Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1'993
Bandaríski rithöfundurinn og blaða-
maðurinn Susan Faludi hefur fengið
konur til að endurmeta stöðu sína í jafn-
réttismálum með bókinni Bakslagi
jafnrétti er alltaf verið
aðtalaum?
eftir írisi Erlingsdóttur
Þess spurði Susan Faludi í
bók sinni „Backlash“ eða
Bakslagi, sem olli straum-
hvörfum meðal kvenna um
allan heim þegar hún kom
út fyrir tæpum tveimur
árum. Þar staðhæfði hún að
í kjölfar íhaldsbylgju þeirrar
sem gekk yfir Bandaríkin
og Evrópu í byrjun níunda
áratugarins hafi réttarstöðu
kvenna hrakað verulega og
hin ýmsu þjóðfélagsöfl —
auglýsendur, fjölmiðlar og
sljórnmálahreyfingar — hafi
meðvitað og ómeðvitað skað-
að baráttu kvenna fyrir jöfn-
un réttindum. Bókin vakti
gífurlega athygli og skipaði
höfundinum þegar sess með-
al þekktustu kvenréttinda-
kvenna heims en Susan
Faludi er í dag án efa fremsti
leiðtogi sinnar kynslóðar
fyrir jafnréttisbaráttu
kvenna.
Susan Faludi er lifandi
sönnun þess að maður
skyldi aldrei dæma fólk
eftir útlitinu einu saman.
Lítil, grönn og síðhærð,
brosmild með lágan róm
og feimnisleg í fasi,
minnir hún meira á saklausan
menntaskótcinema en 34 ára gaml-
an bráðsnjallan rithöfund og fræði-
mann, sem átt hefur í kappræðum
við helstu fréttahauka Bandaríkj-
anna. Hana skortir ekki reynsluna
úr fréttaheiminum heldur, en hún
var blaðamaður á Wa.ll Street
Journal áður en hún byijaði að
skrifa Backlash og hlaut Pulitzer
verðlaunin fyrir skrif sín fyrir blað-
ið. Velgengnin hefur ekki stigið
henni til höfuðs. Hún býr í lítilli
íbúð í San Fransisco, rétt hjá Stan-
ford-háskólanum, þar sem hún hef-
ur að undanförnu lagt stund á sagn-
fræði ásamt því að leggja drög að
annarri bók — um karlmenn og
áhrif þjóðfélagsins á þá.
Hvað fékk þig til að skrifa „Back-
lash“?
Ég fékk hugmyndina þegar ég
var fréttamaður á Wall Street
Journal. Kveikjan var fréttir af
rannsókn aðila frá Harvard og Yale
háskólunum um giftingariíkur
kvenna. Niðurstöðurnar úr henni
fannst mér með svo miklum óh'kind-
um að ég varð að athuga þær nán-
ar. Þessi „rannsókn" leiddi í ljós
að líkurnar á því að ógiftar, há-
skólamenntaðar konur um þrítugt
ættu eftir að ganga í hjónaband
væru aðeins um 20%. Um 35 ára
aldur, voru líkurnar komnar niður
í 5% og aðeins 1,3% kvenna um
fertugt gat vænst þess að ganga
upp að altarinu. Þessar niðurstöður
fengu gífurlega athygli í fjölmiðl-
um, þetta var forsíðufrétt alls stað-
ar, í öllum dagblöðum og tímaritum.
Fréttaskýringaþættir og stóru
fréttaþjónusturnar eins og Reuters
og AP létu ekki sitt eftir liggja.
Newsweek tímaritið sló þessu upp
í stóra grein með þeirri fyrirsögn
að eftir þrítugt væri líklegra að
konur yrðu fyrir árás hryðjuverka-
manns en að þær giftu sig! Þegar
farið var ofan í saumana á þessari
„rannsókn" kom í ljós að hún var
í meira lagi ófullkomin og byggð á
mjög litlu úrtaki. Síðari kannanir
sem gerðar voru eftir þessa leiddu
reyndar í ljós að líkurnar á að kona
um þrítugt með þennan bakgrunn
gengi í hjónaband voru um 60%.
Þær niðurstöður þóttu samt ekki
eins athyglisverðar og Harvard-
könnunin, því þær fengu litla sem
enga umfjöllun.
Fleiri „rannsóknir" og kannanir
á lífi og líðan kvenna vöktu einnig
athygli mína, þar á meðal rannsókn
sem fékk mjög mikla athygli á síð-
asta áratug, frá læknablaðinu New
England Journal of Medicine. Þar
var greint frá því að eftir þrítugt
stórminnkaði fijósemi kvenna, svo
mikið að 40% líkur yæru á því að
konur á milli 31 og 35 ára aldurs
yrðu ófijóar. Blaðið lét ekki nægja
að birta þessar niðurstöður, heldur
ráðlagði konum einnig í ritstjórnar-
grein að fara að „endurskoða verð-
mætamat sitt“. Þessi „rannsókn“
komst einnig í hringiðu íjölmiðla,
fékk mikla umfjöllun í fréttum og
áður en árið var liðið voru kopur
komnar með „líffræðilegu klukk-
una“ á heilann í bókum, bíómyndum
og sjónvarpsþáttum. Þessi könnun
var byggð á litlu úrtaki og ijár-
mögnuð af sama fyrirtæki og rekur
mörg ófijósemisklínik í Evrópu,
þannig að setja hefðu mátt fyrir-
vara við niðurstöðurnar. Nokkuð
síðar komu niðurstöður rannsókna
frá bandaríska landlæknisembætt-
inu þar sem fram kom að aðeins
voru 13,4% líkur á að konur milli
30 og 40 ára aldurs ættu við ófijó-
semiserfíðleika að stríða. En það
var eins með þessa könnun og seinni
hjónabandsrannsóknina — hún
vakti enga sérstaka athygli.
Auk þessa voru endalausar frétt-
ir af hinum og þessum andlegu
krankleikum sem áttu að þjá kven-
þjóðina — þunglyndi, svefnleysi,
alkóhólismi — og þetta virtist allt
leggjast þyngst á útivinnandi kon-
ur, og af miklum þunga væru þær
einhleypar. Greinilega voru skila-
boðin þau að konur hefðu ekki gott
af þessu framabrölti úti á vinnu-
markaðinum.
Þú sakar fjölmiðla um að halda
á lofti óvönduðum rannsóknum og
að þeir láti hjá líðast að birta leið-
réttingar eða vandaðri niðurstöður
þegar þær liggja fyrir. Hvers vegna
ættu fjölmiðlar að vilja halda þess-
um skilaboðum að konum? Ertu að
segja að það sé einhver skonar
skipulagt samsæri í gangi?
Alls ekki. Það væri reyndar þægi-
legra að mörgu leyti ef við vissum
af einhvers konar ráðbruggi í reyk-
fylltu herbergi. Þá væri hægt að
fara inn og komast að því hveijir
stæðu að baki! Það eru hins vegar
margir samverkandi þættir sem um
er að ræða og enginn vafi á því að
fjölmiðlar, sem eru mesti áhrifa-
valdurinn í þjóðfélaginu, hafa átt
stóran þáttt í að halda á lofti þeim
kenningum að jafnréttÞog barátta
kvenna fyrir því hafi skaðað þær.
Á undanförnum áratug hefur verið
ráðist á kvennahreyfinguna sem
undirrót allra vandamála kvenna,
henni hefur verið lýst sem úreltri
og úr takti við tímann, jafnvel þeg-
ar engar röksemdir hafa legið til
slíkra ályktana aðrar en óljósar
hugmyndir ritstjóra og fréttastjóra,
byggðar á vafasömum rannsóknum,
eins og ég nefndi áðan, um líf og
líðan kvenna. Þegar nokkrir fjöl-
miðlar byija svo að velta upp álykt-
unum, vilja hinir ekki vera eftirbát-
ar og .fyrr en varir er skriða fjölm-
iðlaumfjöllunar búin að móta skoð-
anir og hugmyndir fólks, og jafnvel
skapa ótta. Fjölmiðlar á borð við
The New York Times, Vanity Fair
og Nation hafa hvað eftir annað