Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Undirfatasýning verður í Naust- kjallaranum í kvöld. 7 M VICTORIA’S Secret undir- fatasýning verður í Naustkjallar- anum í kvöld, fímmtudaginn 2. des- ember, kl. 22.00. Sýndur verður undirfatnaður, sloppar, samfellur, náttföt og náttkjólar. Módelin klæð- ast Filodoro-sokkabuxum. Sýndir verða skartgripir frá Rauða vagn- inum í Borgarkringlunni og kynnt verður ilmvatnið Escada. Módelin verða greidd af hárgreiðslustofunni Carmení Hafnarfírði. Salurinn verður skreyttur frá Art blómum og postulíni. Módelsamtökin sýna. Allir velkomnir. ......4-»-»------- Út er komin bókin Á heljarbrún eftir spennusagnahöfundinn Dunc- an Kyle. „Þekktur lögfræðingur, John Close, fær í hendur flókna morðgátu, sem hann verður að leysa. Á heljarbrún er 215 bls. Þýð- andi er Gissur Ó. Erlingsson. Prentvinnsla og bókband er unn- ið í prentsmiðjunni Odda hf. Káputeikningju gerði Kristján Jóhannsson. Utgefandi er Hörpu- útgáfan. Bókin kostar 1.990 krón- ur. VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, simar 68 64 55 - 68 59 66 Kjötbollur af bestu gerð Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er lengi hægt að bæta í safnið, reyna nýjar uppskriftir, víðast hvar er því áreiðanlega vel tekið þegar breytt er til. Ein- staka maður vill þó hafa allt í föstum skorðum, kann best við það venjulega og er ekkert fyrir nýjungar. Þar hefur hver sinn háttinn á. Kjötbollur með agúrkusósu 2 formbrauðsneiðar 3 msk. vatn eða soð (vatn + súputen.) 400 g hakkað (nauta)kjöt salt og pipar 1 stór laukur 1 egg graslaukur smjör eða olía til að steikja úr Agúrkusósa 5 dl hrein jógurt (sýrður ijómi eða annað) 'h agúrka 1 hvítlauksrif salt ef með þarf Skorpan skorin af brauðinu, það tekið í sundur og lagt í vatn, soð eða jafnvel mjólk í smá- stund. Vökvinn látinn halda sér í brauðinu, það látið saman við hakkaða kjötið, salti, pipar, brytjuðum lauk, eggi og gras- lauk hrært saman við. Farsið á að vera fast og er látið standa í ca. 15 mín. áður en gerðar eru úr því litlar bollur, sem brúnaðar eru á pönnu. Ef með þarf er hægt að sjóða þær í nokkrar mín. í soði (vatn + súputen.) sem verður svo sósan. Soðnar kartöfl- ur og salat með. Agúrkusósan Agúrkan rifin gróft á rifjárni, sett út í jógurtina og hvítlauks- rif marið út í, saltað. Ætlað fyr- ir 4. Danskar kjötbollur 500 g hakkað kjöt 2 tsk. salt pipar 1 msk. kartöflumjöl 1 smátt brytjaður laukur börkur og safi af einni sítrónu 1 egg 1 tsk. þurrkað basillauf 1 dl vatn 1 msk. smjör 1 msk. sojasósa 2 tsk. tómatþykkni steinselja Kjötbollur með agúrkusósu. Saman við hakkaða kjötið er sett salt, pipar, kartöflumjöl, laukur, sítrónusafi og börkur, egg, basil og brytjuð steinselja. Farsið hrært og þynnt með vatn- inu, látið bíða á köldum stað í 15 mín. áður en bollurnar eru brúnaðar. Bollurnar soðnar í litlu vatni, kínversk soja og tómat- þykkni sett út í, bragðbætt að smekk. Soðnar kartöflur og grænmetissalat borið með. Ætl- að fyrir 4. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 12. júní sl. í Aþenu, Antonios Karaolanis og Helga Ólöf Eiríksdóttir. Heimili þeirra er í Reykjavík. ARNAÐ HEILLA Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 25. september sl. í Árbæjarsafnskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, Þórunn Magn- úsdóttir og Sigurður Rúnar Karls- són. Heimili þeirra er að Blöndu- bakka 7, Reykjavík. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 25. september sl. í Hjallakirkju af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni, Bergey Hafþórs- dóttir og Daði Gils Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Trönuhjalla, Kópavogi. Ljósmyndarinn Þór Gíslason HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 23. október sl. í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni, Fanney Reynisdóttir og Sigfús Þór Guð- bjartsson. Heimili þeirra er í Skógarási 4, Reykjavík. Ljjósm. Norðurmynd - Ásgrímur HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 15. júlí sl. í Seyð- isfjarðarkirkju af sr. Kristjáni Ró- bertssyni, Soffía Reynisdóttir og Magnús Þór Ingvarsson. Heimili þeirra er að Núpasíðu 4b, Akureyri. Ljósm. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 21. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guð- mundssyni, Svandís Grétarsdóttir og Sigmar Knútsson. Heimili þeirra er að Seljabraut 64, Reykjavík. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 4. september sl. í Einarsstaðakirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni, Friðrika Björk 111- ugadóttir og Baldvin Áslaugsson. Heimili þeirra er að Rimasíðu 23b, Akureyri. Ljósmynd Amaldur HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 14. ágúst sl. í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni, Diljá Einarsdóttir og Ragnar Stefánsson. Heimili þeirra er í Víðihvammi 12. ilÖL'A'H HPÍ’Mlfi KRAB6AMEINSF VEITTU STUÐNIN ELAGSINS 1993 G-VERTU MEÐ! f þetta sinn voru miðar sendir konum, á áldrinum R3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á göðan málstað og verðmæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða pðbtafgraiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að borgá'með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í súÁaj(&1) 621414. Hver keyptur miði eflir sókn og vörn gegn krabbameini! j * Fulltrúar fjögurra ráð- herra vinna RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að fela fjármála-, félags- mála-, viðskipta- og sjávarút- vegsráðherra að tilnefna hverj- um um sig einn fulltrúa til að vinna með starfsmönnum Byggðastofnunar að greinar- gerð um atvinnuástand á Vest- fjörðum. Á ríkisstjórnarfundinum var rætt um erindi Byggðastofnunar frá því á föstudag vegna ástands- ins á Vestfjörðum, þar sem meðal að athugun annars var farið fram á 300 millj- óna króna fjárveitingu til aðstoðar sjávarútvegsfyrirtækjum á svæð- inu, en þar kemur fram að unnið sé að greinargerð um atvinnu- ástand á Vestfjörðum. í bréfi for- sætisráðherra til Byggðastofnunar vegna erindisins kemur ennfremur fram að rætt hafi verið við banka- stjóra stærstu viðskiptabanka svæðisins og muni sérfræðingar þeirra veita upplýsingar eftir því sem þörf krefji.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.