Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUOAGUR 1'9. DESEMBER 1993
JÓL OG áramót eru án efa
sá tími ársins þegar við leyf-
um okkur hvað mestan mun-
að í mat og drykk. Og þó
að mönnum beri auðvitað
að gæta meira hófs varðandi
hið síðarnefnda hvað magn
varðar er ekki síður mikil-
vægt að leggja smá metnað
í vínið með matnum heldur
en sjálfan matinn. Góð vm
eru hins vegar því miður
undantekningalaust nokkuð
dýr og skiptir því miklu á
efnahagslegum krepputím-
um, þegar við höfum ekkert
allt of mikið milli handanna,
að vel sé vandað til valsins.
Því verður hér á eftir ekki
einungis lögð áhersla á gæði
heldur einnig hvernig hægt
er að fá frekar mikið fyrir
tiltölulega lítið. Fyrir þá
sem peningar skipta engu
máli er bent á Mouton-
Rotschild 1986 (til að geyma
fram til jólanna 2005 eða
svo) og Haut-Brion 1988
sem vel má neyta nú.
VÍN/J vín vib meb hangikjöti?
Til hátíðarbrígÖa
að ber líka að hafa hugfast
að íslensk jólamatseld hentar
ekki ávallt mjög dýrum og fínum
vínum. Saltað og reykt kjöt (s.s.
hangikjöt og hamborgarhryggur)
yfirgnæfír oft
þau stórfenglegu
blæbrigði, sem
maður er að
borga nokkur
þúsund krónur
aukalega fyrir og
fyrirbæri á borð
við brúnaðar
kartöflur og
rauðkál, þó að
þau eigi í sjálfu sér allt gott skiliðj
eru hálfgerðir vínmorðingjar. I
þessum tilvikum er oftast betra að
geyma dýru vínin til betra tækifær-
is, þar sem þau fá að njóta sín, en
velja í staðinn eitthvað ódýrara vín,
sem þolir svolítið harkalega með-
ferð. Dæmi um slík vín, sem hik-
laust má mæla með, eru til dæmis
Gran Coronas frá Torres (Cabernet
Sauvignon á mjög hagstæðu verði
miðað við gæði eða 1.020 krónur)
eða þá Kaliforníuvínið Mondavi
Woodbridge Cab. Sauv. (1.040).
Með önd, kalkún eða góðu
lambakjöti, að ekki sé nú minnst á
villibráð á borð við ijúpu og gæs,
má hins vegar vel fara að huga
að nokkuð þyngri og flóknari vín-
um. Þau þurfa hins vegar ekki
endilega að vera rándýr. Það má
vel fá þokkaleg Bordeaux-vín í rík-
inu (því miður einungis á sérlista
- en þau vín er þó hægt að panta
hvert á land sem er) sem kosta í
kringum 1.500 krónur.
Þar ber kannski fyrst að nefna
Special Réserve-vínið frá Jóni Ár-
mannssyni í Chateau de Rions. Mér
hefur persónulega fundist stand-
ardvínið hans nokkuð dýrt miðað
við gæði en þetta vín er ágætis
kaup. Kostar 1.490 kr. eða einung-
is 40 (!) krónum meira en standard-
vínið þó að það hafi upp á töluvert
meira að bjóða. Ekki er heldur
verra að vínið er í nýjum mjög
háum flöskum og því hið mesta
augnayndi. Vínið sjálft skortir
kannski helst meiri bragðfyllingu,
á bak við alla eikina, en ef vínið
fær að standa í nokkra klukkutíma
(gjaman eftir umhellingu) nær það
ágætu jafnvægi.
í svipuðum verðflokki má einnig
nefna Chateau Baret 1989 (1.430)
og Chateau Belles-Graves 1988
(1.550 kr.). Hið fyrrnefnda, sem
er frá Graves, er enn nokkuð tann-
ínskt og þyrfti að opna með tölu-
verðum fyrirvara, en hið síðara
(sem er ekki frá Graves þrátt fyrir
nafnið heldur Pomerol), er í fínu
jafnvægi og einkennist meira af
Merlot en Cabernet fyrir þá sem
eru hrifnir af t.d. St. Emilion. Ekki
má svo gleyma hinum frábæra
Ástrala Lindeman’s St. George
Cab. Sauv. sem er mikið, kryddað
og tilvalið villibráðarvín.
Ef menn eru svo loks reiðubúnir
að fikra sig aðeins upp fyrir tvö
þúsund króna markið er alvöru
góðgæti í vændum. Persónulega tel
ég einna bestu kaupin þessa stund-
ina vera í Chateau Talbot 1983
(2.440 kr.). Þetta er gífurlega mik-
ið vín, sem náð hefur allt að því
fullum þroska og býður upp á ijöl-
breytta og unaðslega upplifun
varðandi ilm og bragð. Tvö ítölsk
þungavigtarvín eru einnig komin
inn í myndina í þessum flokki.
Antinori Tignanello 1988/1989
(2.120 kr.) sem sýnir þarna og
sannar að hin ítalska Sangiovese-
þrúga getur vel keppt við betri
Bordeauxvín. Árgangurinn 1989
er þar að auki tilbúinn til neyslu.
Á aðallista ríkisins hefur loks einn-
ig verið að finna Brunello di Mon-
talcino (2.660), sem ekki síður
heldur nafni ítalskrar víngerðar
hátt á lofti.
Nokkur mjög góð vín, aðallega
Bordeauxvín, er að fínna í dýrari
verðflokkum. Þau eiga það hins
vegar flest sameiginlegt að þurfa
nokkurra ára geymslu til viðbötar.
Fyrir hina framsýnu og hagsýnu
(eitt er víst - þau verða ekki ódýr-
ari) er því núna rétti tíminn til að
kaupa hátíðarvín framtíðarinnar.
Til dæmis eru góð kaup í Cos d’Est-
ornel 1990 (3.350) og Chateau
Clerc-Milon 1988 (3.390).
Eðli málsins samkvæmt hef ég
fram til þessa fyrst og fremst fjall-
að um rauðvín (þar sem á íslandi
virðist nánast vera samasemmerki
milli hátíðarrétta og kjötrétta).
Ekki megum við þó trassa valið á
hvítvíni með forréttunum. Fyrir þá
sem ekki enn hafa uppgötvað hið
frábæra Chilevín Santa Carolina
Chardonnay (1.040 krónurl!) skal
hér með bent á það. Þetta vín er
bragðsprengja, án þess að fara
yfir strikið, og getur att kappi við
mörg mun dýrari vín. Fyrir þá sem
vilja aðeins evrópskari elegans skal
bent á hið „íslenska“ hvíta Special
Réserve frá Chateau de Rions
(1.490 kr.)
Extra hátíðlegt
Á engum öðrum árstíma en ein-
mitt nú er neytt meira af virkileg-
um eðaldrykkjum á borð við
kampavín og koníak. Púrtvín ætti
auðvitað einnig að vera í þessari
upptalningu en því miður hefur
skort hér á markaðinn háklassa
árgangs púrtvín, svona 15-20 ára
gamalt. Tvenn árgangs púrtvín eru
í boði en þó að þau séu í sjálfu sér
allt í lagi þá eru þau líka ekki mik-
ið meira en það.
Gott kampavín er hins vegar
hægt að fá, sem betur fer, enda
ómissandi á gamlárskvöld (og
raunar oftar). Hiklaust ber að velja
Brut eða mjög þurrt kampavín.
Hinar sætari tegundir, Demi-Sec,
eru nefnilega fyrst og fremst des-
sertvín (og kannski fyrir Belga og
Bandaríkjamenn). Þijár, allar mjög
góðar, tegundir eru í boði: Veuve-
Cliqout, Moet et Chandon og
Mumm, á mjög svipuðu verði eða
ca. 2.700-2.800. Blæbrigði eru
hins vegar á stíl þessara þriggja
kampavínshúsa og er langbest (og
skemmtilegast) að prófa sig bara
áfram þar til maður fínnur „sinn“
stíl.
Hágæða koníak er svo auðvitað
punkturinn yfír i-ið, annað hvort
Napoléon eða XO. Tvenn Napoléon
eru í boði (Camus og Frapin) og
þrenn XO (Camus, Rémy-Martin
og Hennessy). Líkt og við val á
kampavíni ber við val á koníaki að
hafa hugfast að í þessum klassa er
í öllum tilvikum um hágæða vöru
að ræða en stíll hinna mismunandi
húsa er mismunandi. Héraðið
Cognac skiptist niður í nokkur
svæði, sem öll hafa sín sérkenni.
Þau þijú þekktustu eru Grande
Champagne, Petit Champagne og
Borderies, sem umlykja borgina
Cognac.
Ef um er að ræða blöndu úr
Grande og Petit Chamgagne heitir
vínið Fine Champagne. í þann flokk
fellur Rémy XO. í til dæmis Camus
XO er hins vegar einnig töluvert
af Borderies. Má almennt segja að
Fine Champagne séu mildari og
fínlegri en koníakið verður hins
vegar meira um sig og öflugra,
þegar Borderies kemur við sögu.
eftir Steingrím
Sigurgeirsson
LÆKNISFRÆÐI///venær kemur þúf
Hdlbrigði öllum
tilhanda
FYRR Á árinu var sagt hér frá kosningu hæstráðanda þeirrar stofn-
unar sem á að vernda og bæta heilsufar alls mannkyns. Endurkjör
japanska læknisins Hiroshi Nakajima til næstu fimm ára mæltist
misjafnlega fyrir og ýmsum þótti sem stjórnun hans og starfshættir
að undanförnu hefðu ekki átt slika viðurkenningu skilið.
Nýverið ræddi Læknablaðið
sænska við Lars Olof Kallings
prófessor sem á síðustu þrem árum
hefur verið aðalráðgjafi Heilsu-
stofnunar þjóðanna í eyðnimálum.
Hann er nú kom-
inn aftur heim til
Svíþjóðar og tek-
inn við fyrra starfi
sínu í stjórnarráð-
inu. „Þetta umtal
og blaðaskrif hafa
snúist allt of mikið
um persónu fram-
kvæmdastjórans,“
segir Kallings. „Vandamálin sem
stofnunin á við að glíma eru svo
risavaxin að mér finnst umfjöllun
þeirra í fjölmiðlum og manna á
milli þurfa að vera málefnaleg en
ekki á því kjaftasöguplani sem
drepur mikilvægustu atriðum á
dreif. Og víðtækar endurbætur á
starfseminni eru líka á döfínni ein-
mitt núna.“
Kallings tekur fram að Heilsu-
stofnunin sé einfaldlega sérhæfður
hluti af því bákni sem kallast Sam-
einuðu þjóðirnar og hún eigi að
vera til leiðbeiningar og stefnu-
mörkunar í faraldsfræði- og læknis-
fræðilegum efnum. Margir standa
hins vegar í þeirri meiningu að hlut-
verk hennar sé að leggja fram fé
eða aðra beina aðstoð til ríkja sem
þarfnist slikrar hjálpar; það gerir
hins vegar Þróunarsjóðurinn og
Alþjóðabankinn. Sá þáttur sem
Heilsustofnunin leggur til er kunn-
átta þeirra sem starfa á hennar
vegum og kostnaður af slíkum
rekstri er mikill, hjá því verður ekki
komist. Sérfræðingar hennar eru
yfirleitt í hæsta máta hæfir og vel
undir starf sitt búnir og þekking
þeirra á aðstæðum og þörfum van-
þróaðra landa aðdáunarverð. Því
er stundum haldið fram í áróðurs-
skyni að þessu fólki séu greidd
óhæfílega há laun og þar að auki
njóti það ýmiss konar hlunninda.
Fréttir af þessum toga stafa oftast
af misskilningi eða þá af rangtúlkun
og eitt er víst: Þessir starfsmenn
ættu flestir kost á hærra kaupi og
mun þægilegri aðstöðu ef þeir veldu
sér annan vettvang til starfs.
Um Nakajima segir Kallings að
sumt af því sem um hann hafi ver-
ið rætt og ritað mætti til sanns
vegar færa. Hann komi ekki vel
fyrir, sé óaðlaðandi og eigi erfitt
með að skýra skoðanir sínar og
hugmyndir sem séu þó oft ágætar.
Að áliti Kallings ætti það að vera
ófrávíkjanleg krafa að stofnunin
tefli jafnan fram heilsufarslegum
og siðfræðilegum markmiðum gegn
þrýstingi stjómmála- og viðskipta-
sjónanniða sem endalaust ota sín-
um tota. Það á jafnt við um þær
þjóðir sem teljast þróaðar og vel-
megandi og hinar sem verr eru sett-
ar.
Skopmynd af Nakajima.
Fyrir fimmtán árum lýsti Heilsu-
stofnun þjóðanna því hátíðlega yfír
að markmiðið væri „heilbrigði öllum
til handa árið 2000“. Eftir því sem
nær dregur aldamótum verður aug-
ljósara hversu bamaleg sú bjartsýni
var. En Kallings bendir á að þá
hafi engan lifandi mann órað fyrir
þeim hrikalegu breytingum í stjórn-
málum, efnahags-, félags- og um-
hverfismálum sem orðið hafa í ver-
öldinni nú á hálfum öðrum áratug.
Og ekki hafa þær allar orðið til að
flýta fyrir að aldamótadraumurinn
glæsilegi rætist í bráð. Rányrkja
og mengun leika lausum hala og í
fátækum löndum fjölgar mannfólk-
inu jafnt og þétt. Það hrúgast sam-
an í öreigahverfum borganna. En
skortur og vanheilsa ráða þar ríkj-
um.
eftir Þórarin
Guðnason
GUCCl
HÖNNUN SEM HEILLAR ÞIG
GARÐAR ÓIAFSSON
ÚRSMIÐUR ■ LÆKJARTORGI