Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 6

Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 Lóranstöðin á Gufuskálum. Hús stöðvarimiar Rekstri lóransins á Gufuskálum hætt um áramót • ••n 3 »3 ••• 3 n jofnuð við jorðu? Ríkisútvarpið hefur hug á að nýta mastur lóranstöðvarinnar á Gufu- skálum fyrir langbylgjusendingar sínar, fáist til þess fjárveiting, en lóranstöðin verður lögð niður um næstu áramót. Ljóst er að með nýtingu mastursins næðist umtalsverður sparnaður, því kostn- aður við að koma upp langbylgjusendi yrði þá um 365 milljónir króna, en árið 1991 var gert ráð fyrir að uppsetning nýs masturs og senda myndi kosta 800 milljónir. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar eignir að Gufuskálum, en þar eru 22 íbúðir í misgóðu ástandi, rafstöð, sendistöð og stjórnstöð, auk olíugeyma og fjögurra stórra díselrafstöðva. Heimamenn hafa hug á að nýta þessar eignir að einhveiju Ieyti og hafa m.a. rætt um að díselstöðvarnar gætu nýst sem varaaflstöðvar fyrir utanvert Snæfellsnes. Þá er sá mögu- leiki fyrir hendi að byggingar verði jafnaðar við jörðu og gengið frá svæðinu eins og að því var komið um 1960. Ákvörðun um nýt- ingu eða niðurrif þarf að liggja fyrir í þessum mánuði. Lóranstöðin er á jörðu í eigu Pósts og síma og telst hún til vam- arsvæðis. Póstur og sími hafa rek- ið stöðina sem verktaki bandarísku strandgæslunnar. Haraldur Sig- urðsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma, segir að rekstur stöðvar- innar, sem er ein sú aflmesta í heimi, hafi hafist um 1960. „í fyrstu voru flestir starfsmenn bandarískir, en íslendingar tóku síðan alfarið við rekstrinum, en nú eru þama 9 starfsmenn, auk 12 í eftirlitsstöð á Keflavíkurvelli. Þess- ir starfsmenn munu missa atvinn- una um næstu áramót. Með tilkomu viðmiðunarkerfis gervihnatta er stöðin talin óþörf og sama má segja um t.d. stöðina í Grænlandi. Ann- ars staðar hafa heimamenn ákveð- ið að reka stöðvamar áfram á eig- in spýtur, til dæmis í Noregi." Haraldur segir að ef Ríkisút- varpið nýti yfir 400 metra hátt mastur lóranstöðvarinnar þurfi það aðeins húsnæði sendistöðvarinnar. Önnur mannvirki væm óþörf. „Elsta íbúðarblokkin, sem í eru 6 * íbúðir, er í döpru ástandi, en hinum íbúðunum hefur verið haldið vel við.“ Vænlegur kostur fyrir RÚV Eyjólfur Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri tæknideildar RÚV, segir að ekki liggi fyrir enn ákvörð- un um hvort RUV nýti sér mastur lóranstöðvarinnar, en stofnunin hefur þurft að notast við tvö lág möstur eftir að langbylgjumastur hennar á Vatnsendahæð eyðilagð- ist í óveðri fyrir þremur árum. „Við höfum rætt við menntamála- ráðherra um möguleika á fjár- mögnun. Fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að stofnkostnaður yrði 365 milljónir og rekstrarkostnaður 40 milljónir á ári. Þegar gerð var áætlun um að koma upp langbylgj- usendi og mastri í Flóa, eftir að mastrið á Vatnsendahæð eyðilagð- ist, nam hún 800 milljónum á verð- lagi 1991. Við teljum því mjög vænlegan kost að nýta þetta mast- ur. Sendirinn, sem er notaður fyrir möstrin tvö á Vatnsendahæð, er frá 1965 og það er hægt að notast við hann í 3-5 ár í viðbót, en þá verða varahlutir ekki lengur fáan- legir." . Eyjólfur segir að svör RÚV um hvort stofnunin hyggst nýta sér búnaðinn að Gufuskálum verði að liggja fyrir mjög fljótlega. Síðar í þessum mánuði vilji Bandaríkja- menn fá svör við því hvort þeir eigi að hreinsa jörðina eða skilja eitthvað nýtilegt eftir. Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu vamarliðseigna, segir að mjög skiptar skoðanir séu um hvað gera eigi við eignimar. Ákvörðun þurfi að liggja fyrir fljótlega, því ef ákveðið verði að rífa húsin verði ráðist í það í sumar. Heimamenn vilja nýta hús og búnað Fleiri hafa áhuga á að nýta lór- anstöðina en RÖV. Heimamenn velta því mjög fyrir sér hvemig unnt sé að nýta þau mannvirki og ýmsan búnað, sem nú verður hætt að nota. Undanfarin ár hafa til dæmis skotið upp kollinum hug- myndir um að hafa þama dvalar- heimili aldraðra, eða einhvers kon- ar útivistaraðstöðu. Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri Neshrepps utan Ennis, gekk á fund utanríkisráðherra á föstudag og lýsti yfir þessum áhuga heimamanna. Þeir hafa hins vegar ekki fastmótaðar hugmyndir um nýtingu, utan hvað þeir hafa velt fyrir sér hvort díselvélamar gætu ekki nýst sem varaaflstöð fyrir utanvert Snæfellsnes. „Við höfum mjög velt fyrir okkur nýt- ingu á húsum og tækjum," segir Gunnar Már. „Við erum að vísu ósáttir við að starfsemi verði hætt og emm þar á sama máli og sjó- menn við Breiðafjörð. Hins vegar hefur þessi ákvörðun verið tekin og þá finnst okkur að nýta eigi þessar eignir. Við héldum lengi í þá von að stöðin yrði rekin áfram og höfum því ekki mótað ákveðnar tillögur enn. Þá er það ekki sjálf- gefið að sveitarstjórnir standi að þeirri nýtingu; við erum reiðubúnir að kanna möguleika á að aðrir komi þar inn í.“ Gunnar Már segir að heimamenn muni ræða málið nánar við fulltrúa vamarmálaskrifstofu ráðuneytis- ins. „Mér skildist á fundinum með ráðherra að þessar eignir ættu all- ar að hverfa,“ segir hann. Engan eftirmála vegna mengunar Sú skoðun mun vera uppi innan utanríkisráðuneytisins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að æskilegast væri að húsin yrðu jöfn- uð við jörðu og gengið frá eins og komið var að. Astæða þeirrar af- stöðu mun vera sú, að menn kæri sig lítið um að fá upp umhverfis- vandamál eftir 15-20 ár, til dæm- is vegna þess að asbest er í veggj- um og gólfum húsa. Líta menn þá m.a. til málaferla landeigenda Eið- is á Langanesi, sem hafa höfðað mál vegna meintrar mengunar í jarðvegi vegna sorphauga bæki- stöðvar Bandaríkjahers, sem starf- rækt var á Heiðarfjalli frá 1954- 1969. Gunnar Már segir rétt að þama sé asbest að finna, en húsnæðið hafi ekki talist heilsuspillandi und- anfarin 30 ár. Þá sé athugandi að fjarlægja asbestplötumar. Haraldur Sigurðsson, yfirverk- fræðingur, segir einnig að ekki ætti að vera ástæða til að hafa áhyggjur af asbestplötum þessum. „Húsnæðið er ekki hættulegt á neinn hátt, en auðvitað þarf að gæta þess að ganga vel frá asbest- inu ef plötumar verða fiarlægðar eða húsnæðið verður rifið,“ segir hann. Alfreð Þorsteinsson segir að ef íslendingar yfírtækju eignimar þá yrðu þeir að gera það á eigin ábyrgð, vitandi hvaða efni þar er að finna. Hins vegar væri ekki mikil mengunarhætta vegna starf- semi stöðvarinnar sjálfrar. Haukur Hjaltason, ínnflytjandi Igúklingabita Breytt búvöru- lög bijóta samn- ing* um GATT HAUKUR Hjaltason, framkvæmdastjóri Dreifingar sf., sem á ótollaf- greidda kjúklingabita í Tollvörugeymslunni segir íslendinga eiga á hættu að fá á sig kæru vegna brota á GATT-samkomulagi sem skrif- að var undir 1968 ef frumvarp um breytingu á búvörulögum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður að lögum. Haukur segir að sá innflutningur matvæla sem hafi verið stöðvaður undanfarið, þ.e. skinka Hagkaups, kalkúnalæri Bónuss og kjúklinga- bitar Dreifingar sf., heyri ekki und- ir búvörulög. í búvörulögunum sé skilgreint hvað sé búvara og sú vara sem fyrrgreindir aðilar hafí reynt að flytja inn sé hvorki frá framleiðanda né afurðastöð í skiln- ingi búvörulaganna heldur frá kjöt- eða matreiðslu eða kjötiðnaðarstöð og um slíka framleiðslu fialli bú- vörulögin ekki. Haukur segir ekki í verkahring Iandbúnaðarráðherra að fiallá um heilbrigði og hollustu, það séu heil- brigðisyfirvöld. „Landbúnaðarráð- herra þarf fyrst og fremst að sjá um að ráðuneyti hans afgreiði fag- lega og löglega þær umsóknir sem til hans koma. En vandinn er sá að landbúnaðarráðuneytið gegn öllu frglsi af meira kappi en forsjá og jafnvel á þann hátt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru dæmdir lögbijótar." Eigum á hættu að verða kærð Haukur segir íslendinga hafa skrifað undir, lofað og skuldbundið sig eftir Uruguay-lotu GATT-samn- ingsins að aðhafast ekkert tak- markandi í innflutningi, hvorki með gjöldum né tæknilegum hindrunum frá því sem þá var í gildi. „Við getum ekki einhliða krafist þess að okkar útflutningur sé fijáls og tak- markað á sama tíma innflutning Alþýðufiokkurinn Prófkjör í Reykjavík SÍÐARI dagur próflgörs Al- þýðuflokksmanna í Reykjavík um frambjóðendur í 4. og 9. sæti sameiginlega lista núver- andi minnihlutaflokka í borgar- stjórn. Tíu frambjóðendur keppa um sætin tvö. Kosið er frá klukkan 13 til 19 í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 8-10. Atkvæðisrétt hafa allir, sem eru félagar í a’ðild- arfélögum Alþýðuflokksins og eru á kjörskrá í Reykjavík. með tæknilegum hindrunum. Við skrifum undir óbreytt ástand árið 1986 og það hefur ekkert með gildistöku GATT- samningsins að gera eins og verið er að reyna að flækja málið með í dag. Eg held því miður að ef þessi lög verða sam- þykkt frá þinginu þá eigi þjóðin á hættu kærur út af þeim og beitingu þeirra. Við eigum miklu meira und- ir því að útflutningurinn frá okkur fari í friði og spekt inn á markaði heldur en að það borgi sig að vera með tæknilegar hindranir eða gjald- töku umfram heimildir," sagði Haukur Hjaltason. Jóhannes íBónus hætti við JÓHANNES Jónsson, kaup- maður í Bónus, hefur afpant- að kalkúnalæri þau sem hann pantaði til landsins eft- ir að dómur Hæstaréttar í skinkumálinu svokallaða gekk 20. janúar sl. Jóhannes segir að eftir að hótað hafí verið að sett yrðu lög á inn- flutninginn hafi engin ástæða verið til að halda áfram með hann. Síð- an hafi hann haldið að sér höndum og ætli að sjá hvað setur. „Þegar ráðherrar lýstu því yfir hver í kapp við annan að þetta yrði bannað var ég ekk- ert að leggja undir með það. Þeir. hótuðu því að lög yrðu sett á mánudag, þriðjudag, strax í næstu viku eftir að dóm- urinn féll. Þau eru ekki komin ennþá. Þeir vinna svona hægt, greyin,“ sagði Jóhannes. Kammersveit Reykja- víkur í Listasafninu KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Listasafni íslands í kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30. Á efnisskránni verða ein- göngu verk eftir íslensk tónskáld og eru tónleikarnir liður í hátíð- arhaldi Kammersveitarinnar í tilefni 20. starfsárs hennar. Á efnisskránni í kvöld verða eftirtalin verk: Kristallar eftir Pál P. Pálsson, en það var leikið á fyrstu tónleikum Kammersveitar- innar; Oktett eftir Jón Ásgeirsson, samið fyrir Kammersveitina 1977, „I call it“ eftir Atla Heimi Sveins- son, sem var fyrst flutt opinber- lega á tónleikum Kammersveitar- innar 1976, Tema senza variazioni eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið fyrir Kammersveitina 1981, Brot eftir Karólínu Eiríksdóttur, samið fyrir Kammersveitina og flutt 1980. Síðast á efnisskránni verður frumflutt verk eftir Leif Þórarins- son. Á Kýpros, sem hann samdi fyrir Kammersveitina í tilefni 20 ára afmælisins. Stjómandi á tónleikunum verð- ur Guðmundur Óli Gunnarsson. Signý Sæmundsdóttir fer með ein- söngshlutverkið í verki Atla Heim- is og stjórnar hann flutningnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.