Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 21
B 21 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 Þær stóðu og spjölluðu saman, f.v. Hildur Helga Sigurðardóttir, Nanna Björnsson, Guðrún Svein- bjarnardóttir og Sigrún Eldjárn. LIST Sigrún Eldjám sýnir 1 London FJOLSKYLDA Paul og Sam sem nú eru ein- ungis 15 og 17 ára með dæt- urnar Jade og Katie sem fæddust með rúmlega árs millibili. I I í ? álverkasýning Sigrúnar Eld- -*■*-*■ járn var opnuð að viðstöddu fjölmenni 24. nóvember sl. í Laud- erdale House listhúsinu í London. Voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Við opnunina söng Islenski kórinn í London, en hann kom einnig fram í breska sjónvarpinu sama dag. Myndir Sigrúnar voru valdar á Essex listahátíðina og sýndi hún þar 4.-19. nóvember í Minories listhúsinu í Colchester ásamt fleiri íslenskum listamönnum. Myndirnar vöktu athygli fyrir sérstakan stíl en listakonan bland- ar saman íslensku landslagi, ís- lensku fólki gjarnan í þjóðbúning- um, suðrænum ávöxtum og græn- meti með óvenjulegum hætti. Sýn- ingin verður opin til 7. desember. Séra Jón A. Baldvinsson ásamt listakonunni Sigrúnu Eldjárn og Jakobi Frímanni Magnússyni. Eignuðust fyrsta barnið 13 Breska kærustuparið Sam og Paul eru aðeins 15 og 17 ára en eiga tvö börn, Jade tæplega tveggja ára og Katie nokkurra mánaða. Þau hitt- ust þegar hún var 13 ára og hann 15, en báðum hafði verið komið fyr- ir á upptökuheimili vegna hegðunar- vandamála heima fyrir og í skóla. Þau urðu ástfangin, fóru að sofa saman og segjast hafa notað verjur. Eitthvað fór þó úrskeiðis því Sam varð ófrísk. Faðir Sam flutti að heiman þegar hún var fímm ára og hún segir að móðir sín hafi orðið hetdur ill þegar hún i’.ppgötvaði að Sam væri með og 15 ára barni. „Paul tók því með furðulegri rósemi og mamma róaðist þegar hún uppgötvaði að ég vildi halda barninu. Vinimir héldu að ég væri vitlaus, nágrannarnir sögðu að þetta væri viðurstyggilegt — og afgangurinn af fjölskyldunni fékk taugaáfall," sagði Sam í nýlegu viðtali. Þegar Jade fæddist var móðir Sam viðstödd ásamt Paul og gekk fæðing- in mjög vel. Sam segist hafa ákveðið fljótlega að hún vildi eignast fleiri böm — helst íjögur — en Paul fannst að tvö gætu verið nóg. „Ef við viljum eignast fleiri börn höfum við tímann fyrir okkur,“ sagði unga móðirin ánægð með hlutskipti sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.