Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 29
MOHGUKBLADIÐ VELVAKMWIWmm&l DESEMBER W93 B 29 Framleiðsluaðfer ðir landbúnaðarins innan EB Frá Gunnlaugi Júlíussyni: Ég var um daginn staddur í Sví- þjóð og kíkti í blöðin þar eins og gengur. Í dagblaðinu „Aftonbladet“ rakst ég á athyglisverðar auglýs- ingar sem ég held að sé full ástæða til að komi fyrir augu íslendinga. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu í sambandi við það þegar Hagkaup og Bónus gerðu tilraun með fulltingi utanríkisráð- herra til að bijóta niður innflutn- ingsbann á kjötvörum með því að flytja inn danska skinku og hol- lenska kalkúnafætur. Þegar fulltrú- ar landbúnaðarins hafa haldið því fram að framleiðsluaðferðir land- búnaðarins í þeim löndum sem státa af sem lægstu búvöruverði innan EB séu ekki allar til eftirbreytni, þá hljómar þetta eins og latína í eyrum flestra íslendinga. Viðbrögð- in verða oft þau að hér sé á ferð- inni hormónafóbía hjá bændasam- tökunum, ekki drepist útlending- arnir af því að borða þann mat sem framleiddur er í heimalöndum þeirra og þannig fram eftir götun- um. Það er ekkert nýtt að menn geri grín að því sem þeir þekkja ekki. Samanburður á viðhorfum Það er athyglisvert að bera sam- an það sem var að gerast hérlendis í sumar og haust og tóninn í fýrr- greindum auglýsingum. Þegar auk- in samkeppni er fyrirsjáanleg vegna fyrirhugaðrar inngöngu Svíþjóðar í Evrópubandalagið, þá bregst þar- lend verslun við á ýmsan hátt. Verslunarkeðjan „Hemköp“ í Sví- þjóð, sem rekur verslanir í 57 stöð- um þar í landi, auglýsir á eftirfar- andi hátt: „í „Hemköp" fordæmum við mis- þyrmingu dýra, notkun hormóna og fúkkalyfja í uppeldinu. Niðri á meginlandinu hafa grísimir það ekki allt of gott. Þeir standa þröngt og fá fúkkalyf á hveijum degi „til öryggis". Þrátt fyrir þetta — eða kannske þessvegna — eru þar mik- il salmonella vandamál. Við hjá „Hemköp" tökum ekki þátt í þessu. Þess vegna bjóðum við grísakjöt frá okkar eigin búum. Það eru sænsk bú sem við þekkjum út og inn. Við þekkjum eigandann. Við vitum að þeir em ekki fóðraðir á kjöt- eða fískimjöli. Við vitum að þeir eru örugglega ekki smttaðir af salmon- ella. Á meginlandinu eru seld vaxtar- hormón til landbúnaðarins fýrir tugi milljarða á ári hveiju. Meðan við vitum ekki til hvers þessi hormón eru notuð, þá fæst einungs sænskt nautakjöt í verslunum okkar. Við trúum því ekki að allar evrópskar kýr standist „dóppróf". Því finnur þú einungis sænskt nautakjöt hjá okkur. í evrópskum dýraverksmiðjum standa kálfamir í myrkri og þrengslum til að þeir hreyfi sig ekki of mikið, þannig þurfa þeir minna fóður. Þeir eru fóðraðir á þann veg að þá hijáir blóðskortur til að kjötið verði ljósara. Við tökum ekki þátt í slíku. Þess vegna er ein- ungis sænskt kálfakjöt í verslunum okkar. Á meginlandinu eru kjúklingarn- ir iðulega fóðraðir með fúkkalyfjum á hveijum degi „í forvarnarskyni“. Það er kannske þess vegna að í þeim er salmonella svo algeng. Það hljómar ekki sérstaklega geðslega að þeir séu fóðraðir með kjötmjöli sem unnið er úr hræjum dýra. Það Frá Tryggva V. Líndal: Herstöðvaandstæðingar og her- stöðvasinnar hafa fært mörg rök máli sínu til stuðnings í gegnum árin. Þó má þar enn skerpa nokkur sjónarmið. Vil ég freista þess hér, og þá byija á hugsanlegum rökum þeirra sem fagna því að herinn er að hverfa á burt, að miklu leyti. 1. Brottför hersins, með tilheyr- andi atvinnuleysi, hlýtur að auka ríkisforsjá, í formi atvinnuleysis- bóta, atvinnubótavinnu og styrkja til sveitarfélaga. Því hlýtur þetta að vera gleðiefni fýrir þá sem a) vilja að ríkisafskipti aukist, b) að rétturinn til atvinnuleysis fái meiri viðurkenningu og c) að dulbúið of- framboð á vinnumarkaði í formi atvinnu handa öllum minnki. 2. Einnig neyðir brottför hersins íslendinga til að taka sér sjálfir stöðu í vamarmálum, og læra á sjálfum sér það sem þeir hafa hing- að til látið aðra um, þ.e.: a) að taka afstöðu til reksturs hernaðarmann- virkja og hemaðartækni, b) að finna að þjóð neyðist til að veija sig sjálf ef aðrir vilja ekki gera það fyrir hana, c) að viljinn til að veija sig með sínum eigin likama er einn af hornsteinum lýðræðis og d) að hungur, örkuml og vopnadauði eru staðreyndir sem hver ábyrg full- valda þjóð verður að geta horfst í augu við, engu síður en venjulega fátækt, sjúkdóma, slys og ellidauða. Hér að ofan er þá gengið út frá því að í samkeppni þjóðanna komi alltaf öðru hveiju upp sú spurning hvort andstæðingurinn sé tilbúinn að veija rétt sinn með lífi sínu og limum. En það er lokapunkturinn í trúverðugleika fælingarmáttar; að sýna að manni sé dauðans alvara. 3. Hér er einnig tækifæri fyrir þá sem vilja kynda undir þá stefnu að engir útlendingar komi til lands- ins nema sem ferðamenn, til að íslendingar megi vera sem hrein- finnst okkur ekki, og því höldum við okkur við sænska kjúklinga sem eru örugglega ekki sýktir af salm- onellu. Þetta er ekki lengur landbúnaður heldur iðnaður. Þannig viljum við hafa það.“ Svo mörg voru þau orð. Er þetta eitthvað fyrir okkur að huga um hér uppi á íslandi, þar sem umræð- an hefur fyrst og fremst gengið út á það nú síðsumars að opna fyrir leyfi til að flytja inn búvörur frá Evrópubandalaginu í þeim tilgangi að lækka matvælaverð til neytenda? GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON, hagfræðingur Stéttarfélags bænda. ræktaðastur norrænn kynstofn, með sem mesta sjálfumgleði. En líkt og sýndi sig með íslenska nas- ismann á millistríðsárunum, er slíkt óraunsætt til lengdar. En hvaða rök má færa fyrir kost- um áframhaldandi veru herliðsins? 1. Þá mundi hið dulbúna atvinnu- leysi vera að hluta kostað af Banda- ríkjamönnum í stað okkar, með auknu atvinnuleysi þar. Það myndi þýða að a) tvískinnungur okkar sem fullveldis mundi aukast að sama skapi og b) að við yrðum að láta eitthvað nýtt í staðinn, annað en landið sem peð í köldu stríði, og þá sennilega arð af fiski. 2. Ávinningar yrðu þó ýmsir: Varnarsamstarfíð við Bandaríkin er visst mótvægi gegn EES-samn- ingi okkar við Evrópu. Hann mundi því hjálpa til að viðhalda a) hag- stæðum viðskiptakjörum við Bandaríkin, b) samgangi við hóp útlendinga hérlendis. En það er eina tækifærið okkar til að vera í nánu sambýli við aðra þjóð, og til að líkj- ast þannig flestum Evrópuþjóðum öðrum, sem búa hlið við hlið. C): nærvera hersins hefur skerp skiln- ing okkar á þeim flókna heimi sam- býlis þjóða sem við lifum í, og jafn- framt skerpt ættjarðarást. 3. Loks má nefna að flest það sem nefnt hefur verið varðandi brottför hersins getur átt við að hluta hér, ef stórfelldur samdráttur verður hjá varnarliðinu. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Pennavinir Dönsk 25 ára stúlka sem segist haldin af pennagleði og söfnunarár- áttu. Safnar m.a. frímerkjum, mynt, límmiðum og merktum inn- kaupapokum úr plasti: Berit H. D. Jepsen, Orkidevej 8B, 7790 Thyholm, Danmark. Nítján ára finnsk stúlka með áhuga á tónlist, frímerkjum, dansi og ferðalögum: Satu Tyynela, Patanantie 839, 69850 Patana, Finland. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á sundi, ferðalögum, tónlist. o.fl.: Kveikt verður á stóra jólatrénu kl. 15 Herstöðvarök O P I Ð í D A G 12-17 KRINGMN Elizabeth Walker, P. O. Box 1063, Kingsway Str., Cape Coast, Ghana. Þrítugur finnskur karlmaður með margvísleg áhugamál: Juha Saarinen, Sotilaankatu 7 C 25, SF-33710 Tampere, Finland. Sænskur 27 ára karlmaður vill eignast íslenskar pennavinkonur. Getur ekki annarra áhugamála: Jones Brunhart, Istidsgatan 37 - 3.ván, 90655 Umeá, Sweden. Siemens Euroset 82 O er framúrskarandi traust símtceki og hverror krónu virði. • Hnappar fyrir ýmsar sérþjónustuaðgerðir Pósts og síma • Endurval á síðasta númeri • 10 hnappa númeraminni »16 stafa skjár sem sýnir valið númer og samtalslengd • Stillanleg tíðni og styrkur hringingar • Símalás Verð aðeins kr. 7.670,- MUNIÐ UMBOÐSMENN OKKAR UM LAND ALLT! - VI5KA NORÐURSINS - NÝ SPÁKORT, SEM VEITA ÞÉR AÐSTOÐ í ÚRLAUSN MÁLA SEM SNERTA PERSÓNULEGT LÍF ÞITT, SAMSKIPTI VIÐ AÐRA, ÁSTARMÁL, DEILUMÁL OG ANDLEGAN ÞROSKA. VERÐ KR. 3.255 ( ATH. RANGT VERÐ í BÓKATÍÐINDUM ) ÞROSKANDI OC SKEMMTILEO JÓLAOJÖF FÁST í ÖLLUM HELSTU BÓKA- 00 TÓMSTUNDARBÚÐUM DREIFINARAÐIU: SALA & DREIFING SÍMI: 985-23334 og 811380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.