Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 21

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 21 Langlífir Gammar ISLENSKAR jasssveitir eru fáar og yfirleitt skammlífar. Þar ræður eðlilega mestu að markaður fyrir jass er lítill í litlu landi og því halda menn snemma hver í sína áttina til að fást við ýmsa annars konar tónlist sér til viðurværis. Ein langlífasta jassveit landsins, Gammar, er þó enn að og fer nú um og leikur meðal annars lög af fyrstu breiðskífum sínum, sem voru endurútgefnar á einum disk fyrir stuttu. Gammar hafa starfað meira og minna síðan 1982. Sveitin sendi frá sér fyrstu breiðskífuna 1982, önnur plata kom svo út 1986 og sú þriðja á síðasta ári. Fyrstu plöturnar tvær hafa lengi verið ófá- anlegar og því þótti lag að gefa þær saman út á einum disk að sögn Stefáns S. Stefánssonar saxófón- leikara, en aðrir liðsmenn Gamma á plötunum eru Bjöm Thoroddsen, sem stofnaði flokkinn, Þórir Bald- ursson, Skúli Sverrisson og Stein- grímur Óli Sigurðsson. Stefán segir að þeim félögum hafi þótt sem á plötunum væri mikið af góðri tón- list, framsækinni jasstónlist sem eltist vel og því væri rétt að gefa þetta út á geisladisk. Stefán segir að Gammar hafi aldrei hætt, menn hafi haft mikið annað að gera „en við æfum reglu- lega og semjum töluvert saman, en spilum ekki. Þetta er einskonar leyniband," segir hann og hlær. Hann bætir við að þeir félagar hyggist spila allnokkuð á næstu vikum og leika þá meðal annars lög af plötunum sem verið er að endur- útgefa í bland við nýja ópusa. Leyniband Gammar í árdaga. Borgardætur BORGARDÆTUR hafa slegið rækilega í gegn siðustu vikur. í útvarpi glymja í sífellu gömul lög sem þær hafa gætt nýju lífi og tekin eru af fyrstu breiðskífu þeirra, Svo sannarlega, sem hljóðrit- uð var á mettíma, og er þegar orðin með mest seldu plötum. Borgardætur eru þær Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjáns- dóttir og Berglind Björk Jónas- dóttir, en Ellen segir að þær hafí farið að syngja saman síðasta vor og þá stóð bara til að halda eina tónleika eða svo. „Þetta hafði ver- ið draumur Andreu í langan tíma og okkur hínum leist vel á. Við fengum Eyþór Gunnarsson til að útsetja lögin fyrir okkur, síðan þurfti hljómsveit og smám saman jók þetta við sig og varð auðvitað miklu meiri vinna en við áttum von á.“ Ekki segir Ellen að þeim hafi nokkru sinni komið til hugar að þær ættu eftir að gera plötu, það hafi komið upp á í nóvem- ber sl. og því lítill tími til stefnu. „Það varð því allt að ganga hratt fyrir sig, en þó tókum við ekki annað í mál en að hafa alla texta íslenska," segir Ellen, en það má færa fyrir því gild rök að örar vin- sældir plötunnar séu mikið til vegna textanna, lögin eru samtím- is gamalkunnug og nýstárleg. Þær Borgardætur eiga þó eftir að fá nógan tíma til að slípa lögin til, því Ellen segir að þær stöllur ætli sér að fara á fullt eftir ára- mót, því eftirspumin sé meiri en nóg. Hvort af annarri plötu verði vill hún ekkert spá í. „Það fer auðvitað eftir því hvernig þessi plata gengur, en óneitanlega er það spennandi að eiga kannski eftir að taka upp aðra plötu. Við sjáum bara til.“ Tvöföld geislaplata sem inniheldur lög frá upphafsárum útvarpsins í flutningi flestra okkar ástsælustu söngvara. Það var kominn tími til að gefa þessa ófáanlegu tónlist út í upprunalegri mynd. BORGARDÆTUR - „SVO SANNARLEGA" Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir mynda þetta stórskemmtilega tríó og syngja hér lög í anda stríðsáranna. Utsetningar: Eyþór Gunnarsson. Ckífulínan */991880 KRINGLUNNI SÍMI: 600930 - STÓRVERSLUN UUGAVEGI26 SÍMI: 600926 IAUGAVEG! 96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORGI SÍMI: 612160 SldfAN/BOGART

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.