Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C 30-tbl. 82. árg. SUNNUDAGUR6. FEBRÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX ________________SÓLARMEGIN SKARÐSHEIÐAR___________ Mannskæðasta grimmdarverkið til þessa í stríðinu í Bosníu Tugir manna falla í árás á útimarkað Sar^jevo. Reuter. Hmurinn heldur átinu í skefjum NÝLEG könnun í Bandaríkjunum gef- ur til kynna að fólk sem hneigist til ofáts geti haldið matarlystinni í skefj- um með því að anda að sér lykt af eplum, piparmyntum eða banönum. 3.193 manns, sem voru að minnsta kosti fimm kílóum yfir kjörþyngd, tóku þátt í könnuninni og önduðu að sér slíkum ilmi þrisvar í hvora nös þegar þeir fundu til hungurs. Rúmur helmingur þátttakendanna - þeir sem voru verst á sig komnir vegna ofáts - léttist um 2-3 kíló á mánuði þann tíma sem könnunin stóð, í hálft ár. Fólkið borðaði einnig megrunarfæði og stundaði æfingar á þessum tíma. Þessi aðferð hafði aukaverkanir í einstaka tilvikum, því nokkrir fengu asmaköst og aðrir mígrenköst. „Versta auka- verkunin sem kom upp var að sumir léttust of ört,“ sagði dr. Alan Hirsch, sem sljórnaði könnuninni. Tóbakslaus eyja fyrir reykfíklana ÍBÚAR smáeyjunnar Lundy við vesturströnd Englands hyggjast bjóða upp á ferðaþjónustu sem byggist á því að reykingamenn geti komið þangað í sumarleyfinu án þess að hafa mögu- leika á að kaupa tóbak. Gert er ráð fyrir að fólkið geti komið með tóbak með sér og minnki reykingamar smám saman. Eina verslun og krá eyjunnar selur ekki tóbak þannig að þeir sem verða uppiskroppa með það geta ekki keypt nýtt - nema þeir séu svo langt leiddir að þeir syndi til næsta bæjar, rúma 20 kílómetra. Lagsi minn, þú sem ert á himnum ÞÓTT því hafi verið haldið fram að pólitísk rétthugsun sé liðin undir lok er enn til fólk sem berst gegn mál- fari, sem er hefðbundið en samræmist ekki alveg skoðunum fijálslyndra menntamanna og fleiri. Rebecca Al- pert, rabbíni í Fíladelfíu, er ein af þeim sem heldur uppi baráttunni gegn málfari og hugmyndum sem hún telur einkennast af karlrembu. Hún vill að þegar fólk talar um guð geti það not- að orð eins og „hún“, „móðir“ og „himnadrottning". Þá mælist hún til þess að menn noti ekki orð sem „fela í sér ójöfnuð milli hins háleita guð- dóms og hins breyska manns“; í stað þess að Iofa „drottin" og „herrann" vejji fólk orð eins og „elskhugi, vinur, lagsmaður og félagi". TUGIR manna biðu bana þegar sprengju var varpað á útimarkað í miðborg Sarajevo í gær. Þetta er mannskæðasta grimmdarverkið í stríðinu í Bosníu, sem hefur staðið í 22 mánuði. Talið er að Serbar hafi verið að verki, þar sem serbneskar stórskotasveitir hafa setið um borgina undanfarin misseri. Samkvæmt fyrstu fréttum lágu að minnsta kosti 36 manns í valnum og talsmaður sjúkrahúss í borginni sagði, að enn væri verið að flytja þangað lík og dánartalan ætti því eftir að hækka. Tugir manna til viðbótar særðust, Sært fólk lá veinandi af sársauka í löngum röðum á göngum sjúkrahússins og beið eftir aðhlynningu lækna og hjúkrunarfólks, sem gátu engan veginn annað þessum fjölda. „Sprengjan lenti á borði á miðjum mark- aðnum. Sumt fólkið tættist bókstaflega í sundur,“ sagði einn sjónarvottanna. „Höfuð og limir rifnuðu af líkömunum." Sjónvarpið í Sarajevo sýndi myndir af markaðnum eftir að sprengjan lenti þar um klukkan 11.30 í gærmorgun. Lík lágu eins og hráviði um markaðinn. ENGINN mælanlegnr munur er á fylgi Marttis Ahtisaaris, forsetaefnis jafnaðar- manna, og Elisabeth Rehn, frambjóðanda Sænska þjóðarflokksins, samkvæmt síðustu skoðanakönnunum fyrir síðari umferð for- setakosninganna í dag, sunnudag. í fyrstu skoðanakönnununum eftir fyrri umferðina var Rehn með mikið forskot á Ahtisaari en þegar nær dró kjördegi vann Ahtisaari á. Talið er að það geti bókstaflega munað um hvert atkvæði í kosningunum. Daginn áður höfðu Serbar drepið níu múslima sem biðu eftir matargjöfum frá hjálparstofnun í Dobrinje, úthverfi í Sarajevo sem Serbar hafa setið um. Kosningabaráttan hefur einkennst af því að erfitt þykir að greina verulegan mun á skoðunum Rehn og Ahtisaaris. Bæði eru þau fylgjandi aðild Finna að Evrópubandalaginu og í flestum mikilvægustu málefnunum eru þau nánast sammála. Ahtisaari gerðist þó tals- maður stjórnarandstöðunnar en Rehn hefur stutt stefnu stjórnarinnar og gagnrýnt tillögur Ahtisaaris um að skapa ný atvinnutækifæri með því að taka erlend lán. Sjá grein um kosningarnar á bls. 12. Hnífjafnar kosningar Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.