Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 41 SJONARHORN Rifrildi í hjónabandi getur veikt ónæmiskerfið ÞVÍ hefur stundum verið hald- ið fram að smárifrildi í hjóna- bandi eða sambúð hreinsi and- rúmsloftið, eyði misskilningi, jafni misklíð og bæti sambúð. Þeim sem hafa tileinkað sér þennan lífsstíl skal bent á að hann er sagður geta haft aðr- ar verkanir - talsvert nei- kvæðar. Hjón og sambýlisfólk getur vissulega farið í fínu taugarnar hvort á öðru. Nú hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós að rifrildi veikir tímabundið ónæmiskerfi beggja aðila í hjónabandinu, en það getur leitt til meiri næmni fyrir líkamlegum sjúkdómum. En það er talið að fólk verði við- kvæmara fyrir mörgum sjúk- dómum eins og t.d. krabbameini þegar veila verður í ónæmiskerfi líkamans. Þessi mál hafa verið rannsök- uð af vísindamönnum við lækna- skóla Ohio State University í Columbus, Ohio. Rannsóknirnar leiddu í ljós, að hjá nýgiftum hjónum sem höfðu tileinkað sér hörð viðbrögð þegar þau ræddu vandamál í sambúðinni, reyndist vera mun meiri lækkun á svörun ónæmiskerfisins næstu 24 klukkustundimar en fram kom hjá öðrum nýgiftum sem nálguð- ust málin með sáttfúsara hugar- fari. Vísindamennirnir veittu því athygli að mun meiri lækkun var í mælingum á svörun ónæmis- kerfisins hjá eiginkonum en hjá eiginmönnum eftir óvinsamleg orðaskipti. Þeir geta sér þess til að e.t.v. séu konur mun næmari á að greina fjandsamlegt huga- rástand hjá makanum en karlar. Nú er fyrirhugað að fylgja mál- um eftir til að sjá hvort lækkun ónæmisviðbragða hjá körlum verður meiri en hjá eiginkonum þeirra síðar í hjónabandinu. í rannsókninni tóku þátt 90 hjón, þau höfðu verið gift í 10 mánuði að meðaltali og voru á aldrinum 27-37 ára. Þessi hjón skilgreindu hjónaband sitt sem hamingjusamt. Enginn þeirra reykti eða drakk alkóhól í óhófi né var haldinn alvarlegum sjúk- dómi eða sýndi merki andlegs ójafnvægis. Hver hjón dvöldu 24 stundir, eða sólarhring, á rann- sóknastofnuninni og eftir að hafa skilgreint tvö eða þijú mál sem ollu ágreiningi, eins og hvernig eigi að meðhöndla peninga eða umgangast tengdafólkið, eyddu hjónin 30 mínútum í að ræða lausnir á málunum. Vísinda- mennirnir tóku síðan samræð- urnar upp á myndband og greindu hvern maka eftir já- kvæðum eða neikvæðum við- brögðum. Þátttakendur gáfu ónæmis- fræðingum blóðsýni til greining- ar fyrir hinar ýmsu ónæmismæl- ingar áður en samtölin fóru fram og við lok dvalarinnar á stofnun- inni. Niðurstöður blóðrannsókn- anna leiddu í ljós að hjá þeim hjónum sem áttu neikvæðustu samræðumar, þar sem fram kom meinhæðni og gagnrýni eða grip- ið var fram í, var hröðust fækk- un í tveim gerðum af hvítu blóð- kornunum. Talsmaður vísindahópsins tel- ur að þessar breytingar geti ver- ið jafnvel meiri utan rannsóknar- stofunnar þar sem misklíð er tjáð á fijálsari hátt. M. Þorv. Lvkill að Hótel Örk í boði eru 0 mismunandi lyklar SÆLU 1 nótt (2 ílagar) alla daga vikunnar kr. 11.000,-fyrirtvo. SPARI % 2 nætur (3 dagar) í miðri viku kr. 17.800,- fyrir tvo. 2 nætiir (3 dagar) fóstud. til sunnud. kr. 21.800,- fyrir tvo. 4 nætur (5 dagar) ÍMliðrivlku kr. 29.800,- fyrir tvo. lnnifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk aðgangs að ölium þægindum hótelsins svo sem jarðgufiibaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, mu holu golívelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa, hcstalciga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira. Gjafalyklamir eru til sölu í Jólagjafahúsi okkar í Borgarkringlunni eða í síma 98-34700 og þú færð iykilinn scndan heim. Sendum í póstkröfú. Visa - Euro raðgreiðslur Gjafalyklartiir gilda allt árið 1994 >? HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI - SÍMI 98-34700 AX 198-347*7-5 Út er komin skáldsagan Draumar Einsteins eftir Alan Lightman í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Sagan segir frá Albert Einstein og draumum hans þegar hann vann á einkaleyfaskrifstofu í Sviss í upp- hafi aldarinnar og lét sig dreyma um tímann og tilveruna. í kynningu útgefanda segir: „Draumar Einsteins er fyrsta skáld- saga Alans Lightmans, Bandaríkja- manns sem fæddur er í Memphis í Tennessee árið 1948. Lightman kenndi stjörnufræði og eðlisfræði við Harvardháskóla frá 1976-1988 en er nú prófessor við MIT-háskól- ann í Massachusetts þar sem hann kennir eðlisfræði og ritlist — svo ólíkar sem þær greinar nú eru! Með það að markmiði að brúa % bilið milli vísinda og lista, sem mörgum þykja algjörar andstæður, skrifaði Lightman bókina Draumar Einsteins. Óhætt er að segja að honum hafi tekist ætlunarverk sitt því bókin varð metsölubók nánast um leið og hún kom út í Bandaríkj- unum fyrr á þessu ári og hefur á undanförnum vikum lagt Evrópu að fótum sér. Hvarvetna hefur höf- undurinn fengið lof fýrir þetta sér- staka verk.“ Útgefandi' er Vaka-Helgafell. Bókin er 184 blaðsíður að lengd. Hún er unnin í Prentsmiðju Arna Valdemarssonar og kostar 2.480 krónur. UFE Mmmi SÉRBLANDAÐ FYRIR ÍSLENDINGA 5 Continents kaffið er sérblandað og kemur á borð vandlátra íslendinga í umbúðum sem tryggja að einstök bragðgæði blöndunnar haldist óskert alla leið í bollann. 5 Continents 100% ARABICA KAFFI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.