Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 -JotlOsin£Z>, ertu Jpáihrt ah tcscC ofcbjr' 1/íS þennarv söLumcwn ? " Þegar hann kemur niður, segðu honum að hann hafi verið rangstæður... Ertu staðráðinn í að halda viðgerðinni áfram, á þak- inu? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Foreldrar eru fyrirmyndir Frá Unni Halldórsdóttur: „Hversu vel sem maður reynir að vanda sig við uppeldi barnanna haga þau sér samt stundum eins og fuliorðna fólkið.“ Þessa speki las ég í bók um for- eldra, áfengi og unglinga fyrir nokkrum árum. Orðin hafa bergmál- að í huganum af og til síðan og í tilefni af umræðu undanfarnar vikur um áfengisneyslu unglinga vil ég stinga niður penna. Við foreldrar þurfum að staldra við og líta í eigin bann þegar kem- ur að því að ræða áfengisneyslu unglinga. Hvaða skilaboð, í orðum eða gerðum, sendum við frá okkur varaðndi áfengisdrykkju? Lítum á fáein dæmi: Er algengt að halda upp á fer- tugs- eða fimmtugsafmæli og bjóða eingöngu upp á kaffi og kökur? Erum við sjálf tilbúin til að fara út á dansgólf bláedrú? Treystum við okkur til að syngja „Fyrr var oft í koti kátt“ á bekkjarkvöldi eða er sá söngur hikandi og mjóróma af því að söngvatnið vantar? Grillum við með nágrönnunum án þess að dreypa á bjór eða rauðvíni? Horfa menn á ensku knattspymuna með bjórinn í hendinni og skreppa svo á bílnum út í sjoppu? Er alltaf farið í ríkið'áður en fjölskyldan fer í sum- arbústaðinn? Eg ætla ekki að þreyta lesendur með frekari upptalningu. Dæmin hér að ofan fjalla um aðstæður þar sem mörgum þykir sjálfsagt og eðli- legt að hafa vín um hönd. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta segir máltækið og í ofangreindum tilfellum er vonandi sjaldgæft að menn drekki frá sér ráð og rænu. Það er full ástæða til að gefa því gaum að unglingamir okkar alast upp við þær aðstæður að á þeim dynur úr öllum áttum boðskapur um lífsstíl sem lofar og prísar áfeng- isdrykkju. Gildismat okkar foreldr- anna er einn hlekkur í þeirri kveðju. Kvikmyndahetjur fá sér í glas mörg- um sinnum í hverri mynd, auglýs- ingar um fjölmargar vörur skírskota til áfengis. Það er meira horft á sjónvarp en lesið og meiri drykkja sýnd i kvikmyndum en í bókum. Veitingastaðir spretta upp þar sem glæsilegt ungt fólk ræðir listir og menningu yfir rauðvínsglasi eða bjórkollu. Unglingarnir fá það sem sagt beint í æð að það er fínt að drekka einkum ef maður kann að fara með vín. Þeim skilst það frá blautu bamsbeini að þegar eitthvað stend- ur til þá þarf áfengi til að auka gleðina. Þeir sjá einnig feimna vini og bekkjarfélaga breytast á svip- stundu í hressa og óbælda stuðpinna eftir fáeina sopa. Vandinn er hins vegar sá að áfengi er meira en krydd í tilver- una. Það hefur sínar skuggahliðar sem sjaldnast em sýndar. Þessi vímugjafi hefur ríka tilhneigingu til að taka yfírhöndina og óþarfi að rekja hér dæmi því til sönnunar. Það er ógnandi staðreynd hvað verðar erfðareiginleika og umhverf- isþætti að við foreldrar sköpum hvorutveggja. Börn ættu því að velja foreldra sína vandlega. Það er okkar foreldranna að bera ábygð á börnunum okkar og byggja þau upp sem sjálfstæða einstakl- inga. Við hikum ekki við að taka af þeim skæri og hnífa þegar þau em lítil og vöram þau við alls kyns hættum í umhverfinu. Hvers vegna hættum við þessu þegar þau verða eldri? Þykir okkur ekki vænt um þau lengur? Finnst okkur allt í lagi að þau séu að fíkta við vímuefni sem getur valdið þeim ómældum skaða? Nei, auðvitað ekki en hvað getum við gert? Við þurfum að miðla þeim við- horfum skýrt og ákveðið að það er ekki í lagi að unglingar drekki áfengi. Því skýrari skilaboð sem við sendum þeim mun líklegra er að unglingurinn okkar fresti því að byrja að drekka. Við þurfum að undirstrika þá staðreynd að áfengi er ekki fyrir börn og unglinga. Fjölmargir aðilar eru tilbúnir til að ieiðbeina okkur á því sviði. Við þurfum líka að miðla þeim lífsstíl að það geti verið gaman án þess að áfengi sé í spilinu. Það sýn- um við best með eigin gerðum. Svo- lítil sjálfsrýni skaðar ekki. Við megum ekki afsaka aðgerð- arleysi okkar með því að muldra í barminn: „Æ, þetta var ekki betra þegar ég var ungur — það er þó skárra að þau séu í víni en dópi — hvað get ég sagt sem fæ mér stund- um í glas sjálfur — það er eins gott að kaupa fyrir krakkann eins og hann sé að drekka landa.“ Slík við- brögð eru ekkert nema uppgjöf og flótti frá skyldum okkar sem uppal- endur. Það er gleðilegt að finna að ís- lenskir foreldrar eru að vakna af doðanum og viijá snúa vörn í sókn. Þetta má m.a. sjá af vaxandi for- eldrastarfi í skólum, þar sem lögð er áhersk á samstöðu innan hvers bekkjar. Úr kaupstöðum og kaup- túnum berast fregnir af samstöðu um útivistartíma barna og unglinga. Stöndum saman og styðjum hvert annað í viðleitninni til að draga úr áfengisneyslu okkar og unglinganna okkar. Það skilar sér í betra samfé- lagi fyrir okkur öll. UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, formaður landssamtakanna Heimili og skóli. Víkveiji skrifar rátt fyrir kreppu, aðhald og niðurskurð miðar okkur áfram á ýmsum sviðum, meðal ann- ars í heilbrigðismálum. Hjartaað- gerðir, sem til skamms tíma voru sóttar utan, með ærnum kostnaði og fyrirhöfn fyrir viðkomendur, hafa verið stundaðar á Landspítala um nokkurra ára bil, með frábærum árangri. Það er hluti af eðli og frumrétti sérhverrar manneskju að eignast afkomendur. „Glasafrjóvgun", svo- kölluð, hefur hjálpað ljölmörgum til að ná þessu eftirsótta marki. Þessa læknisfræðilegu aðstoð sóttu íslendingar til skamms tíma til ann- arra landa. Landspítalinn annast nú þessa þjónustu og hefur vel til tekizt. Steinbrjótur nefnist nýtt og full- komið lækningatæki, sem tekið var í notkun á Landspítala í september- mánuði síðastliðinum. Notkun þess byggist á hljóðbylgjum, sem kallað- ar hafa verið höggbýlgjur (shock waves). Þetta tæki brýtur steina í nýrum/þvagfærum. Aðferðin er þessi. Fyrst er steinn- inn staðsettur með röntgenskyggn- ingu. Síðan er höggbylgjum beint að staðnum og steinninn brotinní Hægt er að fylgjast með steinbrot- inu allan tímann með ómsjá. Sjúk- lingurinn fær enga svæfingu eða deyfingu, en vanalega er gefið ver- kjalyf í æð. Þó geta verið undan- tekningar frá þessu. Eftir meðferð- ina fer sjúklingurinn í vöknun og eftir tvær klukkustundir getur hann í flestum tilfellum farið heim. Nú er sum sé hægt að vinna á nýrna- steinum án uppskurðar! Hjartaaðgerðir, glasafrjógvanir og steinbijótsmeðferðir voru lengi sóttar utan með miklum samfélags- legum og/eða einstaklingsbundnum kostnaði og fyrirhöfn fyrir sjúklinga og oft einnig aðstandendur. Þessi þríþætta nýja þjónusta þýðir ærinn viðbótarkostnað fyrir viðkomandi sjúkrastofnun. Kostnaðurinn er þó dijúgum minni fyrir samfélagið og viðkomendur en áður, þegar sækja þurfti þessar aðgerðir utan. xxx ommúnisminn er hruninn! Þessi staðhæfing bergmál- aði heims um ból mánuðum saman; hér á skerinu yzt í veraldarútsæ sem annars staðar. Kommúnisminn í Austur-Evrópu hrapaði að vísu úr valdastólum, ekki vonum fyrr. Víkverji hyggur þó að öfgastefnur til hægri og vinstri, fasismi og kommúnismi, séu eins og falinn eldur í samfélögum víða um heim. Við afbrigðilegar kreppuaðstæður getur þessi öfga- og skaðræðiseldur blossað upp. Um það eru mýmörg dæmin. Hvað um nýafstaðnar kosningar á Ítalíu? Hvað um niðurstöður kosn- inga í Rússlandi? Hvað um þjóðern- isofstæki vítt og breitt um veröld- ina? Hvað um ítök róttækra sósíal- ista og kommúnista í Alþýðubanda- laginu? Hefur sá söfnuður gert upp við fortíðina? Lýðræðissinnar um víða veröld þurfa að halda vöku sinni, hér sem annars staðar, til að glutra ekki niður dýrmætum mannréttindum. XXX Víkverji rakst á eftirfarandi í grein eftir Magnús Hregg- viðsson í Frjálsri verzlun: „Rekstur ríkisfjölmiðla er tíma- skekkja. í það minnsta er það tíma- skekkja að skylda alla landsmenn til þess að kaupa áskrift að þessum ljölmiðli. Ef ríkið væri að keppa á venjulegum samképpnisgrundvelli væri kannski minna við því að segja að það hefði sig í frammi á þessum vettvangi. Og það, sem kannski allra verst er, er það að enginn teikn sjást á lofti um að breytingar verði á. Á þessu sviði sem öðrum heldur hið opinbera dauðahaldi í sitt og enginn virðist hafa kjark eða vilja til þess að hafa frumkvæði um breytingu. Sumir töldu að það myndi raska byggð landsins þegar ákveðið var að legja niður Skipaút- gerð ríkisins. Hún var orðin að lög- máli sem ekki mátti hagga. Nú þegar sá angi ríkisgeirans hefur verið skorinn af, kvartar enginn og flestir vildu Lilju kveðið hafa. Hið sama gildir örugglega um Ríkisút- varpið..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.