Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 5

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 5 eftir Vernharð Linnet ÞEIR íslendingar sem nú eru komnir yfir þrítugt og eitthvað hafa fylgst með tónlist þekkja flestir Halldór Pálsson saxófónleikara. Þeir sem yngri eru og hafa aldrei heyrt á hann minnst eiga þess nú kost; því fyrsti diskur hans, Gullinn sax, kom út í byrjun desem- ber. Halldór, sem búið hefur í Svíþjóð í nær tvo ára- tugi brá sér heim af því tilefni, en gerði stuttan stans því vinna beið í Svíþjóð. Ég hitti Halldór daginn áður en hann hélt af landi brott. etta er hljóð- færatónlist fyrst og fremst, þó eru tvö lög sungin til að krydda tónlist- ina aðeins og er það gamall góður vinur minn sem syng- ur: Niels Landgren. Hann er fantabásúnuleikari, eins og margir vita og auk þess er hann í hópi vinsælustu söngvara Norðurlanda. Lög- in eru öll eftir Jóhann G. Jóhannsson. Ég hef þekkt Jóhann í mörg ár og ég spil- aði á síðustu plötu hans. Þá kom til tals að ég blési lögin hans inn á disk. Við ræddum þetta mál síðan við og við og að lokum blasti alvaran við. Jói stakk upp á eitthvað um tuttugu lögum og ég valdi úr. Það er ekkert grín að blása lög eins og þessi, þar sem textinn skiptir svo miklu máli. Stan Getz og Dexter Gordon kunnu alltaf textana við ballöðurnar sem þeir léku og ég kynnti mér vel textana við lögin á Gulln- um saxi. Halldór er orðinn 47 ára og hefur búið í Svíþjóð í 18 ár. Ætli hann sé þá orðinn meiri Svíi en íslendingur? — Nei, það held ég nú ekki. Ég verð aldrei meiri Svíi en Islendingur. Það er mér ómögulegt. Hér eru all- ir ættingjar mínir og allir góðu gömlu vinirnir. Móðir mín er á lífi og ég á upp- komna dóttur hér. I Svíþjóð á ég níu ára strák með ís- lenskri konu og hann kemur alltaf með mér heim. Fínn ferðafélagi. Fílingurinn verður sterkari til fóstur- jarðarinnar þegar maður eldist — taugin rammari er dregur mann heim. Islendingar muna þig allt- af fyrst og fremst sem djass- leikara og þegar fyrsti sóló- diskur þinn kemur út er það djassaður poppdiskur. — Ég hef alltaf átt dálít- ið erfitt með að setja merk- imiða á tónlist mína. Ég bara spila músík. Ég byijaði mjög ungur að læra á hljóðfæri. Fyrst á blokkflautu hjá Gísla Ferd- inandssyni og svo fór ég í píanótíma. Pabbi, sem var organisti, vildi það. Mig langaði þó alltaf í saxófón — tónninn heillaði mig og svo var hljóðfærið svo flott. Eftir að ég fékk saxinn fór ég í tíma hjá Englendingi sem hér var og síðan hjá Gunnari Ormslev. Hann hafði mikil áhrif á mig. Ég lærði fyrst og fremst af að hlusta á hann spila — og menn á borð við Andrés Ing- ólfsson og Rúnar Georgs- son. Rúnar var náttúrubarn, sem kunni þetta allt án þess að vita það. Gunnar ráðlagði mér að kaupa saxófónskóla Jimmys Dorseys og af hon- um lærði ég mikið og hann á ég enn. Eftir að ég lauk Gaggó Aust innritaði ég mig í tónlistarskólann á flautu og það hefur oft bjargað mér í harðri samkeppni að geta spilað á flautuna. Nokkrum vikum eftir að ég fékk saxófóninn, þá var ég 14 ára, stofnaði ég hljóm- sveit í Gaggó Aust ásamt Úlfari Sigmarssyni og fleir- um: Ponix. Við spiluðum á skóladansleikjum og í Gúttó og á Vellinum. Svo fékk ég stóra sénsinn, kornungur og tiltölulega nýbyijaður að spila. Svavar Gests réði mig í hljómsveit sína á Hótel Sögu. Það var háskóli út af fyrir sig. Magnús Ingimars- son var útsetjari og kenndi mér margt um djassfraser- ingar. Svavar var frábær hljómsveitarstjóri og það var alltaf stíll yfir hljómsveit- inni. Hann var ekta proffi, fyrstur með hljómsveit- arsjóvin og ekta kómíker. Við spiluðum m.a. á hér- aðsmótum Sjálfstæðis- flokksins. Ég gleymi aldrei flugferð til Hafnar í Horna- firði. Það var blindþoka og við urðum að fljúga til Egils- staða áður en við komumst til Hafnar. Það voru flestir bæði flughræddir og flug- veikir þegar við lentum. Áður en ballið hófst varð Jóhann Hafstein að flytja ræðu. Hann kunni á fólkið og þrumaði eitthvað yfir því, svo var sjóvinu rennt í gegn og um eittleytið var loks byrjað að dansa. Eftir að hafa verið með Svavari lék ég hér og þar: á Vellinum og með Óla Gauk og ár með Lúdó sextettnum og Stefáni. Blés lengst í altó og Hansi Jens og Rúni voru á tenóra. Annars byijaði ég á tenórsaxófón og hef alltaf leikið á hann jafnframt al- tónum. Ég lærði ekki djass- inn, einn, tveir, þrír, — það tók mig langan tíma. Ég hlustaði mikið á plötur. Fyrsta djassplatan mín var með Johnny Hodges, og síð- an kom Earl Bostic, þá Stan Getz, Gerry Mulligan, Paul Desmond - löngu 'seinna John Coltrane. Það var ekki mikið úrval af plötum á ís- landi á þessum árum. Ég get brugðið fyrir mig mörg- um stílum og ég held að ég búi mjög að reynslunni af að spila í ólíkum dansbönd- um — þú getur ekki lært slíkt í neinum skóla, þú verð- ur að standa á senunni og spila fyrir fólk. í þessum bransa sem ég er í verða menn að geta skigt um ham — en það er ekki alltaf hlaupið að því. Ég lærði í fjögur ár í Bandaríkjunum við Metro- politan State College í Den- ver, Colorado, en ástæðan fyrir að ég valdi þennan skóla var að systir nún bjó í Denver. Þarna var ég í kennaradeild. í Denver var mikið músíklíf og maður gat komið með saxinn og fengið að spila með hinum og þess- um hljómsveitum. Horace Henderson, bróðir Fletch- ers, rak næturklúbb í Den- ver og hann útvegaði mér djobb í klúbbnum — ég lék á föstudags- og laugardag- snóttum frá tvö til sex og á sunnudagsnóttum frá tólf til fjögur. Þarna var gífurleg stemmning. Ég spilaði þarna í alls konar böndum — allt frá bigböndum til sveitabanda. Eftir að ég kom heim kenndi ég tvö ár við Tónlist- arskólann í Kópavogi. Þá stofnaði ég hljómsveit með Úlfari Sigmarssyni og fleir- um og við kölluðum okkur Musica Maxima og eftir það spilaði ég í hálft annað ár með Ragga Bjarna. Óháð listahátíð var haldin í Sví- þjóð og fór ég þangað með Jakobi Magnússyni, Gunn- ari Þórðarsyni, Pálma Gunn- arssyni og fleiri góðum mönnum. Við settum saman fönkband í snarheitum ög spiluðum á Fashing og í rigatjaldi, þar sem þúsundir voru að hlusta. Og í Svíþjóð ílentist ég vorið 1975. Þegar ég kom fyrst til Svíþjóðar spilaði ég með dansböndum um öll Norður- löndin og bjó eiginlega í ferðatöskunni — en svo sett- ist ég að í Stokkhólmi og þar voru góðir landar, m.a. Halldór Pálsson saxófónleikari hefur getió sér gott oró i sœnskum tónlistarheimi og lýsir þvi hér hvaó á daga hans hefur drifió frá þvi aó hann hleypti heimdraganum Jón Páll, Pétur Östlund og Höskuldur Bjömsson. Pétur spilaði bara djass en Jón og Höddi voru í lausabransan- um; leikhús, böll og hitt og þetta. Það er ekkert auðvelt að ná í djassdjobb sem eru vel borguð — þau koma ekki á færibandi. Það krefst mik- illa fórna að spila ekkert annað en djass. Höddi tók mig með á ýmsar æfíngar þar sem ég kynntist hljóð- færaleikurum og gegnum hann komst ég á snoðir um að Björn Skifs var að leita að saxófónleikara og ég spil- aði fyrir hann og var ráðinn og þar með komst ég inn í stúdíómafíuna í Stokkhólmi. Þegar ég lék með Ragga Bjarna á Hótel Sögu varð ég að blása Björns Skifs- lagið Hooked on a Feeling heilan vetur. Nú bættust tvö ár við. Ég fór í tónleikaferð- ir og lék sjóv með honum einn og hálfan vetur. Það var vel borgað djobb. Síð- ustu árin hef ég m.a. leikið með stórsveit Leifs Kroners, sem leikur í stíl Glenns Mill- ers og Dorsey-bræðra. Við leikum á alls konar yfir- stéttarsamkomum; við Nó- belshátíðir, fyrir Volvó, bankasamsteypur, um þvera og endilanga Évrópu. Band- ið er þrælgott og stundum höldum við djasstónleika — en fyrst og fremst er þetta dansband. Djobbunum hefur fækkað því það er ekki eins auðvelt að selja stórsveit og áður. Svo_ eru það stúdí- ódjobbin. Ég hef hljóðritað með hljómsveitum á borð við ABBA, en þau eru færri en áður — tölvutæknin hefur séð fyrir því. Þegar ég kom fyrst til Svíþjóðar var allt fullt af dansstöðum þar sem hljóm- sveitir léku — nú eru þeir örfáir. Fólk undir 25 ára aldri hefur aldrei dansað eftir lifandi tónlist — það hefur bara dansað eftir diskói. Það er alltaf erfiðara að lifa fyrir tónlistarmenn og maður verður að fara að taka völdin í sínar hendur og finna sér verkefni eins og ég geri með þessum diski. Það þýðir ekki að sitja bara við símann. Maður hefur gömul sambönd og talar við fólk og athugar hvort eitt- hvað sé að gera. Síðutu tvö ár hef ég verið að undirbúa hljóðritanir með Pólveija sem heitir Voyteck Ernest. Hann er frábær virtúos og spilaði lengi á hljómborð með ABBA. Það er djass- diskur sem við ætlum að gera, en við notum tölvur og synþa eins og ég geri á Gullnum saxi. Þegar ég kveð Dóra spyr ég hvað hann ætli að gera annaðkvöld. — Ég spila með stórsveit Leifs Kroners, en um kvöld- ið þar á eftir veit ég ekki. Ég hef alltaf lifað frá degi til dags; en maður venst því aldrei að vera ríkur í dag en fátækur á morgun. Þegar vel gengur er gaman, það er kominn tími til þess að ég finni mér minn farveg — taki málin í eigin hendur. Höfundur er (Ijassfrönmthir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.