Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 9 þýðuskólanum þar sem Hulda nam í eitt ár. „Henni leiddist það ákaf- lega og tók það nærri sér ef fólk kom ekki í söngtímana. Hún var svo viðkvæm á taugum. Ég tók það þegj- andi og hljóðalaust að mér að hóa saman í tímana. Þá myndaðist þægi- legur kunningsskapur á milli okk- ar.“ Nokkrum árum síðar var Hulda eitt ár í Húsmæðraskóianum að Laugum, en Guðfinna kenndi þar um skeið. „Þá náðum við einhvern- veginn svo afskaplega vel saman,“ segir hún og sest niður. „Guðfinna *var afskaplega músíkölsk og var talinn einn besti nemandi Páls Isólfs- sonar. Það vissi enginn þá að hún fengist eitthvað við kvæðagerð. Hún sagðist hafa ort smávegis sem hún tók alvarlega og fékk einhvern sem hún treysti til að líta á það. Hann ráðlagði henni að halda ekki áfram. Ég fékk aldrei að vita hver það var. Hún hætti algerlega að yrkja og byijaði ekki aftur á því fyrr en löngu síðar. Guðfínna var afskaplega skemmtileg manneskja en mjög dul og fáskiptin. Hún var dálítið fram- andi til að byija með og á sínum tíma líkti ég henni oft við Meyjuna af ókunna landinu í samnefndu kvæði sem Steingrímur Thorsteins- son þýddi og kom í bókinni Svan- hvíti. Við skrifuðumst alltaf á og sjálfsagt fara bréfin hennar með mér í gröfina“, segir Hulda, hlær lítilsháttar svo að ég er óviss hvort það sé sagt i gamni eða alvöru. „Hún sendi mér stundum það sem hún var með í smíðum. Berklamir tóku hana árið 1946. Þá var hún 47 ára görnul." Fortíðin eins og lygasaga Hulda stendur upp og setur myndina á sinn stað. Heimatúnið blasir við út um gluggann og ég sé að tengdasonur hennar er langt kominn með að slá. „Berklarnir voru voðalegir á þessum tíma“, segir Hulda og ég gleymi slættinum. „Margir þeirra sem fengu þá og lifðu af, náðu sér aldrei. Jafnvel þó þeir hefðu heilsu til að verða gamlar manneskjur. Maðurinn minn heitinn, Jón Kristjánsson, lá í átján vikur þegar hann var rúmlega tvítugur. Hann varð aldrei jafngóður. Nú var þetta maður sem vann geypilega mikið, allskonar vinnu. En það var þó takmarkað sem hann gat slegið með orfi. Sem betur fer var ég vön að slá, það var eitt af þeim karlmannsverkum sem ég sóttist eftir. Mér þótti bara skemmtilegra að slá en raka. Ég fékk orf þegar ég var tólf ára og það var nú vel búið í hendurnar á manni. Föðurbróðir minn lét ekkert drasl fara frá sér.“ Hulda þagnar dágóða stund, lítur svo fast á okkur og segist hafa margrekið sig á það að yngra fólkð hreinlega trúi henni ekki þegar hún sé að rif|a upp horfna tíma. „Þeim finnst það svo fráleitt. Ég er ekkert undrandi yfir því, þetta er svo ólíkt. Það slitnar úr sambandi við eldra fólkið og missir sjónar af gamla tímanum." „skrölt heim á hvern bæ“ Móðir Huldu var Sunnlendingur, kom norður sem ráðskona og varð á endanum inngróinn Þingeyingur. „Hún var fjarskaplega vel vaxin, snör í snúningum, dugleg manneskja og myndarleg í verkum", segir Hulda og sýnir mér mynd af fallegri konu með eiginmanni sínum og þremur börnum. „Pabbi var nýútskrifaður búfræðingur frá Hólum þegar hún kom hingað. Hann mældi jarðabæturnar. Hann þurfti alltaf að eiga marga hesta og var oft lengi að heiman. Það var skrölt heim á hvern bæ til að mæla ef eitthvað var verið að gera. Og svo var það hlutverk hans að finna svörð, því þá tóku menn mó. Það var nú ýmislegt sem fylgdi embættinu." Hulda strýkur yfir nokkra fallega útskornar halasnældur meðan hún talar um gamla tímann. „Ég hef nú dálítið smíðað af þeim“, segir hún þegar ég spyr hana út í snældurnar. Þær ganga svo út að ég hef varla við. Kristján dóttursonur minn rennir snúðana fyrir mig. Það var spunnið á snældunar allt fram undir 1700, rokkarnir komu ekki fyrr. Ef ijós var undir baðstofunni, þá höfðu kerlingarnar oft gat á gólfinu til að fá lengri þráð.“ „ekíð í b!áloftinu“ Klukkan er að nálgast sjö. Álfhildur, dóttir Huldu, hefur lagt á borð og tekur ekki annað í mál en að við sunnanmenn setjumst að snæðingi. Á leiðinni niður rifjar Hulda upp sleðaferð eftir Fnjóská. „í gamla daga“, segir hún „fluttum við mikil og stór tré eftir ánni. Núorðið leggur hana aldrei til gagns, en hér á ámm áður var bara ekið í bláloftinu eftir henni. Einu sinni sem oftar var farið suður í Vaglaskóg til þess að sækja við. Við krakkarnir fengum að sitja á sleðanum ásamt stúlku sem var vinnukona hjá okkur. Hún ætlaði að gera við skóinn sinn á leiðinni, en þá voru allir á sauðskinns- eða leðurskóm. Hún þurfti að tylla bót fyrir skóinn og ætlaði að nota tímann meðan hún væri á sleðanum suðureftir. Hún er að pota við þetta þegar pabbi, sem var nú gefinn fyrir að láta hlutina ganga fyrir sig, slær í og fer á fijúgandi fart. Þá situr stúlkan bara eftir á ísnum, si sona hissa á svipinn með skóinn í höndunum." Hulda hlær innilega af minningunni og við Einar brosum breitt og sjáum stúlkuna fyrir okkur sitjandi á ísnum þegar við setjumst til borðs með heimilisfólkinu að Víðifelli. Það er byijað að dropa úr lofti þegar við kveðjum Huldu. Hundarnir rétt líta upp og dilla skottinu í kveðjuskyni. Dé Longhi djúpsteikingarpottarnir með snúningsKÖrfunni eru byitingarkennd tækninýjung Meö hallandi körfu sem snýst meöan á steikingunni stendur: • jafnari og fljótari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í öðrum. • mun styttri steikingartími • 50% olíu- og orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. Fitu- og lyktareyðandi sfur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með steíkingunni, sjálf- hreinsandi húðun og tæm- ingarstöngu til að auðvelda olíuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. < DeLonghi i FALLEGUR, FLJÓTUR 0G FYRIRFERÐARLÍTILL Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga Hundrað ára verslun í Vík. Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga III (síðasta bindi) er komin út. Fjallað er um verslunarfyr- irtæki sem starfað hafa í Vestur-Skaftafells- sýslu allt fram undir l 990. Einnig er sérstakur þáttur um viðskipti Öræfmga við verslanir í Vík. Fjöldi ljósmynda (um 670) prýðir bókina. Bókin verður send í póstkröfu til áskrifenda en þeir geta einnig vitjað hennar hjá Björgvin Salómonssyni, Skeiðarvogi 29, Reykjavík. Sími 681827. Útgefandi. ÁGÆTU FORELDRAR! Verum vinir! Nýr einkarekinn leikskóli ÓRKIN HANS NÓA Verð aðeins f rá kr. 11.690 stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA ÆDnix HÁTÚNI4A SÍMI (91)24420 verður tekinn í notkun í janúar ’94. Flann verður staðsettur í fallegu húsi við Brunnstíg 5 í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögð verður áhersla á skipulagt uppeldis- starf, sem verður bæði Qölbreytt og skemmtilegt. Nánari upplýsingar fást hjá Fríðu í síma 624916 og Huldu í síma 16361. Vandaóir ítalskir kvenskðr Litir: Svart eða brúnt leður. Stærðir: Nr. 36-40. Verð kr. 4.730. Litir: Svart leður, skinnfóðraðir. Stærðir: Nr. 36-41. Verð kr. 4.130. Laugavegi 41, sími 13570. Teg. 51765 Litir: Svart eða brúnt leður. Stærðir: Nr. 36-41. Verð kr. 4.995. Teg. 52024 Litir: Svart eða brúnt leður. Stærðir: Nr. 36-41. Verð kr. 5.675,- Teg. 2667 Litir: Svart leður, skinnfóðraðir. Stærðir: Nr. 36-41. Verð kr. 4.495. PÓSTSENDUM Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.