Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Sj ónverndarátak Lionshreyfingarinnar eftir Einar Stefánsson Að mati Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar eru 40 milljónir manna blindir og að öllu óbreyttu mun þessi tala tvöfaldast á næsta aldarfjórðungi. Skipta má orsökum blindu í tvo meginflokka. Ánnars vegar eru blinduvaldandi sjúkdómar og slys, sem ekki er hægt að fyrir- byggja vegna þess að sú vísindalega þekking og tækni er ekki til, sem leyfir meðferð eða forvarnir. Hins vegar eru blindandi sjúkdómar, sem eru vel þekktir og ágæt meðferð til við. Sumir þessara síðamefndu sjúk- dóma eru þó algengustu orsakir blindu í heiminum. Ástæðan er, að stór hluti mannkyns á ekki kost á þeirri heilbrigðisþjónustu, lyfjum og næringarefnum, sem þarf til að stöðva þessa blinduvalda. Áætlað er að 80% af allri blindu í heiminum sé vegna sjúkdóma, sem hægt er að fyrirbyggja eða með- höndla með þekktum lækningaað- ferðum og lyfjum. Um það bil 32 milljónir manna eru því blindir ein- faldlega vegna skorts á réttum lyfj- um og lækningu. Það gerir málið enn sárara, að lyfin og lækningarn- ar, sem um ræðir, eru vel þekkt og ódýr, Alþjóðlega Lionshreyfingin hefur komið auga á þennan vanda og ákveðið að láta það til sín taka. Árið 1991 hófst alheimsátak Lions- manna undir kjörorðinu „Campaign Sight First“ og stendur nú yfir lokaátak þess mikla verkefnis. Til- gangurinn er að safna fé um allan heim, til að standa undir meðferð þeirra, sem eru blindir eða í blindu- hættu vegna sjúkdóma, sem hægt er að meðhöndla. Sjónvernd hefur verið eitt aðal- markmið Lionshreyfmgarinnar allt frá stofnun, árið 1917. Islendingar hafa ekki farið varhluta af þessu starfi. Islenska Lionshreyfingin á stóran þátt í þeim mikla sigri, sem unnist hefur á glákublindu á ís- landi. Lionsmenn, ásamt fleiri góð- gerðarfélögum, Iögðu grunn að augndeild Landakotsspítala og halda áfram að vinna ötullega að sjónvemd á íslandi. í sjónverndarátakinu hafa Lions- menn tilgreint þá fimm sjúkdóma, sem eiga það sameiginlegt að vera með algengustu orsökum blindu í heiminum, og vera læknanlegir, ef réttum aðferðum og lyfjum er beitt. Þessir sjúdómar eru trakóma (augn- ytja), fljótablinda, A-vítamín skortur með augnhrímu, ský á augasteinum og augnsjúkdómar í sykursýki. Tra- kóma og fljótablinda eru sýking- arsjúkdómar, sem eru aðalíega í þróunarlöndum og A-vítamínskortur er vannæringarsjúkdómur. Ský á augastejnum eru algeng um allan heim, og valda blindu þar sem ekki eru aðstæður til augnaðgerða. Syk- ursýki er ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum, en hægt er að hindra blindu með eftirliti og leysiað- gerðum. Trakóma (augnyrja, trachoma) Trakóma er smitandi sjúkdómur og heitir sýkillinn chlamydia tracho- matis. Sýkillinn veldur bólgu í slím- húð og hornhimnu á yfirborði auga • og örmyndun, sem leiðir til blindu. Talið er að hundruð milljóna manna hafi trakóma, aðallega í Afríku og Asíu. Draga má úr útbreiðslu sjúk- dómsins með forvarnastarfi, hrein- læti, góðri heilbrigðisþjónustu og næringu. Sýkillinn er næmur fyrir tetracyclin og súlfalyfjum, sem hvoru tveggja eru ódýr sýklalyf. Fljótablinda (onchocerciasis, river blindness) Fljótablinda er af völdum orms, eftir Björgvin Sighvatsson Á trúnaðarmannafundum Alþýðu- bandalagsins hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að tillögugerð varðandi framtíðarstefnumótun flokksins. Meginþættir hennar voru teknir til afgreiðslu á landsfundi Al- þýðubandalagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Tillögugerð Alþýðu- bandalagsins birtist í 120 síðna riti sem ber yfirskriftina „Útflutnings- leiðin". sem nefnist onchocerca volvulus, sem smitast með flugubiti. Flugurn- ar eru aðallega við ár og fljót í Afr- íku og Mið-Ameríku og þar er úr- breiðsla sjúkdómsins mest. Ormarnir valda augnbólgu og blindu vegna örmyndunar í hornhimnu augans. Baráttan við sjúkdóminn beinist annars vegar að því að hefta út- breiðslu flugunnar, sem ber sýkilinn og hins vegar með lyfjameðferð. A-vítamín skortur (xeroph thalmia, augnhríma) Skortur á A-vítamíni í fæðu veld- ur skemmd í slímhúð og hornhimnu á yfirborði augans og getur leitt til blindu. Þetta er algeng orsök blindu bama á Indlandi, í Bangladesh, In- dónesíu og á Filippseyjum. Meðferð- in byggist fyrst og fremst á betri næringu og A-vítamín gjöf. Ský á augasteini (cataract) Ský á augasteini eru algeng um allan heim, sérstaklega í eldra fólki. Ský á augasteini truflar sjón og veldur jafnvel blindu, ef ekki er að gert. Tiltölulega auðvelt er að koma í veg fyrir slíka blindu með auga- steinsaðgerð, þar sem ógegnsæi augasteinninn er numinn brott og gerviaugasteinn settur í staðinn. Slíkar aðgerðir eru mjög algengar á Vesturlöndum og ganga t.d. mörg hundruð íslendinga undir slíkar að- gerðir á hveiju ári. Skortur á augn- í ritinu er bent á tvær aðrar ieiðir við stjórn efnahagsmála. Sú fyrri er samdráttarleiðin, en hún felur í sér að niðurskurður í rekstri hins opin- bera og afskiptaleysi stjórnvalda af markaðnum skapi skilyrði fyrir því að gangráður alls hagkerfis fari af stað á ný. Samdráttarleiðin er stjóm- arstefna, sem alþýðubandalagsmenn telja núverandi stjómarflokka hafa fylgt. Hin leiðin er þensluleiðin sem kennd er við framsóknaráratuginn. Þensluleiðin felur í sér að eriendar lántökur og aukinn hallarekstur rík- issjóðs stuðli að því að aðrir þættir efnahagslífsins nái sér á skrið. Alþýðubandalagið hafnar báðum þessum leiðum og bendir á svokall- aða útflutningsleið (Export Lead Growth) sem lausn á þeirri kreppu sem hér hefur verið undanfarin ár. Ánægjulegt er að stjórnmálaflokkur skuli með eins afgerandi hætti benda á útflutningsleiðina sem lausn á vandanum, sem nú steðjar að ís- lensku þjóðarbúi. Með útflutnings- leiðinni er mótuð stefna, sem viður- kennir að útflutningssókn er gangvél hágkerfisins og því fái útflutningur og gjaldeyrissköpun forgang í hag- kerfinu öllu. Það yrði gert m.a. með skattaívilnunum til útflutningsfyrir- tækja og auknum ljárveitingum til rannsókna, þróunarstarfs og mark- aðskannana. Opinberir aðilar beittu sér fyrir íjárfestingum í hugmyndum og hæfileikafólki ásamt því að veita áhættufjármagn til smárra og meðal- stórra fyrirtækja. Áhersla yrði lögð á menntun og starfsþjálfun sem er nauðsynieg undirstaða til þess að gera útflutningsleiðina mögulega. Árangur ýmissa ríkja, t.d. Japans, sannar að útflutningsleiðin er árang- ursrík leið til þess að auka hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. En hag- vöxtur er lykillinn að auknu fjár- magni til velverðar- og menningar- mála. Eins og réttilega kemur fram í tillögugerð Alþýðubandalagsins grundvallast nýja leiðin á ábyrgri fjármálastjórn, aðhaldi og spamaði hjá opinberum aðilum og fyrirtækj- um í einkarekstri. Hállarekstur og erlend skuldasöfnun grefur til lengd- ar undan undirstöðum öflugrar út- Einar Stefánsson * „Islenska Lionshreyf- ingin á stóran þátt í þeim mikla sigri, sem unnist hefur á gláku- blindu á íslandi.“ læknum og sjúkrahúsum í ýmsum þróunarlöndum, svo sem Indlandi og Pakistan, veldur því að ekki er hægt að sinna öllum þeim, sem verða blindir af skýi á augasteinum. Mik- ill fjöldi fólks er því blindur af því einu að komast ekki í skurðaðgerð. Augnsjúkdómar í sykursýki Augnsjúkdómar í sykursýki eru flutningsstarfsemi. Oft er það svo, að árangur næst ekki án fórna. Árangur Japana til aukinnar útflutn- ingssóknar byggðist fyrst og fremst á því að haldið var aftur af neysiu heimila og opinberra aðila. Árang- ursrík hagstjórn heillar þjóðar bygg- ist því á sömu grundvallarlögmálum og fjármálastjóm einstakra heimila, þ.e. engin ljárfesting verður til án sparnaðar og til þess að geta sparað verður að draga úr neyslu. Það er ljóst í tillögugerð Alþýðu- bandalagsins að þeir eru ekki sam- kvæmir sjálfum sér. I stað þess að koma með tillögu til þess að draga úr erlendum lántökum og halla- rekstri ríkissjóðs eins og þeir sjálfír benda þó á að sé nauðsynlegt koma þeir með hugmyndir, sem kafsigla útflutningsleiðinni strax í fæðingu. í raun felur tillögugerð þeirra í sér stóraukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Helstu áherslumál þeirra eru í stuttu máli þessi: 1. Stórefla á velferðarkerfið meðal annars með því að hækka bama- bætur, lengja fæðingarorlof og skattaívilnun fyrir foreldra ungra barna. Einnig er alfarið hafnað hvers konar sjúklingaskatti eða þjónustugjöldum til þess að fjár- magna heilbrigðiskerfið. 2. Efla á húsnæðiskerfið meðal ann- ars með sérstöku átaki til að byggja eða kaupa 2.000-3.000 leiguíbúðir um allt land á næstu fimm árum. Einnig á að taka upp tekjutengdar húsaleigubætur. 3. Bæta á kjör aldraðra og fatlaðra meðal annars með byggingu leiguíbúða. 4. Auka á framlög til menningar- mála og afnema virðisaukaskatt á útgáfu bóka, blaða og tímarita og til annarrar menningarstarf- semi. Helstu tekjuöflunarhugmyndir Al- þýðubandalagsins, hátekjuskattur og skattlagning fjármagnstekna og pen- ingaeigna, geta aldrei staðið undir þeim auknu ríkisútgjöldum sem al- þýðubandalagsmenn leggja til. Ríkis- útgjöldum, sem að mestu leyti er varið til annarra þarfa en að örva útflutningsstarfsemi. Eftir lestur þessa viðamikla rits ein algengasta orsök blindu á Vest- urlöndum. í Bandaríkjum Norður- Ameríku er sykursýki algengasta orsök nýrrar blindu hjá fólki á aldr- inum 24-64 ára og svipaða sögu er að segja frá Evrópu. Sjúkdómurinn veldur bjúgmyndun í sjónhimnu aug- ans, vexti nýrra æða, blæðingum og örvefsmyndun, sem getur leitt til blindu. Hægt er að draga úr blindu af völdum sykursýki með góðri syk- ursýkismeðferð, og reglubundnu eft- irliti og leysi-aðgerðum á augum. Á íslandi hefur t.d. náðst mjög góður árangur með slíkum aðferðum og er blindutíðni í sykursýki á íslandi margfalt lægri en í nágrannalönd- um. Ljóst er að með bættu skipulagi augnlæknisþjónustu má draga veru- lega úr hættu á blindu vegna sykur- sýki. Lokaorð Það er óhugnanlegt, að yfir 30 milljónir manna eru blindir vegna skorts á réttri læknismeðferð og lyfj- um. Um leið er það gleðiefni, að hægt sé að koma í veg fyrir bróður- partinn af allri blindu í heiminum, einfaldlega með því að beita tiltækri þekkingu, aðferðum og lyfjum. Þótt margir hafi unnið gott starf á þess- um vígstöðvum, hefur aldrei fyrr verið ráðist gegn blindu í heiminum af þeim stórhug og einurð, sem Li- onshreyfingin gerir nú. Það er hægt að draga stórlega úr blindu í heimin- um og íslendingar fá tækifæri til að leggja hönd á plóginn með því að taka vel á móti merkjasölufólki Lionsmanna í Sjónverndarátakinu 3.-5. desember. Höfundur er yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala og prófessor í augnlæknisfræði við Háskóla Islands. Björgvin Sighvatsson „Helstu tekjuöflunar- hugmyndir Alþýðu- bandalagsins, hátekju- skattur og skattlagning fjármagnstekna og peningaeigna, geta aldrei staðið undir þeim auknu ríkisútgjöldum sem alþýðubandalags- menn leggja til. Ríkis- útgjöldum, sem að mestu leyti er varið til annarra þarfa en að örva útflutningsstarf- semi.“ verður ekki séð að Alþýðubandalagið sé reiðubúið að færa neinar fórnir til þess að gera útflutningsleiðina mögulega. í raun er framkvæmd útflutningsleiðarinnar eins og hún birtist í tillögugerð Alþýðubanda- lagsins ávísun á þensluleiðina, sem þeir hafa þegar hafnað. En hún felur í sér aukna erlenda skuldasöfnun og viðyarandi halla á rekstri ríkissjóðs. Útflutningsleiðin, eins og hún er sett fram í tillögugerð Alþýðubanda- lagsins, er því dæmd til að mistakast. Höfundur er hagfræðingur. N N N N N veiðimannsins Láttu fagmanninn leiðbeina þér um valið Opiö kl. 9 - 18. Föstud. til kl. 19. Laugard. kl. 10 - 16 Nýtt! ffiMoríúÍ okÁar e/aóMiría a/Ira oeiðáaa/a/a ■ HAFNARSTRÁÍTI 5 • REYK.JAVÍ K SÍMAR 91-16760 & 91-14800 Útflutmngsleiðiii ( ( ( ( ( i< < j< ( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.