Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 n AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON Ágreiningxir milli Akurnesinga og Borgnesinga um lausn á fjárhagsvanda Hitaveitunnar Stofnað Orkubú Borgar- fjarðar eða skuldir greidd- ar með sölu rafveitna EKKI hillir undir lausn á ágreiningi Akurnesinga og Borgnes- inga um lausn á fjárhagsvanda Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. Hitaveitan er með þeim dýrustu fyrir notendur og skuldar 2,2 milljarða kr. Akurnesingar eru hlynntir hugmyndum um sameiningu orkufyrirtækjanna í héraðinu í Orkubú Borgar- fjarðar en Borgnesingar vilja selja Rafmagnsveitum ríkisins rafveitu sína og leggja andvirði hennar inn í Hitaveituna til að greiða skuldir. Telja Borgnesingar að ef aðrir eignaraðilar gerðu slíkt hið sama yrði liægt að lækka gjaldskrána strax um 30%. Akurnesingar vilja ekki selja rafveitu sína vegna þess að það myndi leiða til hækkunar rafmagns á staðnum og telja að hagræðing í kjölfar stofnunar Orkubús Borgarfjarðar gæti leitt til 10% gjaldskrárlækkunar. Vegna misvægis í eignarhluta og sölu vatns, þar sem Akurnesingar nota mun minna heitt vatn en nemur eignarhluta þeirra, kemur betur út fyrir þá að láta notendur greiða skuldirnar í gegn um heita vatnsverðið meðan það getur verið hagkvæmara fyrir Borgnesinga að greiða hrein- lega sinn hluta af skuldunum. Þá snýst málið einnig um þá atvinnu sem er í orkugeiranum í héraðinu, hún myndi hugsan- lega færast á milli staða eftir því hvaða leið verður fyrir valinu. Borgarnes BORGNESINGAR vilja selja rafveiturnar og greiða skuldir. Akranes AKURNESINGAR eru samþykkir stofnun Orkubús Borgarfjarðar. Árið 1987 tóku ríkið og eignarað- ilar á sig hluta af skuidum Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). í tengslum við það var gert samkomulag um að vinna að sam- einingu orkufyrirtækja héraðsins í Orkubú Borgaríjarðar. Sveitarfé- lögin stofnuðu Undirbúningsfélag að Orkubúi Borgarfjarðar, UOB, og eru skuldirnar sem þau tóku við á nafni þess félags. Fyrstu afborg- anir af lánunum, sem nú eru komin í 420 miiljónir kr., eru í næsta mánuði og það hefur þrýst á sveit- arfélögin að leysa málið. Sigfús Jónsson, formaður hita- veitunefndar Iðnaðarráðuneytisins, segir að Hitaveitan sé í fjárhagserf- iðleikum og nauðsynlegt að minnka skuldir hennar og iækka gjald- skrána. Það verði ekki gert öðruvísi en að sameina orkufyrirtæki og ná þannig fram hagræðingu í rekstri. Hann segir að til þess séu ýmsir möguleikar, eins og umræðurnar sýni. Sigfús segir að gerðar hafi verið ýmsar skýrslur um Orkubú Borgarfjarðar og sýni þær að stofn- un þess væri hagkvæm ieið út úr vandanum. Hins vegar telur hann að ríkisvaldið muni ekki setja sig. upp á móti öðrum leiðum sem heimamenn kynnu að ná samkomu- lagi um. Segist hann líta á sig sem nokkurs konar sáttasemjara í þeim viðræðum sem fram fara um þau mál. 30% gjaldskrárlækkun strax Bæjarstjórn Borgarness hefur veitt Óla Jóni Gunnarssyni bæjar- stjóra heimild til að ganga til við- ræðna við Rafmagnsveitur ríkisins um sölu á Rafveitu Borgarness. Tilgangurinn er að láta andvirði Rafveitunnar ganga inn í HAB til lækkunar á skuldum hennar og vilja Borgnesingar að aðrir eignaraðilar taki samsvarandi hluta skulda fyrir- tækisins á sig, hvort sern það yrði gert með sölu rafveitna eða á annan hátt. Óli Jón segir að með þessari aðgerð væri hægt að lækka gjald- skrá Hitaveitunnar strax um 30% og myndi orkuverðið þá nálgast verð Hitaveitu Suðurnesja. „Við viljum vinna þetta tii svo hægt verði að lækka skuidirnar og ná árangri strax með verulegri lækkun gjald- skrárinnar tíl hagsbóta fyrir not- endur á þessu svæði,“ segir Óli Jón. Hann segir að Orkubúsleiðin sé að mati Borgnesinga ekki eins fýsi- leg. Hún hefði í för með ser mun minni orkuverðslækkun. Óli Jón segir að bæjarstjórn Borgarness hafi áður lagt til að stofnaðar yrðu bæjaiTeitur á stöðunum sem tækju við dreifikerfi Hitaveitunnar og raf- veitnanna en Andakílsárvirkjun tæki við aðveitunni. Það hefði þýtt að Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar yrði lögð niður. Á þetta hafi Akurnesingar ekki getað fall- ist. Hagræði af sameiningu við RARIK Ósk bæjarstjórnar Borgarness tii RARIK um kaup á Rafveitu Borgar- ness er nú til skoðunar hjá RARIK og að sögn Kristjáns Jónssonar raf- magnsveitustjóra verður fyrsti við- ræðufundurinn í dag. Hann segir að RARIK sé með útibú fyrir Borg- arfjarðarhérað í Borgarnesi. Væri ótvírætt hagræði af því að fella rekstur þessara tveggja fyrirtækja saman. Gjaldskrá Rafveitu Borgar- ness er svipuð og gjaldskrá RARIK þannig að óverulegar breytingar yrðu á rafmagnsverði þar þó RA- RIK keypti Rafveituna. Kristján tekur það fram að ekki verði gengs ið frá kaupum á Rafveitu Borgar- ness nema með samþykki iðnaðar- ráðherra og heimild í fjárlögum. RARIK hefur á undanförnum árum keypt nokkrar hita- og raf- veitur, á Höfn í Hornafirði, Seyðis- firði og Siglufirði. „Reynslan hefur verið mjög góð. Við erum því reiðu- búnir til að skoða óskir annarra bæjarfélaga þessa efnis ef það get- ur leitt til bættrar þjónustu og orð- ið notendum veitnanna til hags- bóta,“ segir Kristján. Aðspurður hvort til greina kæmi einnig að kaupa Rafveitu Akraness, ef eftir því yrði ieitað, segir Kristján að það mál hafi ekkert verið skoðað og yrði slíkt ekki gert nema viðkom- andi bæjarfélag hefði að því frum- kvæðið, Orkubú hagkvæmt Gísli Gíslason, bæjarstjóri á j Akranesi, rifjar það upp að þegar samið var við ríkisvaldið um að taka við hluta af skuldum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hafi verið samið um að eignaraðilafnir könnuðu möguleikana á stofnun Orkubús Borgarfjarðar með sam- einingu Hitaveitunnar, rafveitn- anna á Akranesi, í Borgarnesi og á Hvanneyri og hugsanlega Anda- kílsái'virkjunar, með það að mark- miði að gera reksturinn hagkvæm- ari. „Sameining veitnanna er ekkert sérstakt kappsmál Akurnesinga. Við höfum litið svo á að sameining væri ásættanlegur kostur ef það væri tryggt að gjaldskrá Hitaveit- unnar myndi lækka en rafmagnið hækkaðf ekki,“ segir Gísli. Niður- staðan sýni að slík sameining sé hagkvæm. Gísli segir að ríkið þrýsti nú á sveitarfélögin að efna þetta samkomulag og sé Akraneskaup- staður tilbúinn til þess fyrir sitt Ieyti. Gísli telur að hagræðing í kjölfar sameiningar og ekki síst endurfjár- mögnun á stofnkost.naði Hitaveit- unnar sem væri gott að ráðast í núna gæti leitt til 10% lækkunar á gjaldskrá hennar. Rafveita Akraness ekki til sölu Aðspurður um álit á hugmyndum Borgnesinga segir Gísli að undan- farin ár hafi menn verið að ræða um stofnun orkubús og ekki sé vilji fyrir því á Akranesi að breyta svo skjótt um stefnu. Þá segir hann að sala á Rafveitu Akraness komi ekki til greina. Rafveitan sé mikilvægt atvinnufyrirtæki á Akranesi og selji rafmagn á hagstæðu verði. Sala fyrirtækisins myndi því hafa mikil áhrif í bæjarfélaginu, sérstaklega með hækkuðu rafmagnsverði til einstaklinga og fyrirtækja. Segir hann að hugmynd Borgnesinga um sölu rafveitunnar þar sé algerlega þeirra mál sem ekki þurfí að tengj- ast málefnum Hitaveitunnar. Loks bendir Gísli á að við stofnun Orku- bús Borgarfjarðar yrði rafmagns- verð væntanlega jafnað og þá myndi rafmagnið í Borgarnesi lækka niður í það verð sem gilti nú hjá Rafveitu Akraness. Vinna við lausn á fjárhagsvanda Hitaveitunnar liggur niðri á meðan Borgnesingar ræða við RARIK. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ríkisvaldið ekki tilbúið til að taka þátt í endurfjármögnun lána UOB fyrr en það liggur fyrir hvort af stofnun Orkubúsins verð- ur. Ætlunin var að greiða lánin með hagræði af sameiningu orku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.