Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Undirfatasýning verður í Naust-
kjallaranum í kvöld.
7 M VICTORIA’S Secret undir-
fatasýning verður í Naustkjallar-
anum í kvöld, fímmtudaginn 2. des-
ember, kl. 22.00. Sýndur verður
undirfatnaður, sloppar, samfellur,
náttföt og náttkjólar. Módelin klæð-
ast Filodoro-sokkabuxum. Sýndir
verða skartgripir frá Rauða vagn-
inum í Borgarkringlunni og kynnt
verður ilmvatnið Escada. Módelin
verða greidd af hárgreiðslustofunni
Carmení Hafnarfírði. Salurinn
verður skreyttur frá Art blómum
og postulíni. Módelsamtökin sýna.
Allir velkomnir.
......4-»-»-------
Út er komin bókin Á heljarbrún
eftir spennusagnahöfundinn Dunc-
an Kyle. „Þekktur lögfræðingur,
John Close, fær í hendur flókna
morðgátu, sem hann verður að
leysa.
Á heljarbrún er 215 bls. Þýð-
andi er Gissur Ó. Erlingsson.
Prentvinnsla og bókband er unn-
ið í prentsmiðjunni Odda hf.
Káputeikningju gerði Kristján
Jóhannsson. Utgefandi er Hörpu-
útgáfan. Bókin kostar 1.990 krón-
ur.
VATNSVIRKINN HF.
Ármúla 21, simar 68 64 55 - 68 59 66
Kjötbollur
af bestu gerð
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það er lengi hægt að bæta í
safnið, reyna nýjar uppskriftir,
víðast hvar er því áreiðanlega
vel tekið þegar breytt er til. Ein-
staka maður vill þó hafa allt í
föstum skorðum, kann best við
það venjulega og er ekkert fyrir
nýjungar. Þar hefur hver sinn
háttinn á.
Kjötbollur með agúrkusósu
2 formbrauðsneiðar
3 msk. vatn eða soð (vatn +
súputen.)
400 g hakkað (nauta)kjöt
salt og pipar
1 stór laukur
1 egg
graslaukur
smjör eða olía til að steikja úr
Agúrkusósa
5 dl hrein jógurt (sýrður ijómi
eða annað)
'h agúrka
1 hvítlauksrif
salt ef með þarf
Skorpan skorin af brauðinu,
það tekið í sundur og lagt í vatn,
soð eða jafnvel mjólk í smá-
stund. Vökvinn látinn halda sér
í brauðinu, það látið saman við
hakkaða kjötið, salti, pipar,
brytjuðum lauk, eggi og gras-
lauk hrært saman við. Farsið á
að vera fast og er látið standa
í ca. 15 mín. áður en gerðar eru
úr því litlar bollur, sem brúnaðar
eru á pönnu. Ef með þarf er
hægt að sjóða þær í nokkrar
mín. í soði (vatn + súputen.) sem
verður svo sósan. Soðnar kartöfl-
ur og salat með.
Agúrkusósan
Agúrkan rifin gróft á rifjárni,
sett út í jógurtina og hvítlauks-
rif marið út í, saltað. Ætlað fyr-
ir 4.
Danskar kjötbollur
500 g hakkað kjöt
2 tsk. salt
pipar
1 msk. kartöflumjöl
1 smátt brytjaður laukur
börkur og safi af einni sítrónu
1 egg
1 tsk. þurrkað basillauf
1 dl vatn
1 msk. smjör
1 msk. sojasósa
2 tsk. tómatþykkni
steinselja
Kjötbollur með agúrkusósu.
Saman við hakkaða kjötið er
sett salt, pipar, kartöflumjöl,
laukur, sítrónusafi og börkur,
egg, basil og brytjuð steinselja.
Farsið hrært og þynnt með vatn-
inu, látið bíða á köldum stað í
15 mín. áður en bollurnar eru
brúnaðar. Bollurnar soðnar í litlu
vatni, kínversk soja og tómat-
þykkni sett út í, bragðbætt að
smekk. Soðnar kartöflur og
grænmetissalat borið með. Ætl-
að fyrir 4.
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 12. júní sl. í
Aþenu, Antonios Karaolanis og
Helga Ólöf Eiríksdóttir. Heimili
þeirra er í Reykjavík.
ARNAÐ HEILLA
Ljósm.st. MYND
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 25. september sl.
í Árbæjarsafnskirkju af sr. Jóni
Dalbú Hróbjartssyni, Þórunn Magn-
úsdóttir og Sigurður Rúnar Karls-
són. Heimili þeirra er að Blöndu-
bakka 7, Reykjavík.
Ljósm.st. MYND
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 25. september sl.
í Hjallakirkju af sr. Kristjáni Einari
Þorvarðarsyni, Bergey Hafþórs-
dóttir og Daði Gils Þorsteinsson.
Heimili þeirra er að Trönuhjalla,
Kópavogi.
Ljósmyndarinn Þór Gíslason
HJÓNABAND. Gefin voru saman
hinn 23. október sl. í Seljakirkju
af sr. Valgeiri Ástráðssyni, Fanney
Reynisdóttir og Sigfús Þór Guð-
bjartsson. Heimili þeirra er í
Skógarási 4, Reykjavík.
Ljjósm. Norðurmynd - Ásgrímur
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 15. júlí sl. í Seyð-
isfjarðarkirkju af sr. Kristjáni Ró-
bertssyni, Soffía Reynisdóttir og
Magnús Þór Ingvarsson. Heimili
þeirra er að Núpasíðu 4b, Akureyri.
Ljósm. Sigr. Bachmann
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 21. ágúst sl. í
Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guð-
mundssyni, Svandís Grétarsdóttir
og Sigmar Knútsson. Heimili þeirra
er að Seljabraut 64, Reykjavík.
Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 4. september sl.
í Einarsstaðakirkju af sr. Þóri Jökli
Þorsteinssyni, Friðrika Björk 111-
ugadóttir og Baldvin Áslaugsson.
Heimili þeirra er að Rimasíðu 23b,
Akureyri.
Ljósmynd Amaldur
HJÓNABAND. Gefin voru saman
hinn 14. ágúst sl. í Hallgrímskirkju
af sr. Karli Sigurbjörnssyni, Diljá
Einarsdóttir og Ragnar Stefánsson.
Heimili þeirra er í Víðihvammi 12.
ilÖL'A'H HPÍ’Mlfi
KRAB6AMEINSF
VEITTU STUÐNIN
ELAGSINS 1993
G-VERTU MEÐ!
f þetta sinn voru miðar sendir konum, á áldrinum R3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim
sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á göðan málstað og verðmæta vinninga.
Greiða má í banka, sparisjóði eða pðbtafgraiðslu til hádegis á aðfangadag jóla.
Vakin er athygli á því að hægt er að borgá'með greiðslukorti (Visa, Eurocard).
Hringið þá í súÁaj(&1) 621414.
Hver keyptur miði eflir sókn og vörn gegn krabbameini!
j *
Fulltrúar fjögurra ráð-
herra vinna
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt að fela fjármála-, félags-
mála-, viðskipta- og sjávarút-
vegsráðherra að tilnefna hverj-
um um sig einn fulltrúa til að
vinna með starfsmönnum
Byggðastofnunar að greinar-
gerð um atvinnuástand á Vest-
fjörðum.
Á ríkisstjórnarfundinum var
rætt um erindi Byggðastofnunar
frá því á föstudag vegna ástands-
ins á Vestfjörðum, þar sem meðal
að athugun
annars var farið fram á 300 millj-
óna króna fjárveitingu til aðstoðar
sjávarútvegsfyrirtækjum á svæð-
inu, en þar kemur fram að unnið
sé að greinargerð um atvinnu-
ástand á Vestfjörðum. í bréfi for-
sætisráðherra til Byggðastofnunar
vegna erindisins kemur ennfremur
fram að rætt hafi verið við banka-
stjóra stærstu viðskiptabanka
svæðisins og muni sérfræðingar
þeirra veita upplýsingar eftir því
sem þörf krefji.