Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 15
afsláttur af jólatréskúlum
Opið frá kl. 9-21 alla daga
Næg bílastæði (bílastæðahúsið Bergstaðir)
Ekkert stöðumælagjald um helgar
Sjón er sögu ríkari
P.s. I tilefni dagsins: Jólaiil ogpiparkökur
Allar skreytingar unnar affagmönnutn
blómaverkstæði
NNA
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SÍMI19090
sig á að þótt kirkjan sé alltaf stað-
ur til tilbeiðslu, þá sé hún líka stað-
ur til samveru og til að gleðjast á.“
Tvöfalt trúboð
Seint í haust kom út plata á veg-
um Vegarins, Sálmur í C, sem
Guðný og Drengirnir eru skrifuð
fyrir. Guðný er Guðný Einarsdóttir,
en Drengirnir eru Páll Elfar Pálsson
og Óskar Einarsson. Guðný segir
plötuna þannig til komna að allar
trúhreyfíngar eigi sér söngbækur,
sem í eru sálmar sem oft séu með
miklum og góðum kveðskap og
melódíum sem séu mjög fallegar.
„Í seinni tíð eru menn farnir að
syngja meira af styttri lögum, sem
eru kallaðir kórar, sem eru einskon-
ar viðlög. Okkur fannst því tími til
kominn að hefja þessa sálma aftur
til vegs og virðingar." Lögin á
disknum eru öll jasskyns, en Guðný
segir að þau hafí alls ekki farið af
stað með jasssveiflu í huga, upphaf-
lega hafi þau ætlað að gera sálm-
ana aðgengilegri, en spila þó það
sem þau langaði til. „Þegar við svo
byijuðum að útsetja sálmana fund-
um við alltaf fleiri og fleiri sálma
sem hentuðu svo vel í sveifluna."
Guðný segir fólk eðlilega hafa
tekið því misjafnlega að heyra jass-
aðar útgáfur af sálmunum, allt frá
því að það hafi komið til þeirra og
þakkað sérStaklega fyrir í það „að
pabbi sagði: Þetta er gott, textinn
heyrist vel, en hann er lítið fyrir
jass“. Hún segir lika að unglingar
hafi tekið þessu mjög vel og gripið
sálmana strax og líklega miklu fyrr
en ef þeir hefðu heyrt þá í hefðbund-
inni útgáfu. „Þetta er tvöfalt trú-
boð, jasstrúboð og kristilegt."
Guðný segist að vitanlega • fari
mjög eftir því hve margir kaupi
plötuna hvort framhald verði á
plötuútgáfu, þó þau séu að spila
mikið og muni gera framvegis, en
hún leggur áherslu á að í trúar-
legri tónlist á íslandi séu til nánast
allar gerðir tónlistar og fjölmargir
frábærir listamenn.
Fylling í sálina
Krossgötur hefur rekið áfanga-
heimili fyrir unga menn undanfarin
sjö ár og á þeim tíma gefið út nokkr-
ar plötur til að afla fjár, þó ekki
hafi farið eins hátt og popphetjuút-
gáfa. Fyrir skemmstu kom út platan
Kom heim, sem Björgvin Halldórs-
son stýrði upptökum á, en sá diskur
er gefinn út til að safna fé fyrir
fyrirhugað áfangaheimili fyrir
stúikur. Magnús Gunnarssbn hjá
Krossgötum segir að fram að þessu
hafi sala á plötunum helst byggst
á húsasölu, það er að sölumenn
hafa gengið í hús og selt diskinn
með góðum árangri. Hann segir að
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
í þetta sinn hafí menn viljað reyna
fyrir sér á hefðbundnari markaði,
með því að dreifa plötunni almennt
í plötubúðir og auglýsa hana eins
hveija aðra poppplötu, enda standi
hún öllu því sem nú sé gefíð út
fyllilega jafnfætis í gæðum. „Við
eru ekki með verri vöru en aðrir,
reyndar erum við með bestu vör-
una,“ segir Magnús og kímir, en
segir svo alvarlegri, „við erum með
tónlist með boðskap og við höfum
fundið fyrir því að fólk er opið fyr-
ir því að kaupa þessa plötu, þó það
sé oft feimið við að kaupa tónlist
með boðskap. Ég veit ekki hversu
mikið við komum til með að selja
núna, en það hefur gengið vel hing-
að til og salan á plötunni á eftir
að ganga vel fram eftir næsta ári,
því við ætlum líka að ganga í hús
til að gefa þeim kost á að kaupa
plötuna sem hafa ekki tök á að
nálgast hana í verslunum." Magnús
segir það vissulega hafa sitt að
segja hvað varðar söluvænleik Kom
heim að á plötunni séu frábærir
söngvarar, Björgvin sjálfur, Egill
Ólafsson, Diddú og Guðrún Gunn-
arsdóttir, og hann hafí spumir af
því að þó það sé kannski það sem
laði marga að þá skipti boðskapur-
inn fólk miklu máli þegar það fer
að hlusta og hann hafí heyrt frá
mörgum sem segi það hafa góð
áhrif á sig að hlusta á plötuna eft-
ir erilsaman vinnudag.
Magnús segir að ijölmiðlar hafí
almennt tekið útgáfunni vel og það
komi sér skemmtilega á óvart hve
lög af plötunni séu mikið spiluð í
útvarpi, sérstaklega sé mikið beðið
um Sendu nú vagninn þinn, sem
Björgvin syngur. „Það sem við
leggjum áherslu á er að geta boðið
þjóðinni aðgengilega vandaða vöm,
því við viljum geta komið aftur og
að fólk geti treyst því að það sem
við séum að gefa út sé gott. Boð-
skapurinn skiptir okkur þó mestu
máli og við viljum að það fólk sem
hlustar á Kom heim fái fyllingu í
sálina.“
Töfrar
Flest laganna á Kom heim em
vel þekkt, negrasálmar og trúarlög
sem margir þekkja úr sunnudaga-
skóla æskunnar, KFUM, eða þá
bara úr útvarpi, en þar á meðal er
sálmurinn sem Magnús nefnir hér
fyrir ofan, Sendu nú vagninn, sem
Björgvin Halldórsson segir að menn
hafí verið tvístígandi við að setja á
diskinn, því það þekkja það svo
margir í rytmískum flutningi Elvis
Presleys, sem sé enginn leikur að
leika eftir. Björgvin segist löngum
hafa haft dálæti á trúarlegri tónlist
og þá haldi hann mikið upp á gosp-
elplötur Elvis Presleys. „Þegar
rokkið kom fram var það undir
miklum áhrifum af gospeltónlist
svertingja og margir af helstu rokk-
urunum voru mjög trúaðir. Stór-
stjörnur erlendis hafa líka alltaf
verið miklu opnari fyrir því að
syngja trúarlega tónlist og þetta
hefur verið snar og eðlilegur þáttur
í lífi þeirra. Hér á landi er málum
aftur á móti svo háttað að ef þú
ferð að tala um guðs orð þá eru
talinn einhver ofstækismaður eða
sérvitringur."
Björgvin segir að hann hafi lengi
verið með í smíðum gospelplötu,
búinn að velja að mestu lög á hana
og setja niður fyrir sér hvernig hún
ætti að vera og það hafí þvi komið
á besta tima þegar menn hjá Kross-
götum höfðu samband við hann og
báðu um að hann sæi um upptökur
og útgáfu. „Ég var þegar kominn
með 80% af plötunni og þetta
vannst því mjög vel.“ Björgvin seg-
ir að það hafí verið afskaplega gam-
an að vinna að þessari plötu, „þetta
eru svo góð lög og það gekk allt
svo vel upp. Ég gæti vel hugsað
mér að gera aðra svona plötu ef
tækifæri gæfíst til; boðskapurinn
er líka svo góður og málefnið er
gott.“ Björgvin segist hafa reynt
síðustu ár að hafa textana sem
hann væri að syngja vel orðaða og
góða, en þetta sé einhvern veginn
allt öðruvísi, „það eru töfrar í þessu
og ég veit að það er mikill fjöldi
af fólki sem hefur gaman af þess-
ari tónlist og kann að meta boð-
skapinn“.
ÍbÁmi
Skeifunni13 Auöbrekku3 Norðurtanga3
Reykjavík Kópavogi Akureyri
Reykjarvikurvegi 72
Hafnarfirði