Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 eftir Agnesi Bragadóttur PÓLITÍSK átök eru hafin, innan bankaráðs Seðlabankans sem utan, um með hvaða hætti skipa beri í þær tvær stöður seðlabankastjóra sem auglýstar hafa verið lausar til umsóknar. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra er reiðubú- inn til þess að skipa Steingrím Hermannsson seðlabankastjóra, svo fremi sem hann hljóti stuðning sjálfstæðismanna í bankaráðinu, sæki Steingrímur á annað borð um stöðuna. Þannig telur ráðherrann að stjórnarflokkarnir í sameiningu tækju ákvörðun um skipun Steingríms, jafnvel þótt fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráði Seðlabankans, Ágúst Einarsson, formaður ráðsins, sé staðráðinn í að segja af sér í bankaráðinu, verði Steingrímur skipaður. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sagt Steingrími að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji styðja hann í seðlabankastjórastöðu, en tvísýnna mun vera um, hvort fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bankaráðinu vilji styðja Steingrím. Allt eins má búast við því að þeir, a.m.k. annar þeirra, myndu víkja sæti úr ráðinu og varamenn þeirra tækju afstöðu til umsóknar Steingríms. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Steingrímur Hermannsson ekki sækja um stöðu seðlabankastjóra, nema staðfest sé að hann hljóti atkvæði sjálfstæðismanna í bankaráði. Málið er á viðkvæmu stigi og raunar eru svo miklar sviptingar um skipan í stöðurnar, að segja má að pólitísk sprengihætta liggi í lofti. Umsóknarfrestur um stöðumar tvær er til fjórða mars næstkomandi. Að því loknu mun bankaráðið fjalla um umsóknirnar og veita síðan Sighvati Björgvinssyni, viðskiptaráðherra, umsögn sína. Það er Sighvatur sem lögum sam- kvæmt skipar í stöðurnar og er óbundinn af umsögn bankaráðs, og yrði niðurstaðan sú að Steingrímur Hermannsson hlyti ein- ungis eitt atkvæði í bankaráði Seðlabank- ans, þá reyndist Sighvati afar erfitt að skipa Steingrím, ekki síst í ljósi allrar þeirrar umræðu sem fram hefur farið und- anfarin misseri um pólitískar embætti- sveitingar krata á þann veg, að þeir skipi í stöður eftir því hvort viðkomandi eigi í fórum sínum flokksskírteini í Alþýðu- flokknum. Þótt ekki yrði um skipun á flokksbróður að ræða, ef Sighvatur skip- aði Steingrím, þá óttast kratar að skipun hans yrði gagnrýnd, fyrir þær sakir einar að hann er stjórnmálamaður. Þeir telja að sú staðreynd að hann hefur verið forsætis- ráðherra og efnahagsmálaráðherra í 7 ár, muni hverfa í skugga einhverrar „krata- spillingarumræðu" ef Steingrímur verður skipaður án þess að hafa stuðning meiri- hluta bankaráðsins. Raunar er afar ólíklegt að viðskiptaráð- herrann standi frammi fyrir slíkum kosti, því Steingrímur sækir ekki um stöðuna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, nema hann hafi fullvissu um vísan stuðn- ing sjálfstæðismanna í bankaráðinu. 1 1 Sjálfstæóisflokkurinn styóur Steingrim Samkvæmt mínum upplýsingum líta sjálfstæðismenn þannig á að náðst hafi um það pólitískt samkomulag að Stein- grímur verði skipaður seðlabankastjóri. Þeir telja að Sighvatur hafi handsalað slíkt samkomulag við Steingrím Hermannsson. Þetta er ekki viðhorf viðskiptaráðherra, sem mun hafa lýst því yfir við Steingrím Hermannsson að hann telji að maður sem búinn er að gegna embætti forsætisráð- herra á fslandi, eins og Steingrímur hefur gert, hljóti að teljast hæfur til að gegna embætti seðlabankastjóra, burtséð frá því hvort viðkomandi hefur aðrar stjómmála- skoðanir en viðskiptaráðherra. Ráðherrann telji samt sem áður, að ef það komi til þess að hann veiti Steingrími starfið, þá verði að liggja fyrir pólitískt samkomulag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.