Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C 275. tbl. 81.árg. Downingstræti 10 Kötturinn Humphrey át yfir sig Lundúnum. The Daily Telegraph. HEIMILISKÖTTURINN í Downingstræti 10, aðsetri breska forsætisráðherrans, hefur þegið svo mikið góð- gæti frá John Major og starfsliði hans, að hann þolir ekki meira og er kominn í megrun. Humphrey, en svo heitir kötturinn, er sex ára gamall svartur og hvítur villiköttur sem gerði sig heimakominn í Downing- stræti 10 fyrir fjórum árum. Humphrey er nefndur eftir ráðuneytisstjóranum lævísa úr sjónvarpsþáttunum „Já ráð- herra“ og þykir bera nafn með rentu. Hefur hann komist til æðstu metorða í Downingstræti þar sem hann gengur út og inn eins og hann lystir. Humphrey er skráður „starfsmaður" for- sætisráðuneytisins, er heilsu- og slysatryggður og tryggður fyrir því tjóni sem hann kann að valda þriðja aðila. Hinu og þessu góðgæti hefur verið gaukað að starfsmannin- um ferfætta, sem hefur þegið hvern bita með þökkum. Fyrir nokkrum vikum var hins vegar svo komið að hann hætti að éta og eftir vandlega skoðun upp- lýsti dýralæknir að nýru kattar- ins hefðu bilað af ofáti. Humph- rey nærist nú ekki á öðru en vatni og kattamat og hefur starfsfólki verið harðbannað að lauma til hans bita. Er Humph- rey nú við ágæta heilsu. Volvo og Renault Stór hlut- hafíámóti samruna Stokkhólmi. Reuter. STÓR sænskur fjárfestingarsjóð- ur kvaðst í gær ekki ætla að styðja ráðgerðan samruna Volvo og franska bílafyrirtækisins Renault. Þetta er áfall fyrir stjórn Volvo, stærsta iðnfyrir- tækis Svíþjóðar, sem á í miklum erfiðleikum með að sannfæra hluthafana um ágæti samrunans. Fjárfestingarsjóður sænska bankans S-E-Banken, þriðji stærsti hluthafínn í Volvo, með 5,7% at- kvæðanna, lagði til að ákvörðun um samrunann yrði frestað til ársfund- ar fyrirtækisins á næsta ári. Sjóður- inn gagnrýndi Pehr Gyllenhammar, stjómarformann Volvo. „Upplýs- ingamar sem hingað til hafa verið lagðar fram í þessu máli, að öllum líkindum því stærsta í sögu Volvo, hafa vakið miklar efasemdir," sagði í yfirlýsingu frá sjóðnum. „Þetta hefur leitt til neikvæðrar umræðu sem hefur skaðað tengsl Volvo-for- ystunnar og hluthafanna." Sjá „SAS-goðið ...“ á bls. 29. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Bresk hlutabréf á metverði MIKILL handagangur var í öskjunni í kauphöllinni í Lundúnum í gær þegar bresk hlutabréf hækkuðu í verði í kjölfar fjárlagaræðu Kenneths Clarkes fjármálaráðherra í fyrradag. Hlutabréfin seldust á hærra verði en nokkru sinni fyrr. Sjá „Markaðir fagna...“ á bls. 28 og forystugrein á miðopnu. Helmut Kohl eftir fund með Francois Mitterrand Austur-Evrópuríki gangi ekki í NATO Bonn, Rómaborg. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðveijar og Frakkar væru sammála um að engir möguleikar væru á að bjóða fyrrverandi kommúnistaríkjum í Mið- og Austur-Evrópu aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) í fyrirsjáanlegri framtíð. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) samþykktu í gær drög að ályktun þar sem léð er máls á að Rússar annist friðargæslu í fyrrverandi sovétlýð- veldum, en þó að uppfylltum ströngum skilyrðum. Fulltrúar RÖSE-ríkja sögðu að utanríkisráðherrarnir væru hér aðeins að sætta sig við hið óhjá- kvæmilega. „Við viljum reyna að ná tökum á því sem Rússar eru líklegir til að gera hvort sem er,“ sagði Douglas Hogg, aðstoðarut- anríkisráðherra Bretlands. Andlát Dubceks rannsak- að á ný? Prag. The Daily Telegraph. STJORNARANDSTAÐAN í Tékklandi og Slóvakíu hefur far- ið fram á nýja rannsókn á dauða Alexanders Dubceks, leiðtoga „Vorsins í Prag“ sem leiddi til innrásar sovéska hersins í Tékkó- slóvakíu árið 1968. Dubcek lést 7. nóvember 1992 og hafði þá legið meðvitundarlaus í tvo mán- uði eftir bílslys. I opinberri rann- sókn á slysinu var bílsljóri hans, fyrrum félagi í öryggislögregl- unni, sakaður um að hafa ekið of hratt og sat hann í fangelsi í ár fyrir ógætilegan akstur. Tveir fjölmiðlar fullyrða nú að komið hafi fram gögn er sanni að ekki hafi verið um slys að ræða. Dubcek var Slóvaki og forseti tékkneska þings- ins 1990-1992. Hann var harður andstæðingur þess að Tékkóslóvakía yrði leyst upp í tvö ríki. Bílslysið varð sama dag og þing Dubcek Slóvaka staðfesti stjórnarskrá sína. Fjöldi fólks taldi slysið grunsamlegt, meðal annars var talið að Dubcek hefði ætlað að leysa frá skjóðunni um þátt nokk- urra einstaklinga í hernámi Sovét- hersins í kjölfar „Vorsins í Prag“. Er Dubcek lést voru vinsældir hans nærri því jafnmiklar og forsæt- isráðherrans, Vladimirs Meciars, sem var hlynntur aðskilnaði Tékk- lands og Slóvakíu. Meciar var ákærður fyrir að hafa látið öryggis- lögregluna njósna um Dubcek á ár- unum 1988-1990 en var ekki dæmd- ur sekur. Annar þeirra sem báru að Meciar hefði leyft að ýmis skjöl ör- yggislögreglunnar yrðu fjarlægð var bílstjóri Dubceks. Hinn, sem einnig var í öryggislögreglunni, hefur leitað hælis í Sviss, þar sem hann óttast um líf sitt. „Við höfum mikinn skilning á þörfum nágrannaríkja Þýskalands í öryggismálum, en við sjáum enga möguleika á því að þau geti geng- ið í NATO,“ sagði Helmut Kohl eftir tveggja daga fund með Francois Mitterrand, forseta Frakklands. Ráðherrar NATO-ríkjanna ræða í dag hugmyndir um nánari hernaðartengsl við kommúnista- ríkin fyrrverandi en vegna þrýst- ings frá Rússum ljá þeir ekki máls á því að ríkin fái aðild að bandalaginu í bráð. NATO-þjóð- imar hafa komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé tímabært að bjóða ríkjum eins og Póllandi, Ungveija- landi og Tékklandi aðild, meðal annars vegna andstöðu Rússa, sem eru andvígir því að bandalag- ið stækki í austur. Skilyrði fyrir friðargæslu Rússar sóttu það fast að RÖSE styddi hugsanlega friðargæslu rússneska hersins á átakasvæðum í fyrrverandi sovétlýðveldum, frá Moldovu í vestri til Tadzhíkístans í austri. Nágrannaríki þeirra, eink- um Eystrasaltslöndin, gagnrýndu hins vegar tillöguna, sögðu hana leiða til „nýs Jalta-samnings“ sem tryggði Rússum „yfírráð“ yfir eystri hluta álfunnar. Utanríkisráðherrar RÖSE sam- þykktu í gær drög að ályktun þar sem léð er máls á friðargæslu af hálfu Samveldis sjálfstæðra ríkja en að uppfylltum ströngum skil- yrðum. Meðal annars er sett sem skilyrði að fullveldi hlutaðeigandi ríkja verði virt og að allar fylking- arnar í átökunum fallist á friðar- gæsluna. Friðargæslusveitirnar verði að vera hlutlausar og fjöl- þjóðlegar og þurfi að framfylgja alþjóðlegri friðaráætlun. Þá verði að liggja fyrir skýr áætlun um heimkvaðningu hermannanna. Reuter ’■ Konunghollir Rúmenar 10-15.000 Rúmenar komu saman í brunagaddi og fannfergi á Bylt- ingartorginu í Búkarest í gær og kröfðust þess að Mikjáll, fyrrver- andi Rúmeníukonungur, fengi að snúa aftur til landsins og taka við völdum. Fólkið hélt á myndum af Mikjáli og dagatöl með myndum af konungsfjölskyldunni runnu út eins og heitar lummur. Konungur- inn fyrrverandi hefur verið í útlegð í Sviss í 46 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.