Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 11

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 11 sakað kvennahreyfínguna um að hafa brugðist konum, hún eigi sök á öllu frá þunglyndi til fátæktar, frá slæmri húð til sjálfsmorða. Betty Friedan hefur meira að segja tekið undir þennan fjöldasöng og sagt að konur skorti sjálfsímynd, þær þjáist af „nýjum“ vandamálum sem engin nöfn eru til yfír. Hvað veldur konum öllum þessum erfíð- leikum? Það hlýtur að vera allt þetta ,jafnrétti“. Reyndar geri ég mér ekki alveg grein fyrir hvaða jafnrétti það er sem fjölmiðlar hafa verið að tala um. 75% útivinnandi kvenna sem vinna fullan vinnudag hér í Banda- ríkjunum, þéna innan við 20.000 dollara (1,4 milljónir ÍSK) á ári, en aðeins um 30% karlmanna eru með tekjur á því reki. Konur með menntaskólapróf hafa að jafnaði lægri laun en karlmenn með gagn- fræðapróf. Ef jafnréttið er svona mikið, hvers vegna eru innan við 8% af öllum dómarastöðum skipað- ar konum? Af tekjuhæstu forstjór- um í Bandaríkjunum eru konur inn- an við hálft prósent. Okkur er sagt að við séum búnar að ná fullkomnu jafnrétti, en samt skortir okkur grundvallarskilyrði þess að geta farið út á vinnumarkað- inn. Hér er engin skipulögð dagvist á vegum stjórnvalda og aðeins örfá fyr- irtæki bjóða upp á dagvist. Umönnun barna er aðallega einkamál kvenna. Konur ásaka ekki kvennahreyf- inguna fyrir að valda þeim erfið- leikum. Þessi „kvennavanda- mál“, sem svo eru kölluð, eiga rætur að rekja i lokuðu ferli sem hefst og endar í fjölmiðlum og auglýsingum. / bókinni nefnir þú fleiri aðila en fréttaflytjendur sem boða „bak- slag“ gegn konum. Hvar annars staðar er þessi boðskapur greinilegur? Hér komum við aftur að þessu ferli sem á úpphaf sitt. og enda í fjölmiðl- um. Tökum sem dæmi „rannsóknirnar" tvær um hjónabandslíkurnar og fijósemi kvenna. Hér er beinlínis um að ræða misvísandi upplýsingar sem fjölmiðlar blása út í fréttum og umræðuþáttum. Þessi dægurmála- umræða veltur svo inn í Hollywood, þar sem hún verður efni í sjónvarps- þætti og bíómyndir þar sem ein- stæðar konur á framabraut eru hafðar að háði, aumkaðar eða sett- ar í hlutverk hins illa. Æðsti draum- urinn er að eignast mann og börn. Konum er skipt í tvo hópa, þær fá verðlaun eða refsingu. Ritstjórinn og ástkonan í Fatal Attracti- on/HættuIeg kynni verður geðveik (að sjálfsögðu, af karlmannsleysi og barnleysi!) og hlýtur makleg málagjöld í sögulok. Eins fer fyrir ekkjunni og barnfóstrunni í Hand That Rocks the Cradle. „Góðu“ konurnar fá svo verðlaunin — sem eru í formi eiginmannsins. Enda er ekkert framabrölt á þeim. Eigin- konan í Fatal Attraction hefur ein- hveija óljósa vinnu sem aldrei kem- ur fram í myndinni, hún ver sínum tíma í að föndra og sinna heimilinu. Eiginkonan í síðarnefndu myndinni vinnur ekkert utan heimilis, hún er að fá sér barnfóstru svo hún geti dútlað í gróðurhúsinu sínu. Á hvíta tjaldinu eru konur í háum stöðum ekki aðeins sviptar tilfinninga- næmi, eins og kvenkyns yfírmaður Melanie Griffith í Working Girl, sem er með fílófax í hjartastað, heldur einnig, að því er virðist, hæfni til að framkvæma einföldustu verk. í Baby Boom á söguhetjan, fram- kvæmdastjóri í stórfyrirtæki, sem Diane Keaton leikur, í mesta basli með bleyjuskipti á baminu sem hún þarf skyndilega að fara að annast. í sjónvarpsþáttunum Thirty- something/Á fertugsaldri sáum við Hope Steadman, góðu mömmuna snúast í eldhúsinu í himnasælu, á milli þess sem hún gaf bijóst og kyssti myndarlega eiginmanninn. Auðvitað komu upp vandamál, en ekkert sem samtöl og kossar á milli hjónanna gátu ekki leyst. í kringum þetta hamingjuhreiður skoppuðu svo vinkonurnar — einstæðar, barn- lausar, geðvondar og þunglyndar. í tískuheiminum kynntu hönnuð- ir minikjóla, blúndur og slaufur og helst allt aðskorið og þröngt, eins og „high femininity" lína Christians Lacroix fyrir árið 1987 og undir- fataverslanir eins og Victoria’s Secret spruttu upp eins og gorkúl- ur. En konur sögðu einfaldleg nei takk við þessari tísku. Victoria’s Secret selur mest af bómullarnær- fötum en ekki korselettum eða sokkaböndum. Enda er ekki undar- legt að smápíukjólar og blúnduföt seljist illa þegar meðalkonan er 32 ára, vegur u.þ.b. 63 kíló og hefur sennilega annað við tímann að gera en að liggja hálf meðvitundarlaus í frönskum sófum allan daginn eins og módelin í aug- lýsingum þessara seljenda. Hvað finnst þér um þá umfjöllun sem Hillary Clinton hefur hlotið í fjöl- miðlum síðan hún varð forsetafrú Bandaríkjanna? Fjölmiðlafár í kringum Hillary er í rénun, enda var tími kominn til. Mér fannst umfjöll- unin um hana sýna hve valdastofnanir í þjóðfélagi okkar eru hræddir við konur. Hér var kona sem féll ekki inn í mótið af blíðu, bljúgu og undirlátu dömunni sem bandarískir fjöl- miðlar héfja svo til skýjanna. Hillary var of gáfuð, o/vel menntuð — og hún var komin í mjög valdamikla stöðu. Hún var einfald- lega komin of langt og það fór í taug- arnar á mörgum. Washington er karlmannaheimur. Valdabaráttan þar er að mestu leyti háð af karl- mönnum, þeir setja leikreglurnar og matreiða líka fyrir okkur hin hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Það fór greinilega í taugarnar á þeim að þarna skyldi vera komin kona sem yrði þetta valdamikil næstu fjögur árin, og það var ekk- ert sem þeir gátu gert í því. Þeim fannst hún vera að nota eiginmann sinn til að koma sér áfram, hún hafí ekki verið kosin til að fara með völd fyrir þjóðina. Annars held ég að það hefði verið alveg sama hvað hún gerði, það hefði ýmist verið of eða van. Fjölmiðlar voru búnir að ákveða að krossfesta hana. Hún er hins vegar búin að sanna sig og skoðanakannanir sýna að banda- rískur almenningur er ánægður með hana í hlutverki forsetafrúar- innar. Ertu bjartsýn á framtíðina fyrir hönd kvenna? Ég get ekki verið annað. Ég held að konur séu að vakna til vitundar um að það hefur verið gengið hættulega nærri sjálfstæði þeirra, bæði fjárhagslegu sjálfstæði og rétti þeirra til að ráða yfir sínum eigin líkama. Við þurfum nauðsyn- lega að jafna launamun milli karla og kvenna sem er mjög mikill og ósanngjarn, og við verðum að eign- ast fleiri fulltrúa í stjórnmála- og fjármálaheiminum. Við eigum vissulega á brattann að sækja en ég held að það sé á ný kominn baráttuhugur í konur. Höfundur er fjölmiðlafræðinemi í Kaliforníu. Auk þessa voru endalausar fréttir af hinum og þess- um andlegu krank- leikum sem áttu að þjá kvenþjóðina — þunglyndi, svefn- leysi, alkóhólismi — og þetta virtist allt leggjast þyngst á útivinnandi kon- ur, og af miklum þunga væru þær einhleypar. Greini- lega voru skilaboð- in þau að konur hefðu ekki gott af þessu framabrölti úti á vinnumarkað- inum. Viðeyjar o g Kjalarneseld- stöðvar kynntar 21. des. NÁTTÚRVERNDARFÉLAG Suðvesturlands - NVSV, hefur nýtt starfsár sitt með ferð á vetrarsólstöðum þriðjudaginn 21. desem- ber. Ferðin hefst á Ingólfstorgi við sólarupprás kl. 11.21. Gengið verður um borð í Maríusúðina í Suðurbugt við bryggju niður af Hafnarbúðum. Siglt verður út á Kollafjörð. Haukur Jóhannesson, jarðfræðing- ur, mun kynna fornar megineld- stöðvar Viðeyar og Kjalameseld- stöðvarnar sem eru í Kollafírði. Að því loknu verður lagt að bryggju í Suðurbugt og gengið með strönd- inni inn undir Rauðarárvík og síðan í sýningarsal Náttúrufræðistofnun- ar v/Hlemm og komið þangað um kl. 13.30. Frá Náttúrufræðistofnun verður gengið vestur á Raunvís- indastofnun Háskólans með við- komu í Hallgrímskirkjutumi. í Raunvísindastofnun tekur Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur, á móti hópnum og segir frá flugseg- ulmælingum á megineldstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sólstöðu- göngunni lýkur svo með göngu nið- ur á Ingólfstorg. Þangað verður komið um sólarlagsbil kl. 15.30. Ef ekki verður sjóveður verður gengið inn í Sundahöfn í stað sjó- ferðarinnar og til baka að Náttúru- fræðistofnun. Að öðru leyti óbreytt ferð. Allir em velkomnir í ferðirn- ar. Ekkert þátttökugjald nema í bátsferðina 1.000 kr. Tilgangur ferðarinnar er sá að vekja athygli á að Kollafjörður hef- ur ýmislegt að bjóða sem gerir skoðunarferðir um fjörðinn, eyjar hans og fjörur mjög forvitnilegar fyrir náttúmunnendur og hinn al- menna ferðamann. Lvkill að Hótel Örk T I í boði eru 0 mismunandi lyklar 1 nótt (2 dagar) alla daga vikunnar kr. 11.000,- f>TÍr tvo. HVILNNDAGS Lykdl 2 nætur (3 dagar) í miðri viku kr. 17.800,- fyrir tvo. HELGAR Lykiil 2 nætur (3 dagar) fóstud. til sunnud. kr. 21.800,- fyrirtvo. SPARI 4 nætur (5 dagar) í miðri viku kr. 29-800,- fyrir tvo. Innifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa. hestaleiga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira. Gjafaiyklaruir eru til sölu í Jólagjafaltúsi okkar í Kringlunni, Borgarkringlunni eða í súna 98-34700 og þú færð lvkilinn sendan heim. Sendum í póstkröfu. Visa - Euro raðgreiðslur Gjafulyklamir gilda allt árid 1994 HÓTEL ÖÐK HVF.RAGKROl. SÍMt V8-34700 - FAX 98-34775

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.