Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDl DESEMBER' 199T3
B 33«
Mannaferðir
í himingeimnum
Frá Þór Jakobssyni:
Fimmtudaginn 2. desember sl.
skutu Bandaríkjamenn á loft geim-
ferju með sjö manns innanborðs og
var ætlunin að gera við geimsjón-
auka sem kenndur var við stjarn-
fræðinginn E.P. Hubble og svífur
sjónaukinn um jörðina hátt yfir loft-
hjúpi. Morgunblaðið birti fallega
mynd daginn eftir að brottför geim-
feijunnar frá Canaveralhöfða. Ofan
við lofthjúpinn, þennan drullupoll
til ama stjömuglópum, gefst firna-
gott útsýni langt út í geim.
Vísindamenn sinna margs kyns
verkefnum með hjálp sjónaukans
en keppikefli sumra þeirra er að
uppgötva sólkerfi. Mönnum er með
vissu einungis kunnugt um eitt sól-
kerfí. Það eru okkar eigin heim-
kynni: sólin og hnettirnir (reiki-
stjömur) sem ganga umhverfís sól-
ina: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars,
Júpíter, Satúmus, Úranus, Neptún-
us og Plútó.
Aldarfjórðunginn sem af er geim-
öld hefur könnun á jörðinni fleygt
fram, sömuleiðis könnun á tunglinu
„okkar“, og öllum fyrrnefndum
hnöttum í sólkerfínu og þeirra fjöl-
mörgu fylgihnöttum. Ólík gerð
hnattanna og margvíslegir lofthjúp-
ir þeima hafa verið rannsakaðir með
mælingum í geimferðum og fræði-
legum útreikningum. Auk alls þessa
hafa lífsskilyrði annars staðar í sól-
kerfínu en hér á jörðu verið metin
og teljast þau harla bágborin.
Næstu áratugi verður öflugum
sjónaukum skutlað upp fyrir loft-
hjúp jarðar. Sumir munu svífa um
jörðina, aðrir verða reistir á tungl-
inu þar sem ríkir eilíf heiðríkja.
Leit að öðmm sólkerfum auk okkar
eigin merkilegu heimkynna verður
í algleymingi. Stjamfræðingar
munu beina sjónaukum sínum að
hverri stjörnu (= sól) himingeimsins
á fætur annarri og spyija: reikar
hnöttur umhverfís þessa stjörnu —
eða þessa, þessa.
Einn góðan veðurdag, ef til vill
á okkar dögum eða dögum næstu
kynslóðar, kann svo að fara að
menn uppgötva með vissu annað
sólkerfi áþekkt okkar — og svo enn
annað. Álykta verður þá að milljón-
ir sólkerfa séu í Vetrarbraut okkar
og öðmm vetrarbrautum. Og enn
væri fásinna að svo komnu máli að
ætla annað en að víða séu lífsskil-
yrði utan þess sólkerfis sem við eig-
um heima í.
Þann dag sem menn yrðu full-
vissir um þetta og litu til himins
og segðu: já, alheimurinn er mor-
Pennavinir
Fertugur lettneskur frímerkja-
og seðlasafnari:
Serge Fedorchenko,
Varnu 15-26,
Riga,
Latvia LV 1009.
Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka
með áhuga á ferðalögum og körfu-
knattleik:
Ekuwa Akyira,
P.O. Box 1192,
Oguaa,
Ghana.
Fimmtíu og eins árs Þjóðveiji
vill eignast íslenska pennavini:
Hans-Dieter Fliigge,
Lunenburger Strasse 21,
D-28205 Bremen,
Germany.
Nítján ára fínnsk stúlka með
áhuga á eróbík, golfi, dansi og
bréfaskriftum:
Sari Huhtala,
Suksitie 16 A 4,
84100 Ylivieska,
Finland.
Svissneskur frímerkjasafnari vill
komast í samband við íslenska safn-
ara:
Fabio Bianchi,
Via alla Torre 20,
6850 Mendrisio,
Svizzera.
andi af lífi, — sá dagur yrði merk-
asti dagur mannkynssögunnar,
jafnvel merkari en vígsludagur Ke-
opspýramídans fyrir 4500 árum og
upphafsdagur geimaldar, spútnik-
dagurinn 4. október 1957. Það er
skemmtileg tilviljun að vera til ein-
mitt nú og vera vitni að slíkum tíð-
indum — fyrst maður missti af
vígsludegi Keopspýramída. Fylgj-
umst með!
ÞÓR JAKOBSSON
veðurfræðingur,
Espigerði 2,
Reykjavík.
VELVAKANDI
Metnaðarfull ballettsýning
Þann 1. desember var haldin
ballettsýning í Þjóðleikhúsinu fyr-
ir troðfullu húsi. Þetta var fjáröfl-
unarsýning fyrir Listdansskóla
íslands. Þar kenndi margra grasa
og voru sýnd mörg stutt atriði.
Listdans á íslandi hefur árum
saman átt undir högg að sækja.
Þó svo að við „eigum“ Helga Tóm-
asson og fjöldann af öðrum döns-
urum sem starfað hafa og starfa
enn við virt leikhús erlendis, hafa
ráðamenn þjóðarinnar haft mjög
takmarkaðan skilning á því, hve
ungir nemendurnir þurfa að byija
í listgreininni og hve stutt starf-
sævin er. Til þess að hlúa að list-
dansinum þarf fjármagn, aðstöðu
og síðast en ekki síst hæfileika-
ríkt og metnaðarfullt fólk til að
kenna og þjálfa. Það ber að þakka
það sem vel er gert og vissulega
hafa stjórnvöld gert ýmislegt, en
ekki nóg. Listdansskóli íslands er
ríkisskóli, sem stendur núna uppi
nánast íjárvana. Umrædd sýning
var einmitt sett á fót til að hressa
upp á fjárhaginn.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa
þetta bréf er ekki sú að agnúast
út í fjárveitingavaldið, heldur
fyrst og fremst að þakka fyrir
frábæra sýningu. Þarna skorti
hvorki metnað kennara né nem-
enda. Ég er stolt yfír því að eiga
barn í skólanum. Mér fínnst gott
til þess að vita að nemarnir fái
fyrsta flokks kennslu og leiðsögn
hjá kennurum, sem eru sannir
listamenn og hafa til að bera
metnað til að miðla af reynslu
sinni og þekkingu. Engu var kast-
að fram í hálfkæringi á sýning-
unni, að baki hveiju atriði voru
miklar æfíngar, þarna var agi og
fágun í fyrirrúmi. Dansarar ís-
lenska dansflokksins lögðu einnig
sitt af mörkum til að gera kvöldið
sem glæsilegast. Það gerðu þeir
bæði með dansi og með því að
semja dansa, in.a. fyrir nemana.
Þá má geta þess að Egill Ólafsson
og Bergþór Pálsson sungu saman
við góðar undirtektir áhorfenda.
Bæði þeir og íslenski dansflokk-
urinn gáfu sína vinnu. Þeim ber
öllum að þakka.
Að lokum vil ég setja fram
áskorun til menntamálaráðuneyt-
isins, að það láti af hendi rakna
a.m.k. jafnháa fjárhæð til List-
dansskóla íslands og skólinn afl-
aði sjálfur í Þjóðleikhúsinu 1. des-
ember sl. Við þurfum að hlúa að
því sem vel er gert og mikið vær-
um við fátækari, ef ballettinn
hyrfí af sviðinu.
Foreldri.
EKKIHÆKKAÍ
STRÆTÓ
MIG langar að mótmæla fyrirhug-
aðri hækkun á strætisvagnagjöld-
um, en stefnt er að því að hækka
strætisvagnagjhöld úr 100 kr. upp
í 120 kr. frá áramótum. Til hvers?
Er ekki nógu dýrt í strætó? Með
þessu móti eru strætisvagnarnir
að fæla frá sér stóran hóp far-
þega, sérstaklega þá sem í raun-
inni geta ekki komist leiðar sinnar
á annan hátt en með strætó, en
það eru unglingar 13 ára og eldri.
Unglingar á þessum aldri þurfa
að nota strætó mikið, t.d. til að
geta komist í skóla, tónlist-
arskóla, á íþróttaæfingar, í bíó
og margt fleira. Peningurinn sem
fer í strætóferðir er fljótur að
safnast saman. Staðreyndin er sú,
að margir unglingar eru hættir
að tíma að fara í strætó. Fólk
gengur frekar en að fara í strætó,
en það vill svo til að á íslandi er
því miður ekki alltaf veður til
þess, sérstaklega ekki á veturna.
Mér finnst að unglingar eigi
ekki að þurf a að borga fullorðinsf-
argjald alls staðar, sérstaklega
ekki í strætó, heldur eigi að fá
afslátt eins og aldraðir. Það er
nógu oft sem við heyrum frá full-
orðnu fólki, að við séum ekki orð-
in fullorðin.
Guðný Einarsdóttir
ORÐSENDING FRÁ
GULLKÚNST
KONAN sem keypti hálsmen og
eymalokka með ametyst í versl-
unninni Gullkúnst, Laugavegi 40,
fimmtudaginn 9. desember, er
beðin að hafa samband við versl-
unina sem fyrst.
UMRÓFUROG
STÖÐUMÆLASEKTIR
BORGARI hringdi og var æva-
reiður yfír því hvernig vegið væri
að bíleigendum í miðborginni.
Hann sagðist hafa ætlað sér í
Kolaportið sl. sunnudag til að
kaupa ódýrar rófur, sem hann og
gerði. Hann lagði bíl sínum uppi
á Arnarhvoli, gegnt fjármálaráðu-
neytinu, og lentu tvö hjól bílsins
uppi á gangstétt. Þegar borgarinn
kom svo úr rófuleiðangrinum í
Kolaportinu hafði hann fengið
sekt sem hljóðaði upp á eitt þús-
und krónur. Þar sem þetta var á
sunnudegi, allar verslanir lokaðar
og hann taldi sig ekki vera fyrir
neinum, var hann ekki sáttur við
gang mála svo hann fór á stúfana
og talaði við þá sem sjá um um-
ferðarsektir hjá borginni. Hann
fékk þau svör að það væri átak
í gangi til þess að fá fólk til að
leggja bílum sínum í bílastæða-
húsin sem væru í grenndinni.
Þessum reiða bíleiganda fannst
að stöðumælaverðir gætu látið þá
bíla í friði sem ekki væru fyrir
neinum,.þó svo að lagabókstafur-
inn hefði sagt að líklega hefði
hann ekki átt að leggja þarna.
En honum þótti rófurnar orðnar
dýrar, eða um 1.100 krónur kíló-
ið, eftir þessa ferð í Kolaportið.
Huseign - serbýli oskast til kaups
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Staðgreitt upp að 10,0 millj.
Aðeins hús í góðu standi kemur til greina, helst nýbygging.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. desember merkt:
„Húseign - 13058".
Jólasveinar í
Kringlunni
kl. 14 og 15
O P I Ð í D A G
12-17
Jólasöngvar
kórs Langholtskirkju og
Kórskóla Langholtskirkju
Einsöngvarar:
ÓlöfKolbrún Hardardóttir
Eiríkur Hreinn Helgason
Stjómandi: Jón Stefánsson.
Hljódfæraleikarar:
Bemhard S. Wilkinson, flauta, Hallfrídur Ólafsdóttir, flauta,
Monika Abantroth, harpa, Jón Sigurðsson, bassi,
og Gústaf Jóhannesson, orgel.
Föstudaginn 17. desember kl. 23.00 (uppselt).
Laugardaginn 18. desemberkl. 23.00.
Sunnudaginn 19. desember kl. 16.00.
Forsala mida í Langholtskirkju og Eymundsson.
Miðaverð kr. l.OOO.
. zSani er ossfætt
JOIASÖNGVAR *
KÓRS L4NGHOLT5KIRKJU
Fæst í hljóm-
plötu-
verslunum og
Langholtskirkju
•m
’ fj ' , > . . f \
fe&fr ?*r
A TA
Útgefandi:
Orgelsjóöur
Langholtskirkju.
Dreifing:
Japis
Til styrktar orgeli
í Langholtskirkju
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ástóum Moggans!