Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 8

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 eftir Árno Matthíasson LÍKLEGA hefur engin hljóm- sveit komið eins á óvart og Jet Black Joe, sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári, og varð þegar vinsælasta rokksveit landsins meðal ungl- inga. Bæði var að hljómsveitin lék harða- rokktónlist, sem ekki hefur þótt útvarpsvæn fram til þessa og svo hitt að textar voru allir á ensku, sem ekki hefur reynst heillavæn- legt fyrir þær hljómsveitir sem þá háttu hafa tekið upp síð- ustu ár og lengi vel neituðu útgefendur að gefa út plötur með enskum textum. í kjölfar vinsælda frumsmíðarinnar kom tími sem Jet Black Joe var mikið milli tannanna á fólki og sveitin var gjarnan nefnd sem dæmi um það hve rokkið spilli ungmennum og leiði í glötun. Gunnár Bjarni Ragnarsson, gítarleikari og leiðtogi sveitarinnar, segir þá félaga vissulega hafa farið út af sporinu, en það sé að baki og nýútkomin plata sveitarinn- ar taki af öll tvímæli um það. |Tet Black Joe var stofnuð í gleðskap í Húnaveri fyrir rúmu tveimur ■ árum, en þá voru þeir ö að skemmta sér Gunn- ar Bjami og Páll Rósin- krans. Þeir stofnuðu tveggja manna hljómsveit til að taka þátt í hljómsveitakeppni á staðnum og kunnu því svo vel að vinna saman, að þeir ákváðu að halda áfram, semja saman og reyna að fá til liðs við sig fleiri tónlistar- menn. Varla hefur þá grunað að þessi gamansemi þeirra ætti eftir að verða að vinsælustu rokksveit landsins og þeirri hljómsveit sem stendur næst því að ná fótfestu erlendis eins og málum er nú háttað. Gítar og bíll í spjalli segist Gunnar Bjami hafa tekið upp gítarinn á sínum tíma á „vori íslenskrar rokktónlist- ar“, í upphafí níunda áratugarins, j þegar sveitir eins og Purrkur Pilin- ikk og Egó Bubba Morthens vom upp á sitt besta. „Ég byijaði að ' spila vegna þess að ég fílaði þessar sveitir og til dæmis held ég enn mikið upp á Purrkinn," segir Gunn- ar Bjarni en hann lagði gítarinn á hilluna á sínum tíma, þegar hann fór út í bílastúss. „Sem betur fer bilaði bíllinn fyrir rest og þá fór ég að spila aftur.“ Gunnar Bjarni seg- ist hafa eðlilega verið í ýmsum sveitum, var til að mynda lausráð- inn í Bootlegs 1989, þó ekki hafi hann verið opinber meðlimur sveit- arinnar, en stofnaði síðan hljóm- sveitina Boneyard með Halli Ing- i ólfssyni trommara. Upp úr sam- starfínu slitnaði „þegar Hallur kall- aði mig hippa“ og þá fór Gunnar í Bjarni aftur í Bootlegs, nú sem fullgildur limur, þó ekki sé hann að finna á neinni hljómplötu sveitar- innar. Bootlegs var gríðarlega þung sveit og þétt á þessum tíma, en þrátt fyrir kraftinn í tónlistinni var ekki eins mikil orka í því að gera eitthvað af viti, að sögn Gunnars Bjama, „og ég var orðinn leiður á að vera í hljómsveitum þar sem allt- af var talað um að gera eitthvað, en ekkert var gert. Eg ákvað því að stofna hljómsveit sem ynni af alvöru og hætta svo ef það gengi ekki upp, við myndum allir hætta að vinna og segja upp kærustum til að geta helgað okkur tónlist- inni.“ Sú hljómsveit varð Jet Black Joe, eins og áður er rakið, en þeir félagar Gunnar Bjami og Páll gutl- uðu á gítara fram á haust, en réðu þá til liðs við sig Starra Sigurðar- son bassaleikara, Hrafn Thorodd- sen orgelleikara og Jón Öm Arnar- son trommuleikara. Stefnur og stílar Við Gunnar Bjarni hittumst á heimili hans í Hafnarfírði, þar sem síðasta plata Jet Black Joe varð til og þar sem hann reyndar semur nánast öll sín lög. Gunnar Bjarni segir þá félaga hafa einsett sér að semja sem mest nýtt fyrir plötuna, enda hafi þeim þótt þau lög sem þeir áttu í fórum sínum of lík þeim sem voru á fyrstu plötu sveitarinn- ar. „Við ákváðum að reyna að gera eitthvað nýtt og það er líka meira gaman að gera það og fara með það ferskt í hljóðver. Við eigum allskonar lög og stefnur og stíla frá því hljómsveitin varð til.“ Gunnar Bjami segir það hafa mótað tónlist- ina í upphafí að þeir voru bara tveir að semja Páll og Gunnar, og sömdu þá á kassagítara sem gaf sterkan svip. „Ég var löngu byijaður á því að semja melódísk lög, þó ég hafí verið í þungarokki sem byggði að mestu á töff gítarfrösum, en fann aldrei réttan farveg fyrir þau lög. Palli er hinsvegar svo ótrúlega góð- ur söngvari að allt sem hann syng- ur hljómar vel. Það opnaðist því fyrir mér nýr heimur." Gunnar Bjarni segist gjarnan sitja í eldhúsinu og semja, hann setjist niður með gítarinn þegar stund gefíst og svo komi melódíurn- ar. „Það er ekkert mál að semja eina melódíu, einn kafla, en svo sit ég oft fastur og þá skelli ég því á band. Seinna kemur svo kannski önnur hugmynd sem passar við hina með smá tengingu. Það kemur líka fyrir að lögin komi öll í einu og svo þróast stundum hugmyndir á æf- ingum. Textarnir verða yfírleitt til um svipað leyti, það er þá einhver setning eða frasi sem passar svo vel við lagið og svo er unnið út frá því. Það er oft þannig að ég er með einhveija melódíu og þá kemur Palli með texta eftir nokkrar vanga- veltur. Oft vill textinn þó ekki passa við, sérstaklega ekki ef mann lang- ar að semja um eitthvað ákveðið málefni. Ef ég tala bara um mig, þá er til dæmis textinn á titillag- inu, You ain’t Here um það að við- komandi sé ekki lengur hér, hafí hugsað sig út úr heiminum eða gengið of langt. Ég samdi þennan texta út frá því að ég fór á spítala útkeyrður til að jafna mig. Reyndar langaði mig til að gera öðruvísi plötu, plötu þar sem öll lögin tengd- ust og byggðu í grunnþáttum á sömu hugmynd og er í textanum You ain’t Here. Lögin Psychedelic in the 90’s, sem ég tók upp einn, og Under a Coloured Ray tengjast því líka að vissu leyti, en við hefðum þurft miklu meiri tíma.“ Athygli vekur að lögin á plötunni nýju eru flest eftir Gunnar Bjarna og textar líka og þó hann hafí líka átt meirihlutann af fyrstu plötunni, þá var það ekki eins afgerandi. Hann segir þetta þó engan yfir- gang, „þetta þróaðist bara svona. Hinir voru slappir við að semja þeg- ar við vorum að undirbúa plötuna, enda eru ekki alltaf allir skapandi í einu. Það eiga þó allir þátt í að láta þessi lög verða að veruleika." Saman alla daga Alla tíð hefur borið mikið á því hve samheldnir þeir félagar eru og Jet BlackJoe hefur hangió saman I gegnum þykkt og þunntog sendi fyrir skemmstu fró sér nýja plötu, sem viróist ætla aó seljast jafn vel og fyrri metsöluplata það er ekki oft sem maður hittir á förnum vegi meðlim Jet Black Joe einan og Gunnar Bjarni segir að ef eitthvað sé þá sé samheldnin of mikil. „Við erum saman á hveijum einasta degi, en eðlilega kemur fyr- ir að það slettist upp á vinskapinn og þá verður erfitt að fara á æfing- ar og menn hætta að sjá tilgang í því sem þeir eru að gera, en vilja samt ekki hætta að spiía. Þetta sumar var reyndar óvenju slæmt og mikið rugl í gangi.“ Með þessum orðum er Gunnar Bjarni að vísa í það að margur hélt að hljómsveitin væri að Ieysast upp snemmsumars, eftir að svo hafí virst sem ekkert fengi stöðvað hana á sigurbrautinni. Þar kom margt til, þó kjaftasögur síðustu mánaða eigi sér ekki stoð í raun- veruleikanum. Gunnar Bjarni segir að þegar eftir áramót hafí þeim félögum boðist girnileg tilboð víða að, þar á meðal um útgáfu á plöt- unni í Frakklandi og á Spáni, og inni í þeim pakka hafí meðal ann- ars verið að sveitin myndi fara út til að spila. Þeir félagar hafi þegar viljað fara utan og ekki skoðað til- boðin ofan í kjölinn, en þegar þeir gerðu umboðssamning við TKO fyr- irtæki breska hafi menn þar ráðlagt Sverrir Vilhelmsson þeim að slaka á og bíða eftir feit- ari bitum; ekkert lægi á. „Þetta setti okkur út af sporinu, því við vorum búnir að stilla okkur inn á að fara út og fyrir vikið varð sumar- ið að hálfgerðu rugli, ekkert skýrt að stefna að. Við vorum að vísu að spila eitthvað, en þar var með hangandi hendi og nánast bara hark til að ná okkur í smá pening. Svo bauðst okkur að fara út og spila á Mitfyns-hátíðinni í kjölfar þess að ákveðið var að gefa plötuna okkar út í. Skandinavíu og víðar. Við gripum því tækifærið fegins hendi að komast út til að spila, ákváðum að vera í Danmörku smá tíma og slappa af meðfram og gerð- um það rækilega," segir Gunnar Bjarni og hlær. „Við fengum smá nasasjón af rokklífinu. Umboðs- maðurinn okkar fór til Þýskalands og skildi ekki eftir nógu mikinn pening fyrir okkur þannig að við Palli sátum fastir á Hróarskeldu og þurftum að safna gleijum til að selja svo við gætum keypt okkur brauð og mjólk og komist til Kaup- mannahafnar. Við höfðum það ann- ars mjög gott i Danmörku og gekk vel, komum lagi inn á topp tíu. Meðal annars vorum við mikið í Kristjaníu og lentum þar í lög- regluárás, í táragasárás í annað skipti,” segir punnar Bjarni og á þá við fræga Isafjarðarför sveitar- innar sem lyktaði með ósköpum. Um haustið var svo ákveðið að hljómsveitin myndi gera aðra plötu til útgáfu hér heima, en ekki bíða frekar eftir því hvað gerast myndi ytra en nú eru þeir félagar meðal annars að skoða tilboð frá þýsku útgáfunni ZYX, en einnig hefur Polygram-risinn lýst áhuga. „Sú ákvörðun að bytja að vinna að plötu kom einmitt á réttum tíma, því ég var að fríka út af aðgerðaleysinu,“ segir Gunnar Bjarni, og bætir við að líklega sé hans hlutur á plötunni eins stór og hann er vegna þess að hann hafi einfaldlega verið fljótari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.