu úrelt og ekki samboðið menningunni og kistulagningu rímsins. Ferskeytlur og fíflskapur Ánægjulegt er þó að lausavísur blómstra enn og gleðja allan landslýð. Ferskeytlurnar fljúga enn um landið allt og miðin og njóta „Það ætti öllum að vera ljóst að í ljóðagerðinni er um þessar mundir starfað eftir fölsuðu forriti og háðungin blasir hvarvetna við.“ sömu vinsælda og áður, þrátt fyrir „kistulagningu ríms“. Nú snýst dæmið skyndilega við. Aðhlátursefnið verða einmitt óljóðin. Samkvæmt venju þorir enginn samt að stinga á graftarkýli óljóða af hræðslu við hina sjálfskipuðu menningarpostula. Hins vegar gerist áleitin sú spurning: Hvar og hvenær fengu formbyltingarmenn, sem nú ráða lögum og lofi í ljóðagerðinni, löggildingu á umsýslu við útför ljóðstafa og kistulagningu rímsins? Við íslendingar getum einir þjóða í víðri veröld haldið á loft ævafornum kyndli germanskrar Ijóðmenningar, kliðmjúkum bragar- háttum, ljóðstöfum og sannri lýrík! í stað þess að kynna loga þessa kyndils með stolti er verið að lepja upp allskonar lágkúru annarra þjóða og ég vil bæta við fíflskap og ruslahauga-list. Þetta blasir því miður við á ótal sviðum lista. Blómstrandi meðalmennska og lágkúra. Það hefir oft verið sagt við mig. Blessaður vertu ekki að hafa Guðmundur Guðmundarson áhyggjur af ljóðagerðinni. Þetta gengur yfir og jafnar sig. Sannleikurinn er hins vegar sá að ástandið hefur farið hríðversnandi síðustu áratugi. Og þjóðin lætur þennan faraldur að mestu afskiptalausan. Útför ljóðstafa og ríms er þrælskipulögð og allskonar náhrafnar krunka í hlaðvarpanum. Lífæð þjóðmenningar er og verður tungumálið sjálft og varð- veisla þess. — Ungu skáldin hafa mörg ánetjast allskonar félags- legum viðhorfum um málnotkun og hundsa algjörlega viðteknar reglur, brjóta allar hefðir og afneita vitrænni notkun ísl. tungu. Myndrænar líkingar þeirra eru oftar en ekki innantómur vaðall og rugl, sem þeir stundum skilja alls ekki sjálfir. Þeir hampa með glotti andlegri úrkynjunarstefnu. Námskrá grunnskóla er svo opin, að hver skóli virðist geta ráðið sinni málfræðikennslu, sem víða reynist bágborin, enda fer málsmekk sífellt hrakandi hjá yngri kynslóðinni. Nú er svo komið að þriðja hverju barni tekst ekki að ljúka skyldunámi! Allt ber að sama brunni. Þótt eitthvað sé gutlað við að kenna bömum hin snjöllu ljóð góðskáldanna, þá er þeirri spurningu ósvarað, hvers vegna í ósköpunum Ijóðagerð bama er aðallega endalaust sullumbull! Einhvers staðar leynist slæm brotalöm. Ég hef oft áður vakið athygli á því að til þess að yrkja ljóð rímuð eða órímuð, sem standa undir nafni, þurfa menn að vera gæddir skáldgáfu og aga. Það ætti öllum að vera ljóst að í ljóðagerðinni er um þessar mundir starfað eftir fölsuðu forriti og háðungin blasir hvarvetna við. Ég tel einnig að nú séu allra síðustu forvöð að kasta bjarghringi í óljóðaleirpytt æskunnar og vil ekki trúa öðru en flestir þeir, sem hlut eiga að máli, séu tilbúnir að hefja leiftursókn til bjargar íslenskri ljóðhefð. Ræðið málin! Látið í ykkur heyra! Krefjumst þess að æskunni sé kynntur menningararfurinn — ekki arfínn. Hefjum leiftursókn ljóðhefðinni til bjargar! Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. RADA UGL YSINGAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Markaðsfulltrúi Starfsmaður óskast í hálft starf við sölu og markaðsmál. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknum, merktum: „Markaðsmál", skal skila á skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindar- götu 7, fyrir 7. desember nk. TIL SÖLU Fasteignir til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fast- eignirnar Hafnarbraut 2 og Hafnarbraut 4 á Bakkafirði (saltfiskverkunarhús) áður eign Útvers hf. Tilboð í eignirnar óskast sendar á skrifstofu sjóðsins fyrir kl. 12.00, 17. desember nk., merkt: „Bakkafjörður". Nánari upplýsingar um eignirnar og þann búnað, sem þeim fylgir, veitir Ragnar Guð- jónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlands- braut 4, Reykjavík, í síma 679100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður Islands. FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna f Háaleitishverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. desember í Valhöll. Fundurinn hefst kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Útboð - stækkun leikskóla Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir tilboðum í gerð sökkla og grunnlagna fyrir viðbyggingu leikskólans Lundabóls. Helstu stærðir og magntölur eru: ★ Flatarmál 146fm ★ Steypa 25 rm Verkinu skal lokið 01.02. 1994. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífils- staðaveg, frá og með fimmtudeginum 02.12. 1993 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14.00 þann 07.12. 1993 á skrifstofu bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Fyrirtæki óskast Traust og rótgróið fyrirtæki leitar að rekstrar- aðila í heildsölu eða smásölu til sameiningar eða kaups, má þarfnast flutnings. Vinsamlegast sendið upplýsingar til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 8. des. '93, merktar: „Lausn - 10984". Fyllsta trúnaði heitið. ATVINNUHÚSNÆÐI jr f Listhúsinu í Laugadal Verslunarhúsnæði til leigu á besta stað í húsinu (við innganginn), 50 m2. Vinnustofa til leigu í austurenda hússins með stórum gluggum og tveimur inngöngum. Upplýsingar hjá Tryggva Árnasyni í símum 32886 og 680166. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Bjarnabraut 2, Borgarnesi, fimmtudaginn 9. desember 1993, kl. 10.30. GY-091, GP-855, GD-566, FÖ-562, EG-039, BV-335, AA-425, ET-595, II-782, KD-621. Einnig verður þá boðið upp eftirtalið lausafé: Fjórhjólið ÞA-009. Vænta má að greiðsla verði áskilin við ham- arshögg. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 1. desember 1993. Smá auglýsingar St. St. 5993120219 X I.O.O.F. 5= 1751128'/2= M.A. I.O.O.F. 11 = 17512028'A= EK Aglow, kristileg samtök kvenna Jólafundurinn veröur í kvöld kl. 20.00 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Gestur fundarins er sr. Halldór Gröndal. Allar konur eru velkomnar. Þátttökugjald 300 kr. Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. AD félagar annast efnið „Úr baðstofunni." Athugið að áður auglýst fundar- efni verður flutt 13. janúar 1994. Allir karlmenn velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 2. desember. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjusfræli 2 Lofgjörðarsamkoma í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Föstudag kl. 23.00 Gospelsam- koma. Gospelkórinn syngur. Mæjor Kristian Bakken frá Nor- egi talar á þessari samkomu. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir! <c >» Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Byrjendanámskeið Mike Wilcocks heldur námskeið fyrir byrjendur í andlegum fræð- um laugardaginn 4. og sunnu- daginn 5. desember frá kl. 10-17 báða dagana ef næg þátttaka fæst. Bókanir í símum 618130 og 18130. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.