Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994 11 Gunnsteinn Ólafsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói fvrir framhaldsskóla SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur tónleika í Háskólabíói fyrir framhaldsskóla í Reykjavík og Garðabæ, í dag, miðviku- dag, og á morgun, fimmtudag. Hljómsveitarstjóri er Gunn- steinn Olafsson en einleikari er Sigurður Bjarki Gunnarsson. A efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Haydn, Thommesen og Berlioz. Gunnsteinn Ólafsson hóf sitt tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Síðan lá leiðin til Ungveijalands, Þýskalands og ít- alíu. Hann stjórnaði kór Mennta- skólans í Kópavogi um fjögurra ára skeið. Gunnsteinn var aðstoð- arhljómsveitarstjóri við uppsetn- ingu íslensku óperunnar á Luciu di Lammemoor. Hann hefur áður stjórnað SÍ nú síðast á jólatónleik- um hljómsveitarinnar í desember sl. Eftir rúman mánuð mun Gunn- steinn taka þátt í keppni ungra norrænna hljómsveitarstjóra í Björgvin og eru þessir tónleikar gott veganesti fyrir hann, þar sem efnisskrá tónleikanna er valin með hliðsjón af þeirri keppni. Einleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson stundar nám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Gunnars Kvarans, auk þess að vera nemandi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð en þaðan mun hann væntanlega ljúka stúd- entsprófi nú í vor. Edda Jónsdóttir hlýtur norræn vatnslitaverðlaun Morgunblaðið/S.D. Frá afhendingu verðlauna Norræna vatnslitafélagsins. Prá vinstri er Lennart Köpsén, formaður dómnefndar, Edda Jónsdóttir lista- kona, Lars Sandström frá ColArt og Bertil Hansson, formaður Norræna vatnslitafélagsins. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EDDA Jónsdóttir listakona fékk um helgina afhent verð- laun Norræna vatnslitafélags- ins. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið gengst fyrir veit- ingu verðlaunanna, sem eru gefin af Winsor & Newton litafyrirtækinu. Verðlaunin, sem nema tæplega hundrað þúsund íslenskum krónum, voru afhent á aðalfundi fé- lagsins í Málmey. Norræna vatnslitafélagið var stofnað 1989 af listamönnum og áhugafólki um vatnslitaverk. Meðlimir eru um tólf hundruð. A sl. ári stóð félagið að fyrstu nor- rænu vatnslitasýningunni, sem var sýnd á Norðurlöndunum fimm, þar á meðal í Norræna húsinu. Af íslendinga hálfu tóku þátt í sýningunni Karólína Lárus- dóttir, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann og Guðmunda Andrés- dóttir, auk Eddu. Eitt af því sem félagið hefur áhuga á að beita sér fyrir er stofnun norræns vatnslitasafns. Til verðlaunaveit- ingarinnar er stofnað til að draga athyglina að vatnslitum og þeim sem stunda vatnslitamálun. Það er litafyrirtækið Winsor & New- ton, sem leggur til verðlaunaféð og það var afhent Eddu af Lars Sandström frá ColArt, umboðs- aðila fyrirtækisins í Svíþjóð. í dómnefnd sátu Birgit Broms, Lenke' Rothman og Lennart Köpsén, sem var formaður nefnd- arinnar. Við afhendingu verð- launanna sagði hann að nefnd- inni hefði ekki veist erfitt að velja verðlaunahafann og hefðu öll þijú verið sammála um að veita Eddu verðlaunin. Hún væði bæði afkastamikill og áhugaverður listamaður. í rökstuðningi dóm- nefndar segir að með kröftugum, en um leið viðkvæmnislegum vatnslitamyndum sínum sýni hún hvernig hægt sé að þróa vatns- litamálun. Stórar myndir hennar gætu verið bæði þéttar og dökk- ar, en bera um leið í sér sérstakt og tindrandi ljós. Þær gætu verið bæði formsterkar og ákafar og bæru merki um næma þekkingu á efninu. Samsetning hennar á andstæðum yrði að heilum og spennandi vatnslitamyndum. Vatnslitamálarar hafa oft til- hneigingu til að vera fremur aka- demískir í vinnu sinni, læra klass- ískar reglur vatnslitamálunar og fylgja þeim flestir. Þeir halda sig iðulega við landslag og áþreifan- lega hluti, sem þeir mála sam- kvæmt klassískum reglum fags- ins. Edda hefur hins vegar farið sínar eigin leiðir í vatnslitamálun, bæði hvað form og efnismeð- höndlun varðar. Hún hefur haldið sig við óhlutbundin form, sem hún laðar fram á pappírnum á sínum eigin forsendum, óbundin af klassískum reglum greinarinn- ar. Með því að velja hana hefur dómnefndin sýnt að Norræna vat.nslitafélagið metur listamenn sem fara ókannaðar leiðir í list sinni. Eftir verðlaunaveitinguna sýndi Guðný Magnúsdóttir, lista- kona og eigandi gallerísins Úm- bru, litskyggnur af myndum Eddu og sagði frá þeim. Mynda- sýningin gaf hugmynd um hve vítt svið Edda hefur spannað í myndlist sinni, þar sem hún hefur átt við ljósmyndun, margar að- ferðir af hvers kyns grafík og þrykki, auk þess sem hún hefur málað með olíu og akrýl, að ógleymdum vatnslitunum. Kammersveit Reykjavíkur Tónlist Ragnar Björnsson Sveitin hélt tónleika í Listasafni íslands sl. sunnudag. Með tónleik- unum minntist Kammersveitin 20 ára ferils síns, og í tilefni af því var efnisskrá tónleikanna sett verk- um sem tileinkuð hafa verið sveit- inni og flutt af henni á þessu tutt- ugu ára tímabili. Fyrsta verkið var reyndar skrifað fyrir tilurð Kamm- ersveitarinnar, en það var „Krist- allar" eftir Pál P. Pálsson, sem hann samdi 1970 og frumflutt var sama ár á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, síðar, árið 1976, flutt af Kammersveitinni, og þá á Nor- rænum músíkdögum. Páll kunni þá þegar (1970) að skrifa fyrir hljóðfæri Sinfóníuhljómsveitarinn- ar og því eru verk hans ætíð áheyri- leg. Hann fer engar kollhnísur í nútímabrögðum og leiðigjarn verð- ur Páll ekki. Jón Ásgeirsson átti næsta verk á efnisskránni, „Okt- ett“, saminn 1977. Oktettinn er fyrir tréblásara og var sérlega fal- lega blásinn. Verkið er vel skrifað, Ijóðrænt og fallega hljómandi og trúr var Jón sínum persónulega stíl, en- persónulegur stíll hefur jú verið styrkur tónskálda allra tíma. Atli Heimir er „Nestor“ svokallaðra nútímatónskálda íslenskra. „I call it“ var samið í tilefni þjóðhátíðar- ársins 1974. Hér leikur Atli listir sinar í ólikustu myndum og tiltækj- um og enginn stendur Atla á sporði þegar hugmyndaflugið leikur laus- um hala, en lausum hala leikur það reyndar ekki hér, honum tekst að beisla hugmyndimar í framsögn og afleiðingar, hann veldur löngu breiðu línunum, spennu og afslöpp- un og hann heldur áheyrandanum stöðugt forvitnum — hvað gerist næst? Langt mál mætti hafa um þetta verk Atla, þetta er verk góðs meistara, öðru nafni meistaraverk. Sönghlutverkið er einn aðal-þráður verksins, við texta á ensku eftir Þórð Ben, gamlan SÚM-ara. Signý Sæmundsdóttir fékk hlutverk söngvarans í verkinu og gat ég ekki betur heyrt en að væri lífs hennar óskahlutverk. Fyrir utan að sýna nýja hlið á sinni ágætu söngrödd og tónnæmi, sem vitað var um fyrir, varð hún hér að sýna ýmsar aðrar hliðar á meðferð radd- arinnar sem og engum öðrum en góðum listamanni er ætlandi. Signý leysti þetta allt glæsilega og eftir- minnilega af hendi. Eftir hlé kom „Tema senza variazioni" eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, sem hann samdi 1981 fyrir Kammei-sveit Reykjavikur og frumflutti það sama ár. Verkið er skrifað fyrir þijú hljóðfæri, klarínett, selló og píanó. Svolítið líkt Þorkatli að kalla verkið Stef án tilbrigða, þar sem einskonar tilbrigði hlaðast upp um stefið, allt til loka. Byijaði með tónauppröðun á píanóið, sem fyrst minnt á Debussy, spinnur sig upp í töluverða spennu, leysist upp án þess að heimurinn hrynji, verkið var einnig mjög vel flutt. „Brot“, eftir Karólínu Eiríksdóttur er skrif- að 1979 og segir Karólína sjálf í efnisskrá að verkið sé skrifað á þeiin tímamótum þegar hún kemur frá námi og þarf að standa á eigin fótum. Brot ber þess einnig merki að svo hafi verið, góðar hugmyndir sem ennþá standa ekki fyllilega á eigin fótum. Síðasta verk kvöldsins var nýtt, skrifað sl. haust. Verkið er skrifað fyrir 13 einleikara og heitir „Á Kýpros“, höfundurinn er Leifur Þórarinsson. Undirritaður hafði beðið foivitnum huga eftir þessu verki Leifs, en hér var of mörguni hugmyndum hlaðið upp til þess að ein hlustun nægði. Fal- leg augnablik greip maður hér og þar, en lenti svo í kaos þar sem erfitt var að fótá sig. Atli Heimir stjórnaði eigin verki, Guðmundur Óli Gunnai'sson stjórnaði verkum Páls P., Karólínu og Leifs Þórarins- sonar af öiyggi. Sannarlega er ástæða til að óska Kammersveit- inni til hamingju með 20 árin og lónleikana á sunnudagskvöldið sem sýndu að tónsmíðar ólíkra stíla geta vel staðið hlið við hlið. 911 91 97fl LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmdastiori . L I lUU’LlO/U KRISTIMgSIGURJONSSON.HRL.LOGGILTURFASTEIGNASAU Ný eign á söluskrá: Glæsileg - sérþvhús - góður bílskúr Óvenju rúmgóð 4ra herb. íbúð 118,7 fm nettó á 4. hæð i suðurenda viö Breiövang, Hf. Ágæt sameign. Frábært útsýni. Gott verð. Bankastræti - úrvalsstaður Stór rishæð 142,8 fm auk þess er mikið rými undir súð. Margskonar breytinga- og nýtingarmöguleikar. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Verslunarhæð í sama húsi um 110 fm. Kjallari fylgir og viðbygging á baklóð. Bdastæði. Nánari uppl. aöeins á skrifst. Frábært tækifæri - lítilsháttar útborgun Rúmgóð og sólrík 3ja herb. íb. á 3. hæð í reisulegu steinhúsi i gamla austurbænum. Parket á gólfum. Eldhús .og bað þarf áð endurnýja. Laus strax. Mjög gott verð. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. •” ALMENNA Fjöldi góðra eigna ™ í makaskíptum. Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 FASTEIGNASAIAN Hvassaberg í einkasölu þetta glæsilega og vandaða einbýlishús um 220 fm á tveimur hæðum auk tvöfalds bílskúrs um 43 fm. Efri hæðin er um 160 fm en neðri hæð um 60 fm. Mögulegt er að hafa séríbúð á neðri hæð. Áhvílandi byggingasjóðsián um 2,7 miilj. Fasteignasala Árna Grétars Finnssonar hrf., Stefári Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstig 3, 2. hæð, Hafnarfirði simi 51500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.