Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Erfitt fyrir aldrað fólk að komast leiðar sinnar gangandi
Margir innilokaðir vegna
hálku á gangstéttunum
ELLILÍFEYRISÞEGAR í Reykjavík eiga ekki sjö dagana sæla að
vetrarlagi þegar gönguleiðir eru annað tveggja á kafi í snjó eða
undir svellbunkum samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum heima-
hjálpar félagsmálástofnunar. Þjónustu fyrir aldraða er skipt eftir
hverfum og að sögn starfsmanna í þremur þjónustustöðvum eru
margir nánast innilokaðir á heimilum sínum þegar svo stendur á.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Svellbunkar á gönguleiðum gera mönnum erfitt um vik.
Guðbjartui' Sigfússon yfirverk-
fræðingur á skrifstofu gatnamála-
stjóra segir að ómögulegt sé að bera
sand á allar gangstéttar í einu en
reynt sé að koma til móts við al-
menning í þessum efnum eins og
hægt sé með tilliti til kostnaðar og
mannafla.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
fyrir skömmu að komið yrði upp
mælistöðvum í borginni sem ætlað
yrði að skoða samhengið milli hálku-
myndunar og hita- og rakastigs í
andrúmsloftinu. Verið er að koma
þeim upp um þessar mundir og er
vonast til að með slíkum mæiingum
megi bregðast betur við hálku og
ófærð en ella. Guðbjartur segir að
VEÐUR
þótt þetta gangi eftir sé ólíklegt að
hægt verði að koma í veg fyrir
slæma færð á gangstéttum að vetr-
arlagi enda anni starfsmenn borgar-
innar ekki að fara yfir allar gang-
stéttir sem hugsanlega þyrfti að
bera sand á. Hann segir að sem
stendur séu 6-8 dráttarvélar notað-
ar við sanddreifingu og ef vel ætti
að vera þyrftu þær að vera milli 20
og 30.
Komast ekki í banka
I Reykjavík eru búsettir sam-
kvæmt skrá Hagstofu 11.835 ellilíf-
eyrisþegar. Um 2.400 eru innan
umdæmis þjónustumiðstöðvar fyrir
aldraða í Hvassaleiti og þar fengust
þær upplýsingar að þegar færð væri
jafn vond fyrir fótgangandi og nú
er væru margir innilokaðir á heimil-
um sínum. Fólk ætti bágt með að
komast út í búð og annarra erinda
og sagði Arndís Magnúsdóttir að
margir tækju leigubíl til að komast
ferða sinna sem að sjálfsögðu fæli
í sér aukin útgjöld. í þjónustumið-
stöðinni við Vesturgötu sem annar
svæði þar sem tæplega 2.000 manns
eru búsett fengust þær upplýsingar
að margir væru of skelkaðir til að
fara út þótt einhvetjir létu sig hafa
það. Loks var haft samband við þjón-
ustumiðstöð í Bólstaðarhlíð og þar
kom fram að slys á fólki hefðu auk-
ist. Margir væru ragir við að stíga
fæti út fyrir hússins dyr og frestuðu
jafnvel að fara í banka og sækja líf-
eyrinn eða sinna viðlíka erindum.
Fólk bæði um meiri þjónustu en ein-
hveijir neyddust til þess að fara út
og reyndu starfsmenn að bera sand
á nærliggjandi gangstéttir til að
gera þeim auðveldar fyrir.
Guðbjartur Sigfússon. yfirverk-
fræðingur segir að alltaf sé verið
að vinna í þessum málum og reyna
að gera betur. Ljóst sé að auknum
umsvifum fylgi aukinn kostnaður en
reynt sé að blása burt snjó af gang-
stéttum eins og hægt sé. Hann bæt-
ir því einnig við að erfitt Sé að
stemma stigu við siæmri færð þegar
ofankoma sé stöðug og fneð mesta
móti, sama sé til hvaða aðgerða sé
gripið þær endist aðeins skamma
stund.
VEÐURHORFUR I DAG, 9. FEBRUAR
YFIRLIT: Um 250 km suður af Vestmannaeyjum er 980 mb lægð sem þoka-
staustur og sfðan suðaustur. Við Nýfundnaland er vaxandi lægð sem hreyf-
ist norður i átt að Hvarfi.
STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi ó Suðausturdjúpi. Suðurdjúpi
og Suðvesturdjupi.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, kaldi og stinningskaldi og skúrir eða slyddu-
él suðvestanlands og vestan, en annars hægari suð- og suðvestanátt og
úrkomulaust.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuð hvöss suðaustanátt og rigning sunnan-
lands og vestan. Norðanlands verður fremur hæg austlæg átt og skýjað.
Hlýjast verður þriggja til fimm stiga hiti sunnanlands og vestan en kaldast
við frostmark norðaustan til.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuö hvöss austlæg átt. Skýjað en úrkomulítið
vestan tíl en annars skúrir eða rigning víðast hvar. Hiti verður á bilinu 1 -4 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Austan- og norðaustan strekkingur. Snjókoma
austanlands, él norðan til en annars skýjað með köflum. Hiti verður nálægt
frostmarki.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.
Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
o tík & m
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V $ V
Skúrir Slydduél Él
r r r * r *
r r * r
r r r r * /
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐ A VEGUM: <ki. i 7.30 í gæo
Flestir vegir á landinu eru nú færir. Þó er ófært um Mývatns- og Möðrudals-
öræfi og Vopnafjarðarheiði en ráðgert er að moka þessar leiðir á morgun.
Víða er mikil hálka, einkum á fjallvegum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í
grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
Lögmemi kaupi starfs-
ábyrgðartryggingu
SAMKVÆMT frumvarpi til breytinga á lögum um málflytjendur sem
dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórn í gær verður lögmönnum sem
starfa á eigin vegum skylt að kaupa starfsábyrgðartryggingu vegna
fjárhagstjóns sem viðskiptamenn þeirra geta orðið fyrir vegna starfa
lögmannsins.
Jafnframt er lögmönnum sam-
kvæmt frumvarpinu gert skylt að
aðgreina peninga viðskiptamanna frá
eigin fjármunum og varðveita þá á
sérstökum bankareikningum, sem
ekki verði dregnir undir skipti verði
lögmaður gjaldþrota. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að ráðherra geti aftur-
kallað málflutningsleyfi lögmanna
sem uppfylla ekki þessi skilyrði.
Jafnframt gerir frumvarpið ráð
fyrir að lögmaður sem verður gjald-
þrota geti ekki endurheimt málfiutn-
ingsréttindi sín fyrr en tveimur árum
eftir skiptalok.
í framhaldi af gjaldþrotum
Frumvarpið er samið af nefnd
undir forsæti Gunnlaugs Claessens
ríkislögmanns. Nefndin var skipuð
að frumkvæði Lögmannafélagsins,
m.a. í framhaldi af því að vegna
gjaldþrota nokkurra lögmanna und-
anfarin ár hafa viðskiptamenn þeirra
orðið fyrir tjóni. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins er í frum-
varpinu afnumið dómsvald stjórnar
Lögmannafélagsins f málum sem
varða lögmenn. Samkvæmt gildandi
lögum sæta úrskurðir stjórnarinnar
um ákveðin málefni kæru til Hæsta-
réttar og eru því ígildi dómsúrskurða.
Danskeppni fyrir börn og unglinga
190 Islendingar
fara til Blackpool
UM 190 Islendingar halda til Blackpool í Englandi í byrjun apríl til
þess að taka þátt í stærstu alþjóðlegu danskeppni sinnar tegundar
í heimi fyrir börn og unglinga. Hópurinn samanstendur af dönsurum
og fylgdarliði og segir Níels Einarsson, eigandi Nýja dansskólans,
að þetta sé stærsti hópurinn sem sendur hefur verið héðan í keppn-
ina. í hópnum eru um 90 keppendur á aldrinum 8 til 15 ára. Sjö
dansskólar á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi hafa tekið sig saman
ög leigt eina þotu Flugleiða til að fljúga utan.
Níels segir að alls komi um Einnig munu íslendingamir
3.000 manns til Blackpool til að taka þátt í landakeppni í
taka þátt í og fylgjast með
keppninni sem sé eins konar
óopinber heimsmeistarakeppni
barna og unglinga.
Dansskólarnir sem standa að
ferðinni eru Nýi dansskólinn, Dans-
skólar Heiðars Ástvaldssonar, Jóns
Péturs og Köru, Auðar Haralds og
Hermanns Ragnars, Danskólinn
Dagný Björk og Dansskóli Jóhönnu
á Akranesi. ,
í Blackpool verður keppt í
tveimur aldurshópum, 11 ára og
yngri og 12-15 ára. Níeis segir
að þetta sé útsláttarkeppni þar
til kemur að 6 para úrslitum en
þá er pörunum raðað í sæti af
sjö dómurum og stigin síðan tal-
in saman.
Blackpool og eru þá fjögur pör
í hveiju liði, tvö sem dansa suð-
ur-ameríska dansa og tvö seni
dansa „standard" dansa.
Læra af heimsmeisturum
Keppendurnir sem eru á leið til
Blackpool á vegum Nýja dansskól-
ans sem og aðrir í skólanum njóta
þessa dagana góðs af tilsögn
heimsmeistaranna í suður-amer-
ískum og „standard" dönsum.
Hjónin Martin og Alison Lamb, en
þau báru sigur úr býtum á heims-
meistarakeppninni í Flórída í nóv-
ember, eru nú stödd á íslandi og
dvelja þau hér á landi til 17. febr-
úar.
/ DAG kl. 12.00
3°
4°
Heimlld: Veðuratofa íslands
(Byggt á veðurepá ki. 16.30 í gær)
Bergen 0 snjókoma
Helslnki +11 lénskýjað
Kaupmannahöfn 0 kornsnjór
Narssarssuaq +S snjókoma
Nuuk +S snjóél
Osló +6 snjókoma
Stokkhólmur +2 léttskýjað
Þórshöfn 5 skúr
Algarve 14 hefðskfrt
Amsterdam 8 hélfskýjað
Ba-celona 13 léttskýjaö
Beriín 2 skýjað
Chicago +8 snjókoma
Feneyjar 11 súld
Frankfurt 4 alskýjað
Glasgow 6 skýjað
Hamborg 4 suld
London 8 léttskýjað
Los Angeles 12 skúr
Lúxemborg 4 rigning
Madrid 8 léttskýjað
Malaga 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Montreal +26 skýjað
New York +8 alskýjað
Orlando 15 þokumóða
Parls 8 léttskýjað
Madelra 16 skýjað
Róm 14 skýjað
Vín 7 skýjað
Washington 0 alskýjað
Winnipeg +26 snjókoma
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 1 skýjað
Reykjavík_____3 úrkoma í grennd
►
f
>
i
>
I
f
Í
í
i
í
-