Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 STANGVEIDI/£r laxveidi streituvaldur en silungsveidi slökunarabferb ? A Mölunum FEGINN varð ég þegar laxveiðiferðinni lauk og ég komst vestur á Malir að kasta fyrir bleikju. Engin svæðaskipting, engin tíma- mörk, engar bílferðir milli staða, engar stórsteikur að kvöldi, enginn rígur eða metingur um veiði, engin stórútgjöld, vonbrigði eða gremja ef lítið veiddist — aðeins takmarkalaust frelsi og enda- laus strandlengjan til norðurs, höfðinn og eyjarnar úti fyrir eins og bryndrekar sem gættu fjarðarins. Bryndrekar gæta fjarðarins. Menn eiga ekki að sofa á sumr- in. í hæsta lagi að kasta sér tvo, þijá tíma um lágnættið meðan fuglarnir blunda og skvaldrið í björgunum þagnar. Islenska sum- arið er ekki það langt að menn hafi efni á að sofa það af sér og frið- sældin er aldrei meiri en á björt- um vornóttum. Ég á erfitt með að skilja þá sem telja það dýpstu sælu að sofa „fram eftir“, eins og það er kallað og eyða þar með dýrmætum tíma stuttrar ævi í meðvitundarlausu móki. Ég mjakaði mér hljóðlega fram úr, setti kaffikönnuna í samband, seildist eftir samlokunni í ísskápn- um og lagði hana við hliðina á hitabrúsanum til að gleyma henni ekki. Að því búnu fór ég í fötin, smeygði ég mér í stígvélin og brá mér út undir vegg að sveitamanna- sið, horfði á meðan vestur yfir til Eilífsfells handan fjarðarins. í suðri var Hnjúkurinn á sínum stað upp „frá sæbotni skáhöllum". Það blakti ekki hár á höfði, tíminn virt- ist standa kyrr og ég átti allan morguninn framundan. Klukkan var að ganga fimm. Þegar ég kom inn aftur voru síðustu kaffidropamir að golgrast niður í könnuna. Ég fyllti brúsann, hellti afgangnum í fant og saup úr honum. Ekki þurfti aðra morg- unhressingu. Gamla treyjan og veiðitaskan héngu á nagla í skúrnum. Ég setti nestið í töskuna. Þar var fyrir spónabox, hnífur og töng og plast- poki undir fiskinn. Sex feta spón- stöngin stóð tilbúin úti við dyr. Eftir að ég hefi skipt um girni á hjólinu á vorin er hún ekki tekin sundur allt sumarið. Á ferðalögum liggur hún ofan á farangrinum aftur í bílnum og er tiltæk sé kom- ið að veiðilegum stað þar sem til- valið er að hleypa farþegunum út og leyfa þeim að teygja úr sér. Ég snaraði mér í treyjuna, setti töskuna á öxl, greip stöngina, hallaði hurðinni varlega að stöfum til að vekja engan og gekk út í tært morgunloftið. Ekki var langt að fara, bærinn stóð rétt innan við sjávarkambinn. Aðeins þurfti að ganga yfir fitjam- ar þar sem stelkurinn hélt vörð og varaði aðra í fuglabyggðinni við aðsteðjandi hættu gjallandi rómi. Himbrimi flýgur af hafi hægum vængjatökum inn yfir ströndina í átt að fjallavötnunum ofan við byggðina. Sennilega vom komnir ungar hjá þessum stóra, þyngsla- lega fugli sem er svo mikil prýði í íslenskri náttúru og gleður oft augu veiðimanna. Vert er að minn- ast þess að aðeins eru talin þijú hundruð varppör á landinu. Kamburinn sem vetrarbrimið hafði hlaðið upp var hár og ótrú- lega stórgrýttur. Hann var greini- lega ekki alltaf eins mildur héðra og þennan fagra góðviðrismorgun. Það var erfitt að fóta sig í þessari gijóthrönn og ég fór að efast um að nokkur bleikja væri í sjónum þarna fyrir utan. Kominn upp á hákambinn sá vel yfir til eyjanna sem hver á sína sögu aftan úr grárri forneskju, um álagadóma, útlagaörlög og álfa- byggð. Aldrei kemst maður nær sjálfum sér og uppruna sínum en á mótum nætur og morguns, skil- um fortíðar og framtíðar. Eilífðarvél hafsins var enn að verki. Það var ládeyða en aðfall og sjórinn sleikti steinana í flæðar- málinu ofar og ofar, sandfjaran var komin í kaf. Hér yrði erfitt að landa lausteknum bleikjum. Froðurák flaut meðfram landi nokkra faðma úti. Þar voru nær- ingarefnin, fæðan, þarna hlaut fískurinn að halda sig. Ekki bar á öðru, beggja megin við röstina voru uppitök. Ég losaði þríkrækjuna úr festi- lykkjunni, stillti bremsuþungann, kastaði út fyrir froðuna og auðvit- að lét morgunbleikjan ekki á sér standa. Ég var kominn með hana upp undir land, hún var sem betur fór ekki stór, studdi fingri á hjól- spóluna og sveiflaði bleikjunni upp í gijótið. Þar losnaði hún af önglin- um og stakk sér milli steina svo að erfitt var að ná henni. Eftir að hafa dólað þarna á ströndinni fram undir dagmál, lát- ið hugann reika en jafnframt fylgst grannt með öllu í kringum mig af næmri eftirtekt veiðidýrs, rauf bíladynur af þjóðveginum kyrrðina og vakti mig af draum- veruleikanum til raunveruleikans, hversdagslífsins. Ég rölti heim endurnærður á sál og líkama eftir að hafa aukið morgunstund „í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fæt- ur“ og þar á ofan haft sex bleikj- ur upp úr krafsinu. eftir Gylfa Pólsson LÆKNISFRÆÐIÆr hcegt ab reykja kókaín? Snark INDÍÁNAR í Suður-Ameríku tuggðu blöð kókarunnans sér til hressingar ef þeir voru þreyttir eða þegar illa lá á þeim. Gestir þeirra frá Evrópu komust fljótt á átið og fíkniefn- ið kókaín var síðan unnið úr þessum plöntublöðum og tekið í nefið. Kókaín er skaðvaldur og hefur svipt margan manninn viti og æru, jafnvel lífinu, og gildir þá einu hvort það er sogið upp í nefið eins og mest hefur tíðkast eða borðað líkt og sælgæti eða i þriðja lagi leyst upp í vökva og því sprautað í kroppinn. En einhveijum óþurftarpésa datt í hug að lík- lega væri hægt að reykja kókaín — og viti menn, það gafst bara ljómandi vel. Áhrifín komu fyrr og voru ennþá magnaðri en með gamla laginu, en dvínuðu líka fljótt og þá var ekki um annað að gera en bæta á sig og halda dauða- haldi í sæluna. Þegar kókaín er reykt er það blandað öðrum efn- um sem gera það grófara en duftið sem tekið er í nefíð og kristallamir springa af hitanum þegar búið er að kveikja í og veldur það fíngerðu braki sem enska nafnið „crack“ er dregið af og mundi svara til orðsins „snark“ á íslensku. Það sem gerið snarkið öflugri vímugjafa en flest annað er leiðin sem það fer inn í blóðið. Sá sem brúkar kókaín eins og neftóbak hefur einungis lítinn slímhúðar- flöt til að taka á móti góðgætinu en hinn sem reykir snark og sog- ar eiturstybbuna niður í lungu er með gífurlega stórt móttöku- svæði þar sem allar barkakvíslar og lungnablöðrur eru þaktar slímhúð, til samans að víðáttu á stærð við fótboltavöll miðað við himnur nefholsins en þeim yrði með sama hætti líkt við frí- merki. Án tafar flýgur neytand- inn í hæstu hæðir en sælan er skammvinn nema haldið sé áfram að totta. Og þegar birgðimar þijóta breytist tilveran í eymd og kvöl. Þunglyndi og tortryggni sækja á, honum er trúandi til alls, hann þráir aðeins eitt: að ná í meira og halda áfram, að fyll- ast aftur þeim unaði sem gagntók hann við fyrsta reykinn. En því marki verður trauðla náð því að þótt áfram sé haldíð og róðurinn hertur dregur jafnt og þétt úr áhrifunum. Efni í líkamanum sem losnar úr læðingi fyrir áhrif eit- ursins og kyndir undir fyrsta blossanum gengur smám saman til þurrðar og ærinn tíma þarf til að hlaða þann geymi að nýju. Kókaíni hefur lengi verið smyglað frá ýmsum löndum Suð- ur-Ameríku út um heimsbyggð- ina, til svæða þar sem kaupenda er von. í Kólumbíu eru helstu útflutningsstöðvar þessa örlaga- ríka varnings og til Bandaríkj- anna er stöðugur straumur send- inga á landi, sjó og í lofti. Toll- gæsla og lögregla grípa smyglara einatt glóðvolga en nóg smýgur samt í gegn til þess að enginn hörgull er á eitrinu handa þeim sem vilja og geta eignast það. Sú var tíðin að kókaín var dýrt og naumast á annarra færi en efnamanna að veita sér slíkan munað. En fyrir átta árum þegar snarkið, nýjasta klókindabragð kókaínbarónanna, skaust inn á markaðinn öllum að óvörum, reyndist það svo ódýrt að jafnvel þeir sem ekkert áttu hlutu að geta orðið sér stöku sinnum úti um tíu dali eða svo og gert sér glaðan dag. Barónarnir í Kól- umbíu höfðu ekki misreiknað sig. Þeir græða á tá og fíngri, neysla eiturlyija í Norður-Ameríku fer dagvaxandi og snarkið er þar efst á blaði. Nýja eiturpestin er farin að stinga sér niður austan Atlantshafsins og reynslan vestra sýnir að í kjölfarið sigla fárán- leiki, þjáning, ofbeldi og glæpir. eftir Þórorin Guðnason 'Þ'lÓ'Ð'lÁYSÞRNli.RR/Komertupp- fœrslur á óperum? Skrautinu sleppt „ VIÐ getum bara sett upp eina óperu á ári, það er allt of lítið til þess að halda röddum söngvara í formi,“ sagði Garðar Cortes í Laufskálaviðtali í útvarpinu um daginn þegar rætt var um starfsemi íslensku óperunnar. Hann gat og þeirrar skoðunnar sinnar að það væri skammgóður vermir að mennta fólk í söng í tónlistarskóium af þó þeim myndarbrag sem gert er ef möguleikar til þess að nýta menntun söngvaranna væru ekki meiri en þeir eru í dag. Eftir að Garðar hafði kvatt hlustendur hugsaði ég um orð hans, sem eru mikillar athygli verð, ekki síst þegar þau eru skoðuð í samhengi. Ég velti fyrir mér hvort þeir fjármunir sem Islenska óperan hefur yfir að ráða gæti á einhvern hátt nýst betur með tilliti til söngvara og áheyrenda, því varla er raunhæft að búast við að hið opinbera leggi meira af mörkum til sönglistarinnar en gert er þegar kreppu- ástand ríkir í samfélaginu, þótt vissulega væri það bæði æskilegt og raunar nauðsynlegt. Eg komst að þeirri niðurstöðu að það gæti að ýmsu leyti verið mun heppilegra að í stað þess að setja upp eina óperu á ári með öllum þeim tilkostnaði sem því fylg- n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ir, t.d. í búningum, leiktjöldum, leik- stjórn og sviðs- mönnum, yrðu fremur fluttar fleiri óperur í kon- sertflutningi, eins og raunar hefur stundum verið gert. Óperur eru fyrst og fremst fluttar vegna tón- listarinnar, hin leikræna hlið er varla það sem fólk setur á oddinn þegar það sækir slíka skemmtun. Hægt væri væntanlega að flytja mun fleiri óperur ef niður væri felld- ur sá kostnaður sem fylgir sviðsetn- ingunni. Þá fengi fólk að njóta miklu fleiri og ijölbreyttari óperu- verka og söngvararnir fengju miklu fleiri tækifæri til þess að þroska raddir sínar. Það er enginn að segja að þetta ætti að standa til eilífðar- nóns en þetta gæti verið leið til þess að fara meðan efnahags- ástandið er svona erfitt hér á landi. Hún kæmi væntanlega áheyrendum og söngvurum vel. Hægt væri svo að hyggja að sviðsetningu óperu- verka síðar þegar betur áraði. Tón- listin er alltaf Guðs gjöf, en ekki síst þegar hart er í heimi. Það væri góður kostur að geta heyrt íslenska söngvara spreyta sig á margvísleg- um verkum óperutónlistar sama veturinn, ég væri til í að kaupa áskriftarkort á slíkar konsertupp- færslur og það væru vafalaust fléiri. Ég veit að slíkur tónlistarflutningur kostar líka peninga en margt spar- ast þegar ekki þarf að kosta til öllu því sem sviðsetningunni fylgir. Mér er persónulega sama hvernig fólk er klætt þegar það syngur og líka hvernig umhverfí það er í, bara ef það syngur vel góða tónlist við góð- an undirleik og hljómburðurinn er bærilegur, og þetta segi ég ekki bara vegna þess að ég loka gjarnan augunum þegár ég heyri mjög fal- lega tónlist til þess að njóta hennar betur. Þótt fólk geri það ekki eru áreiðanlega fleiri en ég sem fremur vilja heyra fleiri óperuverk sem koma söngvurum okkar í betri æf- ingu en horfa á skrautlega óperu- uppfærslu einu sinni á ári, ef valið stæði um þessa tvo kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.