Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
ATHAFNAKONUR Á ÍSLANDI
Vinnsla
i fullum
gangi.
eftir Guðmund Guðjónsson
Ljósmyndir Arni Sæberg
ÞAÐ ER grár og heldur ömurlegur dagur norður á
Hvammstanga. Við höfum mælt okkur mót við Hörpu
Vilbertsdóttur og lagt flughála Holtavörðuheiðina að
fótum okkar til að ná fundum hennar. Hver er þessi
Harpa? Jú, þvi má svara á ýmsa vegu. Það sem upp
úr stendur er þó að hún er einhver ólíklegasta „týpa“
sem hægt er að gera sér í hugarlund sem framkvæmda-
stjóra hjá fyrirtæki í vinnslu sjávarfangs. Hún er 26
ára gömul, tveggja barna móðir og liggur ekkert á
skoðun sinni á því að starf hennar henti betur karl-
manni, því hún fari í vinnuna með samviskubit vegna
bamanna á degi hveijum. Enda er vinnudagurinn lang-
ur og sjaldan frí. Fyrirtækið heitir Igull hf. og Harpa
segir að hún og eiginmaður hennar hafí verið nauð-
beygð til að stofna fyrirtækið, þau gerðu út rækjubát
um árabil en kvótaskerðing hafi stillt þeim upp við
vegg. Það hafi verið að duga eða drepast og þau hafi
kosið það fyrrnefnda. Samt sem áður, Harpa segir að
starfsemin hafi stöðugt hlaðið utan á sig, þetta sé fyr-
ir löngu orðið miklu umfangsmeira en nokkru sinni
stóð til og vaxtarmöguleikarnir augljósir og miklir.
Við kynnumst nú Hörpu dálítið og jafnframt starfsemi
þeirri sem hún stendur fyrir norður við ballarhaf.
k
]a, eins og nafnið á fyrirtæk-
inu gefur til kynna eru unn-
in hjá okkur ígulkerahrogn.
Miðin eru hérna rétt fyrir
utan. Einnig höfum við unn-
ið hörpuskel og það nýjasta
hjá okkur er að selja sels-
hreifa á Japansmarkað og
fullnýting á skeljum ígulkeranna
og hörpudiskanna. Hingað til höf-
um við malað skeljarnar og dreift
þeim á miðunum í áburðarskyni. Á
næstunni munum við hins vegar
pakka mylsnunni og selja hana sem
blómaáburð. Það er litlu hent hjá
okkur og áhersla lögð á að full-
nýta allt hráefni. ígulkerahrognin
seljum við til Japans, en hörpuskel-
fiskurinn fer allur á innanlands-
rnarkað," segir Harpa. Hún minnt-
ist eitthvað á selshreifa til Japans?
Kynaukandi hreifar
„Sala á selshreifunum er í burð-
arliðnum. Það mál stendur þannig
núna, að fulltrúi japansks dreifing-
arfyrirtækis sem ég hitti í New
York fyrr á árinu fékk nokkur
sýnishom. Það lítur ágætlega út
með framhaldið, en ekki er hægt
að spá í sölutölur enn þá. Við eig-
um talsverðar birgðir í frosti þegar
kallið kemur.“
- En hvað gera Japanir við
þessa vöru?
„Það er haft fyrir satt að það
auki kynorku og getu manna sem
hafa tekið þetta inn. Hreifamir eru
þurrkaðir og malaðir í duft, duftinu
er síðan stráð í drykki, t.d. te og
svoleiðis. Svo er þetta drukkið og
menn verða færir í flestan sjó!“
- Hefurðu einhveija trú á
þessu?
„Það hef ég enga hugmynd um,
í bili dugar mér að þeir trúi þessu.“
- Eru ekki einhverjar sams kon-
ar hugmyndir uppi um ígulkera-
hrognin?
„Nei, ekki er það nú. Japanir
borða þau hrá og þau þykja lúxus-
matur. Hins vegar er það útbreidd
trú hér á landi að ígulkerahrognin
hafí sams konar eiginleika. Ein-
hvem tímann hefur einhver glopr-
að þeirri vitleysu út úr sér og það
fer síðan eins og eldur í sinu. Það
er ekki til að draga úr því, að
þriggja manna áhöfn á ígulkera-
báti á Sauðárkróki lenti í miklum
bamamálum að hæfilega mörgum
mánuðum liðnum eftir að þeir fóra
á ígulker. Þeir vildu auðvitað
smakka. Sá fyrsti sem fór á ígul-
ker hér á landi fékk meira að segja
tvíbura! Þetta er alveg dagsatt, en
hvort ígulkerahroguin komu þar
eitthvað við sögu er svo annað
mál.“
- Þú hefur ekki áhyggjur af því
að umhverfísvemdarsinnar fari á
stúfana ef fyrirtækið fer að standa
fyrir því að selir verði veiddir í
stórum stíl?
„Ætli það. Það er mikið af sel
hér við land og þ^ ég viti ekki
hvað við getum selt mikið af þess-
ari vöra geri ég ekki ráð fyrir því
að við stofnum selastofnum í voða.
Hreifamir sem við fáum nú era
að mestu frá bændum við Breiða-
fjörð, en einnig norðan af Strönd-
um. Þessir selir era skotnir," segir
Harpa. Og hún brosir þegar við
spyijum hana hvort hinum jap-
anska forstjóra hafi ekki verið
bragðið er hann var kynntur fyrir
hinum íslenska kollega sínum og
komist að raun um að „hann“
væri „hún“. Konur era ekki beinlín-
is uppivaðandi meðal hinna hæst
settu í fyrirtækjarekstri í Japan.
„Jú, það er ekki spurning, hann
var alveg steinhissa. Mér skildist,
að í Japan mætti ég vera eitthvað
ámóta og lögmaður eða kennari
og þá bara ef ég væri bamlaus.
En gift kona með börn ætti að
vera heima! Samt gekk þetta með
ágætum og ég veit að ég fæ góðar
viðtökur er ég sæki hann og félaga
hans heim seinna í vetur.“
Litil yfirbygging
Við erum varla komnir inn fyrir
dyr hjá ígul hf., höfum tyllt okkur
á kolla í kaffistofu fremst í hús-
næðinu. Harpa vísar okkur til
vinnslusalarins með viðkomu á
skrifstofunni sem þjónar einnig
sem birgðastöð og kústaskápur.
„Eins og þið hafið kannski tekið
eftir þá er ekki mikil yfirbygging
hérna, ég á engan jeppa og engan
farsíma. Við neyddumst þó til að
fá okkur faxtæki,“ segir Harpa.
Og hún bætir fleira við, skrifborð-
ið á skrifstofunni, sem tveir geta
vart snúið sér við inni í, var sníkt
af sjúkrahúsinu. Stólarnir á kaffi-
stofunni era frá „mömmu og
tengdó“. Fleira er af sama upprana
og öll borðin í salnum vora smíðuð
af verkstjóra Hörpu, Guðmundi
Erlendssyni, „af einstakri snilld,“
bætir Harpa við. Guðmundur, sem
annars er kælitæknifræðingur,
teiknaði auk þess vinnslusalinn.
Harpa lætur í veðri vaka að starf-
semin gangi vel og vaxtarbroddar
teygi sig í allar áttir. Er þá ekki
stutt í jeppann og farsímann? Stutt
í nýjar innréttingar?
„Nei, það er langt í svoleiðis
dót. Raunar er slíkt ekki á stefnu-
skránni. Það væri miklu nær að
umbuna starfsfólkinu, enda á það
stærstan þátt í því að hér er vel-
gengni. Auk þess hefur fyrirtækið
aðgang að bíl,“ segir Harpa og
bendir út um gluggann, út í grám-
ann, á „ívan grimma", sjúskaða
Lödu á óræðum gamalsaldri. „Við
Talsvert er um að konur séu
að þreifa sig áfram með
lítil fyrirtæki. Fikri sig
áfram án þess að leita eftir
lánafyrirgreiðslu þar eð þær
kæra sig ekki um að veðsetja
eigur sínar upp á von og óvon.
Félagsmálaráðuneytið hefur
styrkt nokkrar af þessum kon-
um, en þær hafa tekið sér
margvíslegt fyrir hendur. Á
síðum þessum eru viðtöl við
nokkrar þeirra og ber hæst
Harpa Vilbertsdóttir sjávar-
fangskona á Hvammstanga.
Einnig er rætt við konur sem
framleiða krem og snyrtivörur
hvers konar úr islenskum jurt-
um, konur sem sauma vandað-
ar bamaflíkur úr lambaskinni
og konur sem framleiða minja-
gripi. Þessi upptalning gefur
nokkurn þverskurð, en skoð-
um nokkur dæmi til viðbótar.
Á Baldursgötunni í Reykjavík
er fatahönnuður að nafni Mar-
ía Manda ívarsdóttir. Hún
framleiðir kvenfatnað 1 yfír-
stærðum. Einnig í Reykjavík,
á Laugaveginum, er fyrirtæk-
ið „Spor í rétta átt“, en fyrir
því fer Hanna Laufey Elísdótt-
ir. Sporið framleiðir íþrótta-
fatnað.
. í Ytri-Njarðvík, nánar til-
tekið á Holtsgötunni, fer Aðal-
heiður Héðinsdóttir fyrir fyrir-
tækinu „Kaffi tár“. Aðalheið-
ur og félagar flytja inn, brenna
og mala kaffí.
í Stykkishólmi er Sigríður
Pétursdóttur sem framleiðir
vörur úr leir og á ísafirði rek-
ur Guðrún Guðmundsdóttir
pappírsgerð.
Á Skagaströnd er Sauma-
smiðjan Test, en fyrir henni
fer Ingunn Björnsdóttir. Fyrir-
tækið framleiðir fatnað fyrir
heilbrigðisstéttir.
Á Grenivík er Leðuriðjan
Tara, sem Katrín D. Þorsteins-
dóttir rekur, og Draumableian
er á Dalvík, en þar framleiðir
Hugrún Marinósdóttir marg-
nota bleiur. Hulda Ragnheiður
Árnadóttir á Húsavík fram-
leiðir fatnað fyrir fatlaða og
sportveiðimenn, m.a. sérhann-
að og sniðið vesti.
Á bænum Miðhúsum á Hér-
aði rekur Edda Kr. Björnsdótt-
ir Listasmiðjuna Eik þar sem
hún framleiðir minjagripi og
nytjahluti úr beini, homi og
klaufum úr íslensku búfé.
Loks getum við nefnt Stefaníu
G. Gísladóttur á Seldal í Norð-
fjarðarhreppi, sem framleiðir
„birkisalt“ úr birkilaufi og
sjávarsalti.
notum ívan grimma í uppskipun
úr bátunum. Hann ekur þá aflan-
um í hús með þessari kerru þama,“
bætir hún við og bendir á aflóga
aftaníkerra sem líkist fremur hræi
á hlaði eyðibýlis en uppskipunar-
tæki hjá blómlegu sjávarfangsfyr-
irtæki. Allt er þetta eitthvað svo
óraunverulegt og viðhorfin til
íburðar og áherslupunkta önnur
en algengt getur talist. Eðlilegasta
framhaldið á þessu spjalli hlýtur
að vera spurningin hvort Harpa
sé vel liðið yfírvald?
„Þú verður að spyrja fólkið að
því,“ svarar hún. Nokkrir í salnum
hafa heyrt spurninguna og glotta.
Það er mikill erill í salnum og
mannskapurinn er að vinna ígulker
er Morgunblaðsmenn ber að garði.
Sumir eru í „brotinu“, aðrir „skafa
innanúr" og Harpa segir að annað
starfið, brotið, sé alfarið karl-
mannsverk, sköfunin kvenmanns-
verk. Hún getur ekki útskýrt hvers
vegna, þetta sé bara svona.
I kjölfarið á þessum vangavelt-
um opinberar Harpa þær skoðanir
sínar að þessi kynjaskipting í störf-
um nái langt út fyrir ígulkera-
vinnslu. „Það er ekki spurning um
það, sum störf henta körlum og
önnur störf henta konum. Ég fer
ekki dult með þá skoðun mína, að
mér leiðist þetta kjaftæði í mörgum
konum, að þær hafi ekki fengið
þessa vinnuna eða hina vegna þess
að þær væru konur. Það er meira
stólandi á karlmenn í ábyrgðar-
stöðum. Það er meðal annars af
því, að konan verður ávallt meira
fjarverandi, t.d. vegna veikinda
barnanna. Konan er alveg jafnhæf
og karlinn, en það verður aldrei
hægt að breyta þessu móðureðli’
sem býr í konum. Það veldur því
að fyrirtækið og vinnan eru ekki
sjálfgefið fremst á oddinum."
Samviskubitiö
Af orðum Hörpu má ætla að hún
sé kona í karlmannsverki. Hvað
segir hún um það?
„Jáj ég get alveg tekið undir
það. Ég á tvö börn, Ingu Rut sem
er 5 ára og Fannar Karl sem er 8
ára. Þau era í skóla og leikskóla.
Ég vinn frá því snemma á morgn-
ana til sjö á kvöldin og þarf síðan
oft að fara til vinnu síðla á kvöld-
in. Yfirleitt vinn ég líka á laugar-
dögum og í hvert sinn fer ég í vinn-
una með samviskubit vegna barn-
anna. Þetta er búið að vera að
vinda upp á sig í tvö ár og ég lít
svo á að þetta sé tímabundið starf.
Ég ætla að fylgja þessu þar til það
er komið á fullan skrið.“
- Og hvað ætlarðu þá að gera?
„Vera heima með börnum mín-
um.“
- En heldurðu ekki að það verði
erfitt að hætta við eitthvað sem
þú byggðir upp með blóði, svita
og tárum?
„Ég hef spáð í það. Jú, það verð-
ur erfitt og reyndar hugsa ég að
það verði ekki skemmtilegt að vera
eftirmaður minn, því það verður
sennilega enginn friður fyrir mér.
Ég er svo hrikalega afskiptasöm.“
- Það hvarflar að manni að starf
af þessu tagi bjóði ekki upp á mik-
ið fjölskyldulíf?
„Það eru orð að sönnu. Það sem
hefur bjargað mér er hvað ég er
vel gift. Maðurinn minn, Ómar
Valgeir Karlsson, stendur með mér
í þessu í gegnum þykkt og þunnt.
En ég reyni eins og ég get að vera
börnunum einhvers konar móðir.
Ég er til dæmis svo hallærisleg og
gamaldags, að ég les alltaf sögur
fyrir börnin áður en þau fara að
sofa. En þetta er erfitt, því vinnan
hefúr hlaðið svo gífurlega utan á
sig.“
- En hvað með Ómar, vill hann
ekki leysa þig af?
„Nei, eiginlega ekki. Við voram
saman með útgerð, rækjubát, áður
en þessi rekstur hófst og Ómar sér
áfram um útgerðina. En ég vil
ekki að þetta hljómi eins og ég sé
að kvarta og kveina. Þetta er líka
spennandi og skemmtilegt og svo
var og er bráðnauðsynlegt að bæta
atvinnulíf kvenna.“
Hetja?
Nú er það staðreynd að útgerð
dróst veralega saman á Hvamms-
tanga við fyrrgreindar kvótaskerð-
ingar. Atvinnuleysi jókst mikið í
bænum. í kjölfarið kom ígull hf.
og þar starfa nú 24 manns. Þrátt
fyrir þróun mála í útgerð er nú
lítið atvinnuleysi á Tanganum. Við
spyijum Hörpu hvort henni sé ekki
hampað sem þjóðhetju á Hvamms-
tanga, að minnsta kosti „bæjar-
hetju“. Henni fínnst spurningin