Morgunblaðið - 06.02.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
15
ætlun mín varð að engu. Ég hafði
nokkurn áhuga á sögu og tungu-
málum, en stærðfræðin var hin
versta pína.
Það var síðan í fjórða bekk í
MR að ég finn litakassa uppi á
háalofti heima og bytja að mála
myndir. Pensillinn virtist leika í
höndum mér og ég hef varla sleppt
honum síðan. Fór ég svo í hinn
ágæta Myndlista- og handíðaskóla
íslands og þaðan til Listaakadem-
íunnar í Kaupmannahöfn."
Islenskir listamenn taka seint át ároska
Einhvers staðar hefur því verið
fleygt að Magnús sé utangarðs-
maður í íslenskri myndlist. Ég spyr
hann hvort eitthvað sé hæft í því:
„Ólíklegasta myndlist getur
glatt mig, verk einstaklinga ekki
hópa. Ég hefi til að mynda engan
sérstakan áhuga á málaralist ein-
göngu, ég hef áhuga á manninum,
geði hans og eiginleikum til þess
að bijótast áfram og tjá sig á þann
hátt sem hann velur sér. Ég ber
fulla virðingu fyrir tjáningarfrelsi.
Listin er frelsi, lítið tungl í höfði
mannanna, sem varpar birtu á
hugsanir þeirra, skýrir þær og
mótar. Hún er á ystu mörkum
mannlegrar hugsunar og mótar
manninn meira en nokkurt annað
afl. Ég hef ekki átt samleið með
neinum hópi myndlistarmanna, hef
fetað mína leið, í hugum sumra
mína tvístruðu leið. Eg hræðist
örlítið sjónarmið hóps, sjónarmið
er mótast gjarnan af tíðaranda
hveiju sinni. Ef til vill trúi ég því
pínulítið að heiðarleg list sjái í
gegnum tíðarandann. Ef til vill er
þetta minn misskilningur, ef til
vill ekki, ég er í öllu falli ekki fé-
lagslega utangarðs og á marga
vini meðal myndlistarmanna.“
- En víkjum talinu að sýning-
unni þinni á Kjarvalsstöðum. Nú
veit ég ekki hvort hægt er tala um
að myndlistarmenn „slái í gegn“,
en svo virðist af umtali manna um
sýninguna að hún gæti markað
ákveðinn vendipunkt á þínum ferli.
Hvemig skynjar þú þetta sjálfur?
„Það má vera að hún verði
vendipunktur. Að vissu marki
varpar hún ljósi á fyrri myndgerð
mína, ef menn vilja nota hana á
þann veginn. Á þann veg má skoða
hið „existansíalíska“ viðhorf mitt:
Myndlist sem atferli manns, far-
vegur fyrir mannlega dynti og
hugdettur, farvegur fyrir jafnt al-
varlegar sem og léttvægar hug-
myndir. Stílleysa, stílbrot, myndlist
minni má líkja við gíraffa í hest-
húsi. En ég er þakklátur fyrir góð-
ar viðtökur, ég hef fengið sím-
hringingar, skeyti og fleira þess
háttar, sem gleður mig, þar sem
ég er að snudda á vinnustofunni."
- Hvað hugsaðir þú þegar þú
varst að hengja upp málverkin.
Áttirðu von á svona jákvæðum við-
brögðum?
„Ég hugsaði um að hengja sýn-
inguna vel upp. Verkin voru mín
einlægustu til þessa, en jafnframt
kannski einnig þau afkáralegustu
til þessa. Afkáralega einlæg, þau
minntu mig á fyrstu verk mín frá
menntaskólaárunum. Hlutu að
vekja viðbrögð."
- Sérðu fyrir þér verkið í heild
áður en þú byrjar að mála?
„Það get ég ekki sagt. Veiðimað-
urinn, sem rær til fiskjar, veit ekki
hvað hann mun draga upp úr sæn-
um, áralöng reynsla og útsjónar-
semi kemur honum til góða. Þann-
ig er og um málaravinnuna. Hægt
og rólega dregst allt saman í einn
punkt, ákveðnar stemmningar
kallast fram, hugurinn verður sem
tónaflóð, eða rigning, að stökkva
upp á rennustein með tónsprota í
hönd og stöðva rigninguna, eitt
augnablik, það er myndlist. Og það
er þetta eina litla augnablik, sem
fellur inn í huga þinn, eins og
steinninn fellur í djúpan brunn.
Þetta augnablik er algleymi.
Annars vaxa myndlistarmenn
seint á íslandi, eins með þá og trén.
Þeim fjölgar einnig ört, eins með
þá og trén!“
- Eru einhverjir sérstakir
málarar sem þú hefur dálæti á
umfram aðra?
„Já, málarar og ekki málarar,
þeir eru mörg hundruð, þúsund.
Walt Disney var sleipur í „konsept-
inu“, sömuleiðis Ágúst Petersen.
Ég elska andlitsmyndir hans. Marg-
ir vondir málarar eru og sleipir."
- Ertu að segja að vont málverk
geti höfðað til þín ...?
„Kæri vinur, vond málverk eru
ætíð albestu málverkin. Vond mál-
verk eru mikið gagnlegri en góð,
þau hreyfa við þér og fá þig til
að vilja betrumbæta helst allan
heiminn. Freista þín til þess að
byija að hugsa, jafnvel íhuga,
breyta þér í gáfumann. Lengra
kemst listin ekki. Verk án inntaks
er auðvitað alvont og ber vart að
nefna. Síðan eru auðvitað einnig
til algleymislega vond verk, þau
hef ég aldrei séð á íslandi en hef
heyrt um. Viltu kaffi?“
Gerí ráð fyrir að selja mikið hinum megin
- Hefurðu selt eitthvað á þess-
ari sýningu?
Magnús signir sig! „Nei, ekki
ennþá en ég geri ráð fyrir að selja
mikið hinum megin.“ Hann lækkar
róminn: „ Nútímaverk seljast ekki
vel á íslandi og eru ekki notuð
nema helst sem gjafavara. Engum
dettur í hug að nútímalist eigi að
hafa áhrif á nútímafólk, þess vegna
er haugur af nútímalistaverkum
út um alla Reykjavík að rykfalla.
„Jóf mólarar og ekki mól-
arar, þeir eru mörg
hundruó, þúsund. Walt
Disney var sleipur í
„konseptinu", sömuleiðis
Ágúst Petersen. Ég elska
andlitsmyndir hans.
Margir vondir múlarar
eru og sleipir."
Kannski verða þau dregin fram
eftir svo sem 20-25 ár og sýnd
sem einhvers konar vegvísir á þró-
unarferli viðkomandi listamanns,
það er að segja ef hann þykir
markverður þá. Þetta er svipað því
að menn gæfu fyrst út plötuna
hennar Bjarkar eftir tuttugu ár,
út í hött og heldur „trist“. Músíkin
hennar lifir og hefur áhrif í dag
og vonandi einnig eftir tuttugu ár!
Hið sama gildir ekki Um nútíma-
myndlist. Fjárfestingarsjónarmiðið
hefur fælt menn frá eðlilegum
kaupum og spekúlasjónum á henni.
Fjárfestingarsjónarmiðið segir:
Kauptu öruggt, óumdeilanlegt,
kauptu óvefengjanleg listaverk
meistara. Það segir jafnframt:
Taktu ekki áhættu, ekki hugsa upp
á eigin spýtur, treystu ekki þínu
persónulega mati, treystu ekki
hjarta þínu. Kauptu þig undan því
að taka ábyrgð á samtíma þínum,
treystu ekki nútímalist, treystu
ekki þínum eigin tíma. Og „Nýju
fötin keisarans“ eftir H.C. Anders-
en, þessi frábæra saga, missir allt
inntak í höfði þessa íslendings, sem
vill kannski vel með listaverka-
kaupum sínum.“
- Hefur þér einhvern tíma dott-
ið í hug að flytja til útlanda og
reyna fyrir þér þar, eða til dæmis
að reyna að koma þessari sýningu
á framfæri erlendis?
„Hinn nærri þúsund ára gamli
„Miklagarðsdraumur" íslendings-
ins hefur stundum færst yfir mig
sem jioka, þó öllu minna hin síðari
ár. Ég er eins og flestir íslenskir
myndlistarmenn, „próvinsíal" lista-
maður, bý og starfa í nokkurra
kílómetra fjarlægð frá fæðingar-
stað. Örlög mín eru um margt svip-
uð og örlög langalangalangafa
míns (skilgetinn), þjóðskáldsins frá
Bægisá. Sagt er að hann hafi snar-
að ljóði Miltons yfir á frábæran
hátt, texti hans hafi jafnvel tekið
frumtextanum fram. En hann var
aðeins próvinsíal kotbóndi og hafði
alls ekki sömu þjóðfélagslegu og
huglægu forsendur og enska þjóð-
skáldið og heimsmaðurinn hafði,
til þess að geta slíkt hugarins þrek-
virki af sér. Það minnkar hann
ekki sem listamann. Við getum
aðeins notað sögu hans til að hug-
leiða þá annmarka sem fylgja því
að vera listamaður lengst á norður-
bakka Evrópumenningar. Ég á
auðvitað örlítinn draum um sýn-
ingu erlendis, en þó frekar þann
stóra draum að ganga til móts við
íslenskan raunveruleika, eins og
hann kemur mér fyrir sjónir og
leggja hönd mína á plóginn við að
halda honum sýnilegum.
Einangruð smáþjóð getur vart
af sér snillinga í kippum. Stundum
er farið með sýningar til útlanda,
um þær hefur verið lofsamlega
skrifað í blöð. Staðreyndin er hins
vegar sú að á þessar sýningar
mæta fáir aðrir en íslendingafélag-
ið á staðnum, sem notar tækifærið
til að fara á dúndrandi fyllerí og
allir eru sammála um að þetta
hafi verið vel lukkað. En það kem-
ur bara aldrei neitt út úr því og
þetta á kannski almennt við um
sölumennsku okkar erlendis.“
Alltaf verið að krossfesta fólk
Sýning Magnúsar á Kjarvals-
stöðum hefur yfir sér trúarlegt
yfirbragð, svo sem nöfn verkanna
benda til: Upprisa, Boðun Maríu,
Altaristafla, Föstudagurinn langi
og svo framvegis. Á einni mynd-
inni, Kirkjusandi, er verið að reisa
Krist á krossinum fyrir framan
SÍS-húsið. - Hvert er samhengið
og afhverju eru trúarbrögðin þema
sýningarinnar?
„Eðlilega spyr ég sjálfan mig:
Hver er ég, hvernig hugsa ég,
hvaðan kemur þessi hugsun, hvert
fer hún, hvað stýrir? Og hver er
þessi stóra vagga hugsunar
minnar, þessi kristni, hefur hún
eitthvert gildi, þessi ótrúlega
kristni? Og allt sem ég get er að
færa þessa hluti nær mér í tíma
og rúmi til að geta betur virt þá
fyrir mér. Dreg þá upp sem nú-
tímamaður, málaragepill og spyr
eins og hún Rauðhetta litla: Hvers
vegna eru augun svona stór amma?
Ekkert svar, en ég sé, er ég horfi
á krossfestingarmyndina mína, að
það er ekki þar sem verið er að
krossfesta mann, því þetta er áð-
eins mynd, heldur allt um kring.
Það ert þú sem ert krossfestur
daglega, til að mynda með skila-
boðum. Þetta skaltu gera, þetta
kaupa, vera svona eða hinseginn.
Tíu útvarpsstöðvar negla þig niður
allan daginn, alla daga með skila-
boð, skilyrt hamingja sem sé. Vönt-
un, skortur, neikvæðni, hin heilaga
þrenning nútímamannsins. Hvern-
ig er hægt að vera til og hugsa í
svona tíma? Ég andvarpa og segi:
Guð hjálpi mér!“
- Magnús, viltu gera mér þann
greiða að útskýra örlítið blokk-
flautumyndina, „Boðun Mariu"?
„Ég legg það ekki í vana að út-
skýra myndir en þó skal ég nú
gera undantekningu: Blokkflautan
er tákn sem vekur hjá mér kennd-
ir, fínlegar, bemskar, saklausar,
hreinar. Myndin er tvískipt, fyrri
myndin er kvíði og ótti Maríu, augu
hennar era lokuð, Gabríel erkieng-
ill stendur andspænis. Áhorfandinn,
sem stendur andspænis verkinu,
getur þá vel verið í hlutverki.Gabrí-
els. Seinni mynd er roði, vitundin,
blóðið, boðskapurinn til skila kom-
inn. Opin augu Maríu, blokkflautan
í enni hennar, Gabríel horfinn á
braut. í dag er mín túlkun svona,
á morgun, hver veit? “
- Aðeins eitt að lokum, ertu trú-
aður?
Andartak situr listamaðurinn
þögull í grárri skímunni og snjáð-
um vinnugallanum og segir síðan:
„Ég á engan mælikvarða annan
en sjálfan mig þegar ég velti þess-
ari spurningu fyrir mér. Hvernig
get ég mælt það hvort ég er trúað-
ur eður ei. Get ég miðað við þig?
Getur þú gefið mér svar? Hvað
merkir annars orðið trúaður, getur
þú sagt mér það?“
...hirslur í geymsluna, kjallarann
GATAPLÖTUR
Með verkfæra-
höldurum
Járn
110x85
KR. 1.850
6 stk. - KR. 1.250
Minni gerð - 9 stk. - KR. 900
VERKFÆRASKÁPUR
M/læsingum , 3 hurðir, úr stáli - KR. 5.900
PLAST-
| SKÚFFUR
ÁVEGG
STALHILLA
60 cm - KR. 490
Hvít - 6 hillur - 180x75x30 - KR. 3.550
o
veröil
SIMI
677332
Opið
mánud.
til föstud. 9-18
Laugard. 10-16