Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 í fylkingar brjósti Ráðamenn á Reykjalundi 1987. Frá vinstri Þengill Oddsson, yfir- læknir Heilsu- gæslustöðvar, Oddur Ólafs- son, formaður Vinnuheimilis- stjórnar, Björn Ásmundsson framkvæmda- stjóri og Hauk- ur Þórðarson, yfirlæknir Reykjalundar. SUÐURNESJAMAÐURlNN Oddur QJafsson var kominn af atkvæðamiklum útvegsbændum og aflasælum sjóvíkingum. Ung- ur ætlaði hann sér að feta í fór- spor þeirra og gerast formaður. Órlögin höguðu því þó svo að hann gekk menntaveginn en í miðju læknanámi veiktist hann af berklum og komst í návígi við „hvíta dauðann". Lífið sigr- aði í þeirri viðureign. Oddur varð læknir og gerðist brátt for- ystumaður I hópi þeirra sem áttu sér þá hugsjón að styðja til sjálfsbjargar. Oddur stóð í fylk- ingarbrjósti í sigursælli baráttu- sveit. Sú saga er rakin í bókinni Þegar hugsjónir rætast sem Isa- fold gefur út. Gils Guðmundsson hefur tekið bókina saman en Guðrún Guðlaugsdóttir hefur tekið viðtöl við ýmsa af sam- ferðamönnum Odds. Hér á eftir er gripið niður í frásögn Ragn- heiðar, konu Odds, þar sem hún lýsir manni sínum: Oddur keypti yfirleitt ekki í matinn og ef hann gerði það var viðbúið að það mistækist. Hann keypti þá kannski alltof mikið af einhveiju en ekkert af öðru sem mig vantaði. Hann var bara ekki inni í slíkum málum. Ég var eins og skipstjórafrú, hafði heimilið og krakkana alveg á minni könnu. Hann mat þetta líka við mig og sagði oft að hann hefði ekki getað sinnt sínu starfi og áhugamálum ef hann hefði ekki átt konu eins og mig. Ég var vön sjálfstæðum atvinnurekstri og að þurfa að taka ákvarðanir. Það þurfti að hafa töluvert fyrir hlutunum á þessum árum. Þvottavél fékk ég ekki fyrr en ég átti fjórða barnið. Venjulega þurfti Oddur eina skyrtu á dag, og skyrtumar þurfti að stífa í þá daga. Svo komu nylonskyrturnar og þá þóttust konur hafa himin höndum tekið. En sú sæla stóð ekki lengi hjá mér. Oddur fékk tvisvar sinnum lungnabólgu með skömmu millibili. Þá áttaði ég mig á að nylonskyrturnar voru slæmar fyrir þá sem veilir voru í lungum, þær héldu að raka og menn kóln- uðu fljótt í þeim. Oddur lét alltaf skraddarasauma föt sín. Það var nauðsynlegt af því að önnur öxlin á honum var lægri en hin. Það voru afleiðingamar af berklameð- ferðinni. Svo voru þau föt líka fal- legri og betri en þau sem fengust tilbúin. Oddur var gamansamur á sinn hátt, talsvert stríðinn. En hann hafði ekki hinn fína og létta húmor sem einkenndi pabba hans. Hann líktist meira móður sinni, hún var umtalsfróm kona og Odd- ur talaði aldrei illa um nokkra manneskju. Mörgum fannst galli á Oddi hvað honum lá gott orð til alls fólks. Hann fann alltaf ástæð- ur fyrir öllu og gerði lítið úr ávirð- ingum fólks. Honum fannst lítil fremd í því að slá sér upp á mis- gjörðum annarra. Ég held að Odd- ur minn hafi að mörgu leyti líkst Brot úr bókinni Þegar hugsjónir rætast - ævi Qdds á Reykjalundi Fjórir forystumenn Reykjalundar og SÍBS, talið frá vinstri: Árni Einarsson, Oddur Ólafsson, Þórður Benediktsson og Kjartan Guðnason. Síðasta myndin af Oddi lækni og Ragn- heiði konu hans. talsvert Oddi afa sínum, frá honum hafði hann áræðnina og hug- kvæmnina. Oddur minn var kannski lánsamari í sínum fram- kvæmdum en afi hans. Flest af því sem Oddur minn tók sér fyrir hendur gekk upp, það var lán yfir flestu sem hann réðst í. Afi hans var hins vegar kannski of langt á undan sínum samtíma í mörgum greinum. í uppeldismálum hafði Oddur ákveðnar skoðanir. Hann lagði áherslu á að drengirnir ynnu sem mest fyrir sér sjálfir eftir að þeir náðu aldri til þess. Fjórir drengirn- ir okkar og dóttirin urðu stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Það var einfaldara að senda þau þangað en sækja skóla í Reykjavík því ferðir hingað upp eftir voru svo stijálar á þeim tíma. Yngsti dreng- urinn er stúdent frá,Hamrahlíðar- skóla. Piltarnir unná mikils til fyr- ir sínu námi sjálfir með því að stunda byggingavinnu á sumrin. Þeir unnu m.a. hjá Bensa á Vallá, Oddur var með Bensa í að stofn- setja steypustöðina. Bensi keyrði vörabíl og Oddur kynntist honum þegar verið var að byggja Reykja- lund, þá vann Bensi þar með vöra- bílinn. Þau kynni leiddu til þess að þeir komu þessu fyrirtæki sam- an á stofn. Seinna dró Oddur sig út úr þeirri starfsemi. „Mér blöskruðu stundum hugmyndir hans“ Oddur var fyrst og fremst at- hafna- og framkvæmdamaður. Hann las um það efni sem snerti hans starfssvið og svo las hann afþreyingarbækur þegar hann vildi hvíla sig. Hann las stundum Tars- ansbækurnar og eitthvað slíkt fyr- ir strákana áður en þeir fóru að sofa. Stundum fannst mér hann lesa svo lengi að ég fór inn til að forvitnast. „Ægilega lestu lengi, eru strákamir ekki löngu sofnað- ir?“ / hvíslaði ég. „Jú, en mér fannst þetta bara svo spennandi að ég vildi klára það,“ svaraði hann þá. Við fórum oft í leikhús en sjald- an í bíó. í frístundum sínum hafði hann mest gaman af að planta tijám og sinna ræktunarstörfum, sérstaklega seinni árin. Hann keypti jörðina Kalmanstjörn, hún var þá komin í eyði. Þar unnum við hjónin mikið saman að ræktun- arstörfum. Fjölskylda okkar á Kal- manstjörn ennþá. Einu sinni ætlaði Oddur að fara að græða á kartöflu- rækt suður á Reykjanesi. Við keyptum hálfan vörabíl af útsæði. Fyrir þijátíu árum var erfitt að koma þessu heim á bæinn vegna vegleysis. Þegar við komum á Stað í Grindavík með kartöflurnar var komið 6 stiga frost svo við fengum að setja kartöflurnar inn í hlöðu hjá bóndanum á Stað. Svo komum við nú kartöflunum á áfangastað og settum þær niður og það var mikil drift í kartöfluræktinni. Við gerðum okkur góðar vonir um þessa ræktun því það er hiti í jörð í landi Kalmanstjarnar. En við vör- uðum okkur ekki á því að kartöflur sem vaxa í heitum jarðvegi verða harðar við geymslu og slíkar kart- öflur eru ekki vel útgengilegar á markaði. Þetta reyndist því ekki mikill búhnykkur þótt kartöflurnar kæmu fljótt upp, ekki vantaði það. Þetta var eitt af því sem Oddi datt í hug að gera. Þegar Kotvogurinn var til sölu skömmu seinna vildi Oddur endilega kaupa hann en það var ekki hægt, mér fannst það of mikið í ráðist, hann var þá nýlega búinn að kaupa ættaróðalið Kal- manstjörn eins og fyrr sagði. Mér blöskruðu stundum hugmyndir hans en líklega hefði orðið stór- gróðafyrirtæki að kaupa Kotvog- inn, þar hefur hann verið framsýnn eins og í fleiru. Seinna keypti Oddur jarðir í Vopnafirðinum þar sem voru veiði- réttindi. Hann eyddi sumarfríum sínum þar við að koma upp laxa- stiga. Oddur var mjög tryggur sínu fólki og reyndi að létta foreldrum sínum lífið þegar þau tóku að eld- ast. Hann var yngstur barna þeirra. Steinunn tengdamóðir mín giftist og eignaðist sitt fyrsta barn 16 ára gömul og var búin að eiga fimm börn 22 ára. Eftir það eign- uðust þau yngsta barnið, Odd. Næstyngst var Eva sem var for- eldrum sínum stoð og stytta alla tíð. Eftir að tengdafaðir minn dó kom Steinunn tengdamóðir mín til okkar Odds og var hjá okkur þar til hún dó, en það var ekki langur tími. Eva mágkona mín var hins vegar til heimilis hjá okkur mjög lengi. Hún var nánast eins og amma yngri barnanna minna. Oddur las ekki mjög mikið utan við sitt áhugasvið. Hann las þó allar bækur sem komu út eftir Halldór Laxness, hann var alltaf ógurlega spenntur þegar ný Lax- nessbók kom út, keypti hana og gaf mér hana kannski í jólagjöf. Hann gaf mér líka Ur landsuðri, eftir Jón Helgason. Oft báðu þeir sem gáfu út bækur hann að kaupa og hann gerði það oftast. Þá voru bækur oft óinnbundnar. Eggert blessaður Stefánsson kom til hans með bók sína Lífið og ég. Oddur keypti held ég nærri allt upplagið af honum! Oddur var svo hjálpsam- ur. Erling Túliníus, vinur Odds sem hann las mikið með í skóla, var læknir úti í Danmörku. Hann var frístundamálari og hafði sýningu úti. Hann skrifaði Oddi og spurði hvort hann héldi að nokkur tök væru á að selja myndir hér heima. Já, góði besti komdu bara með þetta heim, sagði Oddur. En hann reyndi ekki að selja þessi málverk, sem voru fjögur eða fimm, hann bara keypti þau. Eitt þeirra var ansi fallegt. Við eignuðumst smám saman talsvert af málverkum, ein átta málverk fékk Oddur þegar hann varð fimmtugur. Oddur bauð einu sinni á uppboði í málverk eft- ir Mugg af kirkjunni á Sauðafelli sem var sóknarkirkja pabba míns og gaf mér það málverk. Dóttir okkar keypti eitt sinn málverk eft- ir Svavar Guðnason á sýningu sem hann hélt. Það kostaði að mig minnir 70 þúsund. Seinna þurfti hún að selja málverkið og setti það á sölusýningu. Oddur vissi af þessu og fór á sýninguna og keypti mál- verkið og gaf henni. Bókartitill: Þegar hugsjónir rætast — Ævi Odds á Reykja- lundi Höfundur: Gils Guðmundsson Viðtöl: Guðrún Guðlaugsdóttir Útgefandi: ísafold Útgáfudagur: Komin út Verð: 3490.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.