Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. F'EBRÚAR 1994 Eftir Svein Guðjonsson „Sýningin hefur truflað mig eilítið, því er ekki að neita. Mér verður lítið úr verki þessa dagana," sagði Magnús Kjartans- fon myndlistarmaður þegar við heimsóttum hann ó vinnustofuna í gömlu klæðaverksmiðj- una ó Álafossi. Að undan- förnu hefur staðið yfir sýning ó verkum Magn- úsar ó Kjarvalsstöðum og hefur hún vakið mikla athygli og fengið góða dóma. „Mig grunaði að þessi sýning yrði frekar „heit“eða spennandi," segir Magnús aðspurður um hvernig tilfinning það væri að fó svo jókvæða dóma um verk sín. „Eg hafði orðið þess var að gestir og gongandi, sem komu ó vinnustofuna og sóu þessi verk í vinnslu, brugðust sterklega við þeim. Sýningaropnun fylgir alltaf spenna og kvíði, þess vegna er auð- vitað uppörvandi að fó jókvæð viðbrögð við því sem maður hefur gert.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg agnús sat við lítið borð í vinnustofunni og var að drekka kaffi ásamt kunningja þeg- ar við bönkuðum upp á. Við hlið hans lá rafmagnsgítar og mér verður á að spyija hvemig standi á svo menningarsnauðu hljóðfæri hér í musteri listarinnar: „Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir,“ segir listmálarinn og vill greini- lega eyða talinu. „Spilamennska er „hobbý“ sem ég hef fyrir sjálfan mig á kvöldin, tæmir hugann fyrir svefninn.“ — Eftir nokkra eftir- gangsmuni játar Magnús að hafa fengist við að spila í rokkböndum á sínum yngri árum. „Ég var hálf- gerður „flippari" og þótti sleipur að stæla Hendríx. Hafði í rauninni engan áhuga á popptónlist fyrr en ég heyrði Electric Ladyland með Jimi Hendrix. En spilamennskan mín reis aldrei hátt, var í sveita- ballabandi á menntaskólaárunum og síðar í „Éristjaníubandi" í Kaup- mannahöfn og spilaði þá einskonar jass-rokk. Kannski stofna ég band er ég verð fimmtugur eða jafnvel um sextugt. Blús er gott hobbý.“ - Þú hefur ekki farið út í klassíkina? „Ég lærði raunar klassískan gít- arleik í tvö ár hjá Kjartani Eggerts- syni í Búðardal. Aðallega til að nutimalist magnús k i a r t a n s s f> n u m i f i ú o g I i s t.i n a læra nótnalestur. Annars vil ég nú helst ekki gera þessa tónlistariðk- un mína að sérstöku umtalsefni í blaðaviðtali, ef þú vildir vera svo vænn.“ filinn upp við myndlist Magnús Kjartansson fæddist og ólst upp í Kleppsholtinu í Reykja- vík. „Þrír listamenn höfðu afger- andi áhrif á mig í æsku, Andrés Önd, það er að segja Walt Disney, Chaplin og Jóhannes Kjarval. Afi minn, Guðbrandur Magnússon for- stjóri, sem var einn af æskuvinum Kjarvals, setti línuna í myndmennt fjölskyldunnar. Við systkinin, Guð- brandur Þórir, Magdalena Margrét og ég, lærðum snemma að meta gildi lifandi myndlistar og móðir vor, Eydís Hansdóttir, bókelsk kona og listhneigð, kenndi okkur að meta góða lesningu, góða tón- list og ekki síst almennt gott hand- verk. Ég varð snemma ötull módel- smiður, smíðaði upp ógrynni flug- véla og heila nútímaborg úr balsav- ið. Teiknaði og mikið í kapp við eldri systur, sem var æði glúrin með blýantinn. Þegar ég hafði ald- ur til fór ég í MR og stóð þá hugur- inn til náms í arkitektúr. En Bjarni Marteinsson arkitekt laug því óvart að mér að stærðfræðikunnáttu væri þörf í þessari grein svo fyrir- .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.