Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Mokveiði á loðnu
32 þúsund
tonn á sól-
arhring
MOKVEIÐI hefur verið á loðnu
síðustu daga og hafði verið til-
kynnt um veiði á um 32 þúsund
tonnum af loðnu sólarhringinn á
undan klukkan níu í gærmorgun,
og þar af var búið að landa rúm-
iega sjö þúsund tonnum. Liðlega
þrjátíu skip voru á loðnuveiðum
í fyrrinótt. Frá áramótum hafa
veiðst um 74 þúsund tonn af
loðnu á vetrarvertíð.
Sex bátar lönduðu um 4.600 tonn-
um af loðnu í Vestmannaeyjum í gær
og um leið hófst vinna við fi-ystingu
hjá ísfélagi og Vinnslustöð. Viðar
Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, sagði að þeir hefðu
byrjað vinnslu um klukkan 11 í gær-
morgun og hefði dagurinn gengið
ágætlega en alltaf tæki tíma að ná
upp fullum afköstum. Hann sagði
að þeir reiknuðu með að geta fryst
um 150-160 tonn á sólarhring og ef
nægt hráefni bærist yrði unnið á
vöktum við frystinguna. Hann sagði
að unnið yrði frameftir í nótt og
vonaðist til þess að fá loðnu til
vinnslu um hádegi á morgun en langt
væri af miðunum til Eyja, um 17-18
tímastím.
í ísfélaginu byijaði vinnsla eftir
hádegi í gær og sagði Jón Svansson
framleiðslustjóri að vel hefði gengið
og unnið yrði fram eftir nóttu við
frystingu. ísfélagið hefur aukið
framleiðslugetu um þriðjung frá síð-
ustu vertíð. Jón sagði að yfirleitt
hefði verið miðað við 15% hrognafyll-
ingu til að hægt væri að hefja fryst-
ingu en nú væri verið að frysta loðnu
með 12-13% hrognafyllingu og væri
það gert vegna þess að mikil eftir-
spurn væri eftir afurðinni.
Fljótandi frystihús
Útgerðarfyrirtækið Tangi á
Vopnafirði hefur tekið upp á þeirri
nýbreytni að binda togara sinn,
Bretting, sem er rúmlega 580 tonna
skip, við bryggju í Höfn í Homafirði
Reykj avíkurskákmótið
Hannes vann
Shabalov
Morgunblaðið/Sigurgeir
Komið til hafnar
LOÐNUSKIPIÐ Jón Finnsson RE á leið til löndunar í Vestmannaeýj-
um, drekkhlaðið af loðnu.
þar sem 17 manna áhöfn skipsins
sinnir loðnufrystingu. Loðnan er
keypt flokkuð frá vinnslu og fryst
til sölu á Jápansmarkaði. „Við gerum
þetta til að nýta þá möguleika sem
fyrir hendi eru,“ segir Friðrik Guðna-
son, framkvæmdastjóri Tanga, „á
Höfn eru mikil afköst í loðnuflokkun
og vinnslan hér á Vopnafirði er ekki
sambærileg hvað þetta varðar, svo
að þessi leið er miklu hagkvæmari".
Nú fást um 25 kr. fyrir kíló af fi-ystri
hrognaloðnu á Japansmarkað og er
eftirspurn þar mikil. Brettingur sigldi
til Hafnar á mánudag og hóf fi-yst-
ingu í gær. Einnig hefur Barði NK
verið við bryggju á Neskaupstað
undanfarna sólarhringa og fryst
loðnu um borð og er unnið þar á
vöktum við frystingu.
Davíð Oddsson um samstarf við Alþbl.
+ _______
Olafur Ragnar Gríms-
son er bráðabirgða-
formaður flokksins
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að skilja beri um-
mæli sín á Alþingi, um að hann
myndi aldrei sitja sem forsætis-
ráðherra í skjóli Ólafs Ragnars
Grimssonar, formanns Alþýðu-
bandalagsins, eins og þau voru
sögð. Mælirinn sé einfaldlega
fullur gagnvart málatilbúnaði
Ólafs Ragnars sem eigi að biðj-
ast afsökunar á framgöngu
sinni á Alþingi á mánudag.
í utandagskrárumræðu á Al-
þingi á mánudag um mál Arthúrs
Björgvins Bollasonár dagskrár-
ráðgjafa útvarpsstjóra sagði Dav-
íð Oddsson, að hann myndi aldrei
sitja sem forsætisráðherra í skjóli
Ólafs Ragnars Grímssonar. Þegar
Morgunblaðið spurði Davíð í gær
hvort hann væri með þessum orð-
um að útiloka þátttöku sína í ríkis-
stjórn með Alþýðubandalaginu
sagði hann að Ólafur Ragnar
væri bráðabirgðaformaður Al-
þýðubandalagsins og yrði að
hætta á næsta ári.
Davíð Oddsson
Ólafur Ragnar
Grímsson
Leikþáttur
Davíð sagði að í umræðunni á
mánudag hefði Ólafur Ragnar
Grímsson búið til leikþátt sem
byggðist á bréfi sem einhverjir
menn hefðu séð og lapið upp úr
orðalag og afbakað það. Ólafur
Ragnar hefði síðan lapið þetta upp
aftur og afbakað. Það hafi svo
átt að sanna að Davíð hefði logið
að þjóðinni, eins og hann átti að
hafa logið að forseta íslands þeg-
ar bráðabirgðalögin á verkfall sjó-
manna voru sett í síðasta mánuði.
„Málatilbúnaður þessa manns
og framganga er með slíkum ólík-
indum að mann furðar á að þar
fari formaður stjórnmálaflokks.
Mælirinn er hreinlega fullur gagn-
vart þessum manni,“ sagði Davíð
Oddsson.
Svarað verði í neyðamúmer
112 á einum stað fyrir landið
NEFND sem dómsmálaráðherra skipaði leggur til að komið verði
á samræmdu neyðarsímanúmeri, 112, fyrir Iandið allt, til að taka
allan sólarhringinn við beiðnum um neyðaraðstoð lögreglu,
slökkviliðs, sjúkraflutningamanna, lækna og björgunarsveita í stað
þeirra um 150 símanúmera sem nú þarf að hringja í um landið
allt eftir slíkri þjónustu. I skýrslu nefndarinnar er gert ráð fyrir
einni vaktstöð á höfuðborgarsvæðinu með sólarhringsvöktun fyrir
iandið allt en að eftir því sem aðstæður og fjárhagur Ieyfi verði
byggðar upp vaktstöðvar í einstökum landshlutum. Þorsteinn
Pálsson, dómsmálaráðherra, segir að næsta skrefið verði að útbúa
lagafrumvarp um nýtt neyðarnúmer í samræmi við ábendingar
nefndarinnar.
HANNES Hlífar Stefánsson vann
Shabalov í fjórðu umferð Reykja-
víkurskákmótsins sem tefld var
í gær og er Hannes nú í 1.-3.
sæti á mótinu með 3'A vinning
ásamt þeim Zvjaginsev og Atalik.
í 4.-15. sæti með_ 3 vinninga
hver eru þeir Helgi Ólafsson, So-
kolov. de Firmian, Kveinys, Kotron-
ias, Budnikov, Ibragimov,
Shchekachev, van der Sterren,
Wojtkjewitcz, Khenkin og Rashkov-
sky. Margeir Pétursson, Jóhann
Hjartarson og Jón L. Arnason eru
með 2'/2 vinning hver.
Sjá skákþátt á bls. 37.
Lagt er til að sett verði sérstök
lög um neyðarsímsvörun að hætti
nágrannalanda og er lagt til þess
að númerið 112, sem verður sam-
ræmt neyðarnúmer í Evrópu, taki
gildi fyrir ísland eigi síðar en 31.
desember 1995.
Þjónustuútboð
Nefndin segir að með sam-
ræmdri neyðarsímsvörun þurfi að
uppfylla skyldur stjórnvalda til að
annast og veita þjónustu til að taka
við tilkynningum um bruna, slys,
óhöpp, yfirvofandi eignatjón og
önnur neyðartilvik.
Nefndin telur ekki nauðsyniegt
að stofna sérstaka opinbera stofnun
eða sérstakt hlutafélag um neyðar-
símsvörun en nefndin telur líklegt
að einhvers konar þjónustuútboð
vegna þessarar starfsemi gæti verið
hagkvæmt þar sem kostnaði, sem
áætlaður er 50 milljónir króna á
ári, mætti ná niður með samrekstri
við starfsemi sem er ótengd sjálfri
neyðarsímsvöruninni, t.d. ýmsa
þjónustusímsvörun.
lagður á skráð símanúmer.
Dósmálaráðherra kynnti niður-
stöður nefndarinnar í ríkisstjórn í
gærmorgun og hyggst nú láta
útbúa lagafrumvarp sem síðan
verður kynnt stjórninni. Þorsteinn
segir að það ætti að vera hægt að
koma nýja neyðarnúmerinu í gagn-
ið fyrir árslok 1995 eins og nefndin
leggur til. Hann segir mikilvægt
að gera þessar ráðstafanir og telur
þær geta bætt stórlega neyðarþjón-
ustu í landinu.
Nefnd sú sem dómsmálaráðherra
skipaði í apríl 1993 til að hafa for-
ystu um að koma á samræmdu
neyðarnúmeri fyrir landið í sam-
starfi við sveitarfélög á hveiju
svæði var skipuð Stefáni P. Egg-
ertssyni verkfræðingi, sem var for-
maður nefndarinnar, Bergþóri Hall-
dórssyni, verkfræðingi frá Pósti og
síma, Esther Guðmundsdóttur,
framkvæmdastjóra SVFÍ, Guðjóni
Magnússyni, skrifstofustjóra heil-
brigðisráðuneytis, Guðjóni Peters-
en, framkvæmdastjóra Almanna-
varna, Hallgrími Guðmundssyni,
bæjarstjóra í Hveragerði, og Hrólfi
Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Reykja-
vík.
Gjald á síma?
Varðandi fjármögnun þjón-
ustunnar er í skýrslunni annars
vegar nefndur sá kostur að ríki og
sveitarfélög skipti honum með sér
í hlutfalli við umfang verkefna og
hins vegar að kostnaðurinn yrði
Reykjavíkurhöfn gefur út nýja skýrslu
Mengimaróhöppum
í höfninnifækkar
dag
Innilokaöir vegna hálku
Vegna mikillar hálku eiga aldraðir
erfitt með að komast á milli 4
Nýbygging viö MA
Hafist verður handa við 2.400 fer-
metra nýbyggingu við Menntaskól-
ann & Akureyri í sumar 18
Lillehammer gamaldags
Voldugir styrktaraðilar Ólympíu-
leikanna fá ekki að setja upp aug-
lýsingaskilti og er bærinn meira
gamaldags fyrir vikið 20
H^kmhrrklaMamT
Úr verinu
Leiöari
Varnaðarorð háskólarektors 22
Myndasögur
► Meira flutt út af bleikju - Ugg- Litaspil - Brandarar - Jón-
vænleg þróun í íslenzkri kaup- arnir í gæslustörfum - Hvað
skipaútgerð Togaraskýrslan - kom fyrir kúrekann? - Köttur-
Kúfskelin lítt þekkt í Evrópu - jnn Stefán Ásgeir - Mynda-
Síldin dýr í flskbúðum þraut - Teikningar
Árið 1991 urðu alls 26 mengurn-
arslys á hafnarsvæði Reykjavíkur,
árið 1992 hafði þeim fækkað í 17
og á síðasta ári urðu fimm slys. Á
sama tíma hefur eldsneytistökum í
höfninni fjölgað úr 1.499 árið 1992
í 1.548 árið 1993.
Forvamarstarf skipafélaganna,
olíufélaganna og hafnarinnar felst
í því að við olíutökur skipa þarf að
tilkynna það hafnarvörðum sem
•fylgjast með olíutökunni. Farið er
yfir gátlista með leiðbeiningum um
hvernig ýmsum atriðum skuli hátt-
að áður en dæling hefst. Meðal
annars þarf að athuga hvort olíu-
geymar rúmi umbeðið magn, þrýst-
ing á dælunni og að lekabyttur séu
undir slöngutengjum. Um borð ber
vélstjórinn ábyrgð á móttöku ol-
íunnar en starfsmaður olíufélagsins
ábyrgist dælinguna.
Mengunarvarnarbúnaði skipt
á milli hafna landsins
I
Ef óhapp verður getur það haft
mikinn kostnað í för með sér fyrir
mengunarvaldinn ef hreinsa þarf
olíu úr sjó eða af bryggjunni.
Hinum nýja tnengunarvarnar-
búnaði er skipt niður á milli lands-
hluta og svæðishafna inna lands-
hlutanna. Búnaður fyrir Vestur- og
Suðvesturland er í Ólafsvík og
Reykjavík. Búnaðurinn verður
kynntur starfsmönnum hafnanna
síðar í vetur.
1
I
MENGUNARÓHÖPPUM í Reykjavíkurhöfn hefur fækkað verulega
undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Reykjavíkur-
höfn um mengunaróhöpp á hafnarsvæðum Reykjavíkur síðastliðin
þrjú ár. MiIIi áranna 1991 og 1992 fækkaði óhöppum um níu og frá
1992 til 1993 um tólf. I skýrslunni segir að þessi góði árangur sé
að þakka auknu samstarfi milli olíufélaga, skipafélaga og Reykjavík-
urhafnar við olíutökur og aukinni aðgæslu vélsljóra. Einnig kemur
fram að til landsins er kominn öflugur mengunarvarnarbúnaður sem
er sameigna allra hafna á landinu.