Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
I nýrri bók um líf
og list Karólínu
Lárusdóttur list-
málara segir hún
m.a. frá Amer-
íkuárum afa síns
og ömmu og
kynnum sínum af
fyrri manni sín-
um þegar hún var
við myndlist-
amám í Bretlandi
Karólína Lárusdóttir.
Karoltna
Karólína - Líf og list Karólínu Lárusdóttur
listmálara nefnist bók, sem Jónína Michaelsdótt-
ir hefur ritað og kemur út um þessar mundir.
í bókinni rekur Karólína Lárusdóttir listmálari
bernsku sína og æskuár í Reykjavík, nám og
búsetu í Englandi, einkalíf, vináttu og viðurkenn-
ingar, áföll og sigra. Hún kemur víða við sögu
og dregur meðal annars upp litríka mynd af afa
sínum og ömmu, þeim Karólínu og Jóhannesi
Jósefssyni á Hótel Borg. í bókinni eru 50 litmynd-
ir af verkum Karólínu auk fjölmargra grafík-
mynda og ljósmynda sem tengjast lífi hennar
og samferðamönnum. Forlagið gefur bókina út.
Fyrst er gripið niður í frásögn Karólínu af
sirkuslífi ömmu hennar og afa í Bandaríkjunum
á öðrum tug aldarinnar þar sem Jóhannes sýndi
fjölbragðalist, aflraunir og íslenska glímu:
Karólína Guðlaugsdóttir og Jóhannes Jósefsson
með dætrum sínum, Daisy Sögu og Heklu.
Jóhannesi varð vel ágengt að
koma sér á framfæri í Banda-
ríkjunum og sýndi með þekktum
sirkus, Barnum & Baileys. Þetta
var fyrir tíma sjónvarpsins og í
árdaga útvarps og kvikmynda.
Skemmtanir af þessu tagi buðu upp
á virta skemmtikrafta sem sumir
náðu heimsfrægð eins og töframað-
urinn Houdini en hann var einn af
þeim sem fram komu í sama sirkus
og Jóhannes. Til er grein úr banda-
rísku blaði frá árinu 1914 undir
nafni ömmu, Caroline Josefson, þar
sem amerískum konum er bent á
íslenska glímu til að vetjast árásar-
mönnum í húsasundum og á götum
úti. Greinin er skemmtilega mynd-
skreytt. Ekki veit ég hvort amma
skrifaði i raun þessa grein, sem
mér finnst hreinasta grín, eða hvort
þetta var það sem í dag væri kallað
að markaðssetja sig, og þá samið
af umboðsmanni eða öðrum fag-
manni, en greinin hlýtur að hafa
vakið athygli þeirra sem keyptu
þetta dagblað.
Efni hennar er á þessa leið:
„Amerískar stúlkur þurfa ekki
lengur að hærðast ofbeldismenn -
miklu fremur að ofbeldismenn þurfi
að hræðast þær - ef þær kunna
glímu. Ofbeldi gegn konum mun
hverfa í landi ykkar þegar þið kon-
ur hafi lært list sjálfsvarnarinnar
eins og hún er iðkuð í heimalandi
mínu, Islandi.
Ég er lítil kona og grönn á hér-
lendan mælikvarða eða um það bil
hundrað pund, en svo er glímunni
fyrir að þakka að ég óttast engan
mann á jarðríki. Stutt námskeið og
tveggja mánaða þjálfun getur gert
ykkur jafn óttalausar og ég er.
Besta leiðin til að sýna ykkur hvem-
ig þið getið varist ofbeldismönnum
er að setja upp hugsanleg dæmi
eins og lögfræðingar ykkar gera
stundum.
Segjum svo að:
Ég hitti ofbeldismann. Hann
ávarpar mig og gengur í veg fyrir
mig. Ég get ekki látið eins og ég
sjái hann ekki. Þá gríp ég til glím-
unnar. Ég sveifla hægri fæti um
ökkla hans og á andartaki liggur
hann á jörðinni. Hælkrókurinn hef-
ur losað mig við þennan óvin og
jafnframt hugsanlega brotið í hon-
um nokkrar tennur þegar hann féll
á andlitið, en þetta mun kenna hon-
um að ávarpa ekki dömur sem hann
hefur ekki verið kynntur fyrir. Ég
held leiðar minnar eins og ekkert
hafi í skorist.
Ég er á heimleið í rökkurbyrjun
og ákveð að stytta mér leið um
undirgöng til að komast fyrr heim.
Ég fer inn í ein af þessum ömur-
legu kjallaragöngum sem beinlínis
bjóða upp á glæpi og innan skamms
heyri ég fótatak fyrir aftan mig.
Stór sláni segir ruddalega: „Halló
elskan, fæ ég ekki einn koss?“ Ég
hraða ferðinni en hann kemur upp
að mér og tekur utan um mig aftan
frá. Hvað geri ég? Hljóða ég hástöf-
um? Alls ekki! Það myndi þýða lög-
regluna, handtöku, yfirheyrslur og
ég yrði að leggja fram kæru. Ég
myndi tefjast og koma seint heim
til míns elskulega eiginmanns Jó-
hannesar Jósefssonar, glímumanns
frá Barnum & Baileys sirkus og
valda honum og dætrum okkar
áhyggjum, þeim Heklu, sem skírð
er eftir hinu mikilfenglega eldfjalli
á sirkusárunum í Bandaríkjunum
í landi okkar, og Sögu. Ég er ekki
hrædd við ruddann. Ég þarf ekki
afl heldur hraða og snöggar hreyf-
ingar. Ég hreyfi mig örlítið í fangi
hans, bregð fætinum utan um ökkla
hans og á næsta augnabliki liggur
hann á götunni og ég er laus.
Nú kann einhver að spyija - hvað
ef þú hefðir ekki getað komið því
við að hreyfa fæturna? Nú, þá hef
ég handleggina. Með snöggri hreyf-
ingu notaði ég þann handlegg sem
laus væri til að koma höggi á háls
árásarmannsins svo að hann næði
ekki andanum. Með þumalfingri
annars vegar og þremur fingrum
hins vegar um barka mannsins
gerði ég hann hjálparlausan.
Engin kona sem kann glímu þarf
að vera hrædd við óvænta árás.
Þú rekst á vopnaðan þjóf á heim-
ili þínu um miðja nótt. Er ástæða
til að örvænta? Alls ekki. Þú sveifl-
ar fætinum með leifturhraða undan
sloppnum, sparkar byssunni úr
hendi mannsins, ert komin með
hana í þínar hendur og orðin herra
yfír aðstæðunum.
Hvar sem þú ert stödd, jafnvel í
mannþröng þar sem erfitt er að
sveifla höndum eða fótum, geturðu
lagt þann sem er að áreita þig. Þú
notar mjaðmahnykk með svo mikl-
um krafti að hann missir jafnvægið
og fellur á götuna, en þú gengur
örugg þína leið.“
Eg hefði viljað gefa mikið til að
sjá ömmu Karólínu sýna glímutök
eins og þau sem hér er lýst.
Ævintýralegt líf
Hún var ekki húsmóðir sem sat
heima og beið eftir að maðurinn
hennar færði björg í bú. Þau voru
saman í öllu. Hún sá um búninga
fyrir hópinn og skipulagningu ýmiss
konar og fjármálin voru í höndum
þeirra beggja. Mamma sagði mér
að þegar hún var stelpa í Bandaríkj-
unum, hefði amma Karólína falið
peninga í brjóstahaldaranum sínum
þegar Jóhannes hélt spilakvöld, því
þá skiptu oft háar upphæðir um
eigendur. Hún var yfirleitt á sýning-
um hans, og þær Hekla og mamma
voru ekki gamlar þegar þær fóru
að koma fram með honum. Þau
bjuggu á hótelum og eitt af því sem
eimdi eftir frá þessum árum hjá
ömmu og kom manni spánskt fyrir
sjónir var að henni fannst hún allt-
af þurfa að fullnýta sápuvatn.
Lífið í Bandaríkjunum var á
margan hátt erfitt, en þau kunnu
vel við sig þar og líkaði vel við
bandarískt þjóðlíf, sem var sums
staðar í ævintýralegra lagi á þess-
um árum. Þetta var á tímum A1
Capone og einu sinni þegar amma
var úti á götu í Chicago með Heklu
og mömmu, hófst skothríð í göt-
unni. Hún tók þær hvora undir sinn
arm, hljóp með þær í skjól og varð
ekki meint af. I Chicago var hún
með ísbox til að geyma mat og var
mjög hrifin. Skipt var um ísklumpa
daglega og þetta var frumstætt
miðað við það sem síðar gerðist,
en þegar ísskápar komu til sögunn-
ar kallaði amma þá alltaf ísbox.
Henni þótti fólk í Bandaríkjunum
yfirleitt viðfelldið og laust við smá-
borgaraskap. Hún var hrifin af New
York og talaði um hvað það hefði
verið gaman að búa þar. A morgn-
ana þegar stelpurnar voru litlar
hefði hún getað gengið á nátt-
sloppnum og inniskónum niður
tröppurnar, út á götu og keypt
brauð í bakaríinu fyrir neðan. Allir
sem urðu á vegi hennar buðu góðan
daginn - „How do you do Mrs. Jo-
sefson?“ - stöldruðu við og spjölluðu
við hana, spurðu hvort þeir gætu
hjálpað henni með eitt eða annað
og voru einstaklega hjálpsamir og
vingjarnlegir.
Með árunum efnuðust þau vel
og lifðú á .margan hátt ævintýra-
lífi. Þau komu í heimsókn til ís-
lands árið 1919 og bjuggu þá á
Hótel íslandi og þótti lítið til koma.
Þau voru þá orðin allt að því sér-
fræðingar í hótelum á flakki sínu
víða um heim. Jóhannes sagði oft
frá því að hann hefði þarna ákveð-
ið að koma heim og byggja almenni-
legt hótel þegar hann væri búin að
safna sér fyrir því.“
Draumurinn og veruleikinn
Árið 1964 hélt Karólína til
náms í myndlist í Englandi þar
sem hún hefur búið síðan. Hér
rekur hún minningar frá þeim
tíma og lýsir fyrstu kynnum sín-
um af fyrri manni sínum:
„Ég vissi að tilgangslaust væri
fyrir mig að sækja um inngöngu í
viðurkenndan listaskóla nema vera
með boðlega myndamöppu, eða
„portfolio", og fór því í opinn skóla,
Sir John Cass College. Þar vann
ég undir leiðsögn afbragðs kennara
um veturinn og teiknaði og málaði
alla daga. Mér fannst lífið brosa
við mér. Loksins var langþráður
draumur að rætast. London með
iðandi mannlíf og menningarvið-
burði var paradís fyrir unga lista-
spíru og mér leið mjög vel hjá frú
Skelton þar sem ég lifði eins og
blómi í eggi.
Ég hafði ekki verið nema tvo
daga í London þegar Sylvía, dóttir
frú Skelton, bauð mér í hús til vina
sinna. Þar var ég kynnt fyrir háum,