Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
29
ávallt viðstaddur með sitt hýra við-
mót og eftirvæntingu að framlagi
félaga sinna.
Ólafur var raftæknifræðingur og
sérhæfði sig í lýsingartækni. Mörg
snilldarvel gerð verk á því sviði
hafa verið leyst af hans hendi og
samstarfsmanna hans.
Um störf Ólafs, ætt hans og
uppruna mun ég ekki fjalla hér, það
munu aðrir betur gera.
Við hjónin kynntumst Ólafí og
Líse skömmu eftir að þau komu frá
Danmörku eða á árunum 1946 til
1950, svo að þau kynni nálgast
hálfa öldina.
Þá var tæknifræðingafélagið
Tækni nýstofnað, sem að vísu varð
ekki langlíft í þeirri mynd sem þá
var til stofnað, en upp frá því sköp-
uðust okkar kynni.
Ólafur Gíslason er nú kært
kvaddur með þökkum fyrir hið
prúðmannlega viðmót í hvívetna
allan þann tíma sem við höfum
þekkst. Við biðjum eiginkonu hans
og dóttur styrks og blessunar í sorg
þeirra.
Guðrún og Friðgeir Grímsson.
Ólafur Gíslason tæknifræðingur,
er látinn 80 ára að aldri. Hann
fæddist á Húsavík 14. júní 1913,
sonur hjónanna Aðalbjargar Jak-
obsdóttur og Gísla Péturssonar
læknis.
Kynni okkar Ólafs hófust fyrir
meira en 60 árum, þegar við vorum
við iðnnám og hann nýfluttur til
Reykjavíkur frá Eyrarbakka, þar
sem hann ólst upp. Að iðnnámi
loknu fórum við saman til Dan-
merkur til náms í tæknifræði. Ólaf-
ur var góður námsmaður og kaus
hann sér nám í rafmagnstækni-
fræði og að því námi loknu starfaði
hann sem tæknifræðingur í Kaup-
mannahöfn, fór þó til starfa á Is-
landi um skeið, en sneri aftur til
Hafnar og starfaði þar til hann
fluttist heim til íslands ásamt fjöl-
skyldu sinni árið 1946. Síðan hefur
hann búið í Reykjavík og starfað í
grein sinni, lengstum sjálfstætt.
Hann fór einnig til starfa í Eng-
landi um eins árs skeið.
Alltaf hefur verið hin besta vin-
átta með okkur Ólafi, og hef ég
ekki kynnst meira ljúfmenni en
honum. Aldrei hefur farið styggðar-
yrði á milli okkar og aldrei hef ég
heyrt hann hallmæla nokkrum
manni.
Fyrsta námsár okkar í Danmörku
bjuggum við í sama herbergi eins
og vikið er að hér að framan bar
aldrei skugga á þá samúð. Leiðir
skildu, og við héldum áfram námi
hvor í sinni borg, en aldrei rofnaði
samband okkar þótt mislangt væri
milli funda þau 12 ár sem við bjugg-
um í Danmörku við nám og störf,
þar á meðal öll stríðsárin.
Öll þau ár sem síðan eru liðin
höfum við báðir átt heima og starf-
að í Reykjavík og hefur vinátta
okkar og fjölskyldna okkar haldist
með ágætum.
Mér er nú að leiðarlokum ofar-
lega í huga þakklæti fyrir allar þær
ánægjustundir sem við höfum átt
saman.
Fyrir nokkrum árum var Ólafur
fyrir heilsubresti og varð því að
hætta störfum, m.a. var sjónin orð-
in mjög skert. Hann var þó jafnan
hress í bragði og hafði alltaf lifandi
áhuga á öllu sem var að gerast.
Undanfarin 10 ár höfum við
nokkrir félagar sem vorum með
Ólafi í Iðnskólanum, komið saman
reglulega og rætt um landsins gagn
og nauðsynjar. Ólafur naut sín vel
í þeim hópi og mun hans verða
sárt saknað þar, nú er hann er fall-
inn frá. Hann hné niður er hann
var í gönguför með eiginkonu sinni
þann 30. janúar síðastliðinn. Hann
var fluttur á Borgarspítalann þar
sem hann lést skömmu síðar þann
sama dag.
Ólafur lætur eftir sig eiginkonu
Lise Gíslason fædda Sveistrup og
dótturina Evu. Ég kveð hann með
söknuði og sendi þeim mæðgum og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurður Kristjánsson.
Móðurbróðir minn Ólafur Gísla-
son lést hinn 30. janúar síðastliðinn
áttræður að aldri. Hann var heilsu-
tæpur hin síðari ár en jafnan glaður
og reifur og hafði óbilandi áhuga á
því sem var að gerast í kringum
hann heima og heiman, hvort sem
það var á sviði stjórnmála eða
menningar. Laugardaginn rúmri
viku áður en hann lést fórum við
saman ásamt Lise, konu hans, að
skoða myndlistarsýningu í Hafnar-
firði og ætluðum að líta á aðra sýn-
ingu í Reykjavík á gripum sem
gamall félagi hans frá Kaupmanna-
hafnarárunum hafði smíðað. Þá var
búið að loka henni en ekki var neinn
bilbugur á Ólafi að fara daginn eft-
irog skoða þá sýningu. Áhugi hans
á umhverfinu hélst til hinstu stund-
ar.
Ólafur fæddist á Húsavík 14.
júní 1913. Foreldrar hans voru
Aðalbjörg, f. 30. okt. 1879, d. 19.
nóv. 1962, Jakobsdóttir Hálfdanar-
sonar kaupstjóra á Húsavík og Petr-
ínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð og
Gísli Ólafur, f. 1. maí 1867, d. 19.
jún. 1939, Pétursson Ólafs Gísla-
sonar útvegsbónda í Ánanaustum
og Valgerðar Ólafsdóttur frá
Ægissíðu í Holtum. Börn Aðal-
bjargar og Gísla, _sem upp komust
voru þau Pétur Ólafur, f. 8. nóv.
1900 d. 22. des. 1992, Jakob f. 10.
mars 1902, d. 9. mars 1987, Guð-
mundur f. 25. feb. 1907, d. 22.
feb. 1969, Ketill f. 19. okt. 1911,
d. 6. jan. 1994, Ólafur, sem hér er
minnst, Sigurður, f. 13. apr. 1916,
og Guðrún Hólmfríður f. 5. sept.
1920. Tvær stúlkur tóku þau í fóst-
ur, Vigdísi Ólafsdóttur, f. 12. sept
1904, d. 11. jan. 1926, og Ingi-
björgu Sigvaldadóttur, f. 6. apr.
1929, d. 11. júlí 1990.
Ólafur ólst upp hjá foreldrum
sínum á Eyrarbakka, en þangað
fluttust þau frá Húsavík þegar hann
var á öðru ári.
Átján ára gamall fór hann í iðn-
nám í Landsmiðjunni og fékk
sveinsbréf í járnsmíði 1933 og hélt
síðan til Kaupmannahafnar og inn-
ritaðist 1. apr. 1934 í Det Tekniske
Selskabs Elektro-teknikum (Köben-
havn Elektroteknikum) og útskrif-
ast rafmagnstæknifræðingur þaðan
31. mars 1937. Ólafur hóf störf í
Kaupmannahöfn, fyrst hjá F.L.
Smith og síðan hjá Laur. Knudsen,
þar sem hann starfaði í átta ár.
Ólafur dvaldist í Höfn öll stríðs-
árin en í febrúar 1946 kom hann
til íslands ásamt konu sinni Lise
Gíslason f. Sveistrup. Sama ár
fæddist einkadóttir þeirra Eva.
Hér heima hóf hann störf hjá
Raffangaprófun ríkisins en opnaði
eigin rafteiknistofu 1949. Hún var
fyrst til húsa á Mímisvegi 2 en frá
1953 á Hofteigi 22 og rak hann
hana þar til 1988. Á þorra 1951
heldur fjölskyldan til Rugby á Bret-
landi þar sem Ólafur vinnur hjá
British Tomson Hughston fram í
desember sama ár.
Á rafteiknistofu Ólafs eru skráð
558 verk af ýmsum toga m.a. virkj-
anir og félagsheimili. Ymsir tækni-
menn unnu þar hjá honum um
lengri eða skemmri tíma en oft var
hann einn. Þegar ég kom til íslands
frá námi 1972 bauð Ólafur mér
starf hjá sér. í fyrstu var það að-
eins hugsað til skemmri tíma en svo
fór að við unnum saman allt til
ársins 1979. Eftir það var hann
einn en Eva dóttir hans aðstoðaði
hann við bókhald og tækniteiknun.
Á okkar samstarf bar aldrei
skugga og nú að leiðarlokum þykir
mér það sérstakt lán að hafa þar
fengið tækifæri til að kynnast elju
hans og samviskusemi við hvert
verk og sérstakri kurteisi við sam-
starfsmenn og viðskiptavini.
Á þeim árum sem Ólafur er í
Kaupmannahöfn er mikil uppbygg-
ing í vatnsaflsvirkjunum á Islandi.
Ljósafossvirkjun er gangsett 1937
og Laxárvirkjun er boðin út 1938.
Laur. Knudsen var verktaki ásamt
fleirum með rafvélar og búnað í
Laxái'virkjun. Það kom í hlut Ólafs
að vinna við virkjunina og kom
hann til íslands sumarið 1939 á
vegum fyrirtækisins vegna upp-
setningar á háspennubúnaði.
í Höfn rekst hann einn daginn á
skýrslu leiðangursmanna í Wegen-
erleiðangrinum 1930/31 en bróðir
hans Guðmundur hafði verið með í
þeim leiðangri, fyrst sem hesta-
sveinn en síðan aðstoðarmaður.
Ólafur keypti bókina og las og fékk
við það talsverðan áhuga á ferðum
um norðurhjara. Seinna smitaðist
ég af þessum áhuga, reyndar af
lestri sömu bókar.
Ekki veit ég hvar áhugi Ólafs á
rafmagni kviknaði en ef til vill í
föðurgarði því í bókasafni Gísla er
kennslubók í rafmagnseðlisfræði
sem afi hefur auðsjáanlega lesið og
reiknað sér til skemmtunar.
Það var einkennandi fyrir Ólaf
hve mikið yndi hann hafði af hvers
kyns vísindum og var hann um ára-
bil áskrifandi að erlendum tímarit-
um um þau efni og eftir að sjónin
fór að gefa sig fékk hann efnið á
hljóðsnældum frá Kaupmannahöfn.
Ólafur var glaðvær maður og
eignaðist marga kunningja, ekki
síst í Höfn en á hans árum þar
voru margir landar í námi og starfi.
Minntist Ólafur oft á hve mikið
þeim hefði þótt til um að finna
nálægð heimsmenningarinnar. Þeg-
ar stríðið svo skall á hafa erfiðleik-
ar stríðsáranna enn frekar treyst
vinabönd Islendinganna sem þar
voru sambandslausir við heimaland-
ið. ^
Ýmsir af kunningjum Ólafs þar
ytra voru listamenn og hefur það
án efa eflt áhuga hans á fögrum
listum sem hélst til æviloka, saman-
ber það sem segir hér að ofan.
Mér eru móðurbræður mínir
minnisstæðir frá bernsku, ekki síst
þegar farið var í kartöfluleiðangra
til Eyrarbakka ásamt móður minni
og ömmu allt þar til görðunum var
lokað vegna kartöfluhnúðorms.
Einnig man ég eftir laufabrauðs-
gerð hjá ömmu fyrir jólin og púkk-
spilamennsku á þrettándanum þar
sem fjölskyldan naut glaðværðar
Ólafs og ljúfmennsku. Þá kemur
líka upp í hugann einstök ræktar-
semi þeirra bræðra við móður sína.
Heimili þeirra Lise hefur frá því
ég man fyrst eftir einkennst af
andblæ evrópskrar menningar,
gestrisni og alúð. Þaru voru samhent
í því að taka á móti gestum með ~
því samblandi af ástúð og glæsibrag
sem sjaldgæft er og gleymist seint.
Ein veisla er mér afar minnis-
stæð. Það var þegar þau héldu yngri
kynslóðinni í stórfjölskyldunni sér-
staka veislu. Þar voru vegiegar veit-
ingar eins og jafnan hjá þeim og
mjög glatt á hjalla.
Síðustu árin voru að sumu leyti
erfið vegna heilsubrests. Þau Ólafur
og Lise gerðu gott úr öllu og oft
dáðumst við hjón að háttvísi þeirra
og tillitsemi við hvort annað. Einnig
var aðdáunarverð natni og alúð Evu
dóttur þeirra við foreldra sína.
Við kveðjum Ólaf frænda minn
með söknuði og vottum Lise og Evu
innilega samúð okkar. ■*’"
Vikar Pétursson.
Nú kveðjum við ár hanans og heilsum ári hundsins, en samkvasmt kínversku
dagatali hefst það f?ann 9. febrúar. Ár hundsins er kjörið til að treysta
vináttutengsl, sömuleiðis asttu þeir sem stunda viðskipti að nota kvöldin til
(?ess að ná sem bestum árangri. beir sem fasddir eru á ári hundsins eru gasddir
einlasgri ástúð, víðsýni, raunsasi og góðri skynsemi. í tilefni nýja ársins býður
veitingahúsið SJANGHÆ upp á tvö Ijúffeng nýárstilboð.
Nyarsmatseðlar
TIL30Ð 1 - Fyrir tvo eða fleiri
Nýárssúpa
Chen Fao-Chi kjúklingur
Yú-Síang skelfiskur
Lambakjöt í plómusósu
Luo svínakjöt
Eftirréttir á kínverska vísu.
kr. 1290,-
TILBOÐ 2 - Fyrir tvo eða fleiri
Nýárssúpa
/- Won-Ton og raskjuflögur
Kanton nautasteik
Humar í satay sósu
Tang-Chu svínakjöt
Smokkfiskur með Szechuan pipar
Eftirréttir á kínverska vfsu
♦
kr. 1490,-
Prófaðu nýjan kínverskan snafs.
Tilboðið giUir frá 9. febrúar til 9. mars.
Afsláttur fyrir hópa, skóla og íþróttafélög.
ókeypis heimsendingarþjónusta
fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 10:00 -KÍNllERíKa veitingahúsið á íslandi
alla daga. Laugavegi 28b Sími 16513 - 23535 - Fax 624762
BACKMAN