Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 B 15 átta árum sem liðin eru frá því þið byrjuðuð að vera saman? „Hann var þá 29 ára og auðvitað hefur hann þroskast síðan, - og við bæði. Sérstaklega eftir að börnin fæddust. Þegar ég kynntist honum var hann nýkominn úr meðferð og þurfti að taka sig verulega í gegn, sem hann gerði. Hann vann í að bæta sig á öllum sviðum. Honum fannst hann ekki nógu góður á gítar- inn og æfði sig í sex til átta tíma á dag, þar til hann var orðinn nógu góður að eigin mati. Hann lærði bragfræði til að bæta sig í textagerð og fékk Silju Aðalsteins og Megas til að hjálpa sér með það. Og hann hefur verið að bæta sig og læra all- an þennan tíma. Hann les mikið ljóð og fylgist vel með í þjóðmálaumræðunni. Hann er róttækur að eðlisfari, en ég held þó ekki að hann sé neinn kommúnisti lengur, hafi hann ein- hvem tíma verið það. Hann hefur þó alla tíð frekar staðið með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Annars verður þú að spyija hann sjálfan nánar út í pólitík- ina.“ Brynja segir að Bubbi sé mikill ákafamaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur, „man- ískur" myndu sumir segja: „Hann er oft með mörg jám í eldinum í einu og lendir þá stundum í vand- ræðum, en kraflar sig alltaf út úr þeim einhvern veginn. í sumar var hann til dæmis að spila út um allar jarðir með GCD og var jafn- framt að vinna að þessari plötu. Hann spilaði þá fram eftir nóttu og börnin vöknuðu svo klukkan átta á morgnana þannig að oft var lítið um svefn. En hann leggur sig hundrað prósent fram í öllu því sem hann er að gera. Hann tekur starfíð mjög alvarlega. Þetta, sem hann hefur verið að skapa í gegnum árin, gerist ekki af sjálfu sér.“ Mjúkur að eðlisfari Þegar Bubbi kom fyrst fram á sjónarsviðið var hann ímynd töffar- ans, reiður ungur maður, meitlaður af harðri lífsbaráttu hins vinnandi manns. Og þetta kom skýrt fram í tónlist hans og textum. Óneitanlega hefur Bubbi breyst hvað þetta varð- ar. Brynja var spurð hvort hún hefði fundið fyrir þessari breytingu í dag- legri umgengni við hann? „Bubbi er mjúkur maður að eðlis- fari og hefur líklega alla tíð verið það undir yfirborðinu. Hann er yngstur af fimm bræðrum og var í miklu uppáhaldi á heimilinu. Hann hefur alltaf verið mikill mömmu- strákur. En svo dó hún og hann lenti í þessu rokki og dópi og auðvitað hafði það sín áhrif á hann. Þetta var líka tíðarandinn á þeim árum.“ - Og nú er þessi harði tónn horf- inn og hann farinn að syngja ástar- söngva til þín. Hvernig líður þér þegar þú heyrir þetta í útvarpinu? „Alveg yndislega. En ég hafði auðvitað heyrt þetta allt áður en platan kom út. Hann leyfir mér yfir- leitt að heyra það sem hann er að semja hverju sinni og spyr mig álits. Ég er hins vegar orðin svo vön hon- um svona rómantískum. Hann er svona við mig dagsdaglega. Segir mér oft á dag hvað hann elski mig mikið og hvað ég sé yndisleg." Brynja verður hugsi um stund, en segir síðan brosandi: „En eigum við ekki að tala um eitthvað annað. Ég er að verða alltof væmin ...“ - Já, tölum dálítið um þig sjálfa. Ertu alveg hætt að vinna íþínu fagi sem þjónn? „Já, mér finnst forréttindi að fá að vera heima hjá börnunum og hugsa um karlinn. Ég játa það fús- lega að það er ákveðin stéttaskipting hér á heimilinu. Ég er húsmóðirin og annast yfírleitt þau störf sem því tilheyra. Það á eflaust eftir að fara í taugarnar á Bubba að lesa þetta, en svona er þetta nú samt og í raun- inni ekkert athugavert við það. Það er ekki það að hann sé á móti heimil- isstörfum, heldur fer það einfaldlega ekki saman við hans vinnu. Hann tekur þó oft til hendinni hér heima, þegar hann hefur tíma. Hann er mikill fjölskyldumaður og leggur mikið upp úr því að eiga fallegt heimili og góða fjölskyldu. Og hann vill halda í ákveðna siði sem hann er alinn upp við, til dæmis sunnu- dagssteikina og þess háttar. Hann er mjög sanngjam og þó að hlutim- ir snúist mjög í kringum hann, hans ímynd og hans persónu á meðan plötumar em að koma út, þá er hann jarðbundnari en margur held- ur.“ - Er hann duglegur í eldhúsinu? „Já, þegar hann vill það viðhafa. Hann á sína uppáhaldsrétti sem hann eldar gjarnan sjálfur. Þó myndi ég segja að hann væri betri söngv- ari en kokkur." Viljum helst vera heima Við víkjum nú talinu að frístund- um þeirra hjóna og Brynja segir að þeim vilji þau helst eyða i faðmi fjölskyldunnar: „Eftir að bömin fædd- ust viljum við vera sem mest með þeim, þegar Bubbi á frí. Við höfum gaman af að fara út að borða einstöku sinnum, en gallinn er sá að þegar við förum á skemmtistaði hér heima þá er hann strax orðinn „Bubbi". Hann vill því helst vera bara heima enda gemm við lítið af því að sækja almenna skemmtistaði. En þegar mikið stendur til, eins og núna, er heimilið oft eins og um- ferðarmiðstöð og fjöl- mennt í kringum borð- stofuborðið. Við höfum líka bæði mjög gaman af því að ferð- ast. Bubba líður mjög vel í sól dg sækir í að komast í sólarlandaferðir, að minnsta kosti einu sinni á ári. Það er oft í slíkum ferðum sem hann fær innblástur að textum. Það góða við þessar ferðir er að þarna getur hann horfíð inn í fjöldann og verið bara hann sjálfur." - Hefur þú sjálf orðið fyrir óþæg- indum hér heima, sem beinlínis má rekja til þess hversu þekktur maður Bubbi er? „Það er frekar hann, sem verður fyrir óþægindum af þessum sökum. En auðvitað getur það stundum ver- ið óþægilegt að vera bundin slíkum manni. Þetta var þó verra hér áður fyrr, þegar við bjuggum niður í miðbæ. Símhringingar á öllum tím- um sólarhringsins var það sem pirr- aði mig mest. Aðallega voru það flissandi skólastelpur, en stundum líka geðsjúklingar og fyllibyttur sem töldu sig eiga eitthvað vantalað við Bubba. Og svo er það auðvitað með Bubba eins og flesta þekkta menn að það fara alls konar sögur í gang af litlu tilefni. Eftir því sem sögurn- ar segja eigum við oft að hafa skil- ið. Þegar við fluttum hingað á Sel- tjarnarnesið þurftum við að setja búslóðina í Eimskipsgám til geymslu og þá kom til dæmis sagan um að við værum skilin og Bubbi fluttur úr landi. Annars tel ég mig hafa ágæta aðlögunarhæfileika og þetta venst furðu fljótt. Ég er nú orðin vön því að vera bara „konan hans Bubba“. Ég átti dálítið erfitt með að sætta mig við það fyrst, að hætta að vera Brynja Gunnarsdóttir og verða þess í stað „Brynja hans Bubba“, en þetta er bara fylgifiskur þess að bindast þekktum manni og við því er ekkert að segja. Þú hefðir til dæmis aldrei beðið mig um þetta viðtal nema bara af því ég er konan sem Bubbi er að syngja um á nýju plötunni. En þegar upp er staðið þá held ég að ég hafi breytt honum meira og haft meiri áhrif á hann, en hann á mig. Ég hef aldrei elt hann í einu eða neinu. Fyrstu jólin sem við vor- um saman kom hann heim til for- eldra minna á aðfangadagskvöld og var í gallabuxum. Hann stakk auð- vitað í stúf því að ömmurnar voru á upphlut og aðrir fjölskyldumeðlim- ir í sínu fínasta pússi. Það sagði enginn neitt, en hann gerði þetta ekki aftur. Líklega hefur hann ekki átt nein jakkaföt eða sparibuxur á þessum árum. Núna klæðir hann sig upp á aðfangadagskvöld eins og hver annar fjölskyldufaðir og hefur gaman af því.“ Þegar upp er staöiö þá held ég aö ég haf i breytt hon- um meira og haft meiri áhrif á hann, en hann á mig Kuldaulpur kr. 2.990,- Litir: Grænn, blar, Ijós og rauður. Stærðir: S, M, L. fit#8 ,«l. Sendum í póstkröfu. Opið sunnudag kl. 12-17. YERO mODA Kringlunni, s. 686244, Laugavegi 81, s. 21444. MOBIRA CITYMAN NQKIMSO Farsími framtíðarinnar 480 s -allt í sama tœkimi * Lítill, fer vel í vasa * Léttur fer vel í hendi > Fallegur, fer vel í bílnum Nýjt Jung! NOKIA 150 er aðeins fáanlegur með Nickel Metal Hybrid rafhlöðu. Þær endast lengur og hafa meira en helmingi lengri líftíma. Tæknilegar upplýsingar unt NOKIA 150: a Stærð: h:177 b:58 d:36 mrn. Þyngd: 480 g. (sá léttasti) a RAFHIAÐA STÖDUGT TU.BÚINN TIL * TAL NOTKUNAR * 1000 inAh 50mín 20 klst. HLEÐSLA HLEÐSLUTÍMI 1000 mAh Kvdkjnrasmirð í bfl 12 V 80 rnín Feröahleðsla 220V 80 mín Borðsliindur 220V (heiina) 80 mín Nokia 150 - fislétti farsíminn er enn ein nýjungin frá Nokia Mobile Phones í Finnlandi en þeir eru stærstu framleiðendur farsíma í Evrópu í dag. Nokia 150 hefur alla þá kosti sem alvöru farsími þarf að hafa, svo lítill og þægilegur, hvort sem hann er í töskunni, brjóstvasanum eða klemmdur við beltið að þú veist varla af honum - nema þegar þú þarft á honum að halda. NOKIA150 - bylting tfarsímum ú íslandi. Leitið upplýsinga! || Hátæknlhf. ÁRMÚLA 26 P. 0. B0X. 8336, 128 REYKJAVÍK SÍMI 675000, FAX 689443

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.