Morgunblaðið - 06.02.1994, Síða 43

Morgunblaðið - 06.02.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1994 43 sjö árin. Hann er nýorðinn 34 ára gamall en það virðist ekki hafa áhrif á leik hans. „Þó hann sé að eldast sem körfuknattleiksmaður sést það ekki á honum. Hann er ennþá snöggur og ætli hann verði ekki stigahæsti leikmaðurinn í vet- ur, ég gæti best trúað því,“ sagði nefndarmaður. 3. Chris Mullin (13,5 stig) Mullin og Detlef Schrempf eru trúlega einu leikmenn NBA sem hægt er að líkja við Larry Bird. Mullin er frábær skytta — trúlega sú besta í deildinni — og hann er snöggur að skjóta. Fóta- vinnan hjá honum er ekki góð en hann bætir hana upp með frábærum staðsetningum. „Hann er talsvert líkur Bird, en ekíri eins hár og hefur ekki eins góðar sendingar. Þá var Bird sterk- ari í fráköstunum. Mullin hefur gott innsæi í leikinn og þeir eru ekki margir sem skáka honum á því sviði,“ sagði nefndarmaður. Aðrir skot-framherjar sem fengu stig voru Danny Manning (10), Detlef Schrempf (9) og Dennis Rodman (8). Rodman er athyglis- verður leikmaður, á fleiri en einn hátt. Það er sama hvort hann tekur 25 fráköst í leik eða litar hárið ljóst; menn taka alltaf eftir honum. „Hann er einstakur leikmaður, sér- staklega í vörninni. Hann getur leikið í mínu liði hvenær sem hann vill, mér er sama þó hann geri ekki eitt einasta stig,“ sagði stjórnar- maður hjá Phoenix. SKOT-BAKVERÐIR 1. Clyde Drexler (29,5 stig) Fyrir tveimur árum var Drexler talinn koma næstur Michael Jordan, en eftir að hann missti af 33 leikjum á síðasta tíma- bili vegna meiðsla fóru að heyrast efasemdarraddir. „Ef hann er heill er hann trúlega sá besti,“ sagði einn nefndarmanna. „Hann hefur alla hæfileika sem til þarf. Hann er leikmaður sem getur náð þre- faldri tvennu." Drexler er á vissan hátt óvenju- legur leikmaður. Hann er líklegri til að vinna leik með því að stela boltanum, verja skot, taka frákast eða gefa góða stoðsendingu, frekar en með stökkskoti. Hann er frábær varnarmaður og hættulegur í hraðaupphlaupum. „Hann hefur tapað nokkrum krafti og snerpu vegna meiðslanna en þegar hann er heill getur hann gert allt sem þarf að gera í körfuknattleik," sagði nefndarmaður. 2. Joe Dumars (26 stig) Stöðugleiki hefur verið vörumerki Dumars í gegnum tíðina. „Það má alltaf treysta á hann. Hann er besti varnarmaðurinn af öllum skot-bakvörðum deildarinnar og þegar þarf einhvern til að gera út um leik á síðustu sekúndunum þá er Dumars rétti maðurinn. Frá- bær skytta, sérstaklega undir miklu álagi. Fæddur sigurvegari," sagði nefndarmaður. Dumars er í uppáhaldi hjá öllum sem koma nálægt NBA vegna þess hversu fagmannlega hann tekur á öllum hlutum. Hann hefur aldrei verið ofarlega á lista þeirra sem taka flest fráköst og hann er hættur að keyra upp að körfunni eins og hann gerði þegar hann var yngri, en hann er enn góður, mjög góður. „Öll skot hans líta vel út. Hann getur gert út um leik uppá sitt eins- dæmi og það lítur út fyrir að hann eigi mikið eftir til að halda yngri leikmönnum Pistons á varamanna- bekknum," sagði einn nefndar- manna. 3. Mitch Richmond (20 stig) Leikur Richmond er eitt af því fáa sem fylgismenn Sacra- mento geta glaðst yfir. „Hann er dæmigerður skot-bakvörður. Bæði skorar hann mikið og hann er góð skytta auk þess sem hann er fyrir ofan meðaltal í fráköstum. Svo má ekki gleyma því að Mitch hræðist ekkert. Það vill enginn leika gegn honum, nema þá að viðkomandi sé heimskur. Það er engin tilviljun að hann er kallaður „Klettur“, það á ulfiuöia “iil'jsdrn9„ iv(j 6iv xcri nc Fyrirmynd JOHN Stockton, leikstjómandi Utah Jazz, er sagður fyrir- mynd annarra leikmanna i þessari stöðu. Óvenjulegur CLYDE Drexler hjá Portland er talinn besti skot-bakvörður- inn. Hann er um margt talinn óvenjulegur leikmaður. Útsjónarsamur SCOTTIE Piþpen hjá Chicago er sagður bestur skot-framheija. „Hann hefur mikla hæfileika og getur með útsjónarsemi sinni breytt gangi leiksins með stórgóðum varnarleik og góðum tilþrifum í sókninni," segir í greininni. vel við hann,“ sagði nefndarmaður. „Það eru ekki margir sem heyra um hann en engu að síður er hann góður leikmaður. Hann getur skotið fyrir utan, það er mikill kraftur í honum; góður vamarmaður og keyr- ir óhræddur upp að körfunni. Mikill baráttuhundur," sagði annar. Aðrir sem fengu stig í vali skot bakvarða vom Reggie Miller (11), Dan Majerle (10) og John Starks (8,5). „Það er kraftur í Majerle og það þarf aldrei að tala við hann fyr- ir leiki til að ná upp baráttu, hún er til staðar. Hann er ómetanlegur,“ sagði nefndarmaður. „Starks er ófyrirleitinn og bestur þegar mest liggur við. Hann getur orðið dálítið æstur en það hefur oft- ar en ekki góð áhrif á liðið. Hann er góður vamarmaður og það er gott að leita til hans í fjórða leik- hluta og láta hann skjóta," sagði annar. LEIKSTJÓRNENDUR 1. John Stockton (43 stig) Svo virðist sem Stock- ton sé að förlast því á síðasta tíma- bili tókst honum ekki að senda 1.000 stoðsendingar, en því marki hafði hann náð sex ár þar á undan. Hitt ber að hafa í huga að Stockton er eini leikmaður NBA-sögunnar sem hefur gefíð 1.000 stoðsending- ar tvö eða fleiri tímabil í röð. „Hann er eiínþá fyrirmynd leikstjórnenda, skapandi leikmaður sem er ef til vill byijaður að dala aðeins, en bætir það upp með mikilli reynslu og víðsýni," sagði nefndarmaður. ^ 2. Tim Hardaway (28 stig) Hardawey hefði orðið í fyrsta sæti væri hann ekki meidd- ur. Sex nefndarmenn veittu honum ekki atkvæði vegna meiðslanna en sögðu að hann hefði verið á lista þeirra undir venjulegum kringum- stæðum. Það að ná öðru sætinu þrátt fyrir að leika ekkert sýnir hversu hátt skrifaður hann er. „Tim er hinn fullkomni leik- stjórnandi vegna þess hve líkamlega sterkur hann e_r,“ segir einn sér- fræðinganna. „Ég þekki engan eins líkamlega sterkan í þessari stöðu." Viðkomandi segir hann mjög kraftmikinn leikmann, góða skyttu, snjallan í gegnumbrotum og góðan vamarleikmann. Blaðið segir það, hvemig Hardaway rekur knöttinn eldsnöggt með hægri og vinstri hendi á víxl, þá hreyfíngu sem leik- menn í deildinni óttist mest síðan Kareem-Abdul Jabbar beitti sínum frægu sveifluskotum. „Það eina neikvæða við Hardaway er að hittn- inni hefur hrakað jafnt og þétt síð- ustu þijú keppnistímabil, vegna þess að hann er farinn að skjóta úr verri færum en áður. En samt, segir einn nefndarmanna, „er erfið- ara að veijast honum en nokkruríf öðrum leikstjórnanda. Hann skelfír andstæðingana með nærvem sinni, vegna hraðans og styrkleikans sem hann býr yfír.“ 3. Mark Price (12 stig) „Hann er líklega besta skyttan í hópi leikstjórnenda," segir einn sérfræðinganna. „Ég er mjög hrifínn af skotum hans og hann er alltaf á hreyfingu. Það er hægt að treysta á hann í varnarleiknum, en hann hefur lagt mikið á sig til a&■ ná jafn langt og raun ber vitni." Blaðið segir Price tilbúinn að axla ábyrgð og taka við stjóminni á úrslitastundu. Hann sé frábær þriggja stiga skytta og mikill bar- áttujaxl. Árangur Cleveland Cavali- ers síðustu þijú keppnistímabil var undir 50%, þegar Price var illa fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það sé staðreynd að hann gjörbreyti liðinu þegar hann leiki með. Aðrir sem fengu atkvæði sem leikstjómendur vom Kevin Johnson (10), Steve Smith (7), Isiah Thomas (5) og Kenny Anderson (3). Meiðsli hafa plagað Johnson meira og minna allan hans feril og koma í veg fyrir að hann sé hærra skrifaður en raum-' in er. „Hann er ekki jafn kraftmik- ill og hann var, en engu að síður enn frábær gegnumbrotsmaður," segir einn nefndarmaðurinn. HiTACHl HÁGÆOA SJÓNVARPSTÆKI Hitachi er gamalreynt gæðamerki Þessi nýju tæki eru uppfull af tækninýjungum - ‘ 28 tommu BlackMask Permachrome flatskjár með CTI skerpufilter Víöómur 2x30W ásamt djúpbassa- hátalara (SubWoofer) íslenskt textavarp meö topptexta Aögeröir birtast upp á skjá 3 scart-tengi og S-VHS tengi Hljómburöur og myndgæöi eru helstu aðalsmerki Hitachi Þú veröur aö koma til aö sjá og heyra' SÉRSTAKT TILBOÐ 119.000= GERÐ CL-2864 - RÉTT VERÐ KR. 144.000- MUNALÁN, VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR ihl ith II .1 iiii il.’.liiá.i«i1.,ÍÉ^i Lié»i..ii É,l ' ' ' ‘ '' 1 ' 'I ".iuobíT! | I9v naBfí i/í>Í9(| .obnBliO bt! RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 ■Íhmméhbh nnerlniiiaaoifJuiroívlivTÍnGtiiTubS nö epofifrunl-JoáE uböle TT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.