Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 KORFUKNATTLEIKUR Þeir bestu í NBA HANN lét ekki tattóvera merki Supermans á brjóstkassann, heldur á vinstri handlegginn; S-ið er merki Shaquilles O’Neal, miðherja Orlando Magic, og tákn um mátt hans á vellinum og markaðsmálum öllum. Hann hefur sett mark sitt á körfuknattleik- inn í NBA-deildinni — um það efast enginn, en er hann besti leikmaður deildarinnar? Einhverjir eru sjálfsagt þeirrar skoðunar að „Shaq“ hafi tekið við af meistaranum sjálfum, Michael Jord- an, en f nýjasta hefti bandaríska íþróttablaðsins Inside Sports eru tólf valinkunnir þjálfarar og stjórnendur liða í NBA-deildinni beðnir um að tiinefna þrjá bestu leikmenn í hverja stöðu. Þá kemur í Ijós að Shaq er talinn þriðji besti miðherjinn. Hverjir eru þá bestu leikmenn NBA? Nefndin hallast að Charles Barkley hjá Phoenix Suns. Besti miðherjinn? Hakeem Olajuwon er allt í öllu hjá Houston Rockets og Patrick Ewing stefnir að því að gera New York Knicks að meisturum. Eftir að nefndarmennimir tólf höfðu útnefnt sína menn voru atkvæðin talin þannig að sá er var í fyrsta sæti fékk 5 stig, annar besti leikmaðurinn í viðkomandi stöðu fékk 3 stig og sá þriðji eitt stig. Ef allir tólf voru sammála um þann besta fengust 60 stig. Nú skulum við skoða hverjir eru bestir í NBA — að mati þessara sérfræð- inga blaðsins. MIÐHERJAR 1.-2. Hakeem Olajuwon (35,5 stig) Hann átti frábært leiktímabil 1992/93 og það kemur Olajuwon í efsta sæti ásamt Patrick Ewing. „Af miðheijunum í deildinni er hann mesti íþróttamaðurinn og hann er lagnastur við að koma mótheijum sínum í vandræði, sama hvort sem er í vörn eða sókn,“ sagði einn nefndarmanna um Olajuwon. „fif hann fengi eðlilega aðstoð fé- laga sinna gæti hann vel orðið meistari," bætti hann við. Þannig fullyrðingar um Olajuwon voru ekki daglegt brauð fyrir nokkr- um árum þegar hann átti í eijum við félag sitt vegna samninga auk þess sem hann var oft meiddur. Það hefur breyst, nú er hann óumdeilan- lega í hópi þeirra bestu. Skilningur hans á leiknum er allur annar en áður og hann verður ekki lengur sakaður um að hugsa of mikið um eigin „statistik“ á kostnað samheija sinna. „Olajuwon hefur mikinn sprengi- kraft, hann er sterkur og snöggur. Hann ver mikið af skotum og tekur mörg fráköst, og á því sviði hefur honum farið mikið fram á síðustu árum,“ sagði annar nefndarmaður um hann. 1.-2. Patrick Ewing (35,5 stig) Miðheiji Knicks er dáður um allan heim fyrir styrkleika sinn. „Mér fínnst Ewing alhliða miðheiji. Hann leikur mjög vel und- ir körfunni en getur einnig farið utar og skotið af lengra færi. Hann er frábær varnarmaður og hefur bætt sendingarnar mjög mikið að undanförnu. Enginn ætti heldur að efast um hæfíleika hans sem leið- toga,“ segir í umsögn eins nefndar- manna. Það efuðust reyndar margir um. teiðtogahæfíleika Ewing, eða allt þar til Pat Riley tók við sem þjálf- ari Knicks og sagði að liðið kæmist aldrei lengra en Ewing, og skoraði þannig á kappann að taka við for- ystuhlutverkinu innan liðsins. Ew- ing gerði það og hefur síðan marg- oft sýnt -að hann er traustsins verð- ur. „Hann er ekki að grobba sig af því að vera leiðtogi liðsins, held- ur einbeitir sér að því sem þarf að gera. Hann hefur sigurviljann og þijóskuna sem þarf í þetta,“ sagði annar. 3. Shaquille O’Neal (17,5 stig) Ef mælikvarðinn sem notaður er í þessari könnun væri kraftur, þá væri Shaq í efsta sæti. Hann er kraftmesti miðheijinn sem komið hefur í deildina síðan Wilt Chamberlain var og hét — og verð- ur stöðugt kraftmeiri. „Málið er ofureinfalt. O’Neal er enn að læra hvemig leika á körfu- knattleik," segir nefndarmaðurinn frá Orlando. „Ég þekki hann vel Tveir frábærir HAKEEM Olajuwon hjá Houston, sem hér ver skot Shawns Kemp frá Seattle, er lagnastur miðheija við að koma mótheijum í vandræði, hvort sem er í vörn eða sókn, segir í blaðinu. Charles Barkley, t.h., er líklega besti leikmaður deildinnar í dag. undanfarin tvö tímabil og lækkar því á listanum. „Hann er sá fljót- asti og ef varnarmenn koma of nálægt honum þá er hann horfinn," sagði nefndarmaður. Um Mouming sagði einn nefnd- armanna að hann væri betri alhliða- leikmaður en O’Neal. „Ég held að hann eigi eftir að verða eins og Bill Russel,“ sagði annar. „Hann er mikill íþróttamaður og gerir hvaða lið sem er betra en það er. Hann er griðarlegur keppnismaður og tekur hvem leik sem úrslitaleik. Hann er nokkurs konar yngri út- gáfa af Ewing, nema meiri íþrótta- maður.“ „STÓRIR“ FRAM- HERJAR 1. Charles Barkley (56 stig) Astæða þess að Barkley er settur í fyrsta sæti er að hann var efstur á lista fimm í valinu um stóran framheija (power forward) og á fímm seðlum var hann valinn besti skot-framherjinn (small forw- ard). Barkley telst tvímælalaust til stóru framheijanna því hann hefur lengstum leikið í þeirri stöðu, en það er auðvelt að misskilja þetta því í vetur hefur hann leikið meira í stöðu skot-framheija en áður vegna þess að A.C. Green er kom- ínn til liðs við Suns. „Barkley hefur verið einn af fímm bestu leikmönnum deildarinn- ar undanfarin ár. Sem stór fram- heiji er hann bestur eða næstbestur og sem skot-framheiji er hann best- ur,“ sagði nefndarmaður. Annar sagði að það skipti ekki máli hvaða stöðu Barkley léki, hann væri alltaf stórhættulegur. „Hann er góður á öllum sviðum leiksins og hann sýn- ir það oftar en ekki. Undir körf- unni, fyrir utan, kraftmikill, stór- hættulegur þegar hann snýr að körfunni og stoðsendingar ræður hann vel við auk þess sem hann og get því sagt ykkur að hann er alltaf á tánum, tilbúinn eins og leik- stjórnandi. Miðað við stærð þá full- yrði ég að enginn hefur verið eins lipur, eins snöggur og eins fljótur og þessi ungi maður, sem er vel að merkja aðeins 21 árs,“ bætir hann við. Það kom nokkuð á óvart að O’Ne- al var ekki á sex af 12 atkvæðaseðl- um nefndarmanna. Að hluta til kemur það til af samkeppninni um að vera bestur en einnig að margir telja að hann kunni hreinlega lítið í körfuknattleik, heldur hafí hann einungis komist svona langt á stærðinni og kraftinum. „Það er ekki hægt að setja hann í hóp með þremur til fjórum bestu. Hann hefur ekki sýnt nægilega mikið til þess. Hann verður að sanna að hann sé tilbúinn að læra eitthvað en ryðjist ekki bara áfram á kraftinum einum saman. Það er margt sem hann gerir illa í leiknum. Hann skilur ekki leikinn nægilega vel, hann getur ekki stokkið og skotið sveifluskoti á sama tíma, hann er hræðilega slakur á vítalín- unni og hann gerir mikið af mistök- um,“ sagði einn úr nefndinni. Aðrir miðheijar sem fengu stig voru David Robinson (12) og Al- onzo Mouming (7,5). Þegar sams- konar könnun var gerð í fyrra var Robinson talinn besti miðheijinn en hann hefur átt við meiðsli að stríða Leidtogi og námsmaður PATRICK Ewing, miðheiji New York, t.h., er mikill leiðtogi. Shaquille O’Ne- al, t.v., hinn ungi miðherji Orlando, er hins vegar sagður eiga margt ólært. skorar mikið og tekur mikið af frá- köstum." „Hann getur gert allt sem hann langar til þegar inná völlinn er kom- ið. Ég held að það sé enginn í deild- inni sem nær í rauninni miklu betri árangri en hann ætti að gera miðað við stærð.“ 2. Karl Malone (41 stig) „Bréfberinn" er alltaf að, daginn út og daginn inn. Það má segja að hann sé dæmigerður stór framheiji; stefnan er alltaf tek- inn að körfunni og hann lætur ekk- ert stöðva sig, stundum endar ferðalagið því á vítalínunni. Hann er einnig góður í fráköstum og hef- ur bætt skot sín utan teigs verulega á síðustu árum sem og sendingarn- ar. „Karl leggur sig allan fram í hveijum leik. Hann er alltaf á fullri ferð og hægir aldrei á sér. Leikur alltaf á fullu,“ sagði einn úr nefnd- inni. Stundum verður kappið meira en forsjáin. „Þegar Karl leikur ekki vel, lætur hann það fara í taugamar á sér, og það sést greinilega. Malone verður að hafa boltann, hann leikur ekki vel án bolta," sagði annar. 3. Derrick Coleman (16,5 stig) Metnaður Colemans gengur stundum of langt, en enginn efast um hæfíleika hans. Hann fékk tvö atkvæði sem besti stóri fram- heijinn á meðan Larry Johnson, sem kom næstur á eftir honum komst hvergi ofar en í annað sætið. „Derrick ræður yfir mikilli tækni og hann getur alltaf leikið á menn. Miðað við hvað hann er flinkur með boltann gæti hann vel verið leik- stjórnandi, en hann leikur líka vel undir körfunni, tekur mikið af frá- köstum og er lunkinn við að veija skot. Það eina sem hindrar hann sem körfuknattleiksmann er skap- gerðin, hún er ekki nógu góð.“ Aðrir sem fengu stig voru Larry Johnson (10,5), Shawn Kemp (7), Charles Oakley (3) og A.C. Green (1). Jóhnson fékk atkvæði á sjö list- um af tólf og meðal annars eitt atkvæði sem skot-framheiji. „Hann hefur marga af kostum Barkleys, en hann hefur bara ekki verið eins lengi að. Hann er góður maður gegn manni og tekur einnig mikið af fráköstum en hann á í dálitlum erfíðleikum með að gæta stærstu framheijanna. Á móti kemur að það er erfítt fyrir alla að gæta hans.“ SKOT-FRAMHERJAR 1. Scottie Pippen (28,5 stig) Pippen hefur mikla hæfileika og getur með útsjónar- semi sinni breytt gangi leiksins með stórgóðum vamarleik og góðum til- þrifum í sókninni. „Hann er fjaður- magnaður og allt sem hann gerir lítur út fyrir að vera svo auðvelt. Hann getur skotið, og hefur bætt langskot sín verulega. Hann getur rakið boltann og komið með hann upp völlinn auk þess sem hann er góður vamarmaður. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í vetur sem leiðtoga Bulls,“ sagði nefndarmaður. Já, það verður gaman að sjá hvort frábær frammistaða Michaels Jordan hefur haldið aftur af Pip- pen. Ef svo er þá ætti hann að blómstra í vetur. „Það kemur í ljós í vetur hvernig áhrif Jordan hafði á Pippen. Nú hefur hann tækifæri til að sýna hvers hann er megnug- ur.“ 2. Dominique Wilkins (15 stig) Gagnrýnendur segja að hann sé sjálfselskur og hugsi meira um eigin hag og árangur en liðs síns. Slíkar raddir hafa hins vegar lækkað undanfarin ár. „Hann á trú- lega heima í flokki með Olajuwon, Barkley og Ewing. Það eru í raun- inni engir veikleikar í leik hans, nema hvað sendingar hans eru ekki nógu góðar. Ég veit að menn hafa sagt að hann sé sjálfselskur, en hvers vegna á hann ekki að skjóta? Hver er betri til þess?“ spyr einn nefndarmanna. Wilkins varð síðasti leikmaðurinn til að vera stigahæsti maður NBA- deildarinnar, áður en Michael Jord- an tók við því „embætti" síðustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.