Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ MENIMIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Fremstir Led Zeppelin á mektarárunum.
FREMSTIR
ALLRA
ÞAÐ fást fá prík fyrir að segja að Led Zeppelin sé fremsta
rokksveit sögunnar; nokkuð sem allir vita sem á annað
borð vita eitthvað.
Led Zeppelin sendi frá sér
níu hljóðversskífur fram
að því að sveitin lagði upp
laupana síðla árs 1980. Þær
plötur seljast enn vel, nú á
diskum, þó hljómburður sé
hörmulegur. Það var ekki fyrr
en Page sjálfur greip í taum-
ana að ásættanlegur hljómur
náðist eins og sannaðist þegar
svonefndur Remasters-kassi
kom út með 54 lögum fyrir
þremur árum og seldist í yfir
milljón eintaka. Fyrir
skemmstu kom svo út annar
kassi með 31 lagi til viðbótar.
Þó rjóminn hafí verið á fyrri
kassanum, er margt á þeim
seinni eigulegt í bland við ann-
að sem Zeppelínistar hafa lík-
lega einir þráð. Með því besta
eru lög eins og Good Times,
Bad Times, The Lemon Song,
o.fl., en á milli furðuverk eins
og Tea For One og Booge
With Stu. Eitt fyrirtaks lag er
í kassanum óútgefíð, Baby
Come on Home, sem gerir
hann einn eigulegri, og öruggt
að sá grúi sem keypti fyrri
kassann séu tekinn að spara
fyrir hinum síðari.
Ör-ævi
Sverris
og
Bjarna
LANGT er um liðið síðan Sverrir Stormsker, skelmir-
inn mikli, hefur sent frá sér plötu. í vetur bárust af
því spurnir að hann væri að setja saman plötu og
þótti forvitnilegt að hann hefði lagt í púkk með Bjarna
Arasyni, sem ekki hefur gefið út plötu í heil sex ár.
eir félagar Sverrir og
Bjami sendu svo frá sér
fyrir skemmstu plötuna Ör-
ævi, þar sem Bjarni syngur
lög eftir Sverri, en sá síðar-
nefndi sér um ýmsan hljóð-
færaleik, raddir að mestu,
útsetningar, upptökur, upp-
tökustjóm, hljóðblöndun og
umslagshönnun.
Sverrir segir að Bjami
hafí verið að vinna sem
greiðabílstjóri „og ég var svo
ólánsamur að lenda hjá hon-
um,“ segir hann og Bjarni
hlær. „Hann sagðist vera
búinn að tala við ýmsa,“
heldur Sverrir áfram, „og
væri alltaf að bíða eftir lög-
um sem aldrei kæmu svo ég
setti saman fyrir hann þijú
eða Qögur lög. Hann var svo
ánægður að hann vildi fleiri
og fékk, þannig að þegar upp
var staðið var hann kominn
með lög á tvær plötur. Þegar
svo átti að fá einhvern til að
vinna að upptökum og út-
setningum og þvílíkum leið-
indum, þá fékkst hreinlega
enginn sem okkur leist vel
á, svo við ákváðum því bara
að velja besta kostinn mig.
Það má eiginlega segja að
þetta hafí bara verið slys,
stór slys,“ segir Sverrir og
hlær. „Nei, það er frekar að
Bjami, sem góður greiðabíl-
stjóri, sé að gera mér greiða
með því að syngja þessi lög,
sannkallaðan Bjarnagreiða."
Bjami segist hafa verið
búinn að leita til ýmissa laga-
smiða eftir lögum, en var
orðinn leiður að bíða því fáir
stóðu við gefín loforð. „Ég
gerði á sínum tíma þriggja
plötu samning við Skífuna,
en gerði aldrei nema eina
plötu af þeim samningi og
Morgunblaðið/Kristinn
Fóstbræður Sverrir Stormsker og Bjarni Ara.
síðan hafði Skífan aldrei tíma
eða áhuga á að standa við
sína hlið samningsins. Ég var
því orðinn langeygur að fá
að gera eitthvað og Sverrir
var eins og himnasending."
Lögin samdi Sverrir fyrir
Bjama og sneið að rödd hans,
en ætlunin var alltaf að reyna
að ná fram andblæ sjötta
áratugarins. Reyndar varð til
í þessari lotu önnur plata
samtímis, þar sem leitað er
enn lengra aftur, því þau lög
em með stríðsárablæ. Upp-
haflega stóð til að hafa
stríðsáralögin á plötunni, en
við nánari skoðun þóttu þau
of mikill stílbijótur og verða
gefín út sérstaklega á næsta
ári.
Helmingur textanna er á
íslensku og hinn á ensku.
„Það er svo að þeir sem skilja
ekki ensku geti líka haft
gaman af plötunni," segir
Sverrir og dæsir eins og hann
hafí heyrt þessa spurningu
einhvemtímann áður. Þeir
segjast ekki hafa miklar
áhyggjur af viðtökum, því
eins og Sverrir segir, þá
sannfærðist hann endanlega
um ágæti plötunnar þegar
þrír útgefendur voru búnir
að hafna henni samfellt í
þijú ár. „Við þetta er svo því
að bæta að platan fæst í öll-
um betri hljómplötuverslun-
um, eins og til að mynda
Japís," segir Sverrir að lok-
um.
Oútgefinn
Rúnar
Gunnarsson
RÚNAR Gunnarsson hefur
verið talinn með helstu
lagasmiður íslenskrar
poppsögu. Hann lést ungur
og og því vekur athygli að
á plötunni Kærleik eru tvö
áður óútgefin lög Rúnars.
Rúnar Gunnarsson lést fyr-
ir löngu á besta aldri en
þá hafði hann meðal annars
starfað í hljómsveitunum Dát-
um, Tilveru og Hljómsveit
Ólafs Gauks.
Rúnar var
afkastamik-
ill lagasmið-
ur og samdi
lög fyrir
hljómsveitir
þær sem
hann starf-
aði í aukin-
heldur sem
hann samdi
lög fyrir aðr-
ar hljóm-
sveitir, til að
mynda
Hljóma. Þor-
steinn Egg-
ertsson gerði
fyrir Rúnar
marga texta
og þegar
vinna hófst við Kærleik hafði
umsjónarmaður, Jón Ólafsson
hljómborðsleikari, spumir af
því að Þorsteinn lumaði á lög-
um eftir Rúnar.
„Þorstein Eggertsson gerði
texta við lög eftir Rúnar,“
segir Jón, „og hann gerði í
sömu lotu texta við fímm lög,
Peninga, sem Hljómar fluttu,
og Gluggann, sem Dátar
fluttu og þjú lög til viðbótar,
sem ekki voru tekin upp og
eftir og voru hvergi tii nema
í hausnum á Þorsteini, sem
þurfti vitanlega að kunna lög-
in til að geta gert textana.
Hann kom svo til mín og
kenndi mér lögin,“ segir Jón
og bætir við að hann hafí reynt
að útsetja lögin sem líkust því
sem þau hefðu hljómað á sín-
um tíma.
n zrrviDTÁMT vct
U/LvuK A UNLlb 1
EteiCMI
«**«* . 'vV,
Hvað er ípökkunum?
Margfaldur
skammtur
SÍÐUSTU misseri hafa verið tímar mikillar endur-
útgáfu, enda keppast fyrirtæki við að koma á geisla-
diska eldra efni sem áður var aðeins til á vínylplötum,
eða jafnvel hvergi. Þannig hefur margt ánægjulegt
litið dagsins ljós, ekki síður en sitthvað sem aldrei
hefði átt að gefa út. Framan af var öll tónlist seld á
fullu verði, sama þó verið væri að gefa út gamlar
metsöluplötur sem löngu voru búnar að borga sig eða
nýupptekna tónlist sem kostaði milljónir að koma á
disk. Með timanum hefur þó verðbilið breikkað og
nú eru endurútgefnar plötur ódýrari en nýjar og sum-
ar safnplötur á töluvert lægra verði.
j^Jesta safn íslenskrar frá Spori fjórir tvöfaldir
tónlistar er í fórum
Spors hf. sem tók við af
Steinum hf., þar á meðal
segulbandasöfn Fálkans,
íslenskra
tóna og
fleiri
merk-
isútgáfa.
Steinar
höfðu
hrint af
. . stað viða-
eftirAma mifciUi
Mdtthiasson endurút.
gáfu áður en fyrirtækið
komst í þrot og Spor tekur - lag
upp þráðinn af hálfu meira
kappi, með nokkrum til-
brigðum þó. Þannig hefur
fyrirtækið hafið útgáfu á
safndiskaröð, þar sem tveir
fást á verði eins, en með í
pakkanum er erlend tónlist
sömu gerðar til að ná að
gefa sem heillegasta mynd
af viðfanginu.
Fyrir skernmstu komu
, Diskóbylgjan,
safndiskar.
Bíólögin, Ástin er og Bítlar
og blómabörn. Allt eru það
tvöfaldir diskar, það er í
pakkanum eru tveir geisla-
diskar, sem seldir eru á
verði eins. Alls eru á hveij-
um disk frá fimmtíu mínút-
um upp í rúman klukkutíma
af tónlist.
Eins og áður segir eru
á plötunum ýmis lög er-
lend í bland við innlend
lög, sem sum hafa ekki
áður komið út. Þann-
ig er á Bíólögunum
eftir Hilmar
Örn Hilmarsson úr
Ilinum helgu
véum, sem nú er
sýnd, en einnig
lög úr myndum
eins og Stellu í
orlofí, 79 af
stöðinni, Skila-
boðum til
Söndru, Skytt-
unum og Óðaii
feðranna. Eriendu lögin eru
mörg hver sígild dægurlög,
eins og Raindrops keep fall-
ing, Can’t take my eyes off
you og Whatever wiU be.
Á Diskóárunum er saga
diskósins rakin, en þar er
eðlilegra minna um ísienska
tónlist, því þetta voru mög-
ur ár fyrir íslenska tónlist-
armenn. Þar er þó diskópar
Gunna Þórðar, Þú og ég
með Reykjavíkurborg, og
Ljósin í bænuih eiga árás á
diskóið, sem sló í gegn,
Diskó friskó. Á Ástin er
er um auðugri garð að
gresja, enda nóg til af ís-
lenskum ástaróðum. Þannig
syngur Hallbjörg Bjama-
dóttir Ennþá man ég hvar,
Einar Júlíusson Mundu þá
mig, Erla Þorsteinsdóttir
Okkar eina nótt, Jóhann
Helgason og Erna Gunnars-
dóttir Pál og Pálu, Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson Hún hring
minn ber, Þú og ég eru enn
á ferð, nú með Ástarsælu,
Roof Tops leika og syngja
Söknuð og Þúsund andlit
nýlegra lag, Vængbrotna
ást. Heilsteyptasta safnið
er Bítlar og blómaböm,
enda er þar að fínna flest
íslensku iaganna á þessum
safnplötum, aukinheldur
sem mörg laganna voru á
tónleikadagskrá helstu
sveita þessa tíma hér á
landi og hefðu því nánast
öil geta heyrst á balli hverr-
ar þeirra sem var. Hljómar
ríða á vaðið, sem vonlegt
er, með Fyrsta kossinn,
Dátar eiga Alveg ær, Tat-
arar Sandkastala, Björgvin
Halldórsson Þó líði ár og
öld, Ríó tríó Ég fer, Trúbrot
Hlustaðu á regnið Roof
Tops Fólk á flótta, Óðmenn
Spilltan heim, Póló og
Bjarki Glókoll og Mánar
Einn, tvo þijá. Erlendu
flytjendumir em legíó,
þeirra helstir líklega Van
Morrison, Donovan,
Easybeats, gömlu hipparnir
í Moody Blues, Byrds, Step-
penwolf og Fleetwood Mae.
I