Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
6 13
Fimbulfamb spilað í Kringlunni
ÚT ER komið hjá Vöku-Helgafelli nýtt íslenskt spil sem ber nafn-
ið Fimbulfamb. Um er að ræða nýstárlegan blekkingaleik sem
byggist á útsjónarsemi og ímyndunarafli. Þátttakendur búa til
sannfærandi skýringar á orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um
hvað þýða og læra um leið sjaldgæf íslensk orð, gömul og ný.
Sá útsjónarsamasti, það er sá sem tekst best að blekkja mótspil-
ara sína, fer með sigur af hólmi.
Við söfnun orða í Fimbulfamb var
það haft að leiðarljósi og þess vand-
lega gætt að spilið yrði skemmtilegt
en einnig að með spilum þess yki
fólk orðaforða sinn og skilning á
íslenskri tungu. í þessu augnamiði
var víða leitað fanga og íj'ölmargir
aðilar hafa lagt hönd á plóginn með
aðstoð sinni við orðasöfnun. Meðal
þeirra staða sem orðaleitin fór fram
má nefna íslenska málstöð og Orða-
bók Háskólans en þar eru á skrám
tugþúsundur orða sem ekki eru til
í orðabókum. Á báðum stöðum sýndi
starfsfólk spilinu og vinnu að því,
mikinn áhuga.
Bækur hafa og gegnt stóru hlut-
verki við gagnasöfnun svo sem
Orðabók Menningarsjóðs og Orða-
bók Blöndals, Orðsifjabók, allskyns
íðorðasöfn og nýtt flugorðasafn, svo
örfá dæmis séu nefnd. Skáldsögur
og fræðirit hafa líka verið mönnum
notadrjúg rit og í Fimbulfambi eru
orð gömul og ný, allt frá því að
vera ættuð úr íslenskum fornritum
til nútímaslagorða í íslenskri tungu
en öll sjaldséð.
Að baki Fimbulfambi liggur gríð-
arleg vinna íjölmargra aðila þau
síðastliðin tvö og hálft ár sem liðin
eru frá því hugmynd að spilinu
kviknaði. Reikna má með að hátt
í 40 manns hafi komið nærri gerð
þess á einn eða annan hátt og er
það athyglisvert að nánast öll sú
vinna sem fram hefur farið við gerð
Fimbulfambs hefur verið unnin hér
á landi. Hugmyndin kviknaði hér,
hönnun og útlit er alfarið íslenskt
hugvit og sannast sagna er það
einungis prentvinnsla sem fram fer
í útlöndum, en hún er ekki fram-
kvæmanleg hérlendis.
Spilið Fimbulfamb var spilað í Kringlunni á föstudag.
Chile
Frei vinn-
ur stórsig-
ur í forseta-
kosningum
Santiago. Reuter.
KRISTILEGI demókratinn
Eduardo Frei vann stórsigur
í fyrstu forsetakosningunum
í Chile frá því herinn lét af
völdum árið 1990.
Frei fékk 58% atkvæða í
kpsningunum um síðustu helgi
en keppinautur hans, hægri-
maðurinn Arturo Alessandri,
fékk 24,39%. Dagblöð landsins
fögnuðu úrslitunum, sögðu
þetta mesta sigur í forsetakosn-
ingum í Chile í 62 ár.
Frei er 51 árs gamall og tek-
ur við embættinu af flokksbróð-
ur sínum, Patricio Aylwin, sem
varð forseti þegar Augusto
Pinochet hershöfðingi lét af
völdum árið 1990. Frei verður
forseti í mars en Pinochet, sem
er nú 78 gamall, verður þó
áfram æðsti yfirmaður hersins.
Samkvæmt stjórnarskránni frá
valdatíma Pinochets getur
hann haldið því embætti til árs-
ins 1997.
Frei sagði í kosningabarátt-
unni að hann hygðist beijast
fyrir því að forsetinn fengi vald
til að víkja yfirmönnum hersins
frá.
Faðir Frei var forseti en af-
salaði sér völdum til marxista-
stjómar Salvadors Allende árið
1970. Þremur árum síðar var
Allende myrtur og herinn tók
við völdunum.
Fatahengi
öðwviii kwföíf*
SiufurLindjbraut 54
Bláa hiunnu v/Faxafcn
dúni 682866