Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 17

Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 17 > ) ) I I I I I I » i » ■ Steingrímur Hermannsson Ágúst Einarsson Guðmundur Magnússon Ólafur B. Thors stjómarflokkanna og Steingríms um þá ákvörðun. Honum verði ekki fært að skipa hann, nema sjálfstæðismenn greiði honum atkvæði sitt í bankaráði, og samstarfs- flokkur Alþýðuflokks í ríkisstjóm axli þannig ábyrgð með Alþýðuflokki á þeirri skipun. Davíð Oddsson hefur lýst því yfir við Steingrím Hermannsson að Sjálfstæðis- flokkurinn muni styðja hann og sagt hon- um að þessu fyrirkomulagi sé forysta Sjálf- stæðisflokksins fylgjandi. Því blasir nú við forsætisráðherranum, Davíð Oddssyni, það verkefni, að sannfæra bankaráðsmenn Sjálfstæðisflokksins um ágæti vilja flokks- forystunnar. Samkvæmt mínum upplýs- ingum verður það ekki létt verk. Raunar útilokað, að minnsta kosti að því er Guð- mund Magnússon varðar. Ef Ólafur B. Thors þarf að velja um það hvort hann greiði Steingrími Hermannssyni atkvæði sitt, eða að víkja sæti, þá mun hann velja síðari kostinn. Ágúst Einarsson hefur gjaman verið orðaður við seðalbankastjórastöðu, en hann er staðráðinn í því að halda áfram störfum sínum sem prófessor við Háskóla íslands og hefur samkvæmt mínum upp- lýsingum engan áhuga á að blanda sér í slaginn um seðlabankastjórastól. Ágúst, formaður bankaráðsins, fulltrúi Alþýðu- flokksins í ráðinu, er staðráðinn í því að segja af sér bankáráðsformennskunni, verði niðurstaðan sú að Steingrímur Her- mannsson verði skipaður seðlabankastjóri og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér, þá kemur það ekki til með að skipta neinu máli í huga Ágústar, hvort Steingrímur fær eitt atkvæði, tvö eða þrjú. Hans sjónarmið munu vera svipuð og Ólafs B. Thors - þeir áttu jú báðir mikinn þátt í að semja nýja seðlabankafrumvarpið, sem enn er óafgreitt í þinginu. Þeir munu telja það löngu tímabært að unnt verði að vinna sig upp innan bankans, alveg upp á topp- inn. Þeir hafa talið að efla bæri sjálfstæði Seðlabankans og að bankinn geti ekki gegnt því hlutverki sem honum beri, nema undir sterkri faglegri forystu. Liklegt ad Guðmundur Magnússon sæki um Miklar líkur eru á því að Guðmundur Magnússon sæki um stöðu seðlabanka- stjóra og með því yæri hann að sjálfsögðu vanhæfur til þess að íjalla um umsækjend- ur í bankaráði. Með umsókn sinni, myndi Guðmundur verða sér úti um fullkomna afsökun og þyrfti ekki að gera ágreining við formann sinn, vegna þess að hann Steingrimur Hermannsson mun ekki sækja um stöóu seólabankastjóra, nema anfama mánuði, og af þeim sökum taki Alþýðubandalagið ekki þátt í því að við- halda óbreyttu kerfí. Brýning til viðskiptaráðherra Innan úr Seðlabanka barst ákveðin brýning til viðskiptaráðherra hér í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag, í greinar- formi frá Bjarna Braga Jónssyni, aðstoðar- seðlabankastjóra. Hann mælir eindregið með að fagleg sjónarmið, ekki pólitísk, verði látin ráða vali seðlabankastjóra. Úr Seðlabanka er talið nokkuð víst að fjór- menningarnir sem sóttu um síðast, þegar staða dr. Jóhannesar Nordals var auglýst laus til umsóknar, og Jón Sigurðsson var skipaður, sæki um á nýjan leik. Þeir eru: Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðlabanka- stjóri, Ingimundur Friðriksson, hagfræð- ingur og aðstoðarmaður bankastjórnar, Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður töl- fræðideildar, og Már Guðmundsson, for- stöðumaður í hagfræðideild Seðlabankans. Sæki Guðmundur Magnússon, annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans, um seðlabankastjórastöðu eru margir þeirrar skoðunar, að erfítt reyn- ist að hafna honum og er honum lýst sem yfirburðaumsækjanda. Hann hafl faglega yfirburði, einnig yfir þá menn sem nefndir hafa verið til sögunnar innan bankans, hann sé hámenntaður hagfræðingur, al- þjóðlega þekktur, auk þess sem hann með bankaráðsstörfum sínum þekki stofnunina út og inn. Formenn stjórnarflokkanna, þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa enn ekki rætt þetta mál sín á milli, enda mun vera afar lítið um að þeir ræði saman þessar vikumar. Þá hafa engar viðræður farið fram á milli forsætisráð- herra og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans um málið og það hvort þeir væru reiðubúnir til þess að styðja Steingrím. Kratar ■ klipu Raunar má segja að kratar séu í mestu klípunni í þessu átakamáli. Þeir líta þann- ig á að kominn sé á samningur á milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna, sem Sighvatur, einn krata, eigi a.m.k. hálfvolga aðild að, í blóra við vilja annarra krata. Kratar sjá þennan samning á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sem mögulega brúarsmíði yfír í næstu rík- isstjórn, eins og minnst var á í fréttaskýr- ingu hér í blaðinu þann 16. janúar sl. undir fyrirsögninnni „Haustkosningar?" Það yrði þá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar sem kratar stæðu utan stjórnar, en slíkt er ekki eftir- sóknarvert í augum alþýðuflokksmanna. Þannig telja alþýðuflokksmenn að með því að taka þátt í þessari fyrirhuguðu brúar- smíði á milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, þá séu þeir um leið að grafa sína eigin pólitísku gröf. Fengnir til fylgis? staöfest sé aö hann hljjóti atkvæöi siálf stæöismanna i bankaráöi Seölabankans Davíð Oddsson Sighvatur Björgvinsson neitaði að styðja Steingrím. Ef Guðmundur sækir um, tekur sæti í bankaráðinu vara- maður hans, Davíð Scheving Thorsteins- son, og þannig má segja að Steingrímur væri þó að minnsta kosti búinn að tryggja sér tvö atkvæði í bankaráðinu, vinar síns Davíðs Scheving, sem jafnframt myndi að líkindum vilja fara að vilja nafna síns í forsætisráðuneytinu og Davíðs Aðalsteins- sonar frá Arnbjargarlæk, fulltrúa Fram- sóknarflokksins í bankaráðinu. Taki Ólafur B. Thors þá ákvörðun að víkja sæti, þegar og ef um Umsókn Steingríms Hermanns- sonar verður fjallað í bankaráðinu, þá tek- ur sæti hans Halldór Ibsen, formaður Út- vegsmannafélags Keflavíkur, sem einnig er talið líklegt að tæki fyrirmælum Davíðs Oddssonar og þannig gæti Steingrímur fengið 3 atkvæði. Olíklegt er að fulltrúi Alþýðubandalags- ins í bankaráði Seðlabankans myndi blanda sér í atkvæðagreislu ráðsins um umsókn Steingríms. Sá er Gunnar R. Magnússon, endurskoðandi, sem tók sæti Geirs Gunn- arssonar. Mun hann að líkindum sitja hjá við slíka umfjöllun á þeirri forsendu að það er yfírlýst stefna Alþýðubandalagsins að fækka beri bankastjórum Seðlabankans í einn, eins og formaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson hefur margítrekað und- Eins og staðan er í dag, virðist því vera um tvær leiðir að velja: Annars vegar að láta málið ganga í gegn, og að flokksfor- ysta Sjálfstæðisflokksins reyni að telja fulltrúa sína í bankaráðinu á sitt band, eða láta þá vera fjarverandi afgreiðslu banka- ráðsins og kveðja til varamenn, sem af- greiði málið eins óg flokkurinn vill. Ef Stejngrímur fær þrjú atkvæði í bankaráð- inu með þeim hætti, skipar Sighvatur hann í stöðu seðlabankastjóra. Ágúst Einarsson segir þá af sér bankaráðsformennsku, og líklegt má telja að a.m.k. annar fulltrjji Sjálfstæðisflokksins gerði slíkt hið sama. Hinn kosturinn snýr fyrst og fremst að viðskiptaráðherranum, sem þyrfti þá að gera Steingrími Hermannssyni grein fyrir því, að það þýddi ekkert fyrir hann að sækja um, því ekki væri hægt að tryggja honum meira en eitt atkvæði. Raunar hef ég upplýsingar um að Sig- hvatur átti samtali við Steingrím Her- mannsson um þetta mál síðastliðinn fimmtudag, og niðurstaða þess samtals var í þá veru að Steingrímur ætli ekki að sækja um nema hann eigi meiri stuðning í bankaráðinu vísan en atkvæði Davíðs á Ambjargarlæk. Það mun hafa komið Steingrími nokkuð í opna skjöldu, að af- staða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bank- aráðinu væri þessi, því hann leit á þetta sem svo gott sem frágengið mál, eftir samtal sitt við forsætisráðherra. Fái Stein- grímur enga staðfestingu á vísum stuðn- ingi sjálfstæðismanna í bankaráði Seðla- bankans, eru því engar líkur á því að hann sæki um stöðuna. Bakverkir? Nýtt námskeið að hefjast. Námskeiðið er ætlað einstakl- ingum með iangvinna bakverki. Námskeiðið hefst þann 14. febrúar og fer fram tvisvar í viku í þrjár vikur (alls 26 kennslustundir). Markmið: Bæta líðan, úthald og starfsgetu. Minnka streitu og auk skilning á eðli bak- verkja og áhrifa þeirra á einstaklinginn. ítarleg bók um bakverki og önnur kennslugögn fylgja. Leiðbeinendur: Dr. Eiríkur Líndal, sálfræðingurog Anna K. Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari. Fræðsluerindiflytja: SigurðurThorlacius, sérf ræðingur í taugalækningum og Guðmundur Björnsson, yfirmaður Heilsu- hælisN.L.F.Í. Skráning fer fram á kvöldin í simum 643412 og 75033 og því lýkur föstudaginn 11. febrúar. Greiðslukortaþjónusta. LAUGAVEGI 49 HELDUR ÁFRAIM i Renton Tvöfaldur galli með bómullarfóðri. Blár, nr. XS-XXL. Verð 2.390,- (áður 6.950,0 Úlpur 100% vatns- og vindhel Dökkblátt, grænt. Nr. S-XXL. Verð 3.990,- (áður 5.990,0 ANNAÐ T.D.: Töskur, stuttbuxur, barnaskór, bolir, bómullarfatnaður o.fl. o.fl. ATH! 10% afsláttur af öllum öArum vörum verslunarlnnar Við rúllum boltanum til þín. Nú er tækifærið til þess að gera góð kaup. Póstsendum Laugavegl 49 • 101 Reyklavík • siml 12024 SPORTVÖRUVERSLUNIN1 SPRRTR Smash alhliöa innanhússkór. Nr. 31-46. Verð 2.290,- Nike lcanis hlaupaskór, Með loftpúðum, dömu og herra. Nr. 36-48. Verð 3.990,- (áður 5.900,0 Margar aðrar tegundir. Puma uppháir skór Nr. 40-47. Verð 1.990,- (áður 3.490,0 Brooks, körfuboltaskór með mjúkpúða í hæl. Verð 5.990,- (áður 7.490,0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.