Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 Buddan Jólabruðl JÓLAGJAFIR er sá þáttur jólahaldsins sem kemur flest- um í þungt skap samkvæmt vísindalegri könnun minni. Þunga skapið orsakast af eigin óráðsíu og skipulagsleysi. Við kaupum gjafir til að gleðja, en erum ekki glöð sjálf því okkur finnst við alltaf hafa eytt of miklu. Sannleikurinn er sá að við eyðum of miklu. Við gefum of dýrar gjafir, of margar gjafir og kaupum gjafir alltof seint. Meðan ég dvaldi meðal Þjóð- veija um daginn spurði ég þá hversu mikið fé þeir færu með í jólagjafir. Mér krossbrá þegar ég heyrði upphæðimar því þær voru svo lágar miðað við þær summur sem fljúga úr buddum íslendinga fyrir jólin. Og það sem meira var, þær voru svipaðar hjá öllum og algjörlega óháðar því hversu háar tekjur menn vom með. Algengasta upphæðin var frá kr. 1.000 til kr. 2.500. Stöku sinnum kemur það þó fyrir að þeir eyða meiru. Efnuð kona fór hjá sér þegar hún stam- aði því út úr sér að eiginmaður- inn hefði verið óvenju örlátur um síðustu jól. Ég hafði nú heyrt ýmsar upphæðir hér heima þegar um jólagjafir frá eiginmönnum er að ræða, heyrt um gull- og demantsgjafir fyrir tugi ef ekki hundrað þúsunda, og þröngvaði því fram játningu hjá konunni. Ætlaði nú einu sinni að negla þýskarann fyrir braðl. En þá kom í ljós að þetta óheyrilega örlæti hafði kostað um 12.600 krónur. Hugsa sér, þeir eyða ekki meira í gjafír en samt era þeir með miklu hærri laun en við, eru ekki skattpíndir eins og við, þurfa ekki að borga okurvexti af lánum eins og við, hvað þá verðbætur ofan á okurvextina í svo til verðbólgulausu þjóðfélagi, og svo er maturinn ódýrari hjá þeim, fatnaður, heimilistæki, í stuttu máli, það er bara dekrað við þá, og svo gefa þeir ekki dýrari jólagjafír. Ég hefði flokkað þetta undir nísku ef ég vissi ekki betur. Stað- reyndin er sú að Þjóðverjar eru sífellt gefandi og færandi fólki eitthvað. Koma aldrei blómalaus- ir í heimsókn og eru eilíflega að gauka einhveiju að manni. Nú er ekki svo að þessir menn kaupi ekki dýra hluti, því það gera þeir og heldur betur. Þeir gera það bara ekki endilega fyrir jól- in. Gjafmildi þeirra er skipt niður á allt árið, meðan gjafmildi okk- ar brýst út með þunga fyrir jól- in. Þeir fara sem sagt ekki ham- föram í desember eins og við. Þessi gengdarlausa eyðsla snýst ekki aðeins um jólagjafír heldur einnig um matinn. Matur er keyptur inn með slíku offorsi að halda mætti að við hefðum soltið allt árið. Og kannski má rekja þetta desemberkaupæði til þess tíma er íslendingar áttu varla ofan í sig. Nema rétt um jólin. Og þá urðu allir svo góðir og gjafmildir. Vinkona mín sagði mér þá sögu um daginn að óvenjuleg gjafmildi hefði hellst yfír hana fyrir jólin í fyrra. Það er að segja, eftir að nýtt kortatimabil var hafíð. Hún hefði gengið í jólav- ímu milli verslana og rétt fram kortið sitt og kvittað. í febrúar kom svo reikningurinn, og hún sagði orðrétt: „Eg hef verið að greiða hann fram á þennan dag.“ Við gefum ekki aðeins of dýr- ar gjafir, þær era líka of marg- ar. Eg held að það sé alveg óþarfí að gefa systkinabömum og frændsystkinum um land allt. Það fylgir því víst nógu mikið stress að fínna gjafír handa sín- um nánustu, þótt maður sé nú ekki að finna gjafír handa böm- um og fólki sem maður sér ekki nema stöku sinnum framan í. Og þótt maður vilji rétta ættingj- um eitthvert lítilræði, er ekki auðvelt að fínna lítilræði í ís- lenskum verslunum. Og þá er ég komið að því sem kórónar þennan jólaþunga og það er okur kaupmanna fyrir jólin. Aldrei er verðið jafnhátt og núna. Af kvikindisskap einum fylgist ég með verði í verslunum allt árið um kring og ég hef séð að verð rýkur upp yfír allt vel- sæmi fyrir jólin. Það á einkum við um gjafavörar, snyrtivörur, úr og skartgripi og fatnað. Eink- um undirfatnað. Þá blómstrar álagningin. Enda þekkja kaupmenn veik- leika íslenskra neytenda í desem- ber og vita að þeir borga það verð sem sett er upp þegjandi og hljóðalaust, eins og þrælar. Enda komnir af írskum þrælum. Því eiga menn að byija að kaupa jólagjafír þegar sumri hallar. Þá fá þeir ekki á tilfinn- inguna að þeir. hafi eytt of miklu. Og þeir sem nota kort fá ekki taugaáfall í febrúar. Mönnum fínnst kannski leiðinlegt að skipuleggja hlutina svona fyrir- fram, en stundum hafa menn ekki efni á að skipuleggja ekki hlutina. En hin margumrædda gjaf- mildi er í raun engin gjafmildi, heldur íslenskur, arfgengur sjúk- dómur sem nefnist jólabruðl. Kristín Maija Baldursdóttir TÓNLIST Fjörí plötuútgáfu Plötuútgáfa fyrir jólin er blómlegri en nokkra sinni. Hefur gengið á með útgáfutónleikum og kynning- um á plötum allan desembermánuð. Hér era svipmynd- ir frá nokkram þessara atburða, m.a. frá útgáfuhátíð sjálfstæðra útgefenda á Hótel Islandi, þar sem vel á annað þúsund manns komu saman til að hlýða á og horfa. Móeiður Júníusdóttir söng gamla slagara með mjúkri sveiflu. Bjarni Arason og Sverrir Stormsker tóðu upp ssaman. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Súkkat hélt útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu. James Olsen söng trúarsöngva með aðstoð kórs. YNGSTIFORSÆTISRAÐHERRA HEIMS í SAMTALIVIÐ MORGUNBLAÐIÐ Stefnir að þremur kjörtíma- bilum og nýju starfi um fertugt Lichtenstein. Frá Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunbladsins. DR. Mario Frick, 28 ára forsæt- isráðherra Liechtenstein, er sjálfsöruggur án þess að vera sjálfs- ánægður. Hann lauk doktorsritgerð í lögfræði við viðskiptaháskólann í St. Gallen í Sviss í fyrra og hugðist halda til Englands eða Bandaríkj- anna á þessu ári til að öðlast reynslu og bæta sig í ensku. „En þá kom þetta upp á,“ sagði hann og leit í kringum sig í forsætisráðherra- skrifstofunni í stjómarbyggingunni í Vaduz. „Nú stefni ég að því að halda þessu embætti í 12 ár. Þijú kjörtímabil er nógu langur tími. Ég get enn hafið lögfræðistörf eða náð árangri á einhveiju öðra sviði um fertugt." Ríkisstjórnin í Liechtenstein minnir einna helst á framkvæmda- stjórn fyrirtækis. Ráðherrarnir fimm eiga ekki sæti á þingi. Stjórn- arflokkarnir tilnefna þá og þingið kýs ríkisstjórnina. Hún sér um ríkis- reksturinn. 25 manna þingið kemur aðeins saman í tvo til þijá daga í mánuði, leggur línurnar og afgreið- ir lög og reglur sem þarf að sam- þykkja. Stóru stjórnarflokkarnir tveir, Föðurlandsbandalagið (VU) og Borgaralegi framsóknarflokkurinn (FBP), hafa verið saman í ríkis- stjórn síðan 1938. Hans Brunhart hafði verið forsætisráðherra VU í fimmtán ár þegar flokkurinn missti meirihlutann í þingkosningum í febrúar. Hann neitaði að gegna aukahlutverki í ríkisstjórn Markus- ar Búchel, forsætisráðherra FBP, og VU varð að fínna annan varafor- sætisráðherra. Gamalgróin verkaskipting kynjanna Mario Frick varð fyrir valinu. Hann hafði verið í sveitarstjóm Balzers-héraðs í tvö ár og staðið sig vel. „Ég þáði ráðherraembættið eftir að hafa borið það undir kon- una mína,“ sagði hann. „Við viljum ekki að aukið vinnuálag hafi áhrif á hjónabandið og leysum það með því að ég tek frá tíma fyrir hana í dagbókinni minni eins og fyrir aðra sem ég þarf að hitta." Konan hans er Þjóðverji. „Það sætta sig allir við það, kannski af því að hún er frá Bæjaralandi og talar svipaða mállýsku og við. Hún er mjög aðlaðandi og ég veit að það hjálpar mér í stjórnmálunum." Þau eru barnlaus og hún starfar sem apótekari. „Mér finnst sjálfsagt að hún geri það þangað til við eign- umst börn. Þá tekur hún sér frí frá störfum til að sinna þeim.“ Frick var varamaður Buchels í ríkisstjórninni þangað til í haust. FBP ákvað þá að skipta um forsæt- isráðherra. Búchel var óreyndur stjórnmálamaður og þótti ekki standa sig sem skyldi. Hann missti endanlega traust flokksins þegar hann gekk fram hjá flokksbróður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.