Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 9

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 9
B 9 að komast í gang en félagar hans eftir ruglið og stefnuleysið. Skemmtilegt rugl Eftir á að hyggja segist Gunnar Bjami vitanlega sjá í hendi sér að óvissan og kæruleysið hefði getað riðið sveitinni að fullu, en hann leggur áherslu á að þetta hafi líka verið mikið gaman og þeir félagar hafi rasað vel út. „Ég held að menn hafi verið nokkuð klárir á því hvað væri framundan, en það að hafa engin skýr markmið var það erfið- asta. Við höfðum að miklu að stefna,' en vissum ekki hvað það var. Þetta var vissulega erfiður tími, en við stóðum allir saman í gegnum þetta allt og erum sterkari fyrir vikið.“ Ekki segist Gunnar Bjarni sjá á eftir þeim samningum sem þeir fé- lagar höfnuðu í sumar, þó ekki sé stóri bitinn enn kominn. „Eftir á að hyggja var ekki vitlaust að hafna þessum samningum, það er betra að bíða eftir einhveiju stærra og betra. Okkur finnst við ekki hafa misst af neinni lest, við eigum eftir að þróa tónlistina meira. Þó segja megi að frami okkar hafi verið hraður, þá held ég að það hefði ekki verið betra að fara hæg- ar af stað, ég held að það hefði ekki gengið upp. Við þurftum að komast í gengum alls konar móral, til að mynda spurninguna um ensku textana og síðan það að vera að gefa út rokkplötu sem seldist vel, sem hefur varla gengið áður. Vin- sældirnar eru vitanlega sérstakar, við vorum á réttum stað á réttum tíma, þó þetta hafi gerst næstum því of hratt, en kannski hefði það verið banabitinn ef við hefðum far- ið út í þann Evróputúr sem við ætluðum okkur í vor.“ í kjölfari svo vinsællar hljóm- sveitar er jafnan grúi sveita sem dregur dám af henni og síðustu vikur hefur ekki verið þverfótað fyrir sveitum sem hafa sótt inn- blástur í rokkið, verið með enska texta og undarleg útlensk nöfn, sem gætu minnt á það sérkennilega heiti Jet Black Joe. Gunnar Bjarni segir að vissulega séu til hljómsveit- ir sem kalla mætti hermisveitir, en hann leggur líka áherslu á það að þó segja megi að Jet Black Joe hafi rutt brautina fyrir enskurokk- sveitir þá séu þær margar að spila allt aðra tónlist en og engum greiði gerður með því að spyrða þær ailar saman. „Vitanlega er það þreytt ef menn eru iðnir við að stæla okk- ur eða aðrar hljómsveitir, en það er ekki rétt að stimpla allar hljóm- sveitir sem spila rokk með enskum textum hermisveitir, þó að segja megi að við höfum sannað að það sé hægt að gefa út rokkplötu með enskum textum og selja hana.“ Nýtt klúður Eftir það sem á undan er gengið er eðlilegt að spyrja hvort liðsmenn Jet Black Joe séu búnir að ná átt- um, því vissulega er ekki annað að merkja á nýútkominni plötu en þar fari menn sem hafi allt sitt á hreinu og vel það. Gunnar Bjarni segir og að sveitarmenn hafi verið afslapp- aðir og skemmt sé mikið við að taka plötuna upp; þegar lögin hafi verið komin hafi allt verið leikur einn. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búnir að ná áttum. Það er margt í gangi, en það er erfitt að blanda því saman að vera í hljóm- sveit sem er að spila á fullu og standa um leið í samningastappi við útgefendur úti. Allt hefur þetta þó haft góð áhrif á tónlistina og hljómsveitina og við erum í þeirri drauma aðstöðu að vera með að- gang að hljóðveri hvenær sem við viljum, hafa alltaf nóg að gera í spilamennsku þegar við nennum og svo horfir vel með samninga úti. Draumurinn var í upphafi að verða heimsfrægur," segir Gunnar Bjarni og hlær, „en þó það hafi dregið úr því, verður því ekki neitað að við eigum framtíðina fyrir okkur. Það er ekkert álíka klúður framundan, það verður bara nýtt klúður, eitt- hvað sem við þekkjum ekki,“ segir hann í hálfkæringi og kvíðir greini- lega engu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 Ég og Unnur mín þökkum innilega þeim fjöl- mörgu, er sendu okkur gjafir, blóm og sím- skeyti á 80 ára afmœli mínu. Gunnar Friðriksson. Félao harmonikuunnenda Skemmtifundur Félag Harmonikuunnenda heldurskemmtifund íTemplara- höllinni ídag kl. 15.00. Þessi fundur er tileinkaður Ágústi Péturssyni og nokkur laga hans verða leikin og sungin. Þá mun Bragi Hlíðberg leika jólalagasyrpú. Hljómsveit félagsins leikur nokkur lög. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. SílfurhúÓun A Silfurhúóum gamla muni t.d. kertastjaka, bakka, könmur. Getum enn afgreitt fyrir jól. 24 ára reynsla. SilfurhúÖun Framnesvegi 5, s. 19755. Opið hús! Velkomin á kynningarkvöld í Faxafeni 12 mánudaginn 6. des. kl. 20. Kynnist norður- pakistanskri og ind- verskri menningu í gegnum fyrirlestur, tónlist, mat og fatnað Aðgangur ókeypis. íþrótta- og tómstundaráð. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA efnir til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. des- ember nk. kl. 8-9.30 á Hótel Holiday Inn. Á fundinum mun Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, fjalla um efnið: FORYSTUHLUTVERKIÐ NÝIR STRAUMAR í STJÓRNUN OG REKSTRI FYR- IRTÆKJA Ný viðhorf til þekkingar og stjórnunar hennar kalla á nýja stjórnunarhætti sem íslenskir stjórnendur verða að temja sér ef þeir vilja ná árangri í harðn- andi heimi viðskiptalífsins. Þekking og þjóðfélagið. Vandamál íslensks þjóð- félags er m.a. að þekkingin og hugvitið hefur ekki verið nýtt sem skyldi, en treyst hefur verið á auð- lindir til lands og sjávar. Þekkingin og fyrirtækið. Nýjar kröfur kalla á nýja stjórnunarhætti, svo sem gæðastjórnun, endur- gerð vinnuferla, nýtt skipulag fyrirtækja og stefnu- mótun. Þekkingin og stjórnandinn. Hann þarf að búa yfir aukinni þekkingu, geta lifað við streitu og lært af mistökum. Hættan á óvæntum starfslok- um, m.a. sakir samruna, gjaldþrota eða upp- sagna, hefur aukist. Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. Sími 674800. Favre er fyrsti bíll barnsins Carino favre sparkbíllinn hefur verðið fáanlegur hér á landi í 15 ár, nú á mjög góðu verði vegna hagstæðra innkaupa. Fæst í betri verslunum um land allt. Bjarkey hf. Ingvar Helgason hf., Sævarhöfða 2, sími 674150. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Jólagjöfin hans | PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 Tökum vlð notuðum skóm til handa bágstöúðum Domus Medica, Kringiunni, Toppskórinn Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 sími 689212 sími 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.