Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
Islenska bókasafnió vió Cornell-hóskóla i Iþöku
Thomas Hickerson, (t.v.) forstöðumaður safns sjaldgæfra bóka og
handrita við Cornell-háskóla í Iþöku í New York-ríki, ásamt Mark
Dimunation, umsjónarmanni fágætra bóka.
STJÓRN bókasafns Cornell-háskóla í New York-ríki hefur ákveðið
að verja heilli stöðu til umsjár hins íslenska hluta þess í stað hálfr-
ar áður og nýr umsjónarmaður, Patrick Stevens, tekur við íslenska
safninu 1. mars.
„Ég er þeirrar hyggju að nú þeg-
ar bókavarðarstaðan er í höfn muni
safnið halda megineinkennum sín-
um og sögulegum heildarsvip,"
sagði Stevens í samtalið við Morg-
unblaðið. „Stjóm bókasafnsins hef-
ur lagt hart að sér til að efla safnið."
Síðan í haust hefur staðið styrr
um safnið, sem íslandsvinurinn,
bókasafnarinn og auðkýfíngurinn
Willard Fiske stofnaði og ánafnaði
fé til í erfðaskrá sinni. Hefur verið
látið að því liggja að Fiske-safnið
væri að leysast upp og hverfa inn
í háskólabókasafnið í Comell.
Mótbárur Mitchells
íslenska safnið, sem er næst
stærsta safn íslenskra rita erlendis,
var nýlega flutt í nýja bókasafns-
byggingu Comell-háskóla, sem er í
bænum Iþöku í ofanverðu New
York-ríki. Þessir flutningarem rótin
að þeim deilum, sem upp hafa kom-
ið milli Patricks Mitchells, sem fyrir
nokkra sagði af sér stöðu umsjónar-
manns safnsins, og forstöðumanns
safns sjaldgæfra bóka og handrita
við bókasafn Comell-háskóla,
Thomasar Hickersons.
Mitchell vildi að íslensku bækum-
ar yrðu allar geymdar á einum stað
eins og verið hafði, en Hickerson
taldi að betur færi á því að skilja
að útlánsbækur og þær, sem ekki
væra fallnar til útláns vegna verð-
mætis eða fágætis. Þá rann Mitch-
ell til rifja að rúmt ár leið frá því
að stjóm Cornell-safnsins varð
kunnugt um að hann hygðist láta
af störfum án þess að eftirmaður
hans hefði verið ráðinn og birtust
þessar áhyggjur hans í Morgunblað-
inu um miðjan desember undir fyrir-
sögninni „Enginn gætir íslensku
bókanna".
Hickerson átti stóran þátt í því
að umsjónarmaður Fiske-safnsins
myndi gegna fullu starfí á ný. Að
hans sögn kostaði það nokkrar til-
færingar og breytingar á verksviði
ýmissa starfsmanna safnsins, en
hann kvaðst telja að flestir ættu að
geta verið ánægðir með hið nýja
fyrirkomulag.
Hinn nýi umsjónarmaður Fiske-
safnsins er því ekki ókunnugur.
Hann réðst til starfa við Comell-
safnið árið 1979. Með tilkomu
styrks frá sjóði Bandaríkjastjómar
til hugvísinda (National Endowment
for the Humanities) vann hann við
það 1970-80 að endurskrá íslensku
bækumar eftir kerfí því, sem kennt
er við bókasafn Bandaríkjaþings.
Hann vann að nýju við að skrásetja
bækur í Fiske-safninu frá árinu
1984 til ársins 1988.
Stevens lærði fom-íslensku við
Comell-háskóla hjá Guðrúnu Þór-
hallsdóttur og íslensku við Háskóla
íslands undir handleiðslu Margrétar
Jónsdóttur. Hann hefur hins vegar
lítið unnið við íslensku frá árinu
1988. Það ár réðst hann til starfa
við Northwestem-háskóla og er
reyndar nýkominn aftur til starfa
við Comell.
Hickerson tók fram að Stevens
talaði íslensku ekki eins og innfædd-
ur. Hins vegar hefðu sér verið skorð-
ur settar þegar ákveðið var hver
skyldi taka við umsjón Fiske-safns-
ins af Mitchell vegna þess að hann
vildí búa til eina stöðu í stað hluta-
stöðu. Ekki hefði verið um lausa
stöðu að ræða heldur tilfærslu á
starfsskyldum og því ekki verið
hægt að ráða utanaðkomandi um-
sjónarmann.
„Þegar Mitchell tilkynnti að hann
ætíaði að setjast í helgan stein benti
hann á íslending, sem var búsettur
í Kanada og var að fara á eftirlaun
í stöðu sinni þar,“ sagði Hickerson.
Sá maður, sem Hickerson vildi
ekki nafngreina, hefði verið í svip-
aðri stöðu og Mitchell þegar hann
tók við safninu fyrir sjö áram.
Mitchell sagði í viðtali við Morgun-
blaðið í desember að eftirlaun sín
frá Ulinois-háskóla hefðu gert sér
kleift að sjá um Fiske-safnið í hluta-
starfi og sömu sögu hefði verið að
segja um arftaka hans.
„Það hefði ekkert verið auðveld-
ara en að velja hann,“ sagði Hicker-
son. „En það hefði einnig takmark-
að starfssvið umsjónarmanns safns-
ins fyrir fullt og allt. Umsjón þess
á ekki að vera heiður heldur verk-
efni, umboð til athafna."
í ágúst á síðasta ári hófst um-
ræða um það í stjóm bókasafnsins
að gera umsjón Fiske-safnsins að
fullu starfí.
„Áður hafði ýmislegt staðið í vegi
fyrir því, en nú vora aðstæður
breyttar," sagði Hickerson. „Það var
hins vegar ekki hægt að auglýsa
þetta sem eina stöðu. Eina leiðin
var að notast við það starfsfólk, sem
var fyrir hendi."
Verkaskiptinguna, sem komst á
við Fiske-safnið, má rekja til þess
þegar Vilhjálmur Bjamars sá um
í varðveislu íjárhaidsmanns" og
vextir af þeim notaðir „í þeim til-
gangi að greiða kaup íslensks rit-
ara, sem skal verja tíma sínum til
að annast téð íslenskt safn, og skal
vera borinn á íslandi, menntaður,
eða menntaður að mestu á íslandi
og hafa meðmæli til starfans frá
rektor Latínuskólans í Reykjavík“.
Fiske skildi einnig eftir sig Petr-
arka- og Dante-safn, sem hvor
tveggja era til húsa í safni sjald-
gæfra bóka og handrita. Öndvert
við hið íslenska safn fylgdu hvoragu
þessara safna ákvæði um þjóðemi
bókavarðar í erfðaskrá Fiskes.
íslendingur hefur ekki séð um
Fiske-safnið um nokkurt skeið og
ekki er vitað til þess að rektor
Menntaskólans í Reykjavík hafi haft
hönd í bagga með ráðningu umsjón-
armanna þess undanfarið.
Arðurinn af þeim 30 þúsundum
dollara, sem Fiske ætlaðist til að
rynnu í vasa bókavarðar (Fiske not-
ar orðið amanuensis í erfðaskránni
og merkir það skrifari eða ritari),
nemur nú um sex þúsund dolluram
á ári að sögn Hickersons. Hann
kveður þetta fé ekki hafa verið not-
að til að greiða kaup bókavarðar
um nokkurt skeið. Þess í stað hafí
því verið varið til þess að greiða
fararkostnað og uppihald eins ís-
lensks fræðimanns í íþöku á ári.
Sagði-hann að þeim væri upp á lagt
að flytja eitt erindi, en styrkurinn
væri að mestu ætlaður til að gera
þeim kleift að sinna eigin rannsókn-
um.
Peningarnir til að greiða umsjón-
armanni íslenska safnsins hafa ver-
ið teknir af þeim hluta erfðafjár
Fiskes, sem umsjónarmönnum
bókasafnsins var leyft að ráðstafa
að vild; og svo verður einnig um
kaup Stevens. Þess má geta að það
fé, sem Fiske kvað um að skyldi
bera rentur til bókakaupa hefur
ekki dugað heldur og hefur bóka-
safnið notað hluta hins óráðstafaða
Qár í erfðaskránni til að auka bóka-
kost þess auk framlags íslenska rík-
isins. Alls nemur óráðstafaði hlutinn
400 þúsund Bandaríkjadolluram og
skal þriðjungur arðsins af þeim
renna til bókakaupa, en tveir þriðju
til starfsmannahalds.
Hickerson kvaðst skilja afstöðu
þeirra, sem vitnuðu til erfðaskrár-
innar og vildu hafa umsjón safnsins
í höndum íslendings.
„Það stenst hins vegar ekki
bandarísk lög og mundi flokkast
undir misrétti að auglýsa eftir
ákveðnu þjóðemi í stöðu," sagði
Hickerson. „í framtíðinni verður
hins vegar hægt að auglýsa þetta
sem samkeppnishæfa og ábatavæn-
lega stöðu, sem gæti freistað íslend-
ings til að flytja yfír Atlantshafíð.
Þótt ekki sé hægt að auglýsa eftir
íslendingi má alltaf kreíjast þess
að umsækjandi tali reiprennandi ís-
lensku."
(Það má taka fram að hvorki
Stevens né Mitphell ræddu við
blaðamann á íslensku. Stutt samtal
við Mitchell hófst á íslensku, en
/leiddist fljótt út í ensku.)
Neðanjarðarsafn og alsjáandi
myndavélar
Árið 1990 var hafíst handa við
að reisa nýtt bókasafn við Cornell
og rúmum tveimur áram síðar var
það opnað. Safnið er kennt við Carl
A. Kroch, bóksala frá Chicago, sem
gaf fé til byggingarinnar. Ákveðið
var að húsið yrði niðurgrafíð, frekar
en að færa það í útjaðar háskóla-
svæðisins og tengist það aðalsafni
skólans, Olin-bókasafninu.
í Kroch-safninu er stór salur, sem
líkja má við peningahólf í banka.
Þar era geymdar þær bækur, sem
Bókavöröur
ráóinn i
ffulla sfföóu
það. Hann átti heilsu sinnar vegna
erfítt með að sjá um allt safnið og
þegar hann lést í upphafí síðasta
áratugar var að sögn Hickersons
ákveðið að koma á hlutverkaskipt-
ingu milli umsjónarmanna safnsins.
Þannig varð úr að einn maður sá
um að skrásetja íslenskar og ger-
manskar bækur og annar hafði
umsjón með því í hlutastarfi.
Næstur sá Louis Pitschmann um
safnið og þegar hann hætti var ekki
hægt að sameina hlutverkin tvö.
Mitchell tók við af Pitsehmann.
„Mitchell naut handleiðslu Hall-
dórs Hermannssonar í námi,“ sagði
Hickerson, en Halldór var fyrsti
umsjónarmaður íslenska safnsins.
„Mitchell sá um bókasafnið eins og
hann hélt að Halldór myndi hafa
gert það. Honum fórast bókakaup
vel úr hendi, en aðgangur að safn-
inu var vandamál."
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Mitchell um ráðningu nýs bókavarð-
ar greip hann til erfðaskrár Fiskes.
Þar segir að „þrjátíu þúsund dollar-
ar (30.000) skuli geymdir og varð-
veittir, hin sama upphæð að eilífu,
Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir
Mark Dimunation í íslenska
bókasafninu en á innfelldu mynd-
inni sést búrið hið nýja. íslensku
bækurnar, sem ekki er talið ráð-
legt að lána út, eru geymdar
ásamt munum frá flokksþingi
repúblikana árið 1964.
borgið
Boston. Frá Karli Blondal, fréttaritara Morgunblaðsins.
safninu
Fiske