Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 ,, Eg cyeri ráð Ayrírab þc-ttc^ sé ertdir- /nn. cL. t'rinCfbörðsumrdC&unum-." Með morgunkaffinu Ekki vissi ég að þú hefðir svona mikinn áhuga á hita- beltisgróðri. Hann er fréttaþulur. Ást er... _i_________L. 1>EPA RTU R ES ... lífstíðarferðalag. TM Reg. U.S Pat Otl — all rights reserved • 1994 Los Angeies Times Syndicate Við ákváðum að gera málið upp án dóms og laga. Hann vann. HÖGNI HREKKVlSI j, srA£>sewGt.Ai" BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Snúið ykkur til Vega- gerðar - ekki lögreglu Frá Jónmundi Kjartanssyni NANA.ST á hverjum degi fær lög- reglan í Arnessýslu fjölmargar síma- hringingar þar sem borgararnir eru að spyrjast fyrir um færð á vegum, einkum þó Hellisheiði. Bæði er urh að ræða fyrirspurnir frá fólki sunnan og austan heiðarinnar. Að sögn lög- reglumanna við embættið hefur fjöldi símhringinga á einni 12 tíma vakt komist í fjögur hundruð símtöl vegna þessa. Vegna þessa hefur gjarnan þurft að setjá tvo lögreglumenn við sím- ann þegar mestu fyrirspurnirnar eru en það hefur ekki dugað til, þeir hafa ekki haft við að svara. Varla þarf að fara mörgum orðum um það óefni sem hér er komið í. Miklar lík- ur eru á því, að almenningur, sem ná þarf sambandi við lögreglu vegna lögreglumálefna, nái ekki sambandi fyrir þeim, sem eru að spytjast fyrir um færð á vegum. Einnig má nefna það að símhringingar þessar, þ.e. varðandi fyrirspurnir um færð á vegum, geta truflað stórlega störf lögreglu þegar lögregla er t.d. að sinna alvarlegum málefnum, slysum o.þ.h. Nú er það svo, að upplýsingar um færð og ástand vega eru í raun ekki verkefni lögreglunnar, heldur fyrst og fremst Vegagerðar ríkisins, sem er þjónustuaðili fyrir þennan mála- flokk. Undirrituðum er kunnugt um að Vegagerð ríkisins hefur áhuga á að auká þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi, þ.e. að hafa samstarfsmann lengur við síma á daginn, einkum um helgar. Almenningur hér á svæð- inu getur hringt í Vegagerðina á Selfossi, sími 98-21290, eða í Reykjavíkur í græn númer, 99-6315 og 996316. Skv. reglum í dag er starfsmaður við síma alla virka daga frá 8 til 18, laugardaga frá 8 til 12 og sunnudaga frá 9 til 12. Fyrir utan þennan tíma fást uppgefnar nýjustu upplýsingar hveiju sinni á símsvara í sömu símanúmerum. Eins og áður sagði hefur Vegagerðin áhuga á að auka þessa þjónustu og veit ég ekki betur en það verði gert á næstunni og þá vafalaust kynnt nánar af Vegagerðinni. Vegna þess mikla álags sem skap- ast hefur hjá lögreglunni í Árnes- sýslu vegna þessara fyrirspurna, mun lögreglan hætta að gefa upplýs- ingar um færð á vegum til almenn- ings enda vegaeftirlit ekki á verk- efnaskrá lögreglu. Lögregla mun þó áfram sem hingað til hafa gott sam- starf við Vegagerð ríkisins. Ég vil Frá Sigurði I. Skarphéðinssyni: FIMMTUDAGINN 20. janúar síð- astliðinn birtust í Velvakanda eft- irfarandi spurningar frá Leifi Sveinssyni, Tjarnargötu 36: 1. Hvaða eníbættismaður Reykja- víkurborgar bar ábyrgð á því, að vandaðar, eldtraustar sorptunnur voru aflagðar og eldfimar plasttunn- ur settar í staðinn? 2. Voru öskutunnuskiptin borin undir: a) Brunamálastofnun ríkisins? b) Þáverandi slökkviliðsstjóra í Reykjavík? 3. Hvenær má vænta þess að ör- uggar sorptunnur verði settar upp við hús Reykvíkinga? 4. Framleiða blikksmiðjur í Reykjavík eldtraustar tunnur, ef menn vilja ekki nýta sér hina eldfimu þjónustu borgaryfirvalda? Svör: 1. Ákvörðun um kaup á plasttunn- um var tekin í Innkaupastofnun og því koma þeim skýru boðum til aI- mennings að lögreglumenn í Arnes- sýslu munu frá 15. febrúar nk. vísa á Vegagerð ríkisins með allar upp- lýsingar um færð og ástand vega. Ég vil að lokum skora á alla þá sem hlut eiga að máli að virða þessa ákvörðun lögreglunnar og sýna henni skilning og leita framvegis til Vegagerðarinnar með umræddar upplýsingar. Með því móti mun skap- ast mun meira öryggi í umdæminu, þ.e. fólk sem þarf á lögregluaðstoð að halda mun ná símasambandi fljótt og vel og lögregla mun hafa betra svigrúm til afgreislu mála. JÓNMUNDUR KJARTANSSON yfirlögregluþjónn í Árnessýslu. borgarráði að tillögu gatnamála- stjóra. Fyrsta samþykkt um kaup á sorpílátum úr plasti var gerð í Fram- kvæmdaráði í nóvember 1978. 2. a) og b) Tunnuskiptin voru rædd við Brunamálastofnun og slökkviliðsstjóra. 3. Að mati slökkviliðsstjóra hefur efnið í tunnunum litla þýðingu hvað varðar eldhættu þar sem helsti elds- maturinn er sorpið sjálft og staðsetn- ing á tunnum skiptir mun meira máli hvað varðar útbreiðslu. Engu að síður er nú unnið kerf- isbundið að því að fjarlægja eldri gerð sorpíláta sem eru úr brennan- legu efni og setja í þeirra stað tunn- ur úr tregbrennanlegu plasti. Vafalaust er hægt að fá blikk- smiðjur í Reykjavík til að framleiða tunnur úr málmi sé þess óskað. Virðingarfyllst, SIGURÐURI. SKARPHÉÐINSSON, gatnamálastjóri. Leifi Sveinssyni svarað Víkverji skrifar Olympíuleikar hefjast í Lilleham- mer í Noregi á laugardag og ef að líkum lætur verður mikið um dýrðir. Vonandi tekst frændum okkar Norðmönnum vel til með framkvæmdina, en þeir hafa eytt miklum fjármunum til að gera þessa vetrarleika sem glæsilegasta. Fimm góðir fulltrúar fara frá Islandi til keppni í Lillehammer og fylgja þeim bestu kveðjur. Norsku keppendurnir munu eflaust verða mjög í sviðsljósinu á OL og ekki aðeins vegna þess að þeir eru fulltrúar gestgjafanna heldur einkum vegna þess hversu frábærir íþróttamenn þeir eru. Á síðustu vetrarólympíuleikum í Frakklandi fyrir fjórum árum stálu Norðmennirnir senunni og stóðu hvað eftir annað á efstu þrepum verðlaunapallsins. Nöfn eins og Ulvang og Dæhlie voru á hvers manns vörum og fleiri norskir íþróttamenn voru stórkostleg dæmi um hvað hægt er að gera í uppbygg- ingu íþrótta með skipulögðu starfi. XXX Makalaus fannst Víkverja frétt á íþróttasíðu Morgunblaðsins á fimmtudag í síðustu viku. Þar segjr frá því, að stór skíðafélög og skíðáráð hafi skorað á menntamála- ráðherra að hann beiti sér fyrir því að Ólympíunefnd íslands endur- skoði ákvörðun um val og fjölgi íslenskum keppendum á Ólympíu- leikunum í Lillehammer. Vel getur verið að rök hafi verið fyrir því að senda fleiri keppendur héðan, en ákvörðun um það hefði þá átt að taka á réttum vettyangi, þ.e. í Ólympíunefndinni og samstarfs- nefndum hennar. Að menntamála- ráðherra fari að skipta sér af lands- liðsvali er fráleitt þó hann sé jafn- framt ráðherra íþróttamála. Það væri eins og ráðherrar færu að skipta sér af því hvort Bjarki Sig- urðsson eða Valdimar Grímsson væru valdir í handboltalandsliðið eða hver gegndi fyrirliðastöðu í fót- boltalandsliðinu. Áð sjálfsögðu eiga til þe8S valdir fulltrúar í íþrótta- hreyfingunni að fjalla um þessi mál eftir ákveðnum reglum. Óánægju með framkvæmd mála, eins og virð- ist hafa verið um að ræða við ákvörðun um fjölda keppenda núna, á að útkljá innan hreyfingarinnar, en ekki á vettvangi ríkisstjórnar. xxx Asömu íþróttasíðu blaðsins var fyrirsögn þes efnis að snjór- inn í Lillehammer væri að verða til vandræða, en það er ekki bara snjórinn sem er til umræðu á þess- um slóðum, heldur ]íka bjórinn. Skrifari sá frétt í blaðinu á miðviku- dag um að bjórverðið í Lillehammer þætti hrikalegt og hefði vakið óþægilega athygli að mati Norð- manna. Fulltrúi norska samkeppn- isráðsins reyndi að benda á að óeðli- legar verðhækkanir hefðu ekki átt sér stað í Lillehammer og engin verðsprenging orðið. í könnun ráðs- ins á 175 börum og veitingahúsum hafi bjórkollan kostað að meðaltali rúmar 350 krónur íslenskar. Út- breiddustu blöð Noregs og Þýska- lands hafa fjallað um þetta mál. Þýska blaðið Bild segir að verðið sé svo hátt að jafnvel ísbjörnum hrylli við og norska Verdens Gang talar um bjórhneyksli í Lillehammer og þar kemur fram að bjórkollan, hálfur lítri, kosti frá 37 og upp í 64,80 krónur norskar eða sem nem- ur frá 360 upp í um 640 krónur íslenskar. Það er greinilegt að þessir aðilar hafa ekki haft fulltrúa sína á bjór- stöðum hér á landi. Verðlag hér er nefnilega svipað og oft heldur hærra en sagt var frá í þessari frétt frá Noregi. Hér eru þó engir Ólympíuleikar að hefjast heldur um að ræða hið daglega verðlag sem Islendingar eru því miður hættir að kippa sér upp við. Ferðamenn, sem virðast ætla að fjölmenna hing- að til lands í sumar sem aldrei fyrr, munu eflaust kvarta mjög yfir verð- lagi á veitingahúsum og talsmenn ferðamála svara eitthvað á þá leið að brýnt sé fyrir okkur að kippa þessu í liðinn. Síðan ekki söguna moir - eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.