Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 4 Áhersla lögð á fj ölskyldustarf FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI FAGNAR 80ÁRA AFMÆLI eftir Guðne Einarsson ÞRÁTT FYRIR 80 ár að baki er Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði einn sá yngsti á landinu, ef miðað er við meðal- aldur safnaðarfólks. Mikið er um ungar barnafjölskyldur í söfnuðinum og fjölgar þeim ört. Á hverjum sunnudegi eru haldn- ar fjölsóttar barnaguðsþjón- ustur og sækir fullorðið fólk þær ekki síður en börnin. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði var stofnaður á sumar- daginn fyrsta 1913. Þann 14. des- ember það sama ár var kirkja safn- aðarins við Austurgötu í Hafnar- firði vígð. Söfnuðurinn minnist þessara tímamóta í dag. „Sunnudagaskólinn er þunga- miðja safnaðarstarfsins, þetta er fjölskyldustarf," segir séra Einar Eyjólfsson safnaðarprestur. Auk sunnudagaskólans eru haldnir fundir fyrir ólíka aldurshópa barna tvisvar í viku, barnakór starfar og tvisvar á vetri er farið með ferm- ingarböm í námsferðir. Til að sinna sívaxandi barna- og unglingastarfi hefur verið ráðinn kennari í starf á vegum kirkjunnar. Hefðbundnar messur eru annan hvem sunnudag og fræðslufundir og opin hús fyrir fullorðna öðra hveiju yfir vetrartímann. Þá era starfandi kirkjukór og kvenfélag og boðið upp á opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu við Austurgötu 24 tvisvar í mánuði. Ör fjölgun í söfnuðinum Fríkirkjan í Hafnarfirði er í örum vexti. Á fáum árum hefur fjölgað um meira en 600 og telur söfnuðurinn nú yfír 2.400 manns. Um árabil fækkaði safnaðarfólki jafnt og þétt og var þar mikið um að kenna reglugerðarákvæði sem var söfnuðinum andsnúið. Ef fólk flutti út fyrir landfræðileg mörk Hafnarfjarðar féll það sjálfkrafa af safnaðarskrá Fríkirkjunnar og var skráð í þeirri sókn sem það flutti í. Ef þetta fólk flutti svo til baka, þá fór það ekki aftur á safn- aðarskrá Fríkirkjunnar heldur var það áfram í safnaðarbókum þjóð- kirkjunnar. Séra Einar barðist fyr- ir því að fá þessu breytt þannig að sóknarmörk væra upphafin, þegar um Fríkirkjuna er að ræða, líkt og gildir um önnur frjáls trúfé- lög. „Það þurfti þriggja ára bar- áttu við kerfíð til að þessu órétt- láta fyrirkomulagi væri aflétt," segir séra Einar. Fjöldi fólks, jafn- vel burðarásar í starfí Fríkirkjunn- ar, reyndust ekki vera á safnaðar- skrá þegar að var gáð. Gerð hefur verið gangskör að því að leiðrétta safnaðarskrána. Einnig er mikið um að fólk, sem fer að sækja Frí- kirkjuna og þá gjaman barna- og unglingastarfíð, óskar eftir að ganga til liðs við söfnuðinn. Vöxturinn hefur styrkt starfið, því Fríkirkjan hefur ekki aðrar tekjur en sóknargjöld safnaðar- fólksins. Þær tekjur verða að hrökkva fyrir öllum útgjöldum, jafnt launum prests og annars starfsfólks og daglegum rekstri. Fyrsta kirkja Hafnarfjarðar Á ofanverðri 19. öldinni kom upp evangelísk-lúthersk fríkirkjuhreyf- ing hér á landi. Fríkirkjurnar höfðu sama trúargrandvöll og þjóðkirkj- an en vora frábragðnar hvað varð- aði safnaðarskipulag og voru óháð- ar ríkisvaldinu. í kjölfarið fylgdi umræða um samband ríkis og kirkju. Óánægja með útkomu prestskosninga átti oftar en ekki sinn þátt í að söfnuðir klofnuðu og hluti safnaðarbarna kaus að stofna fríkirkju. Sú varð raunin í Garðaprestakalli árið 1913. Fram á þessa öld áttu Hafnfirð- ingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi, engin kirkja var í Hafnarfirði. Árið 1913 fór fram prestskosning til Garða, en mörg safnaðarbörn undu illa niðurstöð- unni. Jafnframt þótti mörgum orð- ið tímabært að reisa kirkju í Hafn- arfírði og átti þetta tvennt stærst- an þátt í að Fríkirkjan í Hafnar- firði var stofnuð á fyrsta sumardag 1913 við guðsþjónustu í „Gúttó“. Nýja kirkjan var reist á aðeins þremur mánuðum. Þetta framtak ýtti við kirkjuyfirvöldum og árið eftir reis þjóðkirkjan í Hafnarfirði. Séra Einar segir að kirkjan sé nú oft setin til þrengsla og stutt sé í að fjölga verði messum þá daga sem kirkjusókn er mest. Safnaðar- heimilið við Austurgötu 24 var keypt fyrir 5 árum og hefur það bætt úr brýnni þörf fyrir starfsað- stöðu. Þrengsli í kringum kirkjuna og safnaðarheimilið standa þó starfínu fyrir þrifum og framundan era viðræður við skipulagsyfirvöld um fjölgun bflastæða og bætt að- gengi að kirkjunni. Fríkirkjufyrirkomulagið Fríkirkjuprestar eru vígðir til starfa af biskupi íslands og eru samskiptin við þjóðkirkjuna öll hin ágætustu. Séra Einar nefnir að forveri sinn, séra Bernharður Guð- mundsson, hafi verið fjölmiðlafull- trúi biskups um leið og hann gegndi hálfu prestsstarfi í Fríkirkj- y. Morgunblaðið/Árni Sæberg A kirkjutröppunum SÉRA EINAR Eyjólfsson er prestur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði. Söfnuðurinn heldur upp á 80 ára afmæli nú um helgina. unni. Forveri Bernharðs, séra Magnús Guðjónsson, var jafnframt prestsembættinu biskupsritari, svo segja má að Fríkirkjunni í Hafnar- fírði hafi verið öðram þræði stýrt úr Biskupsstofu. Þá skal þess get- ið að eiginkona séra Einars, frú Edda Möller, er framkvæmdastjóri Skálholts, útgáfufélags þjóðkirkj- unnar. Að sögn séra Einars ríkir mesta eindrægni og bræðralag milli Frí- kirkjunnar í Hafnarfírði og íjóð- kirkjunnar. Biskup boðar fríkirkju- presta á prestastefnur og hafa þeir þar málfrelsi og tillögurétt. Á milli kirknanna í Hafnarfirði er gott samband, en jafnframt telur Einar að hófleg samkeppni um sálimar brýni báða aðila til góðra verka. Fríkirly'a hefur sína kosti Séra Einar vígðist til þjónustu í Fríkirkjunni í Hafnarfírði og hef- ur því ekki reynslu af prestsstarfi í þjóðkirkjunni, þótt hann fari nærri um hvernig það sé. Að feng- inni reynslu telur hann að fríkirkju- fyrirkomulag hafi sína kosti. „Ég tel það styrk þessa safnaðar að hann er sjálfstæður. Fólkinu er það metnaðarmál að vera sjálfstæð kirkja, engum háð. Þegar ég kom hér til starfa tók á móti mér traust- ur hópur fólks, sem var vanur að sinna safnaðarstarfinu vel. Ég tel að í safnaðarfyrirkomulagi sem þessu finni fólk til ríkari ábyrgðar, það veit að starfíð hvílir á þess herðum. Ég á sterkan bakhjarl í söfnuðinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.