Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Orúarleg tónlist er svo óljós og víður merkimiði að hann er nánast ónothæfur, því innan þess ramma falla negrasálm- ar, jass, sveitatónlist, rokk, léttklas- sík og popp. Allar þessar gerðir tónlistar má til að mynda sjá í versl- un þeirra Fíladelfíumanna, Jötunni, þar sem ægir saman trúarlegu poppi, þungarokki og rappi, trúar- legri sveitatónlist og trúaijass og gospelsöng, svo eitthvað sé nefnt. Það eina sem segja má að sameini allar þessar gerðir tónlistar er að boðskapurinn byggist á trúar- reynslu, þó því fari fjarri að hægt sé að kalla hana alla trúboð. Þann- ig er til að mynda margt af því sem írska hljómsveitin U2, ein vinsæl- asta rokkhljómsveit heims, hefur sent frá sér trúartónlist, eins og sannaðist eftirminnilega þegar kór og einsöngvari undir stjóm Magn- úsar Kjartanssonar sungu I Still Haven’t Found What I’m Looking For í Hótel íslandi fyrir skemmstu í negrasálmsstíl, en lagið var á sín- um tíma eitt vinsælasta popplag í heimi. Trúarleg tónlist er geysivinsæl víða um heim, og til að mynda stendur sá hluti tónlistariðnaðarins vestan hafs í mörgu jafnfætis popp- iðnaðinum, þó ekki nái hann viðlíka stærð. Þar gerist líka iðulega að þeir sem syngja eingöngu trúarlega tónlist fari yfir ósýnileg landamærin þar á milli og slá í gegn í poppinu líka. Nær okkur, á hinum Norður- löndunum, er trúarleg tónlist líka geysivinsæl, og þó „kratabælið" Svíþjóð virðist ofurselt veraldlegum öflum, er trúartónlist gríðarlega vinsæl þar í landi og til að mynda er sú fræga Carola, sem sigraði í Evróvision-keppninni á sínum tíma, helst þekkt sem trúarleg söngkona þar í landi. Hér hefur farið minna Morgrinblaðiö/RAX James Olsen og gospelkór Magnúsar Kjartanssonar á tónleikum ð Hótel íslandi Trúarleg tónlist sækir í sig veðrið og fyrir þessi jól koma út þrjár breiðskífur þar sem hún er í að- alhlutverki ogfleiri þar sem áhrifa er greinilega vart eftir Árno Matthíasson TRÚARLEG tónlist á sér fjölmarga fylgjendur hér á landi sem víða annars staðar, þú dálæti á slíkri tón- list sé oft feimnismál. Fjölmörg dæmi eru um hljóm- plötur með trúarlegri tónlist sem selst hafa vel, iðu- lega á við vinsælustu poppplötur, en þó hefur útgáfa á slíkri tónlist verið stopul og lítil síðustu ár. Það vekur því nokkra forvitni að fyrir þessi jól eru gefn- ar út þrjár breiðskífur með trúarlegri tónlist, ein á vegum Þjóðkirkjunnar, eins á vegum Vegarins og sú þriðja á vegum Krossgötuútgáfunnar. fyrir trúarlegri tónlist þó öðru hvoru hafí komið út plötur sem byggja á trúarlegri hefð og til að mynda þekkja vísast flestir lagið í bljúgri bæn, sem Rut Reginalds söng inn í vitund þjóðarinnar á sínum tíma og heyrist alltaf öðru hvoru í út- varpi. Áhrif frá trúarlegri tónlist má líka víða finna og til að mynda má heyra á nýjustu plötu Stefáns Hilmarssonar, Líf, áhrif úr gospels- hefð, ekki síður en áhrif má greina á plötu Sigríðar Beintpinsdóttur, Desember, sem líka kom út fyrir skemmstu. Fyrir þögla meirihlutann Skálholtsútgáfan gaf út fyrir stuttu diskinn Trúarleg tónlist, Gospel sem Magnús Kjartansson stýrði, en til liðs við sig fékk hann söngvarana Rut Reginalds og Ja- mes Olsen og kór sem hann kallaði saman. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum sem Magnús segist hafa valið með söngvarana í huga, en einnig í samvinnu við þá. Hann segir að fyrir margar sakir hafi vinna byijað eitthvað seinna en til stóð, en allt hafi gengið hratt og vel fyrir sig þegar farið var af stað, enda var alla tíð stefnt að því að hafa plötuna hráa og sem líkasta tónleikaupptöku. „Við ætluðum okkur alltaf að gera plötuna þannig úr garði að það væri auðvelt að flytja hana,“ segir Magnús, enda hefur hann verið iðinn við að troða upp í kirkjum og víðar með kórinn og þau James og Rut. Magnús hefur áður fengist við trúarlega tónlist, gerði plötu fyrir Samhjálp fyrir rúmum áratug og gerði tvær plötur fyrir Fíladelfíu- söfnuðinn, rytmísk popplög með trúarlegum textum, en Magnús segir að Fíladelfíumenn séu vissir brautryðjendur í að taka rytmíska tónlist í sátt, en síðan hafi ýmis trúfélög tekið upp þessa gerð tón- listar til að útbreiða boðskap sinn. „Það má ekki gleyma því að nánast öll vestræn tónlist er komin til okk- ar í gegnum kirkjuna; í upphafí þróaðist tónlistin þar, Drottni til dýrðar, og sameinaðist afrískum rytmum í Bandaríkjunum og þar urðu til negrasálmar, blús, jass og rokk. Þetta er því allt komið frá kirkjunni ef maður Ieitar nógu langt aftur.“ Magnús segir að það eina sem þessi tónlist þurfi sé að vinna sér sess og því sé þessi útgáfa kom- in til. „Jassinn og blúsinn hafa unn- ið sér sess sem eitt af fjölmörgum tónlistarformum sem þú heyrir og rekst á í daglegu lífi og við viljum að trúarlega tónlistin, gospeltónlist- in, vinni sér líka sess sem form á meðal forma.“ Magnús tekur undir það að markaður fyrir trúarlega tónlist sé stærri en margan grunar. „Ég hef alltaf haldið því fram að í þessu landi sé eins og annars stað- ar hinn þögli meirihluti; fólk sem fer bara eftir sínum smekk, en læt- ur ekki einhveija sjálfskipaða spek- úlanta segja sér hvað er og hvað ekki og það er einmitt sá hópur sem hefur tekið þessari tónlist svo vel og kann því vel að hlusta á tónlist sem hefur boðskap og er ekki bara söluframleiðsla. Of stór hópur fólks er þó enn miðjusækinn að það vill ekki kaupa neitt nema það sem all- ir hinir eru að kaupa og í því ljósi á trúarleg tónlist ennþá undir högg að sækja, sérstaklega þegar fólk er að kaupa jólagjafir.“ Magnús segist vera alinn upp í sinni kirkju í Keflavík, þar sem hann var einsöngvari, „einn af þess- um háu sóprandrengjum, sem jöfn- uðu sig aldrei eftir múturnar", seg- ir hann og hlær. „Ég hef alltaf verið ófeiminn við að tjá mig um trúmál jafnt og annað, hvort sem ég er að synda gegn straumnum eða ekki. Trúin hefur gefíð mér mikið, en sérstaklega sækir á mig sú hugsun að ef fólki fínnst allt í lagi að heyra allan daginn litlar ástarsögur í útvarpi og af plötum, hvort ekki sé hægt að víkka það svið ötlítið út. Það er hægt að hafa ást á mörgu öðru en annarri per- sónu. Trúarlegar vangaveltur eiga skilyrðislaust að fá að vera með. Víða úti í heimi enþessi tónlist flutt í bland með venjulegu poppi og ég sé ekki hvers vegna það ætti ekki að geta gengið hér á landi líka.“ Magnús segist í sjálfu sér ekki leggja annan metnað í plötuna en þann að reyna að gera sitt besta en segist vona að þessi tónlist nái að vinna sér sess. „Ég á líka þá von sterka í bijósti að vakning eigi eftir að verða innan kirkjunnar, enda segir það sitt að í þeim athöfn- um sem fólk fær að ráða einhveiju um sjálft sjálft í kirkjunni, gifting- um og jarðarförum, velur það oft nýrri tónlist og til að mynda er al- gengt að fólk fái poppsöngvara til að syngja í kirkjunum. Við höfum verið að halda tónleika í kirkjum og fundið mikla ánægju hjá fólki og margir hafa komið til okkar og þakkað okkur fyrir að hafa minnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.