Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 Frændsystkin Róberts, Pia og Klaus, loksins á íslandi - í fyrrasum- ar! I áratugi máttu austur-þýsk skyldmenni Róberts ekki heimsækja hann á meðan Berlínarmúrinn var og hét. Róbert í hlut- verki Zorba í samnefndum söngleik í Borgarleikhús- inu i Liibeck ásamt Luise Ullrich sem lék ástkonu hans, Búbúlínu. A sínum yngri árum var Ullrich mjög þekkt og dáð leikkona i Vestur-Þýska- landi. lega á, sérstaklega ef leið langur tími á milli þess sem við hittumst. Að vísu skrifaði Harry ekki sjálfur held- ur lét konu sína gera það því að hann mátti helst ekki sem starfsmað- ur lögreglu eiga samskipti við út- lönd. Menn í hans stöðu urðu að þola ýmis höft af þessum toga. Reyndar vissi ég til þess að hann skrifaði mömmu nokkrum sinnum en það hefur líklega verið litið öðrum augum. Þó að Harry væri sjálfur ekki alls- kostar ánægður með stjórnkerfið í Austur-Þýskalandi varð hann að láta sér það lynda. í ábyrgðarstöðu hjá ríkinu gat hann ekki hoppað inn og út eftir geðþótta því að hann var kominn með ákveðna þekkingu um ýrríis mál sem varð að halda leyndri. Þess vegna gat hann engan veginn orðið fijáls maður. Honum hefði ver- ið ýtt út í kuldann ef hann hefði verið með einhvern uppsteyt - en það vildi hann ekki gera fjölskyidu sinni. Persónunjósnir Það er ekki fyrr en nú á allra síð- ustu árum sem farið pr að tala um eitthvað sem heitir símahleranir eða persónunjósnir hér á landi. En á meðan Austur-Þýskaland var og hét brúkaði lögreglan þar þessa aðferð alveg fram á síðasta dag, ég tala nú ekki um á hótejum og öðrum opinberum stöðum. Ég varð oft var við ótta fólks hvað þetta snerti og get sagt þrjár sögur af því. I fyrstu ferð okkar Stellu til Aust- ur-Þýskalands, stuttu eftir að Berlín- armúrinn var reistur 1960, buðu ættingjar mínir okkur með sér á frægan veitingastað, Auerbachskell- er í Leipzig. Sá staður er líklega kunnastur fyrir það að Goethe, eitt af höfuðskáldum þýskra bókmennta, sótti hann mikið á sínum tíma og samdi þar m.a. leikritið Fást. Við fengum borð í kaffisalnum á efri hæðinni en þar voru margir fyr- ir. Það fyrsta, sem við Stella tókum eftir og furðuðum okkur á, var það hversu hljóðlátt var í salnum. Það hefði átt heyra saumnál detta. And- rúmsloftið var vægast sagt undar- legt. Við töluðum þarna í eðlilegri tónhæð en tókum eftir því að fólkið okkar svaraði yfirleitt í miklu lægri tóni, nánast hvíslaði eins og allir aðrir þarna inni. Ástæðan var sú að það voru ekki bara hlerunartæki sem alþýða manna óttaðist í veitingahús- um heldur treysti það ekki manninum við næsta borð, hann gat verið njósn- ari, útsendari frá lögreglunni. Að hugsa sér! Allt líf þessa fólks mark- aðist af óttanum við yfirvöld. Okkur Stellu snerti þetta ekki neitt sérstak- lega en það gat verið vont fyrir þau sem voru með okkur að segja eitt- hvað ógætilega. Mér er það líka minnisstætt að á fyrsta stefnumóti okkar Harrys neit- aði hann að koma inn til Piu, frænku okkar. Ég vissi ekki þá hvers vegna en hann sagði mér það síðar undir ljögur augu heima hjá sér. Þá var það þessi ótti við Stóra bróður, að íbúð Piu yæri ef til vill hleruð. Hann tók enga áhættu og var fullur tor- tryggni eins og ailir aðrir sem lifa í lögregluríki. Það var margt í þessum dúr sem átti eftir að ljúkast betur upp fyrir mér. Þriðja og síðasta sagan er frá því nokkrum dögum áður en múrinn hrundi. Þá var ég staddur á hóteli í Leipzig. Mig langaði til að hitta Klaus frænda minn, hringdi í hann og bauð honum til mín til. En þegar hann birtist vildi hann ekki þiggja að koma inn á herbergið mitt heldur kaus að við töluðum saman á fyrstu hæð hótelsins þar sem var kaffistofa og bar. Þetta var í eftirmiðdaginn. Fátt fólk var þar inni og barinn lokaður. Þegar við vorum sestir niður sagði hann mér að það í öllum hótelum væri það sem þeir kalla „wanzen" eða veggjalýs á íslensku, þ.e.a.s. hljóðnemar um allt til að hlera hvað fólki færi á milli. Hann vildi ekki hætta á að samtal okkar yrði hlerað. Þetta var nú sá óhugnaður sem Austur-Þjóðveijar urðu að lifa við í áratugi. Bókartitill: Róbert - Ævisaga Iistamanns Höfundur: Eðvarð Ingólfsson Útgefandi: Æskan Útgáfudagur: 4. desember Verð: 2980 kr. Borgardætur/Svo sannarlega Islenskar Andrews-systur Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Fortíðardýrkun hefur verið tals- vert áberandi í íslenskri hljómplötu- útgáfu að undanförnu og hafa menn þá ýmist leitað fanga í gam- alli hippatónlist eða farið allt aftur til þeirrar tónlistar sem var í tísku fyrir stríð. Á nýrri plötu sem ber heitið Svo sannarlega dusta Borg- ardætur rykið af stríðsáratónlist í anda Andrews-systra og það skemmtilega við þessa útgáfu er hversu vel er að verki staðið á flest- um sviðum. Borgardætur eru Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir og radd- ir þeirra falla saman eins og flísar í rassa hinna bandarísku fyrir- mynda. Ef eitthvað er þá fara þær betur með þessi lög en Andrews- systrum tókst nokkru sinni og er þá mikið sagt. Eyþór Gunnarsson, sem annast upptökustjórn og út- setningar, á hér stóran hlut að máli, en nafn hans er að verða eins konar vörumerki á vönduð og hnitmiðuð vinnubrögð í hljómplötu- útgáfu. Að vísu fylgir hann ræki- lega amerísku forskriftinni í út- setningum, en bætir um betur þar sem því verður við komið. Eyþór annast auk þess píanóleik og lemur konga- og bongótrommur, en aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru Matthías Hemstock á trommur, Þórður Högnason á bassa, Sigurður Flosason á sax, klarínett og flautu, Yeigar Margeirson á trompet og Össur Geirsson á básúnu. Lögin á plötunni eru tólf talsins, melódísk og keimlík, enda líður tónlistin áfram í þægilegri stemmn- ingu frá upphafi til enda. Textam- ir falla yfirleitt vel að laglínunni, en flestir þeirra eru eftir Einar Thoroddsen. Þórarinn Eldjárn legg- ur einnig fram nokkra texta og síðan eiga Þrándur Thoroddsen, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Andrea Gylfadóttir einn texta hvert. Ekki treysti ég mér til að gera upp á milli textanna á þessari ágætu plötu, eða nefna eitthvert (f|SJ FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA ¥ * ~=- w _________________________________' mrm ~ 1928-1993 UTFLUTNINGSRAÐ FÍS Gædamál og innra eftirlit Útflutningsráð Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar í Skálanum, Hótel Sögu, þriðjudag- inn 14. desember kl. 12.00. Framsögumenn verða: Dr. Róbert Hlöðversson, Nýja skoðunarstofan hf.: Innra eftirlit í fiskvinnslufyrirtækjum - Gæðakröfur innan EB. Ágúst Guðmundsson, Bakkavör hf.: ISO staðlar - Áhrif gæðavottunar á markaðssetningu afurða. Þátttökugjald með hádegisverði kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félags- ins í síma 678910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. Glœsilegur nýársfagnaður í Hafnarfirði 1. janúar nk. Hátidarmatseðill: Fordrykkur - Fjarðartár. Lystauki að txstti Hraunholts. Laxadúett m/villtu salati, furufrcei og piparrótarsósu. Kampavínssorbet m/feskri sítrónumelisu. Pönnusteiktur turnbauti m/kryddjurtasósu, gljáðum kartöflutoppum og fersku gmnmeti. Þriggja laga ísterta tn/apríkósusósu ogferskum ávöxtum. Kafjfi og konfekt. Skemmtidagskrá kvöldsins býður m.a. upp á: Kabarett, dansatridi sérstakiega samiðjyrir kvöldið. Söngatriði, ein efnilegsta söngkona landsins kemurfram. Eldjjörugur kvartett kemitrfram. Gamanerindi og Hafnarffarðaranndtl. Húsiðopnað kl. 19.00- borðhaldhefst ki. 20.00. Á meðan cí borðbaldi stendur verður leikin lifandi tónlist. Bókanir eru þegar baftutr og verða til 28. des. i Hraunholti miiliki. 17.00 og 19.00 eðafsítm 654740. Bókanireinnig í snyrtivöruversluninniAndorru, Strandgötu 32, sími52615. * Verð kr. 5-500, - pr. ntann (afsl. fyrir hópa). s Ath.: Ekkert hátiðardlag verðttr á bar og borðvíni. Hafnfirðingar, skemmtum okkur í heimabyggð. Dansað til kl. 03.00. Veislustjórl: Magnús Scbeving Hraunholt Dalsbrauni 15, Hafiutrfirdi. simar 650644 og 654740. £z lag öðru fremur. Því síður sé ég ástæðu til að leggja gæðamat á frammisöðu Borgardætra hverrar fyrir sig, enda er það heildin og samstillingin sem hér skiptir öllu máli og hefur sá þáttur tekist mjög vel að mínu mati. Þetta er þægileg plata að hlusta á og ber fagmann- legum vinnubrögðum gott vitni. TIL SÖLU DAF 1900 árg. '88, ek. 122 þús. km. Nýr7 m pallur. MAN9 136, árg. '84, ek. 132 þús. km, 4x4 með læstum drifum. DAF45, árg. '92, 4x4, ek. 136 þús. km. 3 drifa Benz 26-35, árg. '91, ek. 126 þús. km. Vel útbúinn bíll. OK-RH8, árg. '88, ek. 9.2001. Ford 6610, árg. '89, með snjó- blásara, ek. 1.200t. Öll þessi tæki eru í eigu Glitnis ht. ug fást á góðu verði og kjörum. Til sýnis og sölu hjá Vörubílum og vélum, Dal- vegi 2, Kóp., sími 641132, fax641156. Heimasími 650529.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.