Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994
VIÐURKENNINGAR
Fréttapýramídar veittir
í Ejgum
Sigmund Jóhannsson, Lárus Jak-
obsson og Lúðrasveit Vestr
mannaeyja hlutu að þessu sinni við-
urkenninguna fréttapýramídann,
sem er veittur einstaklingum eða
félagasamtökum fyrir vel unnin störf
að ýmsum málum í Eyjum. Er þetta
í þriðja sinn sem vikublaðið Fréttir
veitir viðurkenninguna. Gripirnir eru
smíðaðir og hannaðir af Grími Mar-
inó Steindórssyni.
Sigmund Jóhannsson, teiknari og
uppfinningamaður, hlaut viðurkenn-
inguna fyrir framlag sitt til atvinnu-
og öryggismála sjómanna.
Sigmund hefur hannað ýmis tæki
sem notuð hafa verið í fiskvinnslu
og Vélsmiðjan Þór í Eyjum hefur séð
um að smíða. Þá kom Sigmund fyrst-
ur fram með sjálfvirkan sleppibúnað
fyrir björgunarbáta, Sigmundsgálg-
ann, og- á síðasta ári var kynnt upp-
finning hans sem kemur í stað björg-
unarstóls og flýtir til muna björgun
manna með fluglínutækjum. Einnig
kom fram að nú vinnur Sigmund að
hönnun neyðarbauju í báta sem sjálf-
virkt mun senda frá sér neyðarblys
ef bátur sekkur.
Lárus Jakobsson hlaut viðurkenn-
ingu fyrir framlag sitt til íþrótta-
mála. Lárus er upphafsmaðurinn að
Shellmótinu, knattspymumóti ungra
knattspyrnumanna alls staðar af
landinu, sem er árlega haldið í Eyj-
um. Hefur Lárus séð um fram-
kvæmd mótsins frá upphafí. Lárus
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þeir tóku við fréttapýra-
mídunum að þessu sinni.
Frá vinstri: Sigmund Jó-
hannsson, Stefán Sigpxr-
jónsson og Lárus Jakobs-
son.
Notkun nýjasta björg-
unartækis Sigmunds var
sýnd.
hefur einnig starfað mikið að málum
meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu í
áraraðir.
Lúðrasveit Vestmannaeyja hlaut
viðurkenningu fyrir framlag til
menningarmála í Eyjum en Lúðra-
sveitin verður 55 ára á þessu ári.
Stefán Sigurjónsson, stjórnandi
sveitarinnar, tók við viðurkenning-
unni.
Hlaðborðið var hið glæsilegasta. Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SKEMMTUN
Þorrablót
í Valhöll
Sjálfstæðismenn í Reykjavík héldu tóku vel til matar síns og sungu
þorrablót í Vaihöll síðastliðið mikið. Eins og sést á annarri mynd-
laugardagskvöld, þar sem menn inni var hlaðborðið afar glæsilegt.
Óskar Friðriksson situr lengst til vinstri, en Katrín Gunnarsdóttir
hallar sér fram á milli þeirra Guðmundar Hallvarðssonar og eigin-
konu hans Hólmfríðar Öladóttur.
ELSKUM ALI.A - ÞJONUM OLLUM
HARD ROCK - SÍMl 689888
Reuter
Hin rússneska Julia Kourotekkina, Ungfrú
heimur 1993, opnar hér kampavínsflösku við
opnunina. Roger Moore fylgist með og hefur
gaman af.
Fjölskylda Rogers Moore var öll saman komin í
Sviss og dvaldist í viku í bænum Gstaad við skíða-
iðkun áður en loftbelgjakeppnin hófst. Á myndinni
eru börnin Deborah, Jeffrey og Christian, eigin-
konan Luisa og sjálfur James Bond.
LEIKARAR
Roger Moore
í loftbelgja-
keppni
Fyrrverandi James Bond-leikar-
inn Roger Moore hefur átt við
krabbamein að stríða og gekkst
undir skurðaðgerð fyrir jól. Hann
er þó kominn á fætur aftur og sl.
sunnudag var hann viðstaddur 15.
alþjóðlegu loftbelgjavikuna í Sviss
ásamt allri fjöiskyldunni. Fólk frá
24 löndiim tekur þátt í hinum ýmsu
keppnisgreinum, en keppninni lýkur
á sunnudaginn. Þrátt fyrir að Rog-
er væri hrókur alls fagnaðar voru
menn sammála um að hann hefði
látið á sjá eftir veikindin. Hann er
kominn hátt á sjötugsaldur, nánar
tiltekið 66 ára.
COSPER
Adam. Þig vantar C-vítamín.