Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 1Ö Þýski seðlabankinn „Þetta er bráðskemmtileg saga, skrifuð af mikilli fimi Málið fagurt og tært.“ Þjóðverjar á leið út úr kreppunni? „Hún er hverjum unglingi holl lesning...“ Frankfurt. Reuter. ÞÝSKI Bundesbankinn segir í mánaðarlegri skýrslu sinni, sem gefin var út á þriðjudag, að svo virðist sem Þjóðverj- ar séu á leið út úr efnahagskreppu síðustu ára, sem er sú mesta frá því eftir stríð. Bankinn bendir á að verg þjóðar- framleiðsla hafi vaxið i Þýskalandi undanfarna tvo ársQórðunga. Verk- smiðjuframleiðsla jókst einnig um nær 1% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þó að svo virðist sem botninum hafi verið náð og að hagur þjóðar- innar sé farinn að vænkast varar bankinn þó við of mikilli bjartsýni. Það sé enn of snemmt að segja til um hvort endanlega sé búið að vinna bug á kreppueinkennunum. í skýrslu Bundesbankans kemur einnig fram að verðbólga hafi hjaðnað og dregið hafi úr vexti peningamagns. Margir hafa spáð því að Bundes- bankinn muni lækka vexti enn á ný fyrir áramót en á síðasta bankar- áðsfundi hans, sem haldinn var 2. desember, voru mikilvægir milli- bankavextir festir í 6% þar til i byijun næsta árs. Bankinn varaði menn þó við að treysta of mikið á að vextir yrðu lækkaðir enn frekar. „Höfundur gerir efninu meistaraleg skil, svo vel, að mig munar í að fá meira að heyra.“ Sigurður Haukur Guðjónsson, Mbl. Washington-borg Drykkjar- vatnið er hættulegt na**SÍItií ÍBÚAR höfuðborgar Bandaríkjanna, Washing- ton, voru nýlega varaðir við að drekka kranavatnið vegna þess að óhreinindi fundust í vatninu, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende. Fólki var fyrst um sinn ráðlagt að sjóða vatnið í tíu mínútur fyrir neyslu. Viðvörunin var birt í út- varpi og sjónvarpi og olli því að stórmarkaðir urðu fýrst í stað að skammta flöskuvatn vegna hamsturs. Skömmu áður höfðu yfir- völd reyndar sagt að fólk ætti ekki að drekka vatn beint úr krananum vegna þess að sums staðar væri of mikið blý í því. íbúunum var bent á að fá sér vatnssíur eða láta sjálfir kanna hvort vatnið væri í lagi. Til að bæta gráu ofan á svart hafa borgaryfirvöld skýrt frá því að radíum streymi víða upp úr jarðveginum upp í íbúðarhús og geti valdið krabbameini. Washington-borg er nú á barmi gjaldþrots vegna lélegr- ar stjórnar, spillingar og fé- lagslegra vandamála, segir Berlingske Tidende. ® búnaðarbankinn -Traustur banki Ný þjónustafyrir nýja kynslóð K L ETTAUTG A FA N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.