Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Hagnaður Kreditkorts hf.
36 milljónir króna í fyrra
Alheimsmiðstöð fyrir kortasímaþjónustu MasterCard sett upp hjá fyrirtækinu
KREDITKORT hf. skilaði alls um 36 milljóna hagnaði á sl. ári saman-
borið við 65 milljónir árið 1992. Skýrist lakari afkoma fyrst og fremst
af kostnaði við að koma debetkortakerfinu af stað, gengisfellingunni
í júní og hærri tryggingariðgjöldum vegna korthafa. Eigið fé félagsins
hækkaði úr 420 milljónum króna í 466 milljónir og var eiginfjárhlutfall
í árslok 31%. Þetta kom fram á aðalfundi Kreditkorts hf. sem haldinn
var sl. föstudag.
Þá var í fyrsta sinn greint frá
samvinnu við símafyrirtækið Execu-
tive TeleCard og MasterCard um að
Kreditkort taki á móti færslum vegna
símaþjónustu TeleCard og komi þeim
í réttu formi inn í heimsnet MasterC-
ard. Þjónusta þessi er þegar hafin í
Suður- og Mið-Ameríku og Asíu og
þess er vænst að MasterCard til-
kynni um fleiri svæði innan skamms.
Handhafar korta á þeim svæðum sem
þegar eru tengd Kreditkorti eru nú
50 milljónir talsins en korthafar
MasterCard eru um 180 milljónir.
Einnig mun Kreditkort sjá um upp-
gjör til TeleCard fyrir símtöl.
Kreditkort hefur átt samvinnu við
Executive TeleCard 'um kortasíma
Eurocard um tveggja ára skeið. Þessi
þjónusta gerir kleift að spara dijúgar
fjárhæðir þegar hringt er frá hótelum
erlendis auk þess sem símakostnað-
urinn er skuldfærður sjálfvirkt á
greiðslukortið. Nú er hægt að hringja
frá yfir 50 löndum og fyrirhugað er
að þau verði orðin 100 fyrir lok þessa
árs.
TeleCard óskaði í byijun sl. árs
eftir aðstoð Kreditkorts hf. við að
uppfylla nýgerðan samning fyrirtæk-
isins við MasterCard í Suður- og
Mið-Ameríku. Samningurinn fól í sér
að korthafar MasterCard á þessu
svæði fengju afnot af kortasímanum
á sama hátt og Kreditkort hefur
haft síðan í júní 1992, að því er fram
kom í máli Tryggva Pálssonar,
stjórnarformanns fyrirtækisins, á
aðalfundinum.
Bankar og sparisjóðir njóta
góðs af kortasímaþjónustu
TeleCard og MasterCard vantaði
hlutlausan aðila sem réði yfír búnaði
og þekkingu til að taka á móti færsl-
um og senda áfram til innheimtu í
gegnum heimsnetið til hinna ýmsu
útgefenda MasterCard á þessu
svæði. Viljayfirlýsing um samstarf
Kreditkorts og TeleCard var undirrit-
uð í febrúar. I apríl var undirritaður
samningur þessara aðila við Mast-
erCard í Mið- og Suður-Ameríku og
vakti það áhuga annarra svæða í
heimsnetinu. Samningar voru síðan
undirritaðir í október um um að
Kreditkort þjónaði öðrum svæðum
sem hefðu í hyggju að notfæra sér
þjónustu kortasímans. í stað Execu-
tive TeleCard heitisins verður korta-
símaþjónusta markaðssett undir
heitinu MasterPhone. Fyrir þessa
þjónustu fær fyrirtækið ákveðna
þóknun sem miðast við veltu og fjölda
færslna. Að sögn Tryggva getur hér
orðið um töluverðar fjárhæðir að
ræða, sem fara ekki einungis í gegn-
um tölvunet Kreditkorts heldur
staldra einhveijar innstæður við í
landinu. Hefur TeleCard óskað sér-
staklega eftir því að þessum viðskipt-
um verði beint til íslenskra banka
og sparisjóða. Er þess vænst að tekj-
ur félagsins á þessu ári geti numið
rúmum 10 milljónum króna.
Ráðstefna
um landgræðslu
á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994
Haldin á Hótel Selfossi laugardaginn 12. febrúar 1994 af Fagráði
í landgræðslu, Landgræðslu ríkisins og Landmælingum íslands.
Ráðstefnustjórar:
Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins,
og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráöuneytisins.
DAGSKRÁ:
Ailan ráðstefnudaginn mun standa yfir sýning í anddyri og sölum
hótelsins á vegum Landgræðslu ríkisins, Landmæiinga Islands,
Skógræktar rikisins, Rannsóknastofnunar landbúöaðarins, Náttúru-
verndarráðs og Landverndar.
Auk þessara aðila sýna nemendur Sandvíkurskóla á Selfossi verk-
efni tengt ráðstefnunni.
Kl. 10.00 Lóðrasveit Þorlákshafnar.
Stjórnandi: Róbert Dariing.
Kl. 10.10 Setning ráðstefnunnar:
Egill Jónsson, formaður Fagráðs.
Kl. 10.15 Ávarp iandbúnaðarráðherra:
Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra.
Kl. 10.25 Ávarp umhverfisráðherra:
Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra.
Kl. 10.35 Stöðvun landeyðingar um aldamót:
Egill Jónsson, formaður Fagráðs.
Kl. 10.50 IVIiili hjarns og heiða:
Áhrif kuldaskeiða á hálendi íslands
Helgi Björnsson, jöklafræðingur.
Kl. 11.05 Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Stjórnandi: Jón Ingi Sigurmundsson.
Kl. 11.15 Verkefni Landmælinga íslands:
a) Notkun gervitunglagagna:
Þorvaldur Bragason, deildarstjóri fjarkönnunardeildar.
b) Áhrif iandhæðar á gróðurfar:
Hans H. Hansen, deildarstjóri kortadeildar.
c) Fjarkönnunargögn og kort í samanburðarmaslingum:
Agúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Ræktun, menning og gróðurfar:
Dr. Björn Sigurbjörnsson.
Kl. 13.20 Kortlagning jarðvegseyðingar.
Dr. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur.
Kl. 13.35 Framkvæmdaáætlun um landgræðslu:
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
Þjóðin að verki í landgræðslustörfum.
Kl. 13.55 Frjáls félagasamtök - skípulag og náttúruvemd:
Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt.
Kl. 14.10 Landgræðsla íþéttbýli:
Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík.
Kl. 14.25 Landgrœðslustörf bænda:
Böðvar Jónsson, bóndi, Gautlöndum.
Kl. 14.40 Ásýnd lands og arðsemi:
Baldvin Jónsson.
Kl. 14.55 Kaffihló.
Kl. 15.30 Hlutverk og starfsemi landgræðslufélaga.
a) Landgræðslufélag Öræfinga:
Örn Bergsson, formaður, og Jóhann Helgason.
b) Landgræðslufélag Skaftárhrepps:
Sveinn RunólfssonA/aiur Oddsteinsson.
Kl. 15.50 Umræður og fyrirspurnir.
Kl. 16.50 Ráðstefnuslit.
Sætaferðir verða frá B.S.Í. sama dag kl. 8.30 og til baka
að ráðstefnu lokinni kl. 18.00.
Fyrirtæki
Lýstar
kröfurí
Búland upp
á 144 m.kr.
Á FUNDI með kröfuhöfum Bú-
lands hf. (áður Jötunn hf., dótt-
urfyritæki Sambandsins) síðast-
liðinn föstudag var lýst kröfum
upp á 143,7 m.kr. og þær sa-
mykktar. Fjörutíu aðilar höfðu
atkvæðisrétt. Áður hafði hér-
aðsdómur heimilað Búlandi hf.
að leita eftir nauðasamningum
við lánardrottna sína. Sam-
kvæmt heimildum Búlands voru
heildarkröfur 374 m.kr., þar af
forgangskröfur 191 m.kr. og
þvi fjóst að ekki hafa allir lýst
kröfum.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urmars Albertssonar tilsjónar-
manns Búlands hf. fór niðurstaða
atkvæðagreiðslu þannig að eftir
höfðatölu samþykktu 82,05%
nauðasamningsfrumvarpið en eftir
kröfufjárhæðum samþykktu
86,26% það. Til þess að frumvarp-
ið yrði samþykkt þurfti 60% at-
kvæða.
Framfærsluvísitalan
í febrúar 1994(169,5)
Ferðir og flutningar (18,6)
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5)
Matvömr(17,1)
Tómstundaiðkun og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. (6,8)
Föt og skófatnaður (6,3)
Drykkjarvömr og tóbak (4,3) -0,6% ' rv'4l
Heilsuvernd (2,5) 0 0,2%
Aðrar vömr og þjónusta (14,3) 10,0%
Vísitala vöm og þjónustu || 0,12%
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN 8 °>12%
Tölur i svigum vísa til vægis einstakra liða af 100.
Verðhjöðnun síðustu þrjá mánuði
VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,12% frá janúar
til febrúar og gildir vísitalan 169,5 stig í febrúar. Vísitala vöru og
þjónustu hækkaði um sama hlutfall frá mánuðinum á undan og
gildir vísitalan 173,7 stig fyrir febrúar.
Ástæðan fyrir hækkuninni er hækkun um 0,6% að meðaltali á
mat- og drykkjarvörum, sem jafngilti 0,11% hækkun vísitöl-
unnar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar
lækkað um 0,8% sem jafngildir um 3% verðhjöðnun á heilu ári.
Sambærileg breyting á vísitölu vöru og þjónustu jafngildir 2,5%
verðhjöðnun á heilu ári. Síðustu tólf mánuði hefur framfærslu-
vísitalan hins vegar hækkað um 2,5% og vísitala vöru og
þjónustu hefur hækkað um 3,1 %.
Breyting frá
fyrri mánuði
| 0,0%
i 0,1% •
10,0%
10,0%
10,0%
Landsvirkjun tekur 1320
milljóna króna lán
Fjármál
LÁNASAMNINGUR milli Landsvirkjunar og Norræna fjárfest-
ingabankans var undirritaður í Helsinki í gær. Af hálfu Lands-
virkjunar var lánasamningurinn undirritaður af Halldóri Jóna-
tanssyni, forstjóra, og af hálfu bankans af þeim Jan Call-
erström, sem gegnir stöðu aðalbankastjóra Norræna fjárfest-
ingabankans fram til 11. apríl nk. er Jón Sigurðsson tekur við
stöðunni, og Guðmundi Kr. Tómassyni, aðstoðarbankastjóra.
Lánið er að fjárhæð 135 milljón-
ir norskra króna eða um 1.320
milljónir íslenskra króna á núver-
andi gengi. Lánstími er um 12 ár
og er lánið afborgunarlaust fyrstu
5 ár lánstímans. Vextir eru 6,125%
þar til í júní 1998, en þá verður
endursamið um mynt og vaxta-
kjör.
Lánsfénu mun Landsvirkjun
veija til endurfjármögnunar
skammtímalána sem tekin hafa
verið í tengslum við fjárfestingar
fyrirtækisins.
Norræni fjárfestingabankinn er
nú stærsti einstaki lánveitandi
Landsvirkjunar með um 12% af
langtímalánum fyrirtækisins.
Samþykkt lán Norræna fjár-
festingabankans til Islands á árinu
1993 námu alls 5,2 milljörðum kr.
en útborguð lán á sama tíma alls
3,6 milljörðum kr. Lánveitingar
Norræna fjárfestingabankans til
íslands nema nú 9,2% af heildarl-
ánveitingum bankans til Norður-
landa.